Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. febrúar 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýdshreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: ÍJtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Ætlar þú að vinna kauplaust í 5 — 6 vikur fyrir Geir? Sendiboði frá rikisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins hefur knúð dyra á sérhverju alþýðuheimili á ís- landi. Hvert er erindið? Erindið er að tilkynna að þetta árið verði allt venjulegt launafólk að vinna kauplaust i 5-6 vikur svo að „atvinnuveg- irnir geti borið sig” svo að „viðskipta- frelsið” fái að blómgast. Nákvæmlega þetta felst i erindi rikis- stjórnarinnar til allrar alþýðu, i þeirri til- kynningu, sem með ólögunum hefur verið fest upp á hvers manns dyr. — „Ó hve margur yrði sæll/og elska mundi landið heitt/mætti hann vera i mánuð þræll/og moka skit fyrir ekki neitt.” — Þannig var kveðið snemma á þessari öld, þegar lögbjóða átti kauplausa þegnskylduvinnu unglinga i mánaðartima á ári. Sagt er að visan hafi drepið þau áform á sinum tima. Nú er það hins vegar ekki þegnskyldu- vinna ungmenna einna, sem er á dagskrá, heldur hefur verið lögboðið, að allt launa- fólk skuli vinna kauplaust i 5-6 vikur á timabilinu 1. mars 1978 — 1. mars 1979. Það er ákaflega einfalt mál, að reikna út hversu há upphæð það er, sem rikisstjórn- in ætlar að ræna hvert einstakt alþýðu- heimili i landinu með samningsrofi sinu og ólögunum nýju. Sé miðað við, að framfærslukostnaður hækki um 35% yfir árið, eða heldur minna en á siðasta ári, þá litur málið svona út: Verkamaður með allra Jægstu tekjur, það er krónur 106.000,- á mánuði nú fyrir dagvinnu og svo 44.000,- krónur fyrir yfir- vinnu, hann tapar yfir árið 222.000,- krón- um. Þetta verða 5-6 vikna laun. Eigi verkamaðurinn konu, sem vinnur með sama hætti fyrir 150.000,- króna heildar- tekjum á mánuði, þá sækir rikisstjórnin i sjóð heimilisins kr. 444 þúsund á ári — með ólögum sinum og samningsrofi. Með öðrum orðum: Karlinn vinnur kauplaust i 5-6 vikur, og konan vinnur lika kauplaust i 5-6 vikur. Það mætti ætla að landið hefði orðið fyr- ir hernaðarárás, eða hér hefðu dunið yfir einhverjar mestu náttúruhamfarir i allri sögu þjóðarinnar. Engu sliku er þó til að dreifa. — Þvert á móti búum við við hagstæðari ytri skilyrði en nokkru sinni fyrr. Arðurinn af þjóðar- búinu, það er þjóðartekjur okkar á mann, urðu á síðasta ári hærri en nokkru sinni, og samkvæmt opinberum upplýsingum þjóð- hagsstofnunar er talið að þær verði enn hærri i ár. Þrátt fyrir þetta rifur rikisstjórnin ný- gerða kjarasamninga launafólks i tætlur og ræðst á lifskjörin með þvilikum ofstopa að fágætt er. Verkalýðshreyfingin hefur ekki samið um of hátt kaup. Samkvæmt kjarasamn- ingunum, sem rikisstjórnin afnemur i dag 28. febrúar, þá verður kaupmáttur kaup- taxta verkafólks, iðnaðarmanna, verslun- ar- og skrifstofufólks og opinberra starfs- manna lægri á þessu ári 1978, en hann var 1974, lægri en hann var 1973 og lægri en hann var 1972. Þessar upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun voru lagðar fram á Al- þingi fyrir jól, og hafa ekki verið vefengd- ar. Þótt kjarasamningarnir geri þannig ráð fyrir 3,2% lægri kaupmætti kauptaxta 1978 en t.d. 1972 og þjóðartekjur á mann séu aftur á móti af Þjóðhagsstofnun áætl- aðar 14% hærri 1978 en 1972, — þá hefur ríkisstjórnin með ólögum sinum rofið gerða samninga og fyrirskipað öllu launa- fólki að vinna algerlega kauplaust i 5-6 vikur á ári. Hvert halda menn að verði framhaldið eftir kosningar i vor, ef rikisstjórnin fær vilja sinum framgengt, og stjórnarflokk- arnir sleppa stóráfallalaust i gegnum kosningar? Þvi þarf ekki að svara hér. En verkalýðshreyfingin hefur risið upp til varnar. Betri samvinna en nokkru sinni fyrr hefur tekist með öllum helstu sam- tökum launafólks i landinu. Allsherjar- verkfall hefur verið boðað dagana 1. og 2. mars n.k. Fjölmargir fundir hafa þegar verið haldnir viða um landið, og á morg- un, þann 1. mars,efna verkalýðssamtökin til útifundar i Reykjavik, — til baráttu- fundar. Þetta eru fyrstu aðgerðir; fleira mun á eftir fylgja. Nú er mikið i húfi. Sjálf framtið verka- lýðshreyfingarinnar er i veði. Hver sá sem hlýðir kalli rikisstjórnar- innar og mætir til vinnu 1. og 2. mars i banni verkalýðshreyfingarinnar sam- þykkir þar með að vinna kauplaust i 5-6 vikur á ári, svo að rikisstjórnin fái meira fé til að hygla bröskurunum með. Hver sá, sem hlýðir kalli verkalýðs- hreyfingarinnar, tekur þátt i allsherjar- verkfallinu og mætir á útifundinn á morg- un, leggur sitt af mörkum til að hrinda valdniðslu ríkisstjórnarinnar og flokka hennar, til að tryggja rétt sjálfs sin og stéttarbræðra sinna til umsaminna lifs- kjara, til að tryggja framtíð verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi. — k. Þungur kross Morgunbl. 26. febr. Tillaga Guðlaugs Gislasonar um frestun fundar var samþykkt. Framboðsraunir Sjálfstœðismanna á Suðurlandi Ekki leystu prófkjör Sjálf- stæðismanna I Árnessýslu, Rangárvallasýslu og i Vest- mannaeyjum framboðsraunir flokksins i Suðurlandskjör- dæmi. Er þar nú litill friður með mönnum eins og þessi Dag- blaðsfrétt frá 27. febr. ber með sér: „11 manna nefnd, sem kosin var og tók þegar til starfa á 74 manna kjördæmisráðsf undi sjálfstæöismanna á Suðurlandi, tókst ekki að koma saman framboðslista flokksins til næstu alþingiskosninga á ráös- fundinum á laugardag. Árangur nefndarstarfsins varð hvorki meira né minna en þrjár minni- hlutatillögur. 1. tillaga var um Steinþór Gestsson bónda i 1. sæti, Guðmund Karlsson fram- kvæmdastjóra i Eyjum 2. sæti, Eggert Haukdal, bónda i 3. sæti, Siggeir Björnsson bónda i 4.sæti Óla Þ. Guðbjartsson oddvita á Selfossi i 5. sæti, Jón Þorgilsson, fulltrúa á Hellu i 6. sæti og Arna Johnsen blaðamann i 7. sæti. 2. tillaga var um Steinþór i 1., Eggert í 2., Guðmund i 3., Sig- geir I 4., Arna i 5., Óla Þ. i 6., og Jón i 7. Tillaga Vestmannaey- inga var hins vegar i þvi fólgin að Guðmundur yrði i 2. sæti og Árni i 5., en önnur röðun mátti nokkurn veginn liggja milli hluta að þvi undanskildu. Þegar bera átti tillögurnar undir atkvæði, reis fulltrúi Eyjamanna úr sæti og sagði að ef gengið yrði til atkvæða um fyrri tillögurnar tvær, mundu þeir ekki taka þátt i þeirri at- kvæðagreiðslu og ganga af fundi. Var þá gripið til þess ráðs að samþykkja tillögu Guðlaugs Gislasonar um að fresta fundin- um strax. Guðlaugur hefur i áraraðir skipað 2. sætið á listan- um og Ingólfur Jónsson á Hellu það fyrsta, en þeir eru nú báðir að láta af störfum." ást er. ... að kveðjast með krossi, þótt hún þurfi aðeins að skreppa út í búð. TM Reg U S. Pat Oft —all nghts reserved e1977 Los Angeles Times Afram Kristmenn, krossmenn... — ,, En það var nú lika áður en „Þjóðviljinn” varð kristilegt skátablað.” Þessa innskots- setningu gaf að lita i þætti Jóns Thors Haraldssonar „Vikan sem var” i siðasta sunnudags- blaði Þjóðviljans. Það er full ástæða til þess að biðja greinar- höfund um nánári útskýringu á fullyrðingu sinni. Hún er svo sérkennileg að gaman væri að ræða hana og um Þjóðviljann fyrr og nú, með og án gæsa- lappa, þegar Jón Thor hefur rökstutt hana nánar. Klippari þessa þáttar hefur mestar áhyggjur af þvi að VL- hópurinn hafi ekki áttað sig á er hann hóf málaferli gegn Þjóð- viljanum, að við var að etja ,, kristilegt skátablað”. Hvernig má það henda að eins ærukærir menn og VL-ingar skuli vilja fangelsa og sekta blaðamenn kristilegs skátablaðs, sem samkvæmt skilgreiningu Jóns Thors hljóta óhjákvæmilega að teljast til kristilegra skáta? í einni sjónhendingu hljóta þeir og vara-Hæstiréttur að sjá, að þeim hefur orðið á herfilegt glappaskot. Þvi veröur ekki trú- að að það hafi verið ætlun VL- inga og dómenda að æsa á móti sér skátahreyfinguna og Krist- menn-krossmenn þessa lands. En eftir afhjúpun Jóns Thors væntum við þess að sjálfsögðu að kristnir menn og skátar slái skjaldborg um liðsmenn sina á Þjóðviljanum. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.