Þjóðviljinn - 10.03.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 10.03.1978, Side 9
Föstudagur 10. mars 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Tveir lagaprófessorar áfrýjuöu til Haestaréttar: 4 af 6 kröfum þeirra alfariö hafnaö Þrir VL- prófessorar, þar af tveir lagaprófessorar, stefndu ritstjóra Þjóðviljans 1974 vegna ummæla i forystugrein um aðild þeirra að söfnun VL-manna á undirskriftum undir kröfuna um varanlegt bandariskt hernám á tslandi. í héraði var refsikröfum þeirra prófessoranna hafnað, en þeir fengu 50.000 kr. i málskostn- að i héraði. Professorarnir áfrýjuðu til Hæstaréttar. Þar gerðu þeir enn kröfu um refsingu fyrir ummælin. Þeirri kröfu hafnaði hinn nýi Hæsti réttur samkvæmt dómi sem kveðinn var upp 3. mars si. VL-prófessorarnir kröfðust og þess að fá hver um sig 50.000 kr. i miskabætur eða alls 150.000 kr. Þeirri kröfu hafnaði H*stiréttur einnig. Þeir prófessorar gerðu kröfu um 35.000 kr. til að kosta birtingu dóms i opinberum biöðum. Hæsti- réttur tók þá kröfu ekki til greina. VL-menn kröfðust þess að rit- stjóra Þjóðviljans væri gert að greiða málskostnað í Hæstarétti. Þvi hafnaði Hæstiréttur einnig. Þannig neitaði rétturinn að verða við fjórum meginkröfum VL-inga. Rétturinn tók hins vegar þá kröfu þeirra til greina að um- mælin væru dæmd dauð og ómerk; sætir það ekki tiðindum og má heita regla i meiðyrða- málum hvernig sem ummælin kunna að vera. t annan stað þótti réttinum eðlilegt að skylda Þjóð- viljann til að birta dóm sinn, en þess höfðu VL-ingar og krafist. Þjóðviljanum er ljúft að uppfylla þá kvöðHæstaréttar að birta dóm þennan og fer hann hér á eftir i heild: ,,Ár 1978, föstudaginn 3. mars, var I Hæstarétti i málinu nr. 27/1977: Jónatan Þórmundsson, Þór Vilhjálmsson, Ragnar Ingi- marsson gegn Svavari Gestssyni og gagnsök uppkveðinn svo- hljóðandi dómur: Mál þetta dæma sem varadóm- arar i Hæstarétti Halldór Þor- ojörnsson yfirsakadómari, Guðmundur Ingvi Sigurðsson læstaréttarlögmaður, Jón Finns- son hæstaréttarlögmaður, Unn- steinn Beck borgarfógeti og Þorsteinn Thorarensen borgar- fógeti. Aöaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. febrúar 1977 og gert þessar dómkröfur: 1. Að ummæli sem út af er stefnt verði dæmd dauð og ómerk. I. Að gagnáfrýjandi verði dæmd- ur i refsingu. 5. Að gagnáfrýjandi verði dæmdur til þess að greiða hverjum aðaláfrýjanda 50.000 kr. i miskabætur. 1. Að gagnáfrýjandi verði dæmd- ur til þess að greiða aðaláfrýj- endum sameiginlega 25.000 krónur til þess að kosta birt- ingu væntanlegs dóms i opin- berum blöðum. j. Að gagnáfrýjanda verði dæmt skylt að sjá um að væntanlegur dómur verði birtur i heild i 1. eða 2. tölublaði Þjóðviljans, er út kemur eftir birtingu dóms- ins. 5. Að gagnáfrýjandi verði dæmd- ur til þess að greiða aðaláfrýj- endum sameiginlega máls- kostnað i héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi áfrýjað máiinu með stefnu 28. júni 1977 og gert þær kröfur, að hann verði sýknaður af öilum kröfum aðal- áfrýjenda og þeir dæmdir til þess að greiða honum málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi ber sem ábyrgðarmaður dagblaðsins Þjóðviljans ábyrgð á hinum átöldu ummælum, sem birtust i ónafngreindri ritstjórnargrein i 68. tbl. blaðsins, er út kom 22. marz 1974. Ummælin beinast ótvirætt að aðaláfrýjendum, en þeir eru allir prófessorar og voru i hópi þeirra 14 manna er stóðu að áskriftasöfnun Varins lands. Ummælin þykja ótilhlýðileg og ber skv. 1. mgr. 241. gr. alm. hegningarlaga að ónierkja þau. Hins vegar þykja þau hvorki geyma refsiverðar móðganir né aðdróttanir i garð aöaláfrýjenda. Þar sem niöurstaðan er sú, að gagnáfrýjandi hafi eigi gerzt sekur um refsiverðar ærumeið- ingar gagnvart aðaláfrýjendum verður krafa þeirra um miska- bætur ekki tekin til greina né heldur krafa um greiðslu til þess að kosta birtingu dómsins. Samkvæmt 22. gr. 1. 57/1956 ber að taka til greina kröfu aðaláfrýj- enda um að dómur þessi verði birtur i heild i fyrsta eða öðru tölublaði Þjóðviljans sem út kemur eftir birtingu dómsins. Staðfesta ber ákvæði héraðs- dóms um að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjendum 50.000 kr. i máls- kostnað i héraði, en rétt þykir að málskostnaður i Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Akvæði hins áfrýjaða dóms um ómerkingu ummæla og um máls- kostnað skulu vera óröskuð. Birta skal dóm þennan i fyrsta eða öðru tölublaði Þjóðviljans sem út kemur eftir birtingu dómsins. Málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.” Siglaugur Brynleifsson skrifar um bækur: íslandssaga erlendar bækur World Prehistory. In Perspective. An Illustrated Third Edition. Grahame Clark. Cambridge University Press 1977. Fyrsta útgáfa þessarar bókar kom út 1961 og var nokkrum sinn- um endurprentuð: önnur útgáfa kom út 1969 og var oft endurprentuð og nú er sú þriðja komin út. önnur útg. var talsvert lengri en sú fyrsta og þessi þriðja útg, er mun meira rit en önnur útgáfan. Myndasafnið er meira og vandaðra, og höfundur tekur hér með þær upplýsingar sem hann veit nýjastar um lifsmáta manna á frumöldum mannkyns- ins. Höfundur segir i formála að meira hafi gerst siðustu tvö- hundruö árin en fimmtiuþúsund árin þar á undan um þróun sam- félaganna og á þeim fimmtiuþús- und árum gerðist meira en á tveim miljónum ára þar á undan. Þýðingarmesta timabilið varð þegar maðurinn aðskildist frá skepnunum og mótað- ist sem ,,homo faber”. Það er timabilið sem þessi bók fjall- ar um. Höfundurinn rekur upp- runa og þróun mannsins sem ef svo mætti segja, „verk- legrar menningarveru” i öll- um sinum margbreytileika um allan heim, að svo miklu leyti sem heimildir gera fært. Höf. rekur menningarlegar, efnislegar og samfélagslegar framf.arir mannsins um mannheima allt frá fyrstu tilburöum til að móta steininn og allt til þess aö hærri sviðum varð náö á siðustu fimm þúsund árum. Höfundurinn tengir saman áhrif umhver'fis og gerð manna og dreifingu menningar- þróunnar. Timinn sem ritið spannar er allt frá þvi fyrir tveim miljónum ára og fram á okkar tima, þvi að ennþá eru til þjóða- brot sem lifa á svipuðu stigi og fyrir fimmtiu þúsund árum. A siðustu árum hafa orðið mikl- ar framfarir varðandi aldursá- kvaöanir með geislamælingum og fornminjarannsóknir eru stund- aðar i auknum mæli um allan heim, vegna þessa er þessi aukna útgáfa mikið fyllri heldur en þær fyrri. Bibliografian i bókarlok er alls 23 þéttprentaðar siöur og þar er að finna flest það merkasta sem ritað hefur verið um efnið i bók- um og timaritum. Bókin er mjög liðlega skrifuð og höfundur skýr og nákvæmur i framsetningu. My Son Max Jack Cope. Heinemann 1977. Höfundurinn er frá Natal, fæddist þar 1913, stundaði ýmis störf, blaðamennsku, búskap og fiskveiðar, einnig fyrirlestrahald. Hann byrjaði snemma að sinna ritstörfum, fyrsta skáldsaga hans kom út 1955 og hefur hann samið sjö skáldsögur og þrjú bindi smá- sagna. Hann hefur þýtt ritverk úr afrikönsku og öðrum málum og stuðlað að útgáfu verka svert- ingja. Þessi skáldsaga fjallar um ungan svertingja sem vill lifa sinu lifi i tengslum við annað fólk hvitt og svart, en það verður til þess að hann brýtur lög. Sagan er sögð af móöur hans.Hann gengur i skóla sem ætlaöur er báðum kynþáttum, fer siðan i háskóla og sem blaðamaður verður hann sið- an fljótlega var við kynþátta- stefnu stjórnvalda. Honum er þröngvað til að taka sér stöðu með eöa móti, en það getur hann ekki, hann sér báðar hliöar, hann reynir að leita sér friðar i frum- skóginum, en þar er ástandið slikt að hann á ekki heima þar lengur. Togstreytan milli heiftarfullrar baráttu hinna svörtu og kúgunar hinna hvitu tætir hann sundur, hugsjónir hans um frelsi og bræðralag beggja hljóta engan hljómgrunn, skynsemi hans og manndygð og stefnufesta hans verður honum að lokum að fjör- tjóni. Bókin er mjög vel skrifuð og persónusköpun vönduð. On Sexuality. Three Essays on the Theory of Sexuality. Translated from the German under the general editor- ship of James Strachey. The present volume complied and ed- ited by Angela Richards. Vol. 7. — Case Histories I. „Dora” and „Litlle Hans”. Translated from the German by Alix and James Strachey. The presant volume ed- ited by Angela Richards. Vol. 8. Sigmund Freud. Penguin Books 1977. Atta bindi eru nú komin út i The Pelican Freud Library, sem er endurprentun á Hogarth Press útgáfunni. Þessi bindi fjalla um höfuðkenningar Freuds og þeir sem hafa eitthvað kynnt sér Freudismann kannast vel við þau, þeir sem ekki hafa, ættu að lesa þau. Þótt atferlissálfræðin hnýti nú óspart i kenningar Freuds og ýmsir höfundar svo sem Lorenz ofl. þynni þær út, þá verður seint hægt að láta rit Freuds rykfalla á hillum. Miracles and Pilgrims Popular Beliefs in Medieval England. Ronald C. Finucane. J.M.Dent & Sons 1977. Kraftaverk og lækningaundur þóttu einkar fréttnæm á miðöld- um og til er magn frásagna af þess háttar atburðum. Þessar heimildir hafa litt verið rannsak- aðar. Höfundur þessa rits hefur rannsakað skjalfestar frásagnir um þrjú þúsund einstaklinga um lækningar fyrir tilstuðlan helgra manna og þá einkum heilags Bec- etts i Kantaraborg. Pilagrima- ferðirá miðöldum voru að nokkru hliðstæður við ferðir sjúklinga nú á dögum til útlanda eða þá innan- lands til þess að leita lækninga. Þá var trúað á kraft hinna heilögu til lækningajnú er trúað á snjalla lækna með ef til vill minni trúar- blindu eða átrúnaði heldur en þá tiðkaðist. Bein úr helgum manni eða þá gröf heilags manns gilti fyrir miðaldamanninn svipað og vel búið sjúkrahús nútimamann- inum. Það var þvi mikill akkur hverri þjóð að eiga eigin dýrlinga og hvað þá ef dýrlingarnir voru álitnir kraftaverkamenn. Skrln heilags Þorláks á háaltarinu i Skálholtskirkju sparaði sjúkum ferðir til útlanda, og Hofstaða- Maria sparaði mönnum ferðir suður á land. Trú manna á miðöldum var að nokkru trú á helga dóma; hinir nýkristnu villi- menn tóku til að ákalla helga dóma kirkjunnar i stað „mana” gæddra hluta úr heiðni, hviti galdur kirkjunnar var mattugri galdrakukli fordæðanna. Höfundurinn rekur sjúkdóms- sögu margs þessa fólks og lækn- ingu þess, sem oft á tlðum viröist hafa verið timabundin, og enda þótt miðaldafólk talaöi um „kraftaverk” þá er slikt „krafta- verk” ekki samsvarandi merk- ingu orðsins nú. Þeir aöilar sem söfnuðu kraftaverkaskýrslunum höfðu einnig hag af því að gera hlut dýrlings sins sem mestan og var þvi ekki spöruð skrúðmælgin. En með þvi að rannsaka þessar kraftaverkaheimildir hefur höf- undur náö að opna miðaldasam- félagið, með þvi aö ganga um bakdyrnar, tekst honum aö draga upp mynd af þessu striðandi, bæklaða og sjúka fólki, hugsunar- hættiþess og „trúarlifi”. Félags- legar ástæöur þess ljúkast upp, stéttaskiptingin, lifskjörin og dagleg barátta veröur manni nánari eftir lestur þessa rits. Og svo verður breyting á með siða- skiptunum, skrinin eru eyðilögð og almúginn tekur þá aö leita sér lækninga hjá kunnáttufólki og fjölkunnugum.' Afstaða kirkjunn- ar til kraftaverkaæðisins var bæði með og móti, sumir töldu aö þróuð trúarkennd þarfnaðist ekki kraftaverka. Þetta er bæði fróö- leg og skemmtileg bók. Einar Laxness: islandssaga a-k og l-ö. Alfræði Menningarsjóös. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins 1974—1977. Þetta er einhver sú þarfasta bók, sem út hefur komið i langan tima varðandi sögu lands og þjóðar. Þetta er fyrsta rit sinnar tegundar um Islandssögu og er hluti þeirra alfræðirita sem Menningarsjóður er að gefa út. Það virðist hafa verið vel ráðið á sinum tima að gefa heldur út efnisflokka hins upphaflega áætl- aða alfræðirits, heldur en heildar- rit. Enda er viða uppi sú stefna erlendis að skipta alfræðiritum upp i efnisflokka og gefa hvern út sérstaklega. Þaö sem komið er af alfræðiritum Menningarsjóös vitnar um vönduð vinnubrögð og vonandi verðursvoáfram. Þetta rit Einars Laxness er uppflettirit, og hefur höfundur leitast viö að taka alla þá þætti til umfjöllunar sem snerta sögu Islands. Þetta er mikið vanda- verk, hvar á að takmarka valið, orðin „allir þættir” segja bæði mikið og litið. Persónulegt mat höf. hlýtur að ráöa þvi hvað hann tekur, yfirsýn og þekking hans á viðfangsefninu. Meö ritinu mótar höfundur jafnframt framhald slikra rita siðar. Samning ritsins er mjög vanda- samt verk og krefst mikillar nákvæmni og vinnu. Við fljótlega skoðun virðist höfundi hafa tekist að setja saman mjög hentugt og nákvæmt uppflettirit um Islands- sögu. Tilvisanir eru vel skipu- lagðar innan lengri kaflanna og bibliografian er eins ýtarleg og gjörlegt er i riti sem spannar svo mikið efni i ekki þó lengra máli. Það fylgir svona ritum, að eitthvað hlýtur að vanta frá Aðalfundur Flugbjörgunar- sveitarinnar i Reykjavik, var haldinn i félagsheimili sveitar- innar i Nauthólsvik þ. 30. janúar s.l. Formaður sveitarinnar Ingvar F. Valdimarsson var einróma endurkjörinn. Aörir i stjórn sveitarinnar voru kjörnir: Páll Steinþórsson, Magnús Hallgrimsson, Asbvaldur Guðmundsson, Arni Guðjónsson, Guðjón Halldórsson, Bolli Magnússon, I varastjórn: Einar Gunnarsson, Þorsteinn Guð- björnsson, Öttar S. Guðmunds- son. Starfsemi F.B.S. var með mikl- Einar Laxness sjónarmiði þess fjölda sem slikt rít notar.þaö er ekki hægt aö komast hjá þvi og er ógerlegt að setja saman rit sem þetta án þess að svo verði. Þótt eitthvað vanti að dómi Péturs eða Páls, þá er gildi ritsins fullnægjandi fyrir alla þá sem þurfa að fletta upp eftir einhverjum þáttum Islands- sögunnar. Islandssaga a-ö er áreiðanlega himnasending fyrir skóla- nemendur, sem áhuga hafa á Islandssögu, blaðamenn og i rauninni alla þá fjölmörgu sem hafa ennþá meðvitund um fortíð, arfleifð og gildi „lands, þjóöar og tungu”. Bæði bindin eru samtals hátt á fimmta hundrað blaðsiður, tvidálka. Myndir eru vel valdar, bæði prentaðar i texta og einnig á sérstökum myndblöðum. Leiðréttingar fylgja fyrir fyrra bindiðiþvisiöara. um blóma á siðasta ári. Skráöar voru 329 mætingar á árinu með þátttöku 2550 manna, sem svarar til að hver félagi sveitarinnar mætti ca. 25 sinnum á árinu og legði þar til ca. 75 vinnustundir á ári til eflingar Flugbjörgunar- sveitarinnar og til að veröa hæf- ari til björgunarstarfa þegar á þarf að halda. 1 Flugbjörgunarsveitinni eru nú um 100 virkir félagar auk 20 varamanna, sem hægt er að kalla i ef þörf krefur. 5 af félögum sveitarinnar fóru erlendis á siðasta ári til að læra björgunar- og leitarstörf, m.a björgun úr snjóflóðum. 100 virkir félagar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.