Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 28. febrúar 1978 Þriðjudagur 28. febrúar 1978 ÞJOÐVILJINN — SIDA 9 Orðalag hans er akademiskt, en ákveðið og hnyttið. Hann skýrir fyrst frá NATO-ansstæðingunum innan Verkamannaflokksins. — Það voru margir straumar, sem sameinuðust i baráttunni gegn norskri NATO-aðild. Þó voru það tveir aðalhópar, sem þarna áttu einkum hlut að verki. í fyrsta lagi var um að ræða hina klassisku vinstrilinu innan sósial- demókratíska flokksins, sem var fylgjandi stefnu Sovétrikjanna og aðhylltust Komintern. Hinn hópurinn var samsettur af gömlum sósialdemókrötum, þeas. þeim, sem gengu út úr norska Verkamannaflokknum 1921-27 vegna Moskvukenn- anna á Norðurlöndum, frá 1921-27, þá norski verkamanna- flokkurinn sleit böndin við nor- ræna sósialdemókrata. Þegar NATO-umræðurnar hófust i flokknum, var þvi eðlilegt, að þessi hópur snerist gegn Atiants- hafsbandalaginu. Bæði voru þeir tengdir flokksbræðrum sinum á Norðurlöndum og einnig höfðu þeir andúð á hinni kapitalisku stefnu vesturvelda. — Hvar i flokki stóðst þú? — Ég var ekki gamall sósial- demókrati. A æskuárum minum var ég kommúnisti og tilheyrði samtökunum Mot Dag, sem Erl- ing Falk veitti forustu. Við vorum á móti Komintern og gagnrýnd- Trygve Bull er fæddur árið 1905. Hann hóf ungur afskipti af stjórnmálum. A háskólaárum sinum var hann meðal þeirra, sem stofnuðu vinstrihreyfing- una Mot Dag.og sem átti eftir að verða fræg i norsku stjórnmálalifi. Hreyfingin gekk i Norska Verkamannaflokkinn 1923 og út úr honum tveimur árum siðar, þegar hópurinn gekk i Kommúnistaflokk Noregs.Þar undi hreyfingin sér aðeins til 1928, en klauf sig þá úr flokknum. 1936leystist Mot Dag upp og meðlimir hópsins gengu i Verkamannaflokkinn að undan- skildum leiðtoganum, Erling Falk, sem fékk ekki inngöngu. Trygve lauk kand. fil.-prófi 1931 og var menntaskólakennari til 1943, en þá var hann sendur i fangabúðir nasista i Þýskalandi fyrir stjórnmálaskoðanir sinar. Eftir strið tók Trygve við kennslustörfum á ný og var lektor við Kennaraháskólann i Osló frá 1949—72. Trygve Bull hefur haft ýmis trúnaðarstörf um ævina. Hann var þingmaður Verkamanna- flokksins frá 1958 til 1964, hann átti sæti i Ráðgjafanefnd Evrópuráðs i mörg ár og hann hefur verið meðlimur i Málnefnd Noregs frá 1952, og verið meðal þekktari nafna i norskri málbaráttu. Trygve Bull hefur ætið farið eigin leiðir i stjórnmálum og fylgt innri sannfæringu. Þegar Verka- mannaflokkurinn beitti sér fyrir norskri inngöngu i Efnahags- bandalagið fyrir fimm árum, gekk Trygve úr flokknum, eftir tæpa 40 ára setu. Hann var meöal þeirra, sem stofnuðu Sosialistisk Valgforbund, sem siðar breytti nafninu i Sosiaiist- isk Venstreparti (SV). heldur einnig, að stór hópur með- lima Verkamannaflokksins gengi yfir i flokk kommúnista, sem höfðu Sovétstefnuna að leiðar- Ijósi. — Mikill spenningur var I al- þjóðamálum fyrstu árin eftir strið. Margir Norðmenn óttuðust innrás Rússa, ef landið gengi ekki I NATO. Aðrir óttuðust þriðju