Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. febrúar 1978 Handbolti: Símon „klikkaði Haukar bættu stöðu sína allnokkuð, er þeir sigruðu KR í leik sem fram fór í Hafnarfirði á sunnudag, á undan leik FH og Ármanns. Leiknum lauk með sigri Hauka 23:22. Gunnar Einarsson var hetja Hauka að þessu sinni því að þegar 9 sek. voru eftir af leiknum varði hann lé- legt víti frá Símoni Unndórssyniyog þar með voru bæði stigin Hauka. Það var fyrirliði KR, Haukur Ottesen, sem skoraði fyrsta mark leiksins,en hinn stórkost- legi leikmaður Hauka, Ólafur Jóhannesson, sem frægari er fyrir knattspyrnuna jafnaði strax 1:1. KR-ingar komust sið- an i 3:1 og höfðu ávallt frum- kvæðið eða þar til að Haukar náðu að jafna 6:6. En KR-ingar höfðu eitt mark yfir i leikhléi 12:11. t siðari hálfleik var leikurinn mjög jafn og munaði oftast ekki nema einu marki á annan hvorn veginn. En Haukarnir voru sterkari á lokakaflanum og skoruðu þá á timabili 5 mörk gegn aðeins 2mur frá KR og breyttu stöðunni i 23:20. En KR- ingar voru ekki á þvi að gefast upp og næstu tvö mörk voru þeirra og staðan þvi 23:22 þegar eftir voru aðeins 9 sekúndur af leiknum og dæmt viti á Hauka sem Gunnar Einarsson gerði sér litið fyrir og varði, eins og að ofan greinir. Haukarnir léku nokkuð vel að þessu sinni. Þeir Andrés Krist- jánsson og ólafur Jóhannesson eru frábærir saman,og skoraði Andrés mörg glæsileg mörk eft- ir að Ólafur hafði gefið knöttinn til hans með mjög góðum send- ingum. Þessir ungu og efnilegu leik- menn voru máttarstólpar Hauka i þessum leik, en einnig áttu þeir Þorgeir Haraldsson og Stefán Jónsson góðan leik. Andrés var markhæstur Hauka — skoraði 6 mörk og þar af 2 úr vitaköstum sem hann fiskaði siáifur Þnropir sknraði 5 og þeir Ólafur og Elias Jónas- - -0 f-----“• "o *-*****“ -- son 4 hvor. ólafur Steingrims- son og Gunnar Kjartansson dæmdu leikinn og gerðu það vel. SK. Enn eitt heimsmet Enn eitt heimsmetið var sett á vestur-þýska meist- aramótinu i frjálsum iþrótt- um sem fram fór i Sindel- fingen. Það var Karl Heinz Weis- enseel sem setti metið i 200 metra hlaupi og náði hann timanum 21.11 sek. Hann átti einnig eldra metið.en það var 21.16 sek. SK. Hellstroem framlengdl Sænski landsliðsmark- vörðurinn i knattspyrnu Ronnie Hellstroem fram- lengdi atvinnumannasamn- ing sinn við vestur-þýska knatlspyrnuliðið FC Kaiser- slautern um helgina. Hinn nýi samningur tekur gildi 30. júni n.k. og gildir hann til þriggja ára. Ronnie hóf að leika með Kaiserslautern strax aö lokinni heims- meistarakeppninni i knatt- spyrnu sem fram fór i Þýskalandi 1974. SK. Standard tapaði Standard Liege liðið sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með í Belgiu var slegið út úr betgísku bikarkeppninni um helg- ina af Lokeren. Standard komst í 3:0, en fyrir mik- inn klaufaskap tókst liðinu að tapa 5:3, og er það afrek út af fyrir sig, úrslitin í leikjum átta- liðaúrslitanna urðu ann- ars þessi: CS Bruges — FCBrugois 1:4 Charleroi — Waterschei 1:0 Frjálsar: Filbert Bayi sigraði í 1500 Mctear setti met Eitt heimsmet var sett á innanhússmóti i frjálsum íþróttum sem háð var i Bandaríkjunum um helgina. Það var Bandaríkjamaðurinn Houston McTear sem metið setti í 60 yarda hlaupi, en hann hljóp á 6,04 sek. Hann átti einnig eldra metið,en það var 6,11 sek. Tanzaníumaðurinn Filbert Bayi heimsmethafi í 1500 metra hlaupi gat ekki tekið þátt í mótinu vegna lasleika og varð að yfirgefa keppnisstað. Úrslit í öðr- um greinum urðu sem hér segir: 60 yarda grindahlaup. Þar sigraði Charles Foster frá Bandarikjunum á timanum 7,11 sek. 1 600 yarda hlaupi sigraöi Stan Vinson á 1,10,0 min. 1 einnar milu hlaupi sigraði Bandarikjamaðurinn Eamonn Coughlan á 4,01,6 min. Stangar- stökkið vann Larry Jessée frá Bandarikjunum, stökk 5,40 metra. Dvaight Stones sigraði i hástökki og stökk hann 2,25 metra. A1 Feuerbach sigraði i kúluvarpi og varpaði hann kúl- unni 20,65 metra, en sem kunn- ugt er keppti hann á móti hér i sumar og varð þá að lúta i lægra haldi fyrir Hreini Halldórssyni. í þristökki sigraði Ron Livers og stökk hann 16,85 metra. Charlton Ehizuelen frá Nigeriu sigraði i langstökki, en hann stökk 7,73 metra. SK. Lokeren—-Standard Liege5:3 Tongres — Beveren 0:1 En staöan i 1. deildarkeppn- inni er nú þessi: FC Brugeois 25 17 3 4 59:35 39 Stand. Liege 25 14 4 7 45:25 35 Lierse 25 15 6 4 46:29 34 Anderlecht 25 14 6 5 44:22 33 Beveren 25 12 7 6 36:23 30 SK. FH vannVal FH-ingar standa nú mjög vel að vigi i 1. deildarkeppn- inni i handknattleik kvenna eftir að liðið sigraöi Val um helgina með 13 mörkum gegn 10. Staðan i leikhléi var 8:4 FH i vil. Valsstúlkurnar gripu til þess ráðs að taka tvær af FH- stúlkunum úr umferð, þær Kristjönu Aradóttur og Svanhviti Magnúsdóttur. Það bar ekki árangur og FH- ingar sigruðu létt eins og áð- ur er getið. Harpa Guðmundsdóttir skoraði mest fyrir Val eða 5 mörk en Kristjana Aradóttir var markhæst FH-stúlkn- anna og skoraði hún 6 mörk. Leikinn dæmdu þeir Gunn- ar Kjartansson og Geir Thorsteinsson og gerðu þeir það vel. SK. Nolan flytur Enski golfkennarinn sem hér hefur dvalið að undanförnu John Nolan hefur nú flutt að- stöðu sina sem golfkennari úr húsi Hótel Esju og i Ford-húsið í Skeifunni. Nolan hefur kennt áhugasömum kylfingum, og hefur aðsóknin verið mjög góð. Eru allir sem áhuga hafa á að læra að leika golf hvattir til að snúa sér til hans. SK. Handbolti: ÍR-íngar lögðu slakt Fram-lið Sigruðu með yfirburðum eftir að hafa náð 11 marka forskoti. Leiknum lauk með öruggum sigri ÍR 29:24 ‘ Ástandið hjá Fram i handknattleiknum er nú orðið mjög alvarlegt svo ekki sé meira sagt. Liðið lék um helgina gegn IR og mátti þola 24:29 tap. Staðan í leikhléi var 17:10 og talar það sínu máli um vörn Fram og markvörslu sem var eng- in i þessum leik frekar en öðrum. Vörnin var hrip- lek og gátu i R-ingar skor- að að því er manni virtist þegar þá langaði til. 1R liðið lék þennan leik ekki vel. Hefði eflaust leikið betur hefði andstæðingurinn verið betri, en það er ósköp eðlilegt að lið sem nær 14:5 forskoti fari að taka lif- inu með ró. og leyfa sér ýmsa hluti. Þeirra besti maður að þessu sinni var Asgeir Eliassoaen einn- ig komst Brynjólfur Markússon vel frá leiknum. Hann var mark- hæstur með 8 mörk og aðeins eitt úr viti. Allt virðist nú i molum hjá Fram. Liðið er hvorki fugl né fiskur og ekkert virðist framund- an nema 2. deildin. Vörnin er eng- in og þvi siður markvarslan. Þá er mikið af ungum strákum i liðinu sem ekki virðast tilbúnir til keppni i 1. deild. Staðan i 1. deild eftir leiki helgarinnar er þessi: IR — Fram 29:24 FH — Armann 22:22 Haukar — KR 23:22 Það má kanski segja að ÍR-ing- Vikingur 6 4 2 0 129:99 10 arnir hafi gert einum of mikið af FH 7 4 12 143:127 9 þvi að þessu sinni,þvi að framar- Valur 7 4 13 134:127 7 ar náðu að minnka muninn i að- 1R 6 2 3 1 116:112 7 eins þrjú mörk undir lok leiksins Haukar 6 2 3 1 115:113 7 22:19, en þá tóku IR-ingar aftur til KR ■ 7 2 14 141:149 5 við handknattleikinn og sigruðu Fram 6 12 3 119:136 4 eins og áður segir 29:24. Armann 7 115 131:154 3 ÍR-liðið er i gifurlegri framför um þessar mundir, undir góðri stjórn Ingólfs Óskarssonar. Er i þvi sambandi skemmst að minnast sigurs þeirra yfir FH á dögunum og jafnteflisins gegn Vikingi. A miðvikudagskvöldið fara fram næstu leikir og leika þá Vik- ingur og Armann.og strax á eftir IR og Haukar. Leikirnir hefjast kl. 20.00. SK. Frjálsar: Ingunn setti Islandsmet Eitt íslandsmet var sett á Meistaramóti FRI innan- húss sem fram fór um helgina. Það var Ingunn Ein- arsdóttir sem það gerði, er hún stökk 5,80 m í lang- stökki og bætti fyrra islandsmetið sem hún átti sjálf um 14 sm. Hún sigraði einnig í 50 m grindahlaupi, hljóp á 7,3 sek. önnur varð Þórdis Gísladóttir fékk timann 7,8 sek. Ingunn sigraði svo i 50 m hlaupi á 6,5 sek. og þar með varð hún þrefaldur meistari. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu, en úrslit i einstökum greinum urðu þessi: Langstökk karla. Þar sigraði Jón Oddsson HVI óvænt Friðrik Þór óskarsson. Jón stökk 7,07 m en Friðrik 6,66 m. I 50 m grinda- hlaupi karla sigraöi Elias Sveinsson á 7 sek. sléttum en annar varð Þorvaldur Þórsson á sama tima, en Eliasi var dæmd- ur sigur þar sem hann var sjón- armun á undan. Jóhann Pétursson UMSS sigr- aði i þristökki, stökk 13,70 metra en annar varð sonur hins fræga iþróttamanns Vilhjálms Ein- arssonar, Rúnar Vilhjálmsson og stökk hann 13,58 m. Óskar Jakobsson sigraði i kúluvarpinu, varpaði kúlunni 17,62 m og bætti fyrir árangur sinn um tæpan hálfan annan metra. Óskar Reykdal varð annar og varpaði hann kúlunni 13,84 m sem er nýtt drengjamet með karlakúlu. 1 800 m hlaupi sigraði IR-ingur- inn Gunnar Páll Jóakimsson á 2,08,2 min, Guðmundur Guð- mundsson sigraði i hástökkinu, stökk 1,96 m. 1 50 m. hlaupi karla sigraði Sigurður Sigurðs- son á 5,8 sek. Ungur piltur, Gunnlaugur Þorsteinsson, fékk sama tima 5,8 sek.en varð sjón- armun á eftir Sigurði. SK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.