Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugarfagm- H. mar» 1W| Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Cilia A A=» IrÍAinrrlÁtii** Árið 1963 unnu rúmlega 36% allra giftra kvenna á íslandi utan heimilis að einhverju marki, 1970 er talan komin upp i 52% og 1974 60%. Nýrri tölur höf- um við ekki, en líkur benda til, að um 70% giftra kvenna vinni nú ut- an heimilis. Þessi gífur- lega sókn kvenna út á vinnumarkaðinn hlýtur að hafa i för með sér f jöl- margar breytingar á kjörum og aðstæðum við- komandi f jölskyldna. Hið fyrsta sem manni kemur í hug er að sjálfsögðu tvö- falt vinnuálag á húsmóð- ur. Hún þarf enn að bera ábyrgðina á rekstri heim- ilisins og vinna þar flest nauðsynleg störf. Þetta mun vera aðalreglan, þó að e.t.v. finnist nokkrar undantekningar, sérstak- lega hjá ungu fólki. Kona heima Þrátt fyrir þessar augljósu staöreyndir um breyttar aö- stæður á alþýðuheimilum, koma opinberir aðilar ekki til móts við hinar nýju þarfir. Heimilunum eru t.d. enn lagðar þær skyldur á herðarað sjá um hluta lögboð- innar skólafræðslu barna og ungiinga, að ekki sé talað um skortinn á dagvistunarrými fyrir yngstu börnin. Allt skipu- lag atvinnulifs og skóla miðast enn við það, að á hverju heimili sé ætið kona til staðar til að sinna öðrum fjölskyldumeðlim- um hvenær dagsins sem er. Allir sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Húsmóðirin getur ekki veriðá tveimur stööum i einuog hvað gerist þá? Börnin eru eftir sem áður skyldug til að koma i skólann tvisvar og jafnvel þrisvar sama daginn, og séu fleiri en eitt barn i skóla á heim- ilinu eru þau að koma og fara allan daginn. Þessi börn hljóta þvi að verða að sjá um sig sjálf utan skólatima; þau eiga i engin hús að venda heima, þau örfáu sem geta verið á skóladagheim- ilum. Heimanám. Við þetta bætist svo að börnin þurfa að læra heima fyrir næsta dag, og venjulega þarf einhver fullorðinn að fylgjast með að það sé gert, og einnig þurfa mjög mörg börn og unglingar talsverða hjálp við heimanám- ið. Þessari kennslu verða heim- ilin að sinna og venjulega kem- ur það i hlut móðurinnar. Vinnudagur hennar getur þvi orðið æðilangur þegar allt er reiknað. En hvernig horfa málin við frá sjónarhóli barnanna? Hvaða afleiðingar getur það haft að börn á barnaskólaaldri séu ein heima svo klukkutimum skipti dag hvern? Og hvernig skyldi þeim sjálfum finnast að þurfa að koma oft á dag i skólann og Aðbúnaöur barna og ungiinga í skólum MF.IRA EN 40 STUNDA VINNUVIKA og ad auki sundurslitinn skóladagur ráða. Við reynum hvað við get- um að aðstoða nemendur hér ut- an skólatima. Hingað mega þeir t.d. koma hvenær dagsins sem er og lesa á bókasafninu og þar er lika hægt að fá námsaðstoð. Margir notfæra sér þetta og nota safnið mikið. Við gerum okkur það fylli- lega ljóst að það er mikið óhag- ræði fyrir nemendur að þurfa að ' koma oftar en einu sinni á dag i skólann. Hér i skólanum er al- gerlega útilokað að koma á sam- felldum skóladegi fyrir alla ald- ursflokka. Deildirnar eru sam- tals 64,og skólinn er þrisetinn að hluta, þvi aö þrengslin eru eðli- band barna.og unglinga við full- orðið fólk sé næsta litið yfir- leitt. Við eigum báðir langan kennaraferil að baki og við þykjumst finna þessa merki einkum i málhæfni barna, eða kannski væri