heimsstyrjöldina. Hefði norrænt varnarsamband megnað að verja hlutleysi Noregs, ef til slikra á- taka hefði komið? — Nú hefur þriðja heimsstyrj- öldin aldrei verið háð, og þarmeð hafa slikar staðhæfingar hvorki veriðsannaðar né afsannaðar. Ég var hins vegar þeirrar trúar, að ef heimsstyrjöld hefði brotist út á þessum tima, hefði verið unnt að halda Skandinaviu utan við slík á- tök. Það kann að vera að þetta hljómi sem draumhyggja, en við vitum nú, að ef Noregur og Svi- þjóð hefðu verið betur undirbúin 1939—40; ef þessi tvö lönd hefðu myndað varnarsamband ásamt Finnlandi og Danmörku i byrjun fjórða áratugsins, heföi Vetrar- striðið aldrei verið háð, og Þjóð- verjar hefðu ekki árætt að ráðast inn I Danmörku og Noreg. Sam- einuð Norðurlönd hefðu á sama hátt átt miklu meiri möguleika á að sneiða hjá þátttöku i þriðju heimsstyrjöldinni, heldur en nú, þegar tvö skandinavisk riki — Danmörk og Noregur eru með- limir i NATO. Ef stórveldin hefðu farið I hár saman, eftir að Noreg- ur gekk i NATO, hefði það þýtt að landiö heföi veriö dregið inn i deiluna og hætta á, að borgara- strið hefði brotist út. — Borgarastrið? — Þaðersannfæring min, að ef norska stjórnin hefði staðið upp- rétt gagnvart Bandarikjunum og tjáð þeim af festu, að Noregur óskaði ekki eftir aðild að NATO, heldur hyggðist mynda varnar- bandalag ásamt Sviþjóð, hefðu Bandarikjamenn séð hinu nor- ræna varnarbandalagi fyrir vopnum á hagstæðum kjörum. Af tvennu illu, hefðu Bandarikin heldur kosið að hervæða norrænt varnarbandalag að hluta, en að eiga það á hættu, að Sovétmenn legðu undir sig Norðurlönd, og út- rýmdu hinum vestrænu lifsskil- yrðum. Ef sendinefndin, sem fór til Bandarikjanna með Halvard Lange og Oscar Torp i broddi fylkingar 1948, heföl verið fastá- kveðini aðberjast fyrir „norrænu lausninni”, þá hefðu bandarisk stjórnvöld verið viljug að sjá varnarbandalaginu fyrir vopn- um. Stjórnnorskra utanrikismála var hins vegar búin að ákveða á laun, að Noregur skyldi i NATO, og þess vegna var hið eiginlega hlutverk sendinefndarinnar að biðja USA um aðstoð við að koma hugmyndinni um norrænt varn- arbandalag fyrir kattarnef. Þar- afleiðandi kom norski utanrikis- ráðherrann heim með þau svör, að Bandarikin munu ekki veita norrænu varnarbandalagi vopna- aðstoð, en Noregur mundi fá vopn á m jög hagstæðu verði og jafnvel ókeypis, ef landið gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu. — I fyrstu lotu við að koma Noregi inn i NATO, fóru hinir svo- nefndu „athafnamenn” (Tran- mæl, Nordahl, Lie og fieiri) á bak við stjórnina og sjálfan utanrikis- ráðherrann, Halvard Lange, og lögðu undir sig Fulltrúanefnd norska Verkamannaflokksins i Osló. „Athafnamennirnir” notuðu ýmsa klæki síðar við að gera NATO-aðildina að veruleika. Hvernig stóð á þvi, að jafn fá- mennur hópur hafði svo mikil völd og tókst að einoka fiokks- menn i jafn rikum mæli? — Þessi spurning snertir djúp einkenni i norska Verkamanna- flokknum. Flokkurinn var allt frá 1923undirforustu örfárra manna, sem stóðu i kringum