Þjóðviljinn - 04.03.1978, Qupperneq 20
DWÐVIUINN
Laugardagur 4. mars 1978
Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans I slma-
skrá.
Járnblendið veldur formanni þingflokks Framsóknar
áhyggjum:
Dregiö verði
úr verkhraða
Þórarinn Þórarinsson
formaður þingflokks
Framsóknarf lokksins
sagði á Alþingi á fimmtu-
dag, að hann teldi vel koma
til greina að draga úr
f ramkvæmdahraða viö
byggingu Járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundar-
tanga.
Jafnframt viðurkenndi Þórar-
inn að fyrirsjáanleg væri kreppa i
stáliðnaðinum sem myndi standa
i nokkur ár. Sagði hann að ef
haldið væri áfram með fullum
framkvæmdahraða þá yrði verk-
smiðjan rekin með halla fyrstu
árin.
Járnblendiverksmiðjan kom til
umræðu þegar framíialdiðj var
umræðum um þingsályktunartil-
lögu nokkurra þingmanna Al-
Þórarinn Þórarinsson
þýðubandalagsins um könnun á
rekstrarhorfum járnblendiverk-
smiðjunnar, en þingmenn Al-
þýðubandalagsins hafa itrekað
bent á fyrirsjáanlegan halla af
þessari verksmiðju. Nánar verð-
ur greint frá umræðum eftir
helgi.
Bankinn hefur tryggt
sér 30 miljónir
af eigum Hauks Heidars upp í væntanlega fébótakröfu
Landsbanki tslands hefur Þjóðviljanum barst i gær svo-
tryggt sér allt aö 32 miljónúm hljóðandi fréttatilkynning frá
króna I inniendum og erlendum
skuldabréfum i eigu fyrrverandi
bankastarfsmanns, Hauks Heið-
ars, upp i væntanlegar fébóta-
kröfu bankans á hendur Hauki
fyrir fjárdrátt og misferli, auk
þess sem bankinn hefur undir
höndum þinglýstar skuldbinding-
ar frá Hauki Heiðari um að hann
ráöstafi ekki fasteignum sinum í
Reykjavik og i Grafningi án sam-
þykkis Landsbankans.
Landsbanka íslands og Sveini
Snorrasyni, hrl.: „Sveinn Snorra-
son, hrl., réttargæslumaður
Hauks Heiðars , og Barði Arnason,
forstöðumaður erlendra viðskipta
Landsbanka Islands.fóru um sið-
ustu helgi til Sviss til þess að
sannreyna þá staðhæfingu Hauks
Heiðars, að hann geymdi þar
fjármuni, sem hann óskaði að
rynnu til Landsbankans upp I
væntanlegar kröfur bankans á
Mesta niðurrif í
sögu borgarinnar
samþykkt
Fimmtudaginn 16. febrdar s.l.
var samþykkt af meirihluta
borgarstjórnar Reykjavikur
deiliskipulag fyrir svæöiö austan
Aðalstrætis I gömiu miðbæjar-
kvosinni. Þetta skipulag býöur
upp á eitthvert mestaniðurrif
gamalla húsa I sögu borgarinnar
og gengur þvert á þau sjónarmiö
aö svipmót gamla bæjarins fái aö
halda sér þó aö hann sé jafnframt
byggður upp. Þar sem blaöa-
mannaverkfall hófst daginn eftir
þennan borgarstjOrnarfund hefur
hans litið veriö getið I blööum og
verður Utillega bætt úr þvl hér og
vonandi enn frekar seinna.
Umræður um málið stóðu á 5da
tima og voru gerðar Itrekaðar til-
raunir til að fá málinu frestað,
bæði af fulltrúum minnihluta-
flokkanna og eins höfðu borist
bréf frá 38 arkitektum, Torfu-
samtökunum og Þór Magnússyni
þjóðminnjaverði þar sem farið
var fram á hið sama. Alit þessara
aðila var haft að engu og málið
þrýst I gegn. Vegna mótmælaöld-
unnar sem risið hefur vegna
þessa máls var málflutningur
fulltrúa meirihlutans heldur
loðinn og lögðu þeir mikla áherslu
á að samþykkt þessa deiliskipu-
lags þýddi ekki endilega niðurrif
umræddra húsa. Samt sem áður
stendur skýrum stöfum i þvi að
uppbygging eigi að fara fram á
öllum þeim lóðum sem gömlu
húsin standa á. Einnig er kveðiö
nákvæmlega á um stærð, hæð og
byggingarmagn þess sem á að
koma i stað gömlu húsanna.
Það kom fram bæði i máli ölafs
B. Thors og Björgvins Guð-
mundssonar og kaupsýslumaður-
inn Ragnar i Markaðnum hefur
fyrstogfremsthaft frumkvæði að
þvi að þetta nýja skipulag yrði
gert og verið fastagestur i
viðtalstimum borgarstjóra.
Margir áhorfendur voru á pöil-
unum við þessa umræðu ogklöpp-
uðu óspart fyrir þeim sem mæltu
gegn þessu nýmæli og espaði það
Sjálfstæðisflokksmenn upp. í hita
umræðnanna kom i ljós fyrirlitn-
ing þeirra á gömlu Reykjavik.
Borgarstjóri kallaði umrætt um-
hverfi hið ömurlegasta I Reykja-
vik og að með nýbyggingum ætti
að skapa miöbænum sál, en hún
væri i réttu hlutfalli við hversu
hátt nýtingarhlutfall væri leyft.
Davið Oddsson nefndi gömlu
timburhúsin kakkalakkahús-
kumbalda og Elin Pálmadóttir,
sem þykist vera áhugamanneskja
um gömul hús, talaði þarna langt
mál, sem fáir skildu og greiddi
svo atkvæði eins og aðrir fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins.
Meirihlutinn bar fram frávis-
unartillögu gegn framkomnum
frestunartillögum. og var hún
samþykkt með 9 atkvæðum gegn
6. Slðan var deiliskipulagið
samþykkt með sama atkvæða-
hlutfalli.
Þessir borgarfulltrúar greiddu
atkvæði með niðurrifinu: Birgir
Isleifur Gunnarsson, Elin Pálma-
dóttir, Davið Oddsson, Markús
örn Antonsson, Margrét Einars-
dóttir, Ragnar Júliusson, Magnús
Sveinsson, Albert Guðmundsson
og Ölafur B. Thors. A móti voru
hins vegar Sigurjón Pétursson,
Þorbjörn Broddason, Sigurður
Harðarson, Páll Guðmundsson,
Kristján Benediktsson og
Björgvin Guðmundsson.
—GFr.
hendur honum. Samráö var haft
við Rannsóknarlögreglu rikisins
og gjaldeyriseftirlit Seðlabank-
ans um ferð þessa.
Fjármunir þessir eru að hluta
til I verðbréfum, sem enn hafa
ekki verið seld vegna þeirrar ó-
vissu, sem rikir á verðbréfa-
markaði i svissneskum frönkum.
Fjármunir þessir eru nú i sam-
eiginlegri vörslu Landsbankans
og Sveins Snorrasonar, hrl., og
ætlaðir til ráðstöfunar til Lands-
bankans þegar hann krefst þess.
Verðmæti þessara fjármuna
má ætla að sé liðlega 25 milljónir
króna.
Auk þessa hefur Haukur Heiðar
þ. 8. febrúar s.l. gefið út þinglýst-
ar skuldbindingar um að ráðstafa
ekki fasteignum sinum i Reykja-
vik og Grafningi án samþykkis
Landsbankans og afhent bankan-
um til vörslu hlutabréf að verð-
mæti 6—7 milj. króna.”
Gæsluvarðhald Hauks Heiðars
rann út þann 1. mars sl. Hefur
Borgardómur úrskurðað fram-
hald gæsluvistar i hálfan mánuð,
eða til 15. mars, að ósk rannsókn-
arlögreglunnar. Réttargæslu-
maður Hauks hefur kært úrskurð
þennan, en um miðjan dag i gær
hafði kæran þó ekki borist Hæsta-
rétti, sem Urskurðar hvort álit
Borgardóms skuli standa eður ei.
—úþ
Uppsögn á
B-samnings-
leikurum
Dregin
til baka
Þjóðleikhússtjóri sagði upp öll-
uni leikurum sem eru á B-samn-
ingi við Þjóðleikhúsið frá og með
1. september n.k. Leikararnir
sem um ræðir eru 12 talsins, en
frá þvi i samningum siðasta haust
er uppsagnarfrestur þeirra 6
mánuðir.
Þegar Þjóðviljinn hafði sam-
band við Þjóðleikhússtjóra i gær-
morgun sagði hann að ekkert
samband væri milli uppsagnanna
og verkfallsaðgerða leikara 1. og
2. mars, en uppsagnarbréfið var
stilað 1. mars.
Ástæðan væri einungis of lang-
ur uppsagnarfrestur og bjóst
Þjóðleikhússtjóri við að flestir
leikaranna yrðu endurráðnir inn-
an skamms.
Það er ekki hægt að ákveða
með hálfs árs fyrirvara hvaða
leikarar verða kvaddir til starfa
næsta árið þar sem verkefni og
leikstjórar hafa ekki verið valdir,
sagði Sveinn Einarsson.
Sendinefnd frá BSRB, Leikara-
félaginu ásamt trúnaðarmanni
fór á fund Þjóðleikhússtjóra i
gærmorgun til að ganga úr
skugga um það hvort samband
væri milli uppsagnanna og verk-
fallsaðgerða leikara. Eftir hádegi
i gær var uppsögnin dregin til
baka, þar sem á henni reyndist
lagalegur formgalli.
Gunnar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Starfsmannafélags
rikisins sagði i gær að uppsögnina
hefði áttaðsendaút fyrirl. mars,
en ékki 1. mars. Eftir að gengið
hafði verið úr skugga um þetta
atriði, var uppsögnin dregin til
baka, leikararnir 12 þvi endur-
ráðnir leikárið 1978-1979.
VL-prófessorar gegn Þjóðviljanum:
Fengu ekki tildæmdan
mákkostnað í hæsta-
réttí !
Hæstiréttur sýknaði Svavar
Gestsson, ritstjóra Þjóðviljans,
að öllum - refsikröfum þriggja
VL-prófessora. Örskurð sinn
felldi hæstiréttur strax I gær, en
málflutningur fór fram I fyrra-
dag. Þetta er fjórða málið sem
dæmt er á ritstjóra Þjóðviljans.
Einu málanna er enn ólokið I
undirrétti, málinu gegn Hjalta
Kristgeirssyni og Svavari.
Það voru þrir prófessorar sem
stefndu ritstjóra Þjóðviljans fyrir
ein ummæli um þá félaga. Hér
var um að ræða Ragnar
Ingimarsson og tvo prófessora i
lagadeild Háskólans: Jónatan
Þórmundsson prófessor I refsi-
rétti og Þór Vilhjálmsson,
þáverandi prófessor I réttarfari,
núverandi hæstaréttardómara. I
undirrétti dæmdi héraðsdómar-
inn ummæli Þjóðviljans dauð og
ómerk og að auki málskostnað, en
sýknaðvaraf refsikröfum. Þessu
undu þeir prófessorar lagadeildar
háskólans ekki og áfrýjuðu til
hæstaréttar. Hæstiréttur sýknaði
enn af refsikröfum og staðfesti
dóm undirréttar, en felldi niður
málskostnað fyrirhæstarétti. Má
það teljast athyglisvert — að ekki
sá fastar að orði kveðið — að
málatilbúnaður tveggja laga-
prófessora skulifá slikar viðtökur
i hæstarétti.
Jónatan Þórmundsson
Þór Vilhjálmsson
Harösvírud meðöl
hjá Reykjavíkurborg
Sennilega hafa stjórnvöld
Reykjavikurborgar gengið einna
harðast fram I þvi að hræða og
þvinga fólk frá þátttöku I alls-
herjarverkfallinu 1. og 2. mars.
Hefur það vafalaust haft tilætluð
áhrif, en samt sem áöur lagði
fjöldi manns niöur vinnu.
Þegar þetta fólk ætlaði að fá
laun sln úborguð i byrjun mánaö-
arins var þvi tilkynnt að Magnús
Öskarsson, titlaður launamála-
fulltrúi borgarinnar, hefði fyrir-
skipað að þeir sem ekki mættu til
vinnu fengju ekki útborgað. Skipti
hér engu máli hvort um var að
ræða laun fyrir unna vinnu eða
ekki. Urðu margir til að hringja i
hann og mælti hann þá ýmist i
blíðum tón að viðkomandi skyldi
bara mæta til vinnu þá fengi
hann útborgað, eða æsti sig upp
og kvað Reykjavikurborg hafa
fullan rétt til að halda ólöglega
launum þar sem um óiögleg verk-
föll væri að ræða. Þó fór svo að
lokum að Magnús þorði ekki ann-
að en að draga tilskipun sina til
baka og fengu borgarstarfsmenn
i verkfalli laun sin greidd daginn
eftir.