Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 3
Þriftjudagur 28. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Fylkiskosningar á Indlandi: Stórsigur Indiru NÝJU-DEHLI 27/2 — Sá hluti Þjóðþingsflokksins á Indlandi, sem fylgir Indiru Gandhi að mál- um, vann stórsigur i kosningum til þings fylkisins Karnataka og virðist hafa náð svipuðum árangri i fylkiskosningunum i Andhra Pradesh á Suður-Ind- landi. Virðist Indira þar með hafa tryggt sér stöðu sem helsti leið- togi indversku stjórnarandstöð- unnar. Flokkur Indiru fékk hreinan meirihluta sæta i Karnataka, eða 152 þingmenn kjörna af 224 alls á fylkisþinginu. Er þetta alvarleg- ur hnekkir fyrir stjórnarflokkinn Janata, sem hefur verið að reyna að auka fylgi sitt i suðurhluta landsins. Þegar þriðjungur at- kvæða hafði verið talinn i Andhra Pradesh, hafði flokkur Indiru unnið þar 72þingsæti en hinn svo- kallaði opinberi Þjóðþingsflokkur aðeins 21. Isiðarnefnda flokknum eru keppinautar Indiru i Þjóð- þingsflokknum, sem klofnaði vegna deilna hennar og þeirra. I Maharashtra á Miö-Indlandi gekk Janata og opinbera Þjóðþings- flokknum betur. Kosið var til þingafimm fylkja á laugardag og lauk talningu fyrst i Karnataka. Úrslit þessi virðast hafa skotiö Janata nokkrum skelk i bringu og hefur jafnvel heyrst að sigur Indiru myndi leiða af sér klofning i stjórnarflokknum, sem raunar er sambræðsla margra og ólikra flokka. Chandra Shekhar, forseti Janata, visar orðrómnum um klofning eindregið á bug,en játar aðsigur Indiru hafi komið honum mjög á óvart. Indira segir Urslitin sýna að hún hafi fólkið með sér. 5 manns létust í í eldsvoda 1 Nordursjó 30 mannslát í norska olíuævintýrinu til þessa Indira — ekki aldeilis búin að vera. Shekhar gaf í skyn að ástæðan til sigurs hennar væri sú, að almenningur væri óánægður með frammistöðu stjórnarinnar i efnahags-og kjaramálum. Indira Gandhi, sem nú er sextug að aldri, var forsætisráð- herra Indlands iellefu ár uns hún beið ósigur I þingkosningunum i marss.l. Harðnandi afstaða Egypta JERCSALEM 27/2 Reuter — tsraelsstjórn visaði i dag á bug nokkrum hluta siðustu tillagna Egypta um frið milli Israels og Araba og afhenti Alfred Atherton sérlegum sendimanni Banda- ríkjastjórnar, gagntillögur aö fara með til Kairó. Segja tsraels- menn að þessar siðustu tíllögur sýni harðnandi afstööu Egypta, sem að likindum sé viðleitni til þess að geðjast Jórdaniu og fleiri Arabarikjum. Menakhem Begin, forsætisráö- herra tsraels, endurtók fyrri yfir- lýsingar Israelsstjórnar um að ekki kæmi til greina að tsrael samþykkti afhendingu herteknu svæðanna frá 1967 og stofnun palestinsks rikis sem grundvall- arforsendu fyrir samkomulagi. OSLÓ 27/2 frá Ingólfi Margeirs- syni — S.l. laugardagskvöld létu fimm menn lifið i eldsvoða, sem braust út á norska oliuborpallin- um Statfjord A. Aðeins eitt oliu- slys i sambandi við olíuvinnslu Norðmanna hefur orðið fleiri mönnum að fjörtjóni, en það var þegar borpallurinn Deep Sea Driller sökk i mars 1976 og sex manns misstu lifið. Samkvæmt norsku fréttastofunni NTB hafa 30 manns farist i sambandi við oliuvinnslu Norðmanna á s.I. tiu árum. Statfjord A er hvorttveggja i senn borunar- og framleiðslupall- ur og stærstur sinnar tegundar i heimi. Hámarksframleiðsla hans á oliu á að geta numiö 300.000 tunnum á sólarhring. Undir- búningsvinna við borpallinn hefur verið á lokastigi og reiknað er með þvi að framleiðslan hefjist að ári. Pallurinn er af svonefndri Condeepgerð og hvilir á þremur steyputurnum, sem hver um sig er 170 metra að