Martin Tranmæl. Þetta gerði auðvitað hina lýðræðislegu byggingu flokksins erfitt fyrir. Tranmæl hafði steypt hinni gömlu sósial- demókratisku forustu af stóli 1918 og haföi tögl og hagldir I mið- flokki þeim, sem nefndist norski Verkamannaflokkurinn, eftir klofningu um Komintern 1923. Stærsti grundvöllur hans var Verkamannaflokkurinn i Osló. Þar var hann konungur Iriki sinu, og þar voru hinir ungu og efnilegu samstarfsmenn hans saman komnir, eins og t.d. Einar Ger- hardsen. Allt frá 1920 og þangað til eftir strið var hinu þýðingar- mikla Fulltrúaráði i Osló stjórnað af örfáum forustumönnum sem Tranmæl, Gerhardsen og Torp. t gegnum sögu norska Verka- mannaflokksins hefur það verið þannig, að merki þau, sem bárust frá Oslóflokknum, voru gerð að stefnu flokksins i heild. Þess vegna áttu þessir forustumenn hægt um heimatökin. Þeir, sem stjórnuðu Fulltrúaráðinu, stjórn- uðu næstum þvi öllum flokknum. Valdahrokinn náði þó hámarki, þegar að þessir herramenn, aö undirlagi Gerhardsens forsætis- ráðherra, kalla saman fund i Fulltrúa'ráðinu og samþykkja til- lögu um nýja utanrikisstefnu Noregs án þess aö tilkynna stjórninni eða utanrikisráðherra um málið fyrirfram. Þeir voru ekki vissir um, hvort Lange væri nógu „atlantiskur” til að sam- þykkja slika tillögu, og vildu þvi hrinda honum i vesturátt. Lange skiptir þvi litum, þegar hann les Verkamannablaðið næsta dag, og sér að eigin flokkur, án þess að hafa samband við hann, hafi haldið Fulltrúafund og samþykkt tillögu um breytta stefnu i utan- rikismálum. Hann hellti sér þar- afleiðandi yfir ritara flokksins, Hakon Lie, sem hann taldi að væri potturinn og pannan i hneykslinu. Hinn siðarnefndi svarar þá hæversklega, að for- sætisráðherra landsins, Einar Gerhardsen, væri einnig með i púkkinu. Ég skil ekki, hvernig Gerhardsen ætlar að útskýra þessa nýju upplýsingar (bók Eriksens „DNA og NATO” útg. 1969), en hann neyöist til þess i endurminningum sinum, sem hann vinnur núna að. — Gerhardsen og Lange skiptu þó báðir siðar um skoðun? — Já. Það var áhugavert, að i byrjun var Gerhardsen meira fylgjandi atlantisku hernaðar- bandalagien Lange. Þetta snerist við, eftir þvi sem timinn leið. Lange var með djúpar rætur i Vestur-Evrópu. Hann ólst upp i London, Brilssel og Genf. Hann var meiri vestur-evrópubúi en Norðmaður.aðmörguleyti. Hann hugsaði eins og visindamaður, vó hlutina og mat, að það tók hann breyta um stefnu. En þá varð það of seint. — Að áliti margra flýtti valda- taka kommúnista i Tékkóslóva- kiu fyrir noskri aðild að NATO? — Þetta var gjöf af himnum of- an til þeirra, sem óskuðu eftir að- ildNoregs i NATO. En ég held að NATO-þróunin hefði orðið sú sama I Noregi, þótt að valdatakan i Tékkóslóvakiu hefði ekki átt sér stað. Hún skipti t.d. engu máli fyrir Halvard Lange. Svo ekki sé minnst á Nordahl, Hauge og Hak- on Lie. En stjórnarbyltingin var gjöf frá himnum, og hún hafði mikil áhrif á hugsunarhátt Ger- hardsens. An hennar hefði Ger- hardsen aldrei haldið Kraker- öy-ræðuna. Persónulega verð ég að segja, að valdatakan er eitt af þvi heimsulegasta, sem Rússar hafa gert eftir strið. Ef Sovétmenn hefðu látið Tékkóslóvakiu þróast óhindrað áfram, hefði landið orðið að só- sialiskri fyrirmynd: eins konar sýningargluggi til vesturs, þar sem sósialiskt lýðræði hefði rikt. Utanrikisstefna Tékkóslóvakiu var mikið vinveittari Sovét- mönnnum en Vesturveldunum. Landið var læknað af allri vest- rænni meinsemd eftir Munc- hen-sáttmálann. Ef Sovétrikin hefðu þorað að láta Tékkóslóva- kiu halda stjórnháttum sinum, og ekki komiðá kommúnisma, nema ef tékkneskir kommúnistar hefðu náð meirihluta á þingi þá hefðu Sovétrikin staðið sterkar, and- stæðingar NATOs hefðu staðið sterkar og Evrópa öll hefði orðið hamingjusamari. — Hvernig stóð á þvi, að (siðar SV) 1975, undir forustu Reidar Larsens. — Þó að meirihluti flokks- manna Verkamannaflokksins hafi verið fylgjandi norrænu varnarbandalagi, tókst leiðtogun- um að þvinga Noreg i NATO. Mörg önnur dæmi úr sögu flokks- ins virðast styrðja þá skoðun, að Verkamannaflokkurinn sé ólýð- ræðislegur og undir oki forustu- manna. Hvað vilt þú sem gamall flokksmaður segja um þetta? — Margir okkar tóku að efast um hina lýðræðislegu byggingu flokksins, eftir að hafa séð yfir- gnæfandi meirihluta Landsfund- arins greiðs atkvæði á móti sann- færingu sinni. Það leikur enginn vafi á, að ef fundarmenn lands- fundarins hefðu haft frjálsar hendur og ekki verið undir þrýst- ingi frá leiðtogunum, hefðu þeir kosið norrænt varnarbandalag i stað þess að gerast handgengnir hernaðarbandalagi sem stjórnað var af hinni hákapitalisku Ameriku. Ef leiðtogarnir væru spurðir sams konar spurningar, mundu þeir sennilega svara henni á þann veg, að lýðræði er ekki aðeins frelsi flokksmanna til að tjá hug sinn og sannfæringu, heldur verður að stjórna lýðræð- inu með tryggri hendi. Þeir mundu segja, að á sama hátt verður lýðræðislegur flokkur aö hafa forustu, og að forustan veit alltaf betur en hinn óbrotni flokksmaður, ekki sist i utanrikis- málum. Þess vegna verða flokksmenn að þola það, að forustan segi þeim hve hættulegt það sé að láta stjórnast af tilfinningum en ekki kunnáttu og viðsýni, þegar — Þar sem andstaðan átti sér enga sterka leiðtoga, var enn auðveldar fyrir leiðtoga Verka- mannaflokksins að hóta að segja af sér en ella. Leiðtogar NATO-andstöðunnar voru að mestu afllausir. Sá fremsti, Olav Oksvik var ekki einu sinni reiðubúinn til að fýlgja stefnu sinni eftir og gerast flokks- formaður, ef NATO-leiðtogarnir segðu af sér. Hann barðist ekki af neinum krafti fyrir málstað and- stöðunnar á landsfundinum og eftir að tillaga hans hafði verið felld lagði hann upp laupana til að kljúfa ekki fundinn. Auk þess, sem andstöðuna skorti fasta for- ustu, var hugmyndafræðilegur ágreiningur meðai andstöðu- manna. Þetta tvennt geröi það að verkum að andstaðan féll um sjálfa sig. — Margir álita að fjárhagshlið- in hafi skipt miklu máli i sam- bandi við inngöngu Noregs i NATO? — Já. Ég get sagt þér dálitla sögu. Mörgum árum eftir að Nor- egur gerðist aðili að NATO, varð ég eitt sinn samferöa ráðherra i stjórn Gerhardsens, Ulrik Olsen að nafni. Hann var mikill fésýslu- maður frá Kristianssund, reynd- ar miljónamæringur, sem hafði komið sér áfram að eigin ramm- leik og var i alla staði ákjósanleg- astikrati. Við töluðum um heima og geima, og meðal annars um inngöngu Noregs i NATO. Ég lýsti yfir harmi minum yfir þvl, að norræna lausnin hafði ekki orðið að veruleika, og að stuðnings- menn NATO heföu verið jafn ógagnrýnir og einstrengingslegir og raun bar vitni. Þá sagði Ulrik una i Chile. Jafnvel þó að Noregur mundi þróast á þingræðislegan hátt I áhrifamikla sósiallska átt, kæmi ekki til bandariskrar ihlut- unar. En auðvitað yrði Noregur fyrir ákveðnum þrýstingi eins og Carter notar á ítali, þegar hann varar Kristilega Flokkinn við að hafa kommúnista i stjórn. Þannig mundi einnig sendiherra Banda- rikjanna i Noregi vara þjóðina við of snöggri þróun i sósialiska átt. Það eru allt aðrir hlutir, sem hindra sósialíska þróun I Noregi i dag. Það er með öllu óm,ögulegt að koma á raunhæfum sósial- isma i Noregi fyrr en öll Vestur-Evrópa er orðin sósialisk. Það er ekki fyrr en Bretland og V-Þýskaland eru orðin sósialisk, að sósialismi á gagnger lifskjör hér I landi. Það, sem er fyrst og fremst verkefni norrænna sósial- ista, er að undirbúa hina huglægu breytingu, sem framkvæmd só- sialismans er samfara, með þvi auka lýðræði þjóðfélagsins eins framalega og unnt er. Skandi- navia er það háð alþjóðaviðskipt- um, að það er afar erfitt fyrir eitt landanna að gera slika þjóð- félagsbreytingu upp á eigin spýt- ur. — Og á meðan Norðmenn blða eftir byltingunni i V-Evrópu, verða þeir að una við einræði só- sialdemókratiskra leiðtoga? — Nokkrum árum eftir að Nor- egur gekk i NATO, hitti ég Olav Oksvik og við byrjuðum að tala um hinar ólýðræðislegu aðferðir Verkamannaflokksins, og hina vestrænu einstefnu, sem flokkur- inn aðhylltist. Ég spurði hann, hvort að hann væri ekki tilbúinn Framhald á 14. siðu Priðja grein____________________________________ VIÐTAL VIÐ TRYGVE BULL LEKTOR Teikningar og texti: Ingólfur Margeirsson Það eru tæp 30 ár siðan Noregur gekk í NATO. Meðal þeirra flokksmanna Verkamannaflokksins, sem hve ákafast börðust gegn aðild Noregs að Atlantshafsbanda- laginu var Trygve Bull lektor. Hann vará þessum árum í nánu sambandi við leiðtoga Verkamannaflokksins og æðstu menn norsku þjóðarinnar. í viðtalinu, sem hér fer á eftir, gerir hann m.a. grein fyrir andstöðunni innan Verkamannaflokksins og ástæðum þeim, sem urðu henni að falli. Trygve skýrir einnig frá „norrænu lausninni", þeas, ráðagerðinni um norrænt varnarsamband og aðferðum krataforustunnar við að koma þeirri hugmynd fyrir kattarnef, og bregður upp mynd af ástandinu í alþjóðamálum og norskum innanríkismálum á þessum tímum. Trygve BuU er einn þeirra inganna og aðildinni að Komintern, og aðhylltust hina hefðbundnu sósialdemókratisku stefnu, sem barðist bæði gegn vestrænum kapftalisma og sovéskum sósialisma. Það var þessi siðarihópur, sem hafði gert norræna samvinnu að gunnfána sinum, og það voru þeir, sem héldu sambandi við bræðraflokk- er manna, sem hafa yndi af að segja frá. Hann er litill og þéttvaxinn, en hreyfingar hans eru liprar og snöggar og algjörlega lausar við þann öldungslega stirðleika, sem einkennir gjarnan fólk á hans aldri. Augun eru hvöss og athugul bak við gleraugun og röddin ei- litið hvell, með kennarahreim. um að mörgu leyti stefnu Sovét- rikjanna, en töldum okkur fylgja hinni eiginlegu stefnu kommún- ista. Við héldum þessari stefnu, þegar við gengum inn i Verka- mannaflokkinn 1936 og Mot Dag leystist upp. Persónuleg þróum min varð sú, að efasemdir minar gagnvart stefnu Sovetrikjanna jukust æ meira. Ég taldi mig eng- an veginn i flokki þeirra, sem ég gat fyrst. Jafnvel áður en Moskvu- réttarhöldin hófust, hafði ég feng- ið óbeit á stjórnmálakerfi Sovét- rikjanna, sem ég taldi bæði frum- stættog vanþróað, og gæti á eng- an hátt orðið fyrirmynd af þvi þjóðfélagi, sem róttækir vinstri menn dreymdu um að byggja á Vesturlöndum. Ég tilheyrði þvi hvorugum hópnum. Hins vegar var égsmeykur um, að NATO-að- ild muni leiða af sér volduga hægrisveiflu innan flokksins. Slik þróun mundi ekki aðeins verða til þess, að Noregur færðist nær vestrænum auðvaldsþjóðum, — 1 striðinu milli Þýskalands og Bretlands voru 95% þjóðarinn- ar á bandi breta. Þegar Noregur gekk i NATO 1949, var hins vegar stór hluti þjóðrinnar andsnúinn hinni afturhaldssömu auðvalds- stefnu USA. Sovétrikin höfðu hins vegar ráðið að niðurlögum nasis- mans i austri og nutu talsverðrar virðingar meðal Norðmanna. Mikill þorri þjóðarinnar hefði þvi neitað að berjast með Banda- rikjamönnum gegn Sovétmönn- um og hætta á, að þjóðin hefði klofhað I tvennt. Þetta var ein meginástæða þess, að ég taldi Noregi best borgið i hlutlausu, norrænu varnarsambandi, sem væri óháð hernaðarbandalögum i vestri jafnt sem austri. — Það er vitað mál, að Sviþjóð hefði ekki megnað að sjá Dan- mörku og Noregi fyrir vopnum á þessum timum. Vopnin varð þvi að fá erlendis frá. Hefðu vestur- veldin látið norrænu varnarsam- bandi hergögn i te? Þegar Noregur gekk í NATO „Flestir hlutu sálarmem,, talsverðan tima að ákveða sig. Hann var i fangabúðum nasista i striðinu og var þvi ekki I London eins og flestir hinir fylgjendur NATO, og þurfti þvi aðlögunar- tima til að fyllast af hrifningu yfir þessari vestrænu hugmynd. En þá breytir Gerhardsen um skoð- un. Hann byrjar að ræða málið við gömlu vinina sina Hedtoftog Erlander, sem þá voru forsætis- ráðherrar i Danmörku og Svi- þjóð.Hedtoft lagði næstum þvihöf- uðið að veði, til að koma „nor- rænu lausninni” i höfn. Það var gamall draumur Dana að sam- eina Skandinaviui varnarmálum, og Sviar þráðu ekkert frekar en að vera miðpunktur litils hernað- arbandalags i N-Evrópu. Dan- mörk var að visu varnarleg byrði, vegna landfræðilegrar legu sinn- ar, en með timanum yrði Noregur og Sviþjóð það hernaðariega sterk, að þau gátu borið Dan- mörku. Gerhardsen féU fyrir rök- um kunningja sinna og byr jaði að Kommúnistaflokkur Noregs lagði blessun sina yfir valdatöku Sovét- manna I Tékkóslóvakfu? (Þurr hlátur) — NKP var hlýðið útibú frá Moskvu. Um leið og Pravda og Izvestia höfðu borist til Oslóar, var stefna norska Kommúnistaflokksins ákveðin. Þvi miður hélt þessi þró- un áfram. Sama gerðist við Ung- verjalandsuppreisnina 1956 og við innrásina i Tékkóslóvakiu 1968. Að visuurraði NKP þá dálitið, en i dag vill enginn meðlimanna viðurkennaeinstökmótmæli, sem áttu sér stað innan flokksins fyrir tæpum tiu árum. Stefna fiokksins i dag er þvi fullkomlega hlýðin utanrikisstefnu Sovétrikjanna. Þetta er ein orsök þess, að Evrópukommúnisminn hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá NKP. Túlkendur Evrópukommún- ismans I Noregi éru þeir menn, sem klufu sig útúr Kommunista- flokki Noregs og mynduðu SF þjóðarheill er i húfi. Þetta þýðir i reynd, að þegar flokksforustan er sammála um ákveðna stefnu, en er á öndverðum meiði við meiri- hluta flokksmanna, er boðað til landsfundar og þar tilkynnir for- ustan, að ef að landsfundurinn samþykki ekki stefnu leiðtog- anna, treysti forustan sér ekki til að taka ábyrgðina á áframhald- andi stefnu i þjóðarmálum. Þetta gerðu þeir á landsfundin- um um NATO. Það var vitað mál, að ef forustan hefði sagt af sér, hefði þjóðin klofnað, þar sem borgaralegu flokkarnir studdu NATO-aðild og Verkamanna- flokkurinn hefði orðið sundraður, höfuðlaus her. Þess vegna sam- þykkti landsfundurinn NATO-til- löguna á móti vilja slnum og flestir fundarmenn hlutu ævar- andi sálarmein. Margar aðrar samþykktir hafa verið knúnar fram með þessari aðferð. — Andstaðan gegn NATO-aðild var einnig illa skipulögð? Olsen við mig: „Þér skjáltlast kæri vinur, hér var ekki um hug- myndafræðilegar ástæður aö ræða, eins og þú hefur áhuga á. Hér var einfaldlega um peninga að ræða. Við fengum vopnin ókeypis frá Ameriku ef við geng- um i NATO, en hefðum þurft að borga þau i sænskum, ef við hefð- um stofnað norrænt varnar- bandalag”. — Hefur norsk þátttaka iNATO staðið i vegi fyrir sósiaiiskri þró- un i Norgegi? — Nei. Égheldað þróuninhefði orðið nokkurn veginn sú sama, hvort sem Noregur hefði verið meðlimur i norrænu varnar- bandalagi eða NATO. Hefði land- ið hins vegar reynt að gera þjóð- félagsbyltingu i verstu hrið kalda striðsins, hefðum við mátt búast við bandariskri ihlutun. En ekki i dag. Carter Bandarikjaforseti mun ekki gripa fram I innanrikis- þróunina i Noregi á sama hátt og USA aðstoðaði herforingjaklik- „Jafnvel áður en Moskvuréttarhöldin hófust, hafði ég fengiðóbeit á stjórnmálakerfi Sovétrlkjanna...” „Ei fundarmenn landsfundarins hefðu haft frjálsar hendur, og ekki verið undir þrýstingi frá leiðtogunum, hefðu þeir „Það er með öllu ómögulegt að koma á raunhæfum sósialisma i Noregi fyrr en öll V-Evrópa er orðin sóslalisk.” kosið norrænt varnarbandalag i stað þess að gerást handgengnir hernaðarbandalagi, sem stjórnað var af hinni hákapitalisku Ameriku.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.