réttara að segja i stöðugt lélegri málhæfni þeirra. Og eigum við, þá ekki einungis orðaforða,heldur almenna hæfni til að tjá sig i orðum”. ,,Það er ósk okkar og við hyggjum allra sem vinna að skólamálum að betur verði búið að börnum og unglingum i skól- um landsins. Það er engin hemja að sifellt séu allar sjálf- sagðar þjónustustofnanir langt heima svona einn tima á dag, ef við gerum allt. En það er nú sjaldgæft.” Hér skaut einn inni að hann væri miklu fljótari en þetta; þyrfti ekki nema kortér, i mesta lagi 45 min. til að ljúka heimavinnunni. „Okkur finnst bara gott að vera ein heima, það er ekki hollt að láta stjana of mikið við sig. Það er annað með litla krakka. Það er ekki gott kannski fyrir 7 ára að vera ein heima, en með svona 8-9 ára er það allt i lagi.” Nemendur þessa bekkjar eru 23 og foreldrar 19 þeirra vinna báðir úti. „Við getum næstum enga hjálp fengið heima við stærð- fræði. Það skilur þetta enginn heima. Okkur er fremur hjálpað með málin og stafsetningu. En við skiljum vel að það sé ekkert spennandi fyrir pabba og mömmu að fara að kenna okkur eftir að þau koma heim úr vinn- unni. Þau eru sjálf orðin þreytt, enda erum við sjaldan spurð um annað en hvort við séum búin að læra eða hvort við eigum ekkert áð læra heima. Það er von að þau spyrji svona, þau sjá okkur kannski aldrei læra heima af þvi að þau eru ekki sjálf heima á daginn meðan við erum að þvi.” Og 7. bekkingar voru á sama máli i flestum greinum. „Heimanámið er verst”, sögðu þau. „Við erum lika i skólanum eftir hádegi og flesta daga vik- unnar þurfum við lika að koma á morgnana. Og svo er það presturinn. Við förum til hans einu sinni i viku, á miðviku- dagsmorgnum. Við viljum alveg læra mikið en við ættum að geta lokið við það allt i skólanum”. þurfa daglega að taka með sér heimavinnu? Til að fá einhver svör við þessum spurningum og fleiri höfðum við tal af skóla- stjóra og yfirkennara Fella- skóla i Breiðholti, og unglinga i 7. og 8. bekk i Vighólaskóla i Kópavogi. 1420 nem. í skóla fyrir 850 Finnbogi Jóhannsson, skóla- stjóri i Fellaskóla, og Gunnar Kolbeinsson, yfirkennari i sama skóla, sögðu efnislega þetta; „Draumurinn hjá okkur eins og vib hyggjum að hann sé hjá öllum skólamönnum er einset- Úr tlma I Fellaskóla. inn skóli, þar sem unnt væri að ljúka daglega svo til allri þeirri vinnu sem við krefjumst af nemendum. En eins og málin horfa við hjá okkur hér i Breið- holti er langt i land að svo verði. Fellaskóli er byggður fyrir 850 nemendur, en nú eru þeir 1420. Þrátt fyrir allan þennan fjölda varð i fyrsta skipti i fjögurra ára sögu skólans nokkur fækkun nú i vetur. Við teljum það fyrsta merkið um að nokkurt jafnvægi sé að komast á hér i byggðinni varðandi aldursskiptingu ibú- anna. Það er reyndar ekki að undra að skólinn sé offylltur af börnum. tbúðabyggðin hér i Fellahverfi og reyndar Breið- hoitinu öllu hefur gengið alltof hratt. Samkvæmt fyrstu skipu- lagsáætlununum að byggðinni hérna i hverfinu, átti hverfið ekki að vera fullbyggt fyrr en árið 1985,en nú eru tvö ár siðan byggingu þess lauk.” Aðstaða á bókasafni „Við komumst ekki hjá þvi að ætla nemendum eitthvert heimanám. Einn til hálfur ann- ar timi á dag hjá elstu nemend- um teljum við algengast.og þá er vinnutiminn yfir vikuna vissulega orðinn talsvert lang- ur. 8. bekkingar eru t.d. hérna i skólanum 41 tima á viku og með heimavinnu verður vir.nuvikan hátt i 50 timar. Við verðum lika varir við að margir nemendur geta ekki fengið aðstoð heima. Sérstaklega er þetta áberandi i stærðfræði. Foreldrar kunna ekki aðferðirnar og þá er fátt til lega gifurleg. Okkur hefur þó tekist að hafa samfeildan skóla- dag fyrir yngstu aldurshópana, en sá galli er á að sumir verða að vera i skólanum i hádeginu. Þau byrja um 11-leytið og eru búin kl. tvö. Þetta vitum við að skapar mikið óhagræði viöa á heimihim þar sem foreldrar vinna báðir utan heimilis og koma kannski heim i mat,en þá eru börnin einmitt i skólanum og svo þegar þau koma heim er enginn til að taka á móti þeim og gefa þeim að borða”. Of litil samskipti við full- orðna „Okkur finnst lika að sam- á eftir ibúðabyggðinni, þegar ný hverfi risa. Þetta hvort tveggja verður að okkar mati að haldast i hendur, við eigum ekki að þurfa að bjóða fólki yfirfulla skóla svo áratugum skiptir”. 45 mín til 1 klst. í heima- nám. Nemendur I einni deild 8. bekkjar Vighólaskóla: „Við erum 36 tima á viku hér i skólanum. Við erum bæði i bók- legum timum og aukatimum. Aukatimar, það eru leikfimi, handavinna, og matreiðsla o.fl. Lika leirmótun og smelti og svo- leiðis. Við þurfum að læra Sundurslitinn skóladagur — heimanám. í áliti unglinganna kemur berlega fram að það er tvennt sem aðallega veldur þeim erfið- leikum og óánægju. Annars veg- ar er það sundurslitinn skóla- dagur og hins vegar heimanám. Nú munu flestir kennarar og foreldrar vera sammála um að eitthvert heimanám sé nauð- synlegt og við núverandi að- stæöur er það vissulega rétt eins og kemur fram hjá skólamönn- unum i Fellaskóla. En það kom lika skýrt fram hjá nemendun- um að þeir væru ekki að kvarta undan að leggja talsvert á sig i námi; hvimleiðast væri að eiga ekki fri að loknum skóladegi. Við hyggjum að flestir geti tekið undir þessa skoðun ungling- anna: fáir fullorðnir munu vera ýkja hrifnir af þvi að þurfa að taka með sér vinnu heim að af- ioknum venjulegum vinnudegi. U Aukagreinar" Vegna sundurslitins skóla- dags, þar sem kennsla i verk- legum greinum fer fram á öðr- um tima en i bóklegum hafa þær greinar einnig féngið á sig nafn- ið „aukagreinar”. Þetta fyrir- komulag á eflaust sinn þátt i þvi, að verklegt nám nýtur minna álits en bóklegt. Þessu ættu skólarnir að vinna gegn eftir megni.en þá erum við aftur komin að vandamálinu stóra, skorti á nægu húsrými bæði til bóklegs og verklegs náms. Stundir Mánudagur bilðjudagur MlSvikudagur Fimmtudaggr Föatudaguc LeiMitai... ' leiff'rru haAcio.^. fle.' rniliS fr- J*L Cj±í' ' fermiraar- un chrhJniflj tr. ÍQ- . II& li^ IbiínUa enska islenhk a i's /eos ta Sdrn fcl fr. ,K. líiemkd «ní ka is lenska- SÍitr^Vr . iS 1 <in ská /</* Sámfe/ fr.. t e < k n u n dans ka Sarr>.{e|.fr danikJ )S& ítjtturvir. Lci.Ea.ua aa<r>fél.fr. £á*‘T*\'e 1. ( r enSkJ M.. ...d.0Ai M 1 f|dttui U fr át 01 rjí f r. Oatturu {r- ....... e.o ita 76 ö' SÓálrMr <,Lcráfr. sLúlr^ir. n&tturu\r 1?S ' Svona lltur út stundaskrá etns 7. bekkjar (13 ára nem.) I Vlghóla- skóla I Kópavogi. Auk þess sem börnin verða að koma til kennslu tvisvar dag hvern fer kennslan fram á fjórum stöðum I bænum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.