hæð. Tveir turn- anna eru notaðir við borun, en i þeim þriðja er einkum oliuleiðsl- um og dælum komið fyrir. Slysið átti sér stað i siðast- nefnda turninum og er enn óvist hvaö olli eldsupptökunum. Menn- irnir unnu við að logsjóða dælu- undirstöður, þegar slysið varð, og hafði viðvörunar- og eldvarnar- kerfið verið tekiö Ur sambandi meðan á vinnunni stóð. Um hálf- tiuleytið um kvöldið uppgötvuðu mennreyk neðanúrturninum, en mökkurinn og hitinn reyndist þá það mikill, aðþað tók tvo tima aö kæla þennan hluta turnsins og komast aðmönnunum. Höfðu þeir þá kafnað af völdum reyksins. Tveir þeirra höfðu komið sér i lyftu, en hún stansaði aðeins tæþa tvo metra frá eldvarinni hæð. Dauðaslysið gerðist 50 metrum fyrir ofan hafsbotn, eða með öðr- um orðum sagt langt fyrir neðan sjávarflöt. Bandariska olíufyrirtækið Mobil, sem annast hefur uppsetn- ingu borpallarins, hefur ákaft verið gagnrýnt af norskum fjöl- miðlum fyrir slæman öryggisút- búnað. Sérstaklega hefur veriö bent á nauðsyn þess, að lyftur og stigar i turninum séu lokaðir og eldvarðir. Oliufyrirtækið til- kynnti ekki heldur björgunarmið- stöðinni á Sola um slysið, og er það vitavert brot á þeim á öryggisákvæðum, sem gilda um norska borpalla á Norðursjó. Egyptar svipta Pale- stínumenn réttindum GERIÐ GÓÐ KAUP! Við seljum í þessari viku ýmsar vörur með 30-50% AFSLÆTTI: I HUSGAGNADEILD Litiö göiiuð borðstofuhús- gögn, teak og palisander. Stakir stóiar, sófar. sófaborð o. m. f/. I TEPPADEILD Ymsar stærðir og gerðir af teppabútum. Einnig margar gerðir af uHarteppum. KAtRÓ 27/2 Reuter — Egypska stjórnin hefur svipt Palestinu- menn þá, sem i Egyptalandi búa, sérstökum réttindum sem þeir hafa notið þar i iandi siðan 1956. Virðist stjórnin gera þetta i reiði sinni út af drápinu á Jússef Sibai, áhrifamiklum egypskum blaða- manni sem var náinn samstarfs- maður Sadats forseta, en tveir Palestinumenn skutu hann til bana á Kýpur fyrir niu dögum. Palestinumenn hafa i rúm 20 ár haft öll sömu réttindi i Egyptalandi og egypskir borgar- ar, nema ekki i stjórnmálum. Héðan í frá verður hinsvegar far- ið með þá sem þegna annarra Arabarikja. Mamdú Salem, forsætisráðherra Egypta, tilkynnti þessa ákvörðun stjórnarinnar og ásakaði jafn- framt leiðtoga Palestinumanna um að vera á mála hjá Arabarikj- um þeim, sem snúist hafa gegn þeirri viðleitni Sadats að ná samkomulagi við tsrael. MacBride rædur Nató frá ráðstefnu um nifteindasprengju BRÚSSEL 27/2 — Hinn kunni Irski st jórnm álamaður Sean MacBride hélt þvi nýlega fram að leiðtogaráðstefna Nató-rikja, sem halda á I Washington I mai, myndi hafa það sem aðalverkefni að ákveða hvaða ráðstafanir Nató gerði viðvikjandi nifteinda- sprcngjunni margumtöluðu. MacBride hvatti Nató til þess að fresta ráðstefnunni, þar eö hún annarsfærifram á sama tima og afvopnunarviðræður á vegum Sameinuðu þjóöanna, og myndi siik Nató-ráðstefna á sama tima varla verða til þess að greiða fyrir árangri afvopnunarvið- ræðnanna. Talsmenn Nató hafa brugöið við og afsagt að það sé rétt aö Nató-ráöstefna þessi eigi að fjalla um nifteindasprengjuna. — Sean MacBride var fyrrum útanrikis- ráðherra Ira og umboðsstjóri fyrir Sameinuðu þjóðirnar yfir Namibiu. Hannhefur einnig tekið mikinn þátt i starfi mannrétt- indasamtakanna Amnesty Inter- national. Athugið! Við fö/dum teppabútana og smærri teppi meðan beðið er. I RAFDEILD Ymsar gerðir rafljósa. Veggfóður og ita/skar gó/f- og veggf/isar. , I BYGGINGAR- VÖRUKJÖRDEILD Jón lofftsson hff J Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.