Þjóðviljinn - 28.02.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 28.02.1978, Síða 7
Þriöjudagur 28. febriiar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Jafnvel þegar fulltrúar verkalýösflokka hafa ráðiö þessum málum, hefur þad verið tilviljun, hvort eignarhald á atvinnutækjum hefur lent í höndum almennings eða einstaklinga. Sigmar lngason< verkstjóri: Hluti af byltingunni Okkur gleymist þaö oft í hinu daglega amstri að hugleiða og ræða ýms grundvallarspurs- mál, sem þó geta skipt sköpum varðandi afkomu okkar og framtið. Það skortir til dæmis mikið á að haldið sé uppi vökulli um- ræðu um fyrirtækin þar sem við eyðum okkar langa vinnudegi, um hinn félagslega bakgrunn þeirra og hlutverk þeirra f sam- félaginu. Það er helst þegar harðnar á dalnum og hinir margumtöluðu „rekstrarörðugleikar” steðja að, með tilheyrandi uppsögnum og öðrum vandræðum að farið er að ræða um þessa hluti i al- vöru. Til þess að gera mál mitt ljósara langar mig til að setja upp dæmi, tilbúið að vísu og kannskedálitið einfaldað en þó i fullu samræmi við aðstæður í is- lensku atvinnulifi. Við skulum hugsa okkur þorp með nokkur hundruð íbúum. Uppistaðan i atvinnullfi þorp- sins er útgerð og fiskvinnsla. Stærstu bátarnir og aðal-fisk- iðnaðarstöðin eru i eigu eins að- ila. Fyrirtækið stendur á göml- um merg og hefur um árabil verið stærsti atvinnurekandi i þorpinu. Svo kemur erfiðleikaárið þeg- ar allt ber upp á sama timann: Afli minnkar, afurðaverð lækk- ar, rekstrarvörur og vinnulaun hækka og aðkallandi eru mijdar breytingar i frystihúsinu til að uppfylla kröfur timans. Við skulum gera ráð fyrir þvi að fyrrnefnt fiskiðnaðarfyrir- tæki sé hlutafélag og að aðaleig- endur séu sveitarfélagið og kaupfélagið á staðnum ásamt ýmsum einstaklingum i þorp- inu. Vandamál fyrirtækisins eru tekin til umræðu i stjórn hluta- félagsins, hreppsnefndinni og i stjórn kaupfélagsins. Loks er boðað til almenns borgarafund- ar um málið. Sem sagt, flestir i- búar i þessu litla samfélagi blandast inn i umræðu og á- kvarðanatöku um lausn vand- ans. Um niðurstöðuna þarf ekki að spyrja. öllum er ljöst að fyrir- tækið er burðarásinn i atvinnu- lifi þorpsins, það þarf að efla og aðlaga að nýjum aðstæðum. Þorpsbúar finna til sameigin- legrar ábyrgðargagnvart þessu fyrirtæki sinu og ákveða að leggja á sig nokkrar byrgðar, hver eftir sinni getu til þess að fleyta þvi yfir örðugleikatima- bilið. En nú skulum við athuga ann- anmöguleika. Setjum nú svo að fyrirtækið margnefnda sé i einkaeign og að eigandinn sé aldraður heiðursmaður i þorp- inu, sem hefur byggt þetta fyr- irtæki upp og rekið það um langa hrið. Hann þarf ekki að leggja ákvarðanir sinar undir dóm annarra, hann á þetta fyr- irtæki og ráðstafar þvi eins og honum sýnist. Og honum sýnist — ef til vill með réttu — að hann hafi ekki bolmagn til að endur- bæta frystihúsið á þessum erf- iðu timum. Hinsvegar reiknar hann það út — og reiknar trú- lega rétt — að hann geti lifað góðu lifi af þvi að reka saltfisk- verkunina áfram. Hans ákvörð- un verður þvi sú að loka frysti- húsinu og selja tvo stærstu og nýjustu bátana, fyrir þá má fá gott verði öðrum landshluta þar sem betur árar. Gömlu bátarnir duga til að afla hráefnis handa saltfiskverkuninni og svo má lika kaupa fisk af trillukörlum. Þá er næst að hugleiða hvern- ig framvindan verður i þessu litla samfélagi þegar búið er að selja bestu bátana og loka frystihúsinu. Að sjálfsögðu fylgir atvinnu- leysi og samdráttur á öllum sviðum i kjölfar slikra ráðstaf- ana jafnvelbrottflutningur fólks úr byggðarlaginu. Siðar getur svo ýmislegt gerst. T.d. getur það gerst að allt athafnalif smá- dragist samatv fólkinu haldi á- fram að fækka og eftir standi hálfgert draugaþrop með yfir- gefnum húsum og niðurgrotnuð- um atvinnutækjum. Hitt gæti h'ka gerst að for- ráðamenn i félagsmálum stað- arins bindust samtökum um að hrinda af stað nýrri atvinnuupp- byggingu i almannaeign. En