Þjóðviljinn - 10.03.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. mars 1978 JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN í HVALFIRÐI: Árlegur rekstrarhalli verður nálægt 1,5 miljarði króna Forstjóri járnblendifélagsins neitar að rœða markaðshorfur við blaðamenn Tillaga þriggja þingmanna Al- þýöubandalagsins, þeirra Jónas- ar Árnasonar, Stefáns Jónssonar og Liiöviks Jósepssonar, um könnun á rekstrarhorfum járn- blendiverksmiðjunnar i Hvalfiröi kom til framhaldsumræöu i siö- ustu viku. Eins og komið hefur fram áður þá felur tillaga þessi i sér að kosin verði 7 manna nefnd til að kanna rekstrarhorfur járn- blendiverksmiðjunnar i Hvalfirði og leiði könnunin i ljós aö fyrir- sjáanlegt verði tap af fyrirtæk- inu, þá skulu framkvæmdir á Grundartanga stöðvaðar tafar- laust og leitað skynsamlegra ráða til að hagnýta aðstöðuna þar. 1 þessari umræðu tóku tÚ máls Lúðvik Jósepsson, Þórarinn Þór- arinnssonog Jónas Árnason.Lúð- vik benti m.a. á að miðað við ástand mála á heimsmarkaði, þá yrði árlegt tap verksmiðjunnar i kringum einn til einn og hálfur miljarður. Þórarinn Þórarinsson viðurkenndi að kreppa rikti i stáliðnaði og full ástæða væri þvi til að athuga hvort ekki væri rétt að draga úr framkvæmdum við Grundartanga. Jónas Árnason Fjölmenni Framhald af bls. 1 I siðari hluta dagskrárinnar söngkór Alþýðumenningar undir stjórn Asgeirs Ingvarsson, en sið- an var fjallað um ástandið i dag i skemmtilegri syrpu, sem saman- stóð af upplestri og söng. í lok dagskrárinnar sagði: „Þessi fundur á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna á ekk- ert skylt við sönginn um Fóstur- landsins Freyju eða blómasölu á mæðradag. Við erum hér til þess að leggja áherslu á sérstöðu kvenna á vinnumarkaði á heimil- um og innan verkalýðshreyfing- arinnar. Þeirra vandamál eru, svo dæmi séu tekin, tvöfalt vinnu- álag og rótgróin fyrirlitning á kvennastörfum. Þær búa við óöryggi á vinnumarkaðinum og þær eru yfirgnæfandi meirihluti láglaunafólks. Fundur á alþjóðlegum baráttu- degi kvenna er ekki markmið i sjálfu sér, heldur liður i barátt- unni gegn óviðunandi ástandi. Þess vegna skulum við leggja niður þann landlæga sið að karpa úti f hornum. Við skulum taka höndum saman i baráttunni um frelsun konunnar og annarra undirokaðra hópa. Og við skulum hafa það hugfast að allt aðgerðarleysi i þessum efnum er lóð á vogarskál aftur- haldsins”. Dagskránni var mjög vel tekið og það voru þakklátir áheyrendur sem yfirgáfu Félagsstofnun stúdenta seint á tólfta ömanum á miðvikudagskvöld. 1 Tjarnarbúð héldu eikarar samkomu þetta sama kvöld i sama tilefni og á sama tima. Hefði farið betur á þvi að margra áliti að haldinn hefði verið einn sameiginlegur fundur á alþjóða baráttudegi verkakvenna en þvi var ekki að heilsa, enda yfirlýst stefna eikara að kljúfa allar sam- eiginlegar aðgerðir vinstri manna, samanber stúdentaráðs- kosningarnar sem fram fóru i gær. Þeir tæplega 600 fundargest- ir sem báða fundina sóttu (350 i Félagsstofnun og 250 i Tjarnar- búð) hefðu áreiðanlega fagnað stórum sameiginlegum fundi þetta kvöld. —AI benti á að á blaðamannafundi er forstjóri járnblendifélagsins hélt i janúar s.l. hefði hann neitaö að svara spurningum um rekstrar- horfur verksmiðjunnar, en hins vegar rætt mikilvægi þess að verksmiðjan hefði sérstakan „ambassador” við alla fjölmiðla! Lúðvik Jósepsson minnti á að upphaflega voru lögin um járn- blendiverksmiðjuna sett i april 1975, og þá var gert ráð fyrir þvi að verksmiðjan yrði sameign is- lenska rikisins og stórfyrirtækis- ins bandariska Union Carbide. En vegna hversu rekstrarhorfur slikra fyrirtækja voru slæmar viidi bandariska fyrirtækið draga sig út úr verksmiðjurekstrinum og borgaði allmiklar skaðabætur til þess að losna frá samningnum. Samningur gerður þrátt fyrir fyrirsjáanlegt tap Rikisstjórnin hélt hins vegar áfram að leita að samstarfsaðil- um erlendis og henni tókst að ná samningum við stórfyrirtæki i Noregi, Elkem Spiegelverket. Lög i grundvelli þess samnings voru svo samþykkt á Alþingi i maímánuði 1977, þrátt fyrir að þá lægi fyrir að rekstrarhorfur fyrir járnblendiverksmiðjuna væru mjög slæmar og fyrirsjáanlegur hallarekstur á verksmiðjunni. Árlegur hallarekstur 1-1,5 miljarður Þegar lögin voru samþykkt i mai 1977 lá fyrir að árlegt tap af verksmiðjunni yrði i kringum 800 miljónir króna. Nú lægju fyrir nýjar upplýsingar um horfurnar i stálframleiðslu og allt benti til að ástandið væri enn þá verra nú en það var er lögin voru sett 1977. Aætla mætti að rekstrartap yrði nú 1 miljarður til 1.5 miljarður á ári, miðað við þær aðstæður sem nú riktu á heimsmarkaði. Lúðvik benti á að miðað við upphaflegar áætlanir um járn- blendiverksmiðjuna þá væri lik- legt að heildarstofnkostnaður þessa fyrirtækis yrði varla undir 28-29 miljörðum króna. Það jafn- gilti um þremur Kröfluvirkjun- um, miðað við hvað sú virkjun er talin kosta nú. Getur vel stöðvað fram- kvæmdir Lúðrik sagðist telja að fram- kvæmdir við járnblendiverk- smiðjuna væru ekki komnar lengra en svo, að vel væri hægt að stöðva þessar framkvæmdir. Akvörðunarvaldið væri i höndum Islendinga, þareð islenska rikiðá 55% i fyrirtækinu. Ef þessi fram- kvæmdyrði nú stöðvuð um lengri eða skemmri tima vegna ytri að- stæðna, þá myndi það gera okkur um leið kleift að hætta við eða fresta um nokkur ár nýrri stór- virkjun, Hrauneyjarfossvirkjun. Talið væri að þessi virkjun muni kosla 15-25 miljaröa islenskra króna. A það hefði verið bent að rekja mætti að verulegu leyti orsaka hinna innlendu verðbólgu siðustu ára tii þess hversu mikið fjár- magn hafi verið flutt inn i lanrfið á tiltölulega stuttum tima og notað hefði verið til ýmissa fram- kvæmda. Þá ræddi Lúðvik þá staðreynd að járnblendiverksmiðjan væri þess eðlis fyrirtæki að hún myndi ekki útvega mörgum vinnu. Samkvæmt upplýsingum frá El- Unnið að framkvæmdum við járnblendiverksmiðjuna. Heildarstofn- kostnaður þessa fyrirtækis ertalinniverða 28-29 miljarðar, auk þess sem búast má við árlegum rekstrarhalla að upphæð 1-1,5 miljarðs króna. kem Spiegelverket væri talið að heildarvinnuafl i fyrirtækinu yrði um 150 manns. Það væri þvi ekki verið að koma þessu fyrirtæki upp til þess að tryggja fjölda fólks atvinnu. Hins vegar kostaði þetta fyrirtæki mikið fjármagn, eins og komið hefði fram, og það fjármagn kæmi frá erlendum þingsjé aðilum og islenskum skattborg- urum. Islenskir skattborgarar yrðu að leggja stórfé i fyrirtæki sem fyrirsjáanlegt væri að myndi verða rekið með miklu 'tapi. af hálfu meirihluta Alþingis ef ekki yrði látin fara fram könnun á rekstrarhorfum verksmiðjunnar i samræmi viö tillögu alþýðu- bandalagsmanna. Þórarinn viðurkennir vandann Þórarinn Þórarinnsson tók næstur til máls. Hann sagðist við- urkenna að kreppa væri nú rikj- andi i stáliðnaðinum er gæti var- aðnokkurár. Hann teldi þvi fulla ástæðu til að athuga hvort ekki væri rétt að draga úr fram- kvæmdum við járnblendiverk- smiðjuna. Fyrirsjáanlegt væri að verksmiðjan yrði rekin með halla fyrstu árin ef haldið yrði áfram með fullum framkvæmdahraða. Athugun á þvi hvort draga ætti úr framkvæmdahraða sagðist Þór- arinn telja að ætti að fara fram i þeirri þingnefnd er fengi þings- ályktunartillöguna til meðferðar og væri óþarfi að skipa nýja nefnd til að kanna málið. Þá sagðist Þórarinn taka undir það hjá Lúðvík að ef hægt væri að hægja á framkvæmdum við járn- blendiverksmiðjuna, þá mætti llka draga úr framkvæmdum við Hrau ney jaf ossv irk jun. Jónas Árnasonlét i ljós ánægju meðþau viðhorf semkomið hefðu fram i ræðu Þórarins og hefði hann gengið eins langt og hægt væri að búast við af stuðnings- manni þessarar rikisstjórnar. Vildi ekki ræða markaðshorfur Jónas minnti á að forstjóri járnblendifélagsins hefði heitið þvi i desember s.l. að hafa nána samvinnu við fjölmiðla og m.a. gera grein fyrir markaöshorfum verksmiðjunnar. í janúarmánuði s.l. hefði svo forstjórinn efnt til blaðamannafundar, en þá hefði ekkertverið fjallað um markaðs- horfur.Fundurinn hefði m.a. snú- ist um