Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 16
DJÚÐVUJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1978 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Snj óflóð svipti Siglfirðinga heita vatninu Siglfirðingar hafa nú átt i strangri baráttu við að verjast vetrarnepjunni. Snjóflóð féll á hitaveitu þeirra i Skútudal i fyrradag með þeim afleiðingum, aö aðrennslið til bæjarins stöðvaðist. Ekki er vitaö hversu langan tima viðgeröin tekur né heldur hvenær hægt vcrður að hefja hana, veöurs vegna. A meöan er reynt að notast við oliu- kyndingartæki, þar sem þau eru fyrrir hendi en annars rafhitun. Undanfarin dægur hefur austan stormur meö mikilli snjókomu og 10—12 stiga frosti veriö á Siglu- firði, að þvi er Einar Albertsson, einn af meðlimum Almanna- varnanefndar á Siglufiröi sagði okkur i gær. Um hádegi i fyrra- dag dró verulega úr rennsli heita vatnsins til bæjarins og um kl. 1 tók alveg fyrir það. Brotist var á vélsleöa, i blindhrið, fram að dælustöðvunum til þess að athuga hvað fyrir hefði komið. Kom þá i ljós, að snjóflóð hafði fallið i austanverðum Skútudal, yfir dæluhúsin og spennistöð. Ekkert varð að gert um sinn, vegna óveðust. Almannavarnanefnd bæjarins kom þegar saman, og i framhaldi af þvi voru kallaðar út björgunarsveitir og iðnaðar- menn, sem ásamt starfsmönnum bæjarins hafa siðan lagt nótt við dag við að koma i lag oliukynd- ingu, þar sem aðstaða til hennar var fyrir hendi,en annars að út- vega rafofna til upphitunar. Seld- ust þeir þegar upp i verslunum bæjarins og mun nú jafnvel i ráði að fá viðbót frá Akureyri, en sem betur fer er enginn skortur á rafmagni. Skipulagt var starf i simstöðinni til þess að fylgjast með þvi, hvernig ástatt væri i húsum. Seinnipartinn i fyrradag var svo enn brotist fram að stöðvar- húsunum og grafið niður á aðal- dæluhúsið. Virtist svo við laus- lega athugun, að ekki myndu mjög miklar skemmdir á tækj- um. Mikill snjór er yfir og um- hverfis húsin og talið tveggja sólarhringa verk að hreinsa þar til, en veður ræður hvenær unnt verður aðhefja það verk. „Hér hefur verid unnið gott starf ’ — Við höfum þaö gott hér i skól- anum, sagði Gunnar Rafn Sigur- björnsson, skólastjóri á Sigiufirði i viötali við blaöið I gær. Oliu- kyndingin var sett á hér í skólan- um á fimmtudaginn var,en þang- að til höfðum við hitaveituna. En þar sem ekki var nóg vatn i hol- unum og niöurdráttur hafði auk- ist,þá voru nokkur stór hús tekin út af kerfinu, þar á meðai gagn- fræðaskóiinn, sundhöllin og sjúkrahúsið,og þaö bjargar okkur nú. — Hér var hitaveitan komin i um 400 hú%en þá var látið staðar numið, vegna vatnsskorts, sagði Gunnar. Margir héldu þó áfram aö hafa aðstöðu tíl olíukyndingar, i öryggisskyni,og njóta þess nú. Öðrum er svo reynt að bjarga með rafhitun, en þá vaknar spurningin: hvað þola innanhúss- kerfin? Hinsvegar þurfum við naumast að óttast rafmagns- skort. Annars eru skemmdir si lega ekki eins miklar og r Framhald á 14. siðu Banaslys í Súganda- firði A föstudaginn var varð það hörmulega slys i Súgandafirði, að 8 ára gamall drengur Egill Traustason, hrapaði til bana úr hliðinni fyri ofan innstu húsin i þorpinu á Suðureyri. Annar drengur, Ingvar Sigurðsson, 10 ára, hrapaði einnig og slasaðist illa. Hann var flutt- urá sjúkrahús i Reykjavik og er nú talinn úr lifshættu. Drengirnir voru að leik i brattri hliðinni i 300—400 metra hæð. Brast þá snjóhengja og runnu þeir á hjarni niður hliðina. Nærstatt fólk sá drengina hrapa, en þegar að var komið var yngri drengurinn Egill Traustason, þegar látinn. Læknislaust er i Súgandafirði, en héraðslæknirinn situr á Isa- firði. Slysiö varð milli klukkan 4 og 5 siðdegis, og var læknir kom- inn á staðinn frá Isafirði laust fyrir klukkan 7. Eldri drengurinn var siðan fluttur á sjúkrahús tii Isafjaröar með jeppa, sem jarðýta varð að draga yfir Botnsheiðina, þvi að heiðin var ekki fær bilum vegna snjóa og ekki hægt að nota flug- vél. Til Isafjarðar var komið um miðnætti, en daginn eftir, laugar- dag.var drengurinn svo fluttur til Reykjavikur. Þessa óvenjulegu myndstúdiu gerði ljósmyndari Þjóðviljans af Kjartani Flögstad i Norræna húsinu á sunnudag, þar sem hann var að segja áheyrendum sinum frá hetjudáðum Robert Mitchums, Audrey Murphy og Eddy-Lemmy eins og þær birtust honum á hvíta tjaldinu I heimabæ hans Sauda i Vestur-Noregi á sjötta áratugnum. Ljósm. eik. „Dalen Portland” á íslensku í ár Kjartan Flögstad, sem nýverið hiaut bókmennta verðlaun Norðurlandaráðs, fyrir bók sina Dálen Portland, hélt fyrirlestur i Norræna húsinu í gær. Ræddi hann þar á nýstárlegan hátt um kreppu sósialiskrar listsköpunar og m.a. um hvað listamenn og rit- höfundar, sem skrifa vildu fyrir verkalýðsstétt, gætu lært af goðsagna- og „helgisiðamynstri” bandariska kvikmyndaiönaöar- ins. I stuttri kynningu á skáldinu sem Njörður P. Njarðvik, lektor, flutti i upphafi kom fram að i ráði er að gefa verðlaunabókina Dalen Portland út á islensku fyrir árs- lok. Aðspurður sagði Njörður I dag að þrjú forlög hefðu þegar lýst áhuga sinum á að gefa bókina út, en ekki væri ráðið ennþá hvert þeirra annaðist útgáfuna. En Njörður taldi nokkuð vist af áhug- anum að dæma að bókin yrði i hópi jólabókanna á Islandi á þessu ári. — ekh. V onskuveður á Norðurlandi -skólar lokaðir ,,Þetta er allsterkur vindstrengur, sem hefur staðið milli Grænlands og Jan Mayen úr norðaustri Rangfærslum auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins mótmælt: og beinst hingað að land- inu," sagði Páll Bergþórs- son veðurf ræðingur í gær, er Þjóðviljinn spurði hann um vonskuveðrið sem gengið hefur yfir Norðurland undanfarna daga. Auglýsingatextum breytt án samráðs Frá þvi fyrir heigi hafa með stuttu millibili verið lesnar aug- lýsingar frá Alþýðusambandi tslands, Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, Farmanna- og fiskimannasambandi lslands og Launamálaráði Bandalags há- skóiamanna, um fundi viösveg- ar um landið. Auglýsingar þær sem lesnar hafa veriö eru mjög breyttar frá þvi sem þær voru, þegar þær voru sendar Rikisút- varpinu og voru orðalagsbreyt- ingar gerðar á þeim án þess aö rætt væri um það viö þá aðila sem að auglýsingunum stóðu. Þessar breytingar gerbreyta efni auglýsinganna og beinlinis rangfæra þær. Sama gildir um auglýsingar eftir sjálfboðaliðum til aö dreifa upplýsingariti um þá kjara- skerðingu sem lögfest hefur verið. Þar var orðalagi breytt á þann veg, að auglýst var eftir sjálfboðaliðum til að dreifa riti með „upplýsingum um efna- hagsráöstafanir rikisstjórnar- innar”. Þarsem fundirnir úti um land og dreifirit það sem áður er get- iö fjalla aðeins um hluta þeirra efnahagsráöstafana sem rikis- stjórnin hefur lögfest, þ.e. sjálfa kjaraskerðinguna, er hér um hreina rangfærslu að ræða á efni fundanna og dreifiritsins. Þess vegna hafa forystumenn launþegasamtakanna, sem aö fundunum og dreifiritinu standa, sent meðfylgjandi bréf til útvarpsstjóra, þar sem þessu athæfi stofnunarinnar er mót- mæltr I auglýsingatima útvarpsins eftir kvöldfréttir i gær, var lesin auglýsing frá ASt, BSRB, Far- manna- og fiskimannasam- bandi Islands og Launamála- ráði BHM um opna fundi á þeirra vegum um kjaraskerö- inguna. Þegar auglýsingin var lesin, kom i ljós að orðalagi hennar hafði verið breytt án nokkurs samráðs við auglýs- endur, þannig að fundarefni væri „ef nahagsráðstaf anir rikisstjórnarinnar”. Þetta er beinlinis efnisleg rangfærsla á auglýsingunni, þvi að fundar- efni er aðeins hluti af efnahags- ráðstöfunum rikisstjórnar- innar, þ.e. sjálf kjaraskerðingin sem af þeim leiðir. Af þessu tilefni viljum við ein- dregið mótmæla þvi, að út- varpsstjóri eða útvarpsráð leyfi sér að breyta efnislega auglýs- ingum frá samtökum okkar án nokkurs samráðs við hlutaðeig- andi aðila. Virðingarfyllst, f.h. Alþýðusambands Islands. Snorri Jónsson f.h. Bandalags starfsmanna rikis og bæja Kristján Thorlacius f.h. launamáiaráðs Bandalags háskólamanna Jón Hannesson „Það hefur snjóað á öllu þessu svæði,” sagði Páll, ,,og þar sem þetta kemur að landinu fyrir norðan er bæði hvassast á annesj- um og úrkoman langmest úti viö sjóinn. En þegar þetta veður kemur svo yfir landið, þá hreinsa skýin úr sér úrkomuna veru- lega.” Á norðanverðu landinu hefur veriö um 8 stiga frost og kringum 8 vindstig i fyrradag, en heldur minna i gær, 6—7 vindstig á annesjum, en þá snjóaði þar talsvertenn. Þessi norðaustanátt með snjó- komu hefur staöið siöan á föstu- dag, en verst var veðrið á sunnu- dagsmorgun. Páll sagðist búast við þvi. að þetta veður færi nú heldur að ganga niður. Margir skólar á Norðurlandi voru lokaðir i gær vegna veðurs, þ.á m. skólarnir á Blönduósi, Hvammstanga, Dalvik, ólafs- firði, Laugabakka og Húnavöllum 'I Húnavatnssýslu. —eos.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.