Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.02.1978, Blaðsíða 1
MOÐVIUINN Þriðjudagur 28. febrúar 1978 — 43. árg. 43. tbl. Kjörorðið er: m m m o m i gildi A llsherjarverkfall frá miðnœtti í nótt Ríkisstjórnin hefur í hótunum A fundi rikisstjórnarinnar i gærmorgun var itrekuð sú afstaða sem áður hafði komið fram frá fjármálaráðherra um hótanir i gerð opinberra starfsmanna. Er meðal annars hótað sérstökum frádrætti á launum vegna þátttöku opinberra starfsmanna i verkfallinu 1. og 2. mars. Hafnar rikisstjórnin algerlega þeirri skýringu BSRB að hér sé um það að ræða að verkalýðshreyfingin noti sér neyðarrétt. Þjóðviljinn kannaði það i gær hvort hugsanlegt væri að rikis- stjórnin gæti komið við hefndarráðstöfunum gegn opinberum starfsmönnum. Voru þeir sem blaðið leitaði til samdóma um að slikt væri utilokað; hótunum sinum um refsingar kæmi rikis- stjórnin með engu móti i verk. ENGINN SKORIST UNDAN! Ólafur H.l.P. Emilsson, tormaóur HIP sendir út tilskipan: Prentarar i verkfall Dagblöðin stöðvast í tvo daga „Niðurstaðan af sameiginleg- um fundi fulltrúaráðs Hins is- lenska prentarafélags og túnað- armanna i prentsmiðjum i dag varðsúað féiagið tilkynnir vinnu- stöðvun 1. og 2. mars.á morgun,og sendir út skriflega tilskipun um verkfall á vinnustaði i Reykjavik og með skeytum út á land”, sagði ólafur Emilsson, formaður HIP I gærkvöidi. „Félagsfundur okkar sam- þykkti að lýsa stuðningi við að- gerðir samráðsnefndar laun- þegasamtakanna og taka fullan þátt i þeim og tilskipunin um verkfall er þvi i fullu samræmi við það. Við ákváðum að standa saman um að hrinda þessum kjaraskerðingarlögum og ein- stakir félagsmenn mega ekki vanvirða þessa lýðræðislegu samþykkt. Þess vegna var ekki um annaö að ræða en að senda út tilskipun sem þessa á svipaðan hátt og Dagsbrún hefur þegar sent út til sinna félagsmanna.”, sagöi Ólafur ennfremur. Það er þvi ljóst að dagblööin munu stöðvast i tvo daga. Hver launamaður hefur skýlausan rétt til að leggja niður vinnu Frá og með miðnætti næstu nótt hefst eitt víðtækasta ailsherjarverkfall sem efnt hefur verið til hér á landi. Verkfallið á að standa í tvo daga og það nær til félags- manna innan Alþýðusambands Islands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, Farmanna- og fiskimannasambands islands og Iðn- nemasambands islands. Þetta er víðtækasta samstaða sem um getur í vinnustöðvun hér á landi, en innan nefndra samtaka eru um 60 þúsund manns. Sameinumst gegn lögleysu Stjórnarblöðin ieggja áherslu á að allsherjarverkfallið 1. og 2. mars sé ólöglegt og ráðherrar hóta að sækja félagsmenn f verkalýðshreyf- ingunni til saka. Þessar yfirlýsingar og hótanir eru með öllu fráleitar: Það er skýlaus lagalegur og siðferðislegur réttur hvers einasta manns að leggja niður vinnu þegar brotnir eru á honum samningar. A þetta bendir Alþýðusamband lslands i dreifimiða sem dreift var i gær: „Löglega gerðum kjarasamningum launþegasamtakanna hefur nú verið rift. Með þvi er lagt til atlögu gegn grundvallarréttindum sér- hvers launamanns i landinu. Réttinum til að semja um kaupið og rétt- inum til að njóta óskertra kjarasamninga út samningstimabilið. Rikis- valdið hefur lýst þvi yfir.að hér sé aðeins um byrjunaraðgerð að ræða. Afleiðing nýsettra laga er að hver einasti vinnandi maður er sviptur 5 til 6 vikna kaupi á næstu 12 mánuðum.” Víötæk samstaða — rætt viö 30 forystumenn t sérstökum blaðauka Þjóðviljans i dag, á 4 síðum, eru birt viötöl við 30 forystumenn i verkalýðshreyfingunni. í þessum viðtölum kemur fram hve viðtæk samstaðan er; hver einasti einn allra þeirra manna sem Þjóðviljinn ræðir við i dag lýsir ekki einasta stuðningi við aðgerðir verkalýðssamtakanna; þar hvetja þessir 30 forystumenn alla launa- menn til þess að leggja niður vinnu i tvo daga til þess að sýna samstöðu og mótmæla kjaraskerðingu rikisstjórnarinnar. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Segir upp samningui Meðfylgjandi samþykkt var gerð meö öllum atkvæðum félagsfundar i Trésmiðafélagi Reykjavikur á laugardaginn: Félagsfundur i Trésmiðafélagi Reykjavikur, haldinn að Hótel Loftleiðum, 25. febrúar 1978, mót- mælir harðlega þeirri sameigin- legu árás atvinnurekenda og rikisvalds á löglega gerða samn- inga verkalýðsfélaganna, sem felst I þeirri lagasegningu um efnahagsráðstafanir, sem samþykktar voru á Alþingi hinn 16. þ.m. Fundurinn samþykkir aö segja upp öllum kaupgjaldsákvæðum i kjarasam ningum félagsins, þannig að þau falli úr gildi hinn 1. april n.k. Fundurinn lýsir fullum stuðningi við samþykkt formannaráðstefnu A.S.Í. og hvetur alla félgsmenn Trésmiðafélags Reykjavikur til virkrar þátttöku i mótmælaað- gerðunum 1. og 2. mars, sem samstarfsnefnd launþegasam- takanna hefur ákveðið og boðað, og öðrum þeim aðgerðum, sem siðar verða ákveðnar. Snorri Jónsson Enginn mælir þeim bót — sagði Snorri Jónsson, ------------ s varaforseti ASI „Það var einkennandi á öllum þeim fundum sem haldnir voru á vegum sam- ráðsnefndar samtaka launa- fólks um helgina að þar ' heyrðist ekki ein einasta rödd sem mæ'lti kjaraskerð- ingarlögum rikisstjórnar- innar bót. Allir mæltu á móti henni. Yfirgnæfandi meiri- hluti fundarmanna á þessum fundum og raunar yfirgnæf- andi meirihluti allra verka- lýðsfélaga á landinu hefur tjáð sig samþykkan þeim að- gerðum sem ASl og önnur samtök launafólks hafa hvatt til.” Þetta sagöi Snorri Jóns- son, varaforseti ASÍ, I gær og minnti einnig á að verka- lýðshreyfingin hefði svarað hræðsluáróðri rikisstjórnar- innar myndarlega með út- gáfu dreifirita þar sem sann- að væri meö skýrum dæmum hvernig hin siðlausu ólög rik- isst jórnarinnar skertu kjarasamningana. Kvaðst Snorri viss um aö þátttaka I alsherjarverkfallinu 1. og 2. mars yröi mjög almenn. þvi fólk gerði sér grein fyrir hvað um væri að tefla. —ekh. UTIFUIMDUR Á MORGUN Hefst á Lœkjartorgi kl. 2 e.h. haldinn daginn sem kaupránslögin taka gildi. Þar I verður borin fram krafan um að kjarasamningar ■ verði áfram i gildi og réttir kauptaxtar greiddir. . trtifundur samráðsnefndar launþegasamtak- Gert er ráð fyrir að fundurinn standi i 35—40 I anna gegn kjaraskei' garlögum rikisstjórnar- minútur. Lúðrasveit verkalýðsins leikur á Lækj- jj innar verður haldinn á rgun, miðvikudaginn 1. artorgi. í dag verður tilkynnt um ræðumenn og ■ mars, kl. 14, kl. 2 e.h Lækjartorgi. Hann er, fundarstjóra á útifundinum. Mótmæli og hvatningar streyma inn 0 Iðja í Reykjavík skorar á félagsmenn að þeir ,,allir sem einn,, taki þátt í aðgerðunum. 0 Sjómannafélagið Jötunn hvetur sjómenn til að sýna samstöðu t gær streymdu að blaöinu sem öðrum fjölmiðlum mótmæla- samþykktir verkalýðsfélaga og áskoranir um að taka virkan þátt i allsherjarverkfallinu. Vegna þrengsla er ekki kostur á að birta þessar ályktanir fyrr en i blaðinu á morgun. Fundur féiaga í ASl og BSRB á Hornafirði hvetur til órofa samstöðu í allsherjarverkfallinu. Iðnnemasamband Islands sendir ýtarlega ályktun um kjara- skerðinguna og hvatningu i aðgerðunum 1. og 2. mars. Almennur fundur launafólks á Siglufirði hvetur til þátttöku i allsherjarverkfallinu og krefst nýrrar efnahagsstefnu . Sjómannafélagið Jötunn i Vestmannaeyjum hvetur alla sjómenn til að taka þátt i aögerö- unum. Fulltrúaráð Sambands Islenskra barnakennara kallar aðgeröir rikisstjórnarinnar algert siðleysi og segir að takist ekki að hrinda árás rikisvaldsins sétilvera samtaka verkalýðsins i hættu. t Félagi blikksmiða var gerð tilraun til þess að koma i veg fyrir aö blikksmiðir tækju þátt i verkfallinu. Tillaga formanns og varaformanns félagsins þar að lútandi var felld á fundi i félag- inu. Loks er þess að geta að trún- aðarmannaráð Iðju félags verk- smiðjufólks i Reykjavik samþykkti þá eindregnu ósk til féagsmanna ,,að þeir, allir sem einn, verði við tilmælum Alþýðu sambandsins og annarra launþegasamtaka um að leggja niður vinnu dagana 1. og 2.mars næstkomandi.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.