Þjóðviljinn - 10.03.1978, Side 5

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Side 5
Föstudagur 10. mars 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 L.K. frumsýnir „V aknið og syngið” Leikfélag Kópavogs frumsýnir á morgun þriöja verkefni vetrar- ins, „Vakniö og syngiö” eftir Clifford Odets I þýöingu Asgeirs Hjartarsonar. „Vakniö og syngiö” er skrifaö i kreppunni árin 1934—1935 og f jall- ar um gyöingafjölskylduna Berg- er og mismunandi viöbrögö ein- staklinga viö kreppuástandinu. Leikritið hefur áður verið flutt af Leikfélagi Akureyrar árið 1959 og i útvarp árið 1975 af Leikfélögum Akureyrar og Húsavikur. Odets var afkastamikill leik- ritahöfundur og gagnrýndi þjóö- félagsástand síns tima i verkum sinum. „Vaknið og syngið” fjall- ar að nokkru leyti um hans eigin fjölskyldu og uppeldi. í leikritinu kemur fram hörð ádeila á strið og miklar efasemdir um ágæti hins þekkta ameriska boðorða um frelsi einstaklingsins til að koma sér áfram á kostnað annarra. Odets lenti i óamerisku nefnd- inni eins og fjöldi annarra lista- manna sem fjölluðu i verkum sin- um á gagnrýninn og raunsæjan Framhald á 14. siöu Galdraland frum- sýnt á Akureyri í dag 1 kvöld verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar leikritið Galdraland eftir Baldur Georgs i leikstjórn Erlings Gislasonar. A myndinni sjást leikararnir Aðal- steinn Bergdal og Gestur E. Jón- asson i hlutverkum sinum. Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur Segir upp kjarasamn- mgum Á fundi I Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Bolungarvikur 25. febr. s.l. var samþykkt aö segja upp kaupgjaldsliðum kjarasamn- inga landverkafólks frá og með 1. mars. Einnig var samþykkt á- lyktun þar sem harðlega er mót- mælt þeirri ákvörðun rikisstjórn- ar og meirihluta alþingis að breyta með lagaboöi gildandi kjarasamningum sem rikis- stjórnin sjálf stóð að, að gerðir voru á siðasta ári,og standa þann- ig að kjaraskerðingu. Hvetur fundurinn til samstöðu vestfirsku verkalýðsfélaganna undir merkj- um A.S.V. i þessari baráttu og telur auðsætt að beita beri þeim tiltækum löglegum aðgerðum sem liklegastar eru til árangurs. —GFr Kaupfélagsstj öra- skipti á Nordfirði Kaupfélagsstjóraskipti eru framundan hjá kaupfélaginu Fram á Norðfirði. Þar lætur Guðrööur Jónsson af störfum eftir langan og farsælan starfs- feril. Frá og meö miöjum apríl tekur Gisli llaraldsson siöan viö ka upféla gsst jórastarfinu. Guðröður Jónsson er elstur i starfi af öllum kaupfélags- stjórum hjá Sambandsfélögun- um. Hann byrjaði störf hjá kaupfélaginu Fram sem búðar- maður 1931 og kaupfélagsstjóri varð hann 1937. Hefur hann gegnt þvi starfi samfellt siðan, eða i rúm 40 ár. Þá var hann kosinn istjórn SIS 1964 og hefur setið þar siðan. Guðröður varð sjötugur hinn 2. janúar. Gisli Haraldsson lauk prófí frá Samvinnuskólanum 1974. Að þvi loknu réðst hann til Kaupfé- lags Hafnfirðinga, þar sem hann hefur starfað siðan. Kona hans er Fanney Eva Vilbergs- dóttir og eiga þau 3 dætur. (Heimild: Sambandsfréttir). -mhg Félag íslenskra bókaútgefenda Þrír heiðurs- félagar t siðasta aðalfundi Félags Isl. bókaútgefenda 20. mai 1977 voru þrir núverandi og fyrrverandi fél- agsmenn kjörnir heiðursfélagar. Menn þessir voru Ragnar Jóns- son, bókaútgefandi, Ragnar Jóns- son, hæstaréttarlögmaður, og Hilmar Ó. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri. Miðvikudaginn 1. mars sl. afhenti formaður félagsins, Orlygur Hálfdanarson, þeim þremenningunum heiðursskjöl sin að viðstaddri stjórn félagsins og framkvæmdastjóra þess. Fór formaður nokkrum orðum um störf þessara manna i þágu fél- agsins og bókaútgáfunnar i land- inu. Þáttur Ragnars Jónssonar i islenskri bókaútgáfu er alþjóð kunnur. Forlag hans, Helgafell, hefur um áratuga skeið verið i kjömir fremstu röð islenskra bókafor- laga og hefur annast útgáfu flestra verka fremstu rithöfunda þjóðarinnar um árabil. Ragnar Jónsson, hrl., rak um alllangt skeið umfangsmikla og merka bókaútgáfu og var virkur félagi i Bóksalafélagi Islands, eins og Félag isl. bókaútgefenda hétá þeim árum, sat lengi i stjórn þess og gegndi formennsku i þvi 1952-1957. Atti hann mikinn þátt i að móta störf félagsins og breyta lögum þess i samræmi við kröfur timans. Hilmar Ó. Sigurðsson var um aldarfjórðungsskeið starfandi i félaginu og gjaldkeri þess i tiu ár. Vann hann félaginu i þvi starfi mikið gagn og átti hvað mestan þátt i þvi að félagið festi kaup á húsnæði fyrir starfsemi sina, og á það án efa eftir að vera félaginu traustur bakhjarl i framtiðinni. Hciöursfélagarnir meö skjöl sin. F.v. Hilmar ó. Sigurösson, Ragnar Jónsson bókaútgefandi og Ragnar Jónsson hrl. Vélskóli íslands Skrúfu- dagurinn 1978 Hinn áriegi kynningar- og nem- endamótsdagur Vélskóla Islands Skrúfudagurinn, veröur haldinn i 17. sinn á morgun, laugardaginn 11. mars, kl. 13—17. Þann dag gefst væntanlegum nemendum skólans, forráðamönnum og öll- um sem áhuga hafa á kostur á að kynnast nokkrum þáttum skóla- starfsins. Nemendur Vélskólans munu verða á göngum skólans og veita áhugafólki upplýsingar og ennfremur við störf i öllum verk- legum deildum skólans: I vélasöl- um, raftækjasal, smiðastofum, rafeindatæknistofu, stýritækni- stofu, kælitæknistofu og efna- rannsóknastofu. Kaffiveitingar verða á vegum Kvenfélagsins Keðjunnar i veitingasal Sjó- mannaskólans frá kl. 14.00. Enn- fremur verður Skrúfan, blað Vél- skólanema, selt. —GFr. Leiklistarsjóöur Brynjólfs Jóhannessonar: Randver Þorláksson fékk styrk A aðalfundi Félags islenskra leikara höldnum þann 20. febrúar s.l. var tilkynnt um styrkveitingu úr Leiklistarsjóði Brynjólfs Jó- hannessonar. Styrkinn hlaut að þessu sinni Randver Þorláksson, leikari ög var fjárupphæð styrks- ins kr. 325.000. Tilgangur sjóðsins er sá að styrkja unga og efnilega leikara til framhaldsnáms I list- grein sinni, en sjóðinn stofnaöi Brynjólfur fyrir 7 árum með álit- legri fjárupphæð. Randver Þor- láksson er 5. leikarinn, sem hlýt- ur styrk úr sjóðnum, og heldur hann nú til Bandarikjanna, en þar mun hann dvelja við nám um nokkurn tima. Randver veitti styrkrram móttöku á heimili frú Guðnýjar Helgadóttur, ekkju Brynjólfs Jóhannessonar, fyrir nokkrum dögum, en þar var stjórn Leiklistarsjóðs Brynjólfs einnig viðstödd. Stjórn sjóðsins skipa nú: Valur Gislason, Guð- björg Þorbjarnardóttir og Stein- dór Hjörleifsson. Þjóðhátíðargjöf Norðmanna: 2,4 miljónum úthlutað í ferðastyrki í 1 tilefni éllefu alda afmælis Islandsbyggðar 1974 samþykkti norska stórþingið að færa islend- ingufn 1 miljón norskra króna að gjöf j ferðasjóð til ráðstöfunar fyrir islensku rikisstjórnina til að auðvelda íslendingum að ferðast til Noregs. Höfuðstóllinn er varð- veittur i Noregi en vöxtum árlega varið til styrkja. 1 mai 1976 var fyrst úthlutað alls 2.596.000 kr., i annað skipti i febrúar 1977 1.980.000 kr. og i ár fór úthlutunin fram i janúar. Þá bárust 25 umsóknir og var 2,4 milj. króna úthlutað i styrki sem ætlaðir eru til að styrkja hópferðir 283 manna og þá fengu Kammersveit Reykjavikur, Félag norskunema við Háskóla Islands, Samband ungra Sjálfstæðismanna, Verka- lýðsfélagið Rangæingur, Norsku- ár nemar i námsflokkum Reykja- vikur, Nemendafélag fiskvinnslu- skólans, Niundi bekkur grunn- skóla Seyðisfjarðar, Norræna fél- agið, Taflfélag Vestmannaeyja, Félag skólastjóra og yfirkennara. 1 stjórn sjóðsins sitja Davið Ólafsson, seðlabankast jóri formaður, Björn Bjarnason, skrifstofustjóri og norski sendi- herrann á tslandi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.