jafnvel þótt svo vel færi hefði orðið ómælt tjón og röskun á æskilegri þróun. Ég sagöi i upphafi máls að mér fyndist mikið á skorta að haldið sé uppi umræðu um vandamál af þessu tagi eins og vert væri. Kannske er það þess- um umræðuskorti að kenna að jafnvel þegar fulltrúar verka- lýðsflokka hafa pólitiska stöðu til að ráða þessum málum hefur það nánast verið tilviljunum háð hvort eignarhald á atvinnu- tækjum hefur lent i höndum al- mennings eða einstaklinga. Alþýðubandalagsmenn og aðrir félagshyggjumenn hafa vissulega mörg tækifæri til að koma þvi sjónarmiði á framfæri að atvinnutækin skuli vera i al- mannaeign og geta tvimæla- laust beitt áhrifum sinum i þá átt i rfkara mæli en verið hefur. Þar vil ég nefna til sérstaka fulltrúa okkar og forystumenn i verkalýðsfélögum og kaupfé- lögum. Vel kann að vera að einhverj- um þy ki það orðræða út i hött að vera að hvetja sósialista til aö blanda sér i atvinnurekstur i auðvaldsþjóðfélagi, eigandi þar jafnan undir högg að sækja hjá óvinveittu rikisvaldi. Ég tel hins vegar að við hér á tslandi munum ekki gera bylt- inguna á einni viku, ekki heldur á einu ári. Fyrirtæki, byggt upp og rekið af samtökum fólksins í landinu, er fyrir mér pinulltill hluti af byltingunni. Sigmar Ingason. Vestmannaeyjar 29. júní-2. júlí: Maöurinn og hafið 1978 Menningardagar sjómanna og fískvinnslufólks Dagana 29. júni — 2. júli i sum- ar verða haldnir i Vestmannaeyj- um, á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýöu og hlið- stæðra samtaka á hinum Norður- löndunum, svokallaðir Menningardagar sjómanna og fiskvinnslufólks. Þetta er i fyrsta sinn sem MFA á Norðurlöndum efna til slikra menningardaga hér á tslandi, en þeir hafa verið haldnir viða annars staðar. Tilgangurinn með þessum dög- um er einkum að reyna að varpa ljósi á lifskjör og menningu tiltek- inna starfstétta i þvi skyni að auka veg og virðingu þess fólks sem vinnur viðkomandi störf og efla skilning annarra á störfum þess og áhugamálum. Undirbúningur daganna i Vest- mannaeyjum er þegar hafinn og hefur Vilborg Harðardóttir veriö ráðin framkvæmdastjóri hátlðar- innar. Hér á eftir fer stutt spjall við Vilborgu um þennan viðburð. Finnar riðu á vaðið Það hefur lengi verið samstarf með MFA á hinum Norðurlönd- unum og eitt af þvi sem þar hefur verið um að ræða er að halda svona menningardaga, sagði Vil- borg. Þetta byrjaði allra fyrst hjá Finnum árið 1967, er Alþýðusam- tökin þar efndu til Skógarhöggs- daga. Þaðan breiddist hugmynd- in siðan út og um hana varð siðan norrænt samstarf. Til dæmis hafa verið haldnir Námudagar sam- timis i Noregi og Sviþjóð og ferð- ast þar á milli, I Danmörku var i fyrra haldið mót sem nefndist Kvinnen i hverdagen og i Noregi hafa verið haldnir Járnbrautar- dagar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta staff hefur yfirleitt verið mjög vel heppnað og mælst vel fyrir. Hvernig er fyrirkomulagið á þessum menningardögum? I fyrsta lagi er um að ræða ráð- stefnu um kjör fólksins i þeirri starfegrein, sem dagarnir eru helgaðir. Þá er reynt að fá fólk úr þeirri grein til þess að f jalla um ýmsar hliðar á þeim málum er varðastarfið.og er einhver timi á hverjum degi helgaður þessari ráðstefnu. Vilborg Harðardóttir t öðru lagi er svo reynt að hafa sem fjölbreyttasta dagskrá i sambandi við verkalýðshreyfing- una og baráttu hennar, og er mik- iláhersla lögðá að fá sem flesta á þeim stöðum sem þessir menningardagar eru haldnir til þessað taka þátt, á sem viðustum grundvelli, þótt þeir séu ekki i viðkomandi verkalýðsfélagi. Hvers vegna urðu Vestmanna- eyjar fyrir valinu? Ekki bara fiskur i Eyj- um Þegar farið var að hugsa um að halda umrædda menningardaga hér þóttu Vestmannaeyjar til- valdar til þess, fyrst og fremst vegna þess að þar byggist bók- staflega allt á sjónum. Sjósókn og fiskvinnsla eru aðalatvinnugrein- ar eyjaskeggja og aðrar greinar hafa byggst þar um kring. I Eyjum er lika mjög f jölbreytt menningarlif þvi þó að fólkið vinni afskaplega mikið þá gefur það sér tima til að gera ýmislegt annað lika. Til dæmis má nefna að með i undirbúningi daganna i sumar eru Leikfélagið, Samkór Vestmannaeyja, Lúðrasveit, myndlistarmenn, ljósmyndarar, bjargveiðimenn, björgunarsveit- ir, Hjálparsveit skáta, Slysa- varnafélagið, Sjóstangaveið- félagið og Norræna félagið i Vest- mannaeyjum. Það eru reyndar stéttarfélögin sem standa beint að þvi að halda hátiðina, þ.e. Sjómannafélagið Jötunn, Verkakvennafélagið Snót, Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja og Skipstjóra og stýri- mannafélagið Verðandi. En auk þeirra eru með áðurnefnd áhuga- mannafélög og samtök og at- vinnurekendur, Otvegsbænda- félagið, netaverkstæðin, skipa- smiðastöðvarnar, vélaverkstæði og allar fiskvinnslustöðvarnar, Enn fremur eru Stýrimannaskól- inn og Félagsheimilið og siðast en ekki sist bæjarstjórn Vest- mannaeyjakaupstaðar. Slegið saman 1 fyrra var verið að hugsa um að halda i Eyjum Norræna menningarviku lfkt og gert hefur verið i Kópavogi og á Akureyri. Til þess var ætlað ákveðið fjár- magn og veittur sérstakur styrk- ur. Hættvarviðþetta vegna oflit- ils undirbúningstima en nú er ráðgert að þessi menningarvika verði sameinuö dögunum okkar i sumar, sem munu bera heitið Maðurinn og hafið 1978. Einnig er bæjarstjórnin með i huga að bjóða fulltrúum vinabæj- anna á Norðurlöndum til Eyja i tilefni af þvi að 3. júli verða liðin 5 ár frá þvi að eldgosinu lauk, og mun ætlað að nota það tækifæri til að þakka þeim þeirra þátt i upp- byggingu staðarins. Þessi hátið ætti þvi að geta orð- ið ansi fjölbreytt og skemmtileg. Hvernig verður dagskráin þessa daga? Allt i fullum gangi Dagskráin er ekki alveg ákveð- in enn þá en nú þegar hafa verið myndaðir nokkrir starfshópar til að undirbúa einstaka liði. Til dæmis er starfandi einn slikur hópur á vegum verkalýðsfélag- anna sem hefur það hlutverk að undirbúa sjálfa ráðstefnuna. Annar hópur er á vegum þjón- ustufyrirtækjanna, sem ætlað er að hafa sýningu á veiðarfærum o.fl. 1 þriðja hópnum eru leik- félagsmenn, söngvarar, hljóð- færaleikarar o.fl. að undirbúa dagskráratriði. Fjórði hópurinn vinnur við að undirbúa mynd- lista-, ljósmynda- og kvikmynda- sýningar og i fimmta hópnum eru Slysavarnafélagsmenn og björg- unarsveitirnar, en þeir hafa ákveðið að efna til heils dags sýn- ingar á sinni starfsemi. Sýnd verður björgun, bjargsig og sprang og stöðugar siglingar verða út i Fjósin, þar sem getur að lita mjög fjölbreytt fuglalif. Nú, siðan mun koma til kasta margra fleiri við undirbúning m.a. við að sjá fólki fyrir gistingu og mat, undirbúa lokahátiðina o.þ.h. t Vestmannaeyjum eru allir mjög jákvæðir gagnvart þessu starfi og er mikill áhugi fyrir þvi aðþað takistsem allra best, og ég er vongóð um að þar verði allir samtaka. Við höfum vonir um að fá ein- hver dagskráratriði erlendis frá, frá vinarbæjunum og hinum nor- rænu MFA samtökum. Einnig er sennilegt að einhver atriði verði fengin ofan af landi. Að siðustu, hvað um þátttöku I hátiðinni, hverjum er einkum ætl- að að vera með? Þátttaka er öllum frjáls Við viljum og vonum að þetta verði ekki sist hátið Vestmanna- eyinga sjálfra. Og þó flestir verði vafalaust að vinna fimmtudag og föstudag, 29. og 30. júni, þá er ætl- unin að reyna að bæta það upp meðheimsóknum á vinnustaði og flutning einhverra atriða þar. Siðan búumst við við fullri þátt- töku á laugardag og sunnudag. Að s jálfsögðu vonumst við einn- ig eftir þátttöku fólks I þessum starfsgreinum ofan af landi og verður leitað eftir samstarfi við Verkamannasambandið og Sjó- mannasambandið um það. Þátttaka er öllum frjáls en hlýtur þó að fara nokkuð eftir þvi hvernig til tekst með að útvega gistirými. Skólarnir hafa veriö boðnir okkur til afnota og yfirleitt standa allar opinberar stofnanir opnar fyrir okkur. Þátttaka erlendis frá verður mikið komin undir þvi hversu Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.