Þjóðviljinn - 09.03.1978, Síða 1

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Síða 1
UOÐVIIJINN Fimmtudagur 9. mars 1978 — 43 árg. 51. tbl. Smjörlíki: 10% Saltfiskur: 20% Tropicana: 10% í bíó: 25% Ný verdhækkanaskrida verðlagsnefnd afgreiddi margar hœkkanir í gœr — tugir hækkunarbeiðna liggja fyrir nefndinni Ljóst er aö ný og hrika- leg verðhækkanaskriða er farin af stað. Menn hafa heyrt um þær miklu hækk- anir sem orðið haf a síðustu daga á landbúnaðarvörum og síðan fylgir allt annað í kjölfarið. í gær afgreiddi verðlagsnefnd fjölmargar hækkunarbeiðnir og sendi til ríkisstjórnarinnar, en hún verður sem kunnugt er að staðfesta allar slíkar hækkanir og gerir það líka óspart. Það sem afgreitt var i gær frá verðlagsnefnd var m.a. hækkun á farmgjöldum Gimskips og mun sú hækkun vera nálægt 15% en Eimskip hafði áður fengið hækkun vegna gengisfellingar- innar á dögunum sem nam 10%, þannig að farmgjöld Eimskips hækka um 25%, auk þess sem uppskipunargjald hækkar lika. Það var afgreitt i gær og nemur sú hækkun nálægt 30%. Smjörlikishækkun var afgreidd i gær og er hún i kringum 10% að meðaltali. Tropicana hækkar um nærri 10% og saltfiskur hækkar um rúmlega 20%, auk þess sem sérstök hækkun til viðbótar er á saltfiski i neytendaumbúðum og nemur hún rúmum 10%. Þá hækkuðu aðgöngumðar kvikmyndahúsanna i gær um 25% eða úr 400 kr. i 500 kr. miðinn. Lýsi hækkar svo og ýmsar vörur sem ekki er hægt að kalla nauðsynjavörur. Loks var af- greidd hækkunarbeiðni á oliu- flutningum innan lands. A fundi nefndarinnar i gær var frestað að afgreiða hækkunar- beiðni á útseldri vinnu, vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hverjir kauptaxtar verða vegna hinnar frægu 2. gr. kaupránslag- anna, en allt er i óvissu með kauptaxta vegna hennar. Fyrir verðlagsnefnd liggja nú tugir beiðna um verðhækkun, sem nefndin mun taka fyrir á næstu fundum sinum og afgreiða til rikisstjórnarinnar til undir- skriftar. Georg ölafsson verðlagsstjóri sagðist ekki geta skýrt Þjóðvilj- anum frá þeim málum sem af- greidd voru frá verðlagsnefnd i gær, fyrr en rikisstjórnin væri búin að f jalla um þær og ekki vildi hann heldur segja frá þvi hvaða beiðnir lægju fyrir hjá nefndinni. Þær tegundir og hækkanir á þeim sem skýrt er frá hér að framan, fékk Þjóðviljinn eftir öðrum ieiðum. —S.dór 139.267 á kjörskrá í alþingiskosningum Fjölgun frá siðustu alþingiskosning um um 12.870 eða um 10% Fari alþingiskosningar fram 25. júni næstkomandi eins og margt bendir til verða 139.267 á kjörskrá i öllu landinu en sambærUeg tala frá 1974 er 126.388. FjiUgun á kjör- skrá er 12.879 eða um 10% milli kosninga á þessum fjórum árum. Þetta kemur fram i yfirliti Hagstofú Islands um kjósenda- fjölda á kjörskrá i sveitastjórnar- kosningunum 28. mai 1978 og i alþingiskosningum 25. júni 1978 sem blaðinu barst i gær. Alþingiskosningar eftir kjördæmum Hér fara á eftir tölur um fjölda kjósenda á kjörskrá eftir kjör- dæmum 25. júni 1978, innan sviga eru samanburðartölur firá 1974: Reykjavik 56.312 (53.062) fjölgun um 6% Reykjanes 27.840 (23.011) 20% fjölgun Vesturland 8.473 ( 7.835) 8% Vestfirðir 6.085 (5.596) 8% Norðurland vestra 6.424 (6.023) 6,6% Norðurland eystra 14.985 (13.411) 11,7% Austurland 7.561 (6.800) 11,2% Suðurland 11.587 (10.650) 8,8% Tala kjósenda á kjörskrá við alþingiskosningarnar 30. júni 1974 er hér tilgreind þannig að þeir eru ekki taldir með sem náðu kosningaaldri á árinu 1974 eftir kjördag. Þeir sem verða tvitugir eftir kjördag 1978, eru hins vegar taldir með i ofangreindum tölum þannig að tala kjósenda á kjör- skrá verður aö lokum eitthvað lægri en hér er tilgreint. Kaupstaðir — sýslur Yfirliti Hagstofunnar er einnig skipt eftir kaupstöðum og sýslum. í kaupstöðunum öllum eru alls á kjörskrá 104.338, en voru 1974 94.886 manns. 1 sýslunum verða 34.929 en voru 31.502 á kjörskrá. 1 tölum Hagstofunnar kemur ekki fram hversu miklu getur hugsanlega skakkað i kjósenda- fjölda á kjörskrá frá ofangreind- um tölum þar sem þeir sem verða 20 ára eftir kjördag eru teknir með i tölunum fyrir 1978. Sveitastjórnarkosningar 28. mai 1978 verða kjósendur á kjörskrá i kaupstöðum sam- kvæmtyfirlitiHagstofunnar i gær 104.338, en voru 95.001. Þessir lið- lega 104 þúsund kjósendur i kaupstöðunum kjósa 181 fulltrúa i borgarstjórn Reykjavikur og bæjarstjórnir. Þennan sama dag, 28. maí munu einnig fara fram kosningar i kauptúnahreppum. Þar verða 15.660 á kjörskrá en voru 13.412 1974. Þar veröa kosnir 195 hreppsnefndarmenn. Vatns- leysustrandarhreppur og Tálkna- fjörður bætast nú i hóp þeirra hreppa þar sem kosið verður i mai'mánuði þar sem minnst 3/4 ibúa eru búsettir i þéttbýli. jSólon íslandus Í hættir vegna leiguokurs | Galleri Sólon lslandus, Aðal- m stræti 8, hættir nú starfsemi nu | vegna okurleigu, sem sett hefur J verið upp fyrir húsnæðið. IAðstandendur gallerisins voru önnum kafnir i gær að rýma húsnæðið. Frá vinstri: Móeiður Gunnlaugsdóttir framkvæmda- | stjóri, Kolbrún Björgólfsdóttir, m Örn Þorsteinsson, Magnús ■ Kjartansson og Sigurður J örlygsson. (Mynd: eik) Sjá bls. 3 I Jón L. Arnason heimsmeistari unglinga i skák: Á skákskóla í Sovét „Ég vissi að það var veriö að vinnaað þessu máli, en hef ekkert frekar heyrt af þvi annað en þetta sem þú ert að segja mér eftir islenska ambassadornum" sagði Jón L. Arnason heimsmeistari unglinga i skák, er við spuröum hann um för hans á frægasta skákskóla Sovétrikjanna, skóla Mikaels Botvinniks en frá þeim skóla hafa komið flestir bestu skákmenn Sovétrikjanna af yngri kynslóöinni með sjálfan heims- meistarann Anatoly Karpov i broddi fylkingar. í viðtali sem fréttamaður sovésku fréttastofunnar APN átti við Hannes Jónsson ambassador Islands i Sovétrikjunum segir Hannes ma. „Við erum hreyknir af skák- mönnum okkar. Nýjasta stjarnan á þvi sviði, Jón L. Arnason, heimsmeistari unglinga i skák, gerir sér reyndar vonir um að farabrátt til Moskvu i framhalds- Reglugerð stjórnarinnar um verðbótaviðauka til láglaunafólks: Skerðing umfram lagaskerðinguna — segir i frétt frá ASÍ Forsætisráðuneytið sendi i gær frá sér reglugerö um verðbóta- ákvæði samkvæmt 2. gr. kjara- skerðingarlaganna, en fulltrúar samtaka launafólks og deildar- stjóri launamáiadeildar fjár- málaráðuneytisins hafa áður margtekið fram að þessi grein laganna sé óframkvæmanleg. ASl itrekaði þá skoðun sina i gær meöfrétt þar sem sýnt er fram á með dæmi að i rcglugerðinni felst skerðing umfram lagaskerðingu sem nemur 800 kr. á mánuöi. Tilgangur reglugerðarinnar er sagður vera að tryggja láglauna- fólki auknar verðbætur, og i 2. gr. hennar segir: „Nái veröbætur á heildarlaunlaunþega i fullu starfi ekki sem svarar 880 kr. á mánuði fyrir hvert 1% sem öll hækkun verðbótavisitölu að meðtöldum verðbótaauka hefur numið hverju sinni skal til viðbótar greiða verð- bótaviðauka sem nemur þvi sem á vantar að 880 kr. markinu sé náð”. Vandinn er sá að verðbóta- viðaukann skal ekki reikna út af föstu mánaðarkaupi, eða kaup- taxta, heldur af heildarlaunum þar með töldum yfirvinnugreiösl- um, bónusgreiðslum og hvers konar kaupauka. Þvi þarf að reikna hverjum og einum starfs- manni út verðbótaviðaukann eft- irá. 1 frétt ASl um máliö segir svo : „Regiugerð sú um verðbótaviö- auka, sem verið hefur i smiðum undanfarnar vikur og forsætis- ráðuneytið sendi frá sér i dag, Framhald á 14. siðu nám við frægan skákskóla sem fyrrverandi heimsmeistari Mikael Botvinnik, veitir forstöðu. Við væntum þess aö sú ferð verði eitt dæmið af mörgum um fram- kvæmd þessa samkomulags”... Samkomulagið sem Hannes vitnar þarna i er að undirritað var i Moskvu fyrir nokkru sam- komulag milli Islands og Sovét- rikjanna um samstarf á sviði iþrótta. Þótt Hannes segi það ekki ber- um orðum þarna, þá gefur hann þaö i skyn aö búið sé að ganga frá þvi eystra að Jónkomistá þennan fræga skóla, sem eflaust yrði hon- um til mikils gagns. Verð ekki með Við spurðum Jón L. Arnason hvorthann ynni að einhverju sér- stöku i skákinni og hvað væri framundan á þvi sviði hjáhonum. Jón sagðist nú stunda mennta- skólanámið af kappi, en alltaf hafa skákina með. Hann sagðist ekki búast við þvi að verða með á Skákþingi íslands sem hefst inn- an tlðar, vegna þess að þar ættu að gilda sömu timareglur og á Reykjavikurskákmótinu á dögun- um. „Mér lfkaði alveg sérstaklega illa við þau timamörk, sem þar voru, þau eru tóm della. Maður er aö tefla hraðskák allan timann og slikt likar mérekki”, sagði Jón L. Arnason. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.