þaö hvernig best mætti koma fyrir samskiptum Grunda- tangaverksmiðjunnar og fjöl- miðla,ogein af uppástungum for- stjórans var sú að hvert blað til- nefndi sérstakan mann sem hann gæti snúið sér til! Þegar svo einn blaðamaðurinn hefði spurt hvern- ig markaðshorfurnar væru, þá hefði honum verið tilkynnt að um það yrði talað seinna. Jónas sagðisthafa rætt við for- stjórann nokkru siðar og þá hefði forstjórinnsagt að ekki værihægt að neita þvi að útlitið væri mjög vont, en hann teldi þó að það myndi breytast til batnaðar. Og skýring hans var sú að ástandið væri svo vont núna, að það gæti ekki versnað! Raforka seld undir kostnaðarverði Isamningunum við hina norsku aðila hefði verið gengið svo frá málum að raforka til þess fyrir- tækis yrði seld á kostnaðarverði eða fyrir neðan kostnaðarverð. Þaðverð væria.m.k. alllangtfyr- ir neðan það verð sem Norðmenn settuuppi dagsem lágmarksverð á raforku til hliðstæðra fyrir- tækja. Við myndum þvi hafa litið upp úr þvi að ráðstafa orku okkar um langan tima til þessa fyrir- tækis. Fyrirtækið undanþegið aðflutningsgjöldum og söluskatti Lúðvik sagði að með réttu mætti kalla þetta friðindafyrir- tæki. Það væri látið njóta friðinda langtumfram það sem almenn is- lensk fyrirtæki njóta. I lögunum um járnblendiverksmiðjuna hefði þannig verið gengið frá málum að rikið legði fyrirtækinu til alveg sérstaka höfn. Um væri að ræða beinan, óafturkræfan styrk til þessarar hafnargerðar, er næmi 75% af öllum kostnaði. Hin 25% ætlar rikið að útvega að láni. Þessi hafnargerð væri drifin i gegn á sama tima sem dregið væri úr hafnarframkvæmdum fyrir annan atvinnurekstur i landinu. Höfnin við Grundar- tanga væri látin hafa algjöran for gang, Þá væru undanþágur i lög- um fyrir járnblendifyrirtækið varðandi aðflutningsgjöld og söluskatt af öllu efni, vélum og tækjum sem fyrirtækið þarf á að halda. Asama tima þurfa Islensk fyrirtæki að greiða þessi gjöld að fullu Lúðvik sagði að lokum, að i ljósi þessa ástands er rikti i málefnum járnblendiverksmiðjunnar, þá væri það furðulegt ábyrgðarleysi Hvergerðingar Fundur verður haldinn i kaffistofu Hallfriðar sunnudaginn 12. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Tillaga uppstillingarnefndar vegna hreppsnefndarkosninganna. 3. önnur mál. Félagar fjölmennið. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Kópavogi efr.ir til fjögurra umræðufunda um þróun sósialiskrar hreyfingar á Islandi. Fyrstu tveir fundirnir verða haldnir dagana 13 og 14 mars og verður efni þeirra sem hér segir: 13. mars. Agreiningur innan verkalýðshreyfingarinnar á kreppuárun- um. Frummælandi, Svanur Kristinsson. 14. mars. Kommúnistaflokkur Islands. Einar Olgeirsson tekur þátt i umræðunni og verður við svörum. Til undirbúnings er bent á greinina „Straumhvörf sem KFI olli” i Rétti nr. 4 1970.(Er til á skrifstofunni) Fundirnir verða haldnir i Þinghóli, Hamraborg 11 og hefjast kl. 20.30. Tveir siðari fundirnir verða haldnir 19. og 20. mars og verður efni þeirra auglýst siðar. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum heldur aðalfund sinn mánudaginn 13. mars n.k. kl. 20.15 i Snorrabuð i Borgarnesi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Litið við á skrifstofunni! Alþýðubandalagið i Kópavogi Skrifstofan að Hamraborg 11 er opin mánudag til föstudags frá kl. ,17Eélagar — litið inn, þó ekki sé nema til að lesa blöðin og fá ykkur kaffibolla. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Garðabæ Bæjarmálafundur Alþýðubandalagið i Garðabæ heldur fund þriðjudaginn 14. mars kl. 20.30 i Barnaskóla Barðabæjar. Dagskrá: 1. Tillaga uppstillinganefndar vegna bæjarstjórnarkosn- inganna. 2. Blaðaútgáfa. 3. Bæjarmálin. 4. önnur mál. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Seyðisfirði Alþýðubandalagið á Seyðisfirði heldur félagsfund, fimmtudaginn 9 mars nk. og hefst hann kl. 20.30. Baldur Óskarsson, starfsmaður Alþýðubandalagsins mætir á fundinum. Félagar fjölmennið. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.