Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 2
2 SH)A — ÞJÖÐVILJINN La«gardagur 11. mars 1978
þessu þjóöfélagi sem viö töldum
ranglátt og okkur dreymdi
miklu stærri drauma, en ræst
hafa i þeim efnum. Við vildum
skapa hér nýtt og betra þjóðfé-
lag og það hefur þvi miður ekki
ræst. En þótt þessir draumar
okkar hafi ekki ræst, þá hefði ég
ekki viljað vera án þeirra.
Jú, það er rétt að við vorum
ekki margir sem settum markið
svona hátt, það var frekar tak-
markaður hópur sem fylgdi
okkur i þeim efnum en hann var
traustur, þótt svo að okkur hafi
ekki tekist að færa málin i þann
farveg sem við vildum og að
málin hafa þróast nokkuð i aðra
átt.
— Margir telja að lognmolla
hafi færst yfir verkalýðsbarátt-
una á Islandi og foringjarnir séu
ekki eins harðir af sér og þeir
voru áður, ert þú þessu sam-
mála?
Að vissu marki. Og ég tel
ástæðuna vera þá, að þeir sem
nú hafa valist til forystu i verka-
lýðsfélögunum eru ekki aldir
upp i samskonar þjóöfélagi og
við þessir eldri. Þeir lifðu ekki
þá óskaplegu hörku sem var i
verkalýðsbaráttunni fyrir strið,
þess vegna koma þeir úr miklu
mildara andrúmslofti og það er
ekki nema eðlilegt að þeir fari
þvi nokkuð öðruvisi að en við.
Éger ekki þar með að segja að
þeir séuneittlakari. Þetta hefur
allt breyst, allt tekur vissum
breytingum og þvi þá ekki
verkalýðshreyfingin Uka? Hún
ein stendur ekki i stað.
— Og að lokum Björn, þú ætl-
ar að halda áfram að starfa hjá
Iðju?
Já,ég ætla að vinna minu fé-
lagi allt sem ég má á meðan ég
get, ég er alls ekki að leggjast i
helgan stein. En ég vil biðja þig
að koma til skila þakklæti minu
til gamalla félaga i' baráttunni
ogeinnigtilhóps af minum mót-
herjum. — S.dór
en mér fínnst tími til kominn ad yngri maður taki við
Björn er fæddur að Höskulds-
stöðum á Skagaströnd 1899 og
verður þvi áttræður á næsta ári.
Byrjaði sem sjómaður
„Fyrst framan af var ég sjó-
maður, réri hér suður með sjó
og viðar á opnum rónum bátum,
en 1918 réð ég mig á vélbát og þá
gerðist ég félagi i Sjómannafé-
lagi Reykjavikur. Siðanfórég á
togaraog var á þeim þar til árið
1927 að ég varð að fara i land,
þegar handleggurinn bilaði. A
þessum árum tókég mikið þátt i
félagsstörfum Sjómannafél.
Reykjavikur. Þá voru það Al-
þýðuflokksmenn sem réðu ferð-
inni, en ég var langt til vinstri
við þá og var þess vegna alltaf i
andstöðuhópnum, þeim er þótti
stjórnin aldrei nógu skelegg.
Svo 1930 þegar Kommúnista-
flokkur Islands var stofnaður
var ég með þar og þú getur nú
rétt séð hvort maður hefur verið
vel séður hjá krötunum i Sjó-
mannafélaginu.
Byrjaði i Frigg
Mjögfljótlegaeftiraðég hætti
á sjónum og fór i land byrjaði ég
að vinna i iðnaði, byrjaði hjá
sápugerðinni Frigg. Þá var ekk-
ert félag iðnverkafólks til. Svo
var það árið 1934 að ég og Jón
Sigurðsson, sem þá var starfs-
maður ASI og Sigfús Sigur-
hjartarson, stofnuðum Iðju fé-
lag iðnverkafólks i Reykjavik.
Þá, á þessum árum var Alþýðu-
flokkurinn og Alþýðusamband
íslands eitt og hið sama og þess
Stofnun LI
Svo var það árið 1973 að
ákveðið var að stofna Lands-
samband iðnverkafólks og þá
tók ég að mér formennsku þess
og hef verið formaður sam-
bandsins siðan. Nú eiga 5 félög
aðild að sambandinu og félaga-
talan er rétt rúm 4 þúsund. Fé-
lögin sem aðild eiga eru: Iðja fé-
lag iðnverkafólks í Reykjavik,
Iðja fél. verksmiðjufólks á
Akureyri, félög iðnverkafólks á
Egilsstöðum, Sauðárkróki, og i
Rangárvallasýslu. Ogeins og ég
sagði áðan treysti ég mér full-
komlega til að vera formaður
sambandsins áfram, ég hef
hestaheilsu og get það þess
vegna, en þegar maður er orð-
inn þetta íúllorðinn er timi til
kominn að hætta og láta yngri
mann taka við.
Margt hefur breyst
— Sennilega hefurykkur, sem
þátt tókuð i verkalýðsbarátt-
unni fyrir og á kreppuárunum-
ekki órað fyrir þeim miklu þjóð-
félagsbreytingum sem átt hafa
sér stað?
Nei, svo sannarlega ekki,
enda hafa breytingarnar orðið
meiri en nokkurn óraði fyrir og
öðruvisi en margir okkar bjugg-
ust við. Hitter aftur á móti stað-
reynd, að þærmiklu breytingar
sem hafa átt sér stað, bæði
tæknivæðingin og þá ekki siður
batnandi lifskjör almennings er
eingöngu verk verkalýðshreyf-
ingarinnar. Það var hún sem
þrýsti á um betri kjör og gerir
enn og sá batisem orðið hefur á
kjörum manna, og hann er ekki
litill, er eingöngu henni að
þakka og henni einni. Og
sú tæknivæðing sem átt hefur
sér stað i þjóðfélaginu er einnig
henni að þakka. Það var verka-
lýðshreyfingin sem alltaf ýtti á
eftir til þess að stritið og púlið
minnkaði. Og svo um leið og
tókstað þrýsta kaupi og kjörum
uppá við tóku atvinnurekendur
að tæknivæðast.
Það skal enginn halda það, að
atvinnurekendur hefðu farið að
tæknivæða sinn rekstur ef þeir
hefðu áfram getað haldið kaup-
inu niðri eins og þeim hafði tek-
isti áratugi.Þeirhefðuekkilagt
út í þá fjárfestingu sem henni
fylgir ef þeir hefðu getað ráðsk-
ast með hið ódýra vinnuafl
áfram eins og þeir gerðu áður
en verkalýðshreyfingin kom til
sögunnar.
— Var ekki erfiðara að taka
þátt i verkalýðsbaráttunni fyrir
strið heldur en nú er?
Það er ég ekki tilbúinn til að
samþykkja. Það var aö visu allt
öðruvisi en nú til dags. Þá var
baráttan miklu harðari og ill-
vigari, en þá sýndi fólkið i
félögunum málunum áhuga.
Vissulega eru breyttir timar og
kannski að einhverju leyti eðli-
legt að fundarsókn i verkalýðs-
félögunum hafi minnkað. I þá
daga var ekki sjónvarp, litið um
kvikmyndir og almenningur
hafði ekki efni á að sækja
skemmtistaði þá sem til voru.
Félagsfundir voru þvi vel sóttir
og þóttu skemmtun. Á þessum
fundum var rifist heiftarlega og
baráttan var í algleymingi og af
þessu hafði fólk gaman, enda
voru félagsfundir i verkalýðs-
hreyfingunni mjög vel sóttir þá.
Og það var ekki bara að fólk
kæmi til að hlusta á einhverja
foringja tala, það tók fullan þátt
i funda og félagsstarfseminni.
Svo er enn eitt sem ekki má
gleyma. I þá daga höfðu verka-
lýðsfélögin engar skrifstofur,
sem félagarnir gátu snúið sér til
eins og nú er. Ég fullyrði að
mjög mikið af félagsstarfsem-
inni hefur færst inná skrif-
stofurnar. Þangað kemur fólk i
stórum hópum dag hvern til að
fá úrlausn á ýmsum málum,
sem það átti ekki kost á áður
fyrri. Þess vegna tel ég m.a. að
fundarsóknin nú til dags sé
minni en hún var áður. Svo er
enn eitt, það er staðreynd að
batnandi lifskjör slæva stéttar-
meðvitund manna og alla þátt-
töku i verkalýðsmálunum.
Þetta er staðreynd sem ég hygg
að f lestir sem nálægt verkalýðs-
málum hafa komið séu sam-
mála. Það er ekki fyrr en eitt-
hvað bjátar á hjá sumum mönn-
um að þeir muna eftir stéttarfé-
lagi sinu, núorðið.
Okkur dreymdi stærri
drauma
— Telur þú að þeir draumar
sem forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar dreymdi á
þeim árum sem þú fórst að taka
þátt í verkalýðsmálum, hafi
ræst?
Ekki þeir draumar sem mig
og fleiri skoðunarbræður
dreymdi, fjarri þvi. Okkur
dreymdi um að gjörbreyta
Þing Landssambands iðn-
verkafólks hefst i dag og Björn
Bjarnason hefur ákveðið að
gefa ekki kost á sér áfram sem
formaður sambandsins, en hann
hefur verið formaður þess síðan
það var stofnað 1973, en þá hafði
Björn i áratugi verið helsti for-
ystumaður iðnverkafólks, þar
af í mörg ár formaður Iðju.
,,Þetta verður ekkert kveðju-
viðtal, égeralls ekki að setjast i
helgan stein, siður en svo, ég
ætla að vinna félagi mínu allt
sem ég get á meðan ég stend
uppi, og ég treysti mér alveg til
að gegna formennsku áfram i
sambandinu, en ég er orðinn 79
ára og mér finnst kominn timi
til að yngri maður taki við”,
sagði Björn er við báðum hann
að rabba við okkur i tilefni þess-
ara timamóta.
vegna kom Sigfús inni þetta frá
flokknum.
Ég var strax kjörinn i stjórn
félagsins, var ritari i fyrstu
stjórninni og hélt þvi embætti
allt til ársins 1940 að ég tók við
formennsku i félaginu. Og for-
maður var ég allt til 1948 að ég
ætlaði alvegað hætta, en það er
nú eins og það er og menn vita
að einhvern veginn er alltaf
taug tíl þess sem maður hefur
átt þátt i að stofna og koma á
legg og þegar ég svo var beðinn
að taka aftur við formennsku
1950 lét ég undan og var formað-
ur þar til 1957. Siðan þá hef ég
ekki átt sæti i félagsstjórn Iðju
en siðustu 10 árin hef ég aftur á
móti verið starfsmaður félags-
ins.
áfram...
Ég treysti
mér alveg
til að vera
T ry ggingarf élögin
Vilja 67%-84% hækkun
iðgjalda bifreiðatrygginga
Tryggingafélögin hafa farið
fram á 67% meðaltalshækkun
iðgjalda af ábyrgðartrygg-
ingum bifreiða frá 1. mars sl.
Jafnframt hafa þau beðið um
84% hækkun iðgjalda af fram-
rúðutryggingum bifreiða.
Erlendur Lárusson forstjóri
Tryggingaeftirlits rikisins sagði
i viðtali við Þjóðv. að þessar
beiðnir væru nú til athugunar
hjá Tryggingaeftirlitinu. Þeir
hefðu kallað eftir gögnum frá
tryggingafélögunum um af-
komu þeirra á siðasta ári, og
væri nú verið að vinna úr þeim.
Erlendur sagðist búast við að
þeir gætu skilað áliti til trygg-
ingaráðherra fljótlega i næstu
viku, en ráðherra tekur siðan
ákvörðun i málinu.
Bifreiðatryggingar hafa þá
sérstöðu, að iðgjöldin eru ekki
miðuð beint við tryggingarupp-
hæðir, og hækka þvi ekki sjálf-
krafa með hækkun trygging-
arupphæða, eins og gerist i öðr-
um greinum trygginga.
Erlendur sagði, að trygg-
ingafélögin færðu þau rök fyrir
hækkun iðgjalda bifreiðatrygg-
inga, að þær væru til samræmis
við aðrar verðlagshækkanir i
landinu.
—eös
Ný heimildar -
mynd um ísland
ísland er fagurt land. Það vita i
það minnsta allir tslendingar. En
er ekki nauðsynlegt fyrir okkur
að sem flestir viti það? Fegurð
íslands verður ekki lýst með
orðum þegar landið er kynnt,
fyrir fólki sem ekki hefur séð það
áöur. Þá er nauðsynlegt að hafa
góðar myndir. Nýlega lauk Bret-
inn Martin F. Chillmaid við^
myndasyrpu sem hann nefnir
„tsland — eins og náttúran skap-
aði það!”
Tónlist er með myndinni og er
hún eftir Sibelius. Ætlunin er að
sýna myndina á sem flestum
stöðum á næstunni. SK