Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Sómalir gersigraðir?
Kalla heim her sinn frá Ogaden
9/3 — Stjórn Sómalilands til-
kynnti i dag aö hún hefði kallað
heim allar þær hersveitir úr
sómalska hernum, sem enn eru á
eþiópsku landi. Þykir þetta benda
til þess að Eþiópum hafi i sókn
sinni undanfarið tekist að tvistra
sómalska hernum gersamlega,
enda herma fréttir að þeir séu nú
ihraðri sókn suður og austur eftir
sléttum Ogaden, sem Sómalir
unnu af þeim á s.l. ári.
Frétt þessi er einnig athyglis-
verð fyrir þá sök, að þetta er i
fyrsta sinn að Sómalastjórn
viðurkennir undanbragðalaust að
her hennar taki þátt i striðinu um
Ogaden. Til þessa hafa nú
Sómali'r fullyrt að aðeins skæru-
liðar s-jilfstæðishreyfingar
sómalska þjóðernisminnihlutans
i Ogaden berðust þar gegn eþi-
ópska stjórnarhernum. Skömmu
áður en þessi tilkynning barst frá
Sómalastjórn hafði Vance utan-
rikisráðherra Bandarikjanna
sagt að deiluaðilar, Einingar-
samtök Afriku (OAU), Banda-
rikin og fleiri aðilar ynnu að því
að binda endi á Ogaden-striöiö,
sem staðið hefur yfir i átta
mánuði.
Mengistú valdsmaður i Eþiópiu —
virðist nú geta fagnað úrslitasigri
i striðinu við Sómali.
Begin í vandræðum
Bandaríkin
gerast honum
mótsnúnari
10/3 — Menakhem Begin, for-
sætisráðherra tsraeis, fer eina
ferðinaenn til Washington i næstu
viku til viðræðna við Carter
Bandarikjaforseta. Dregið er i
efa að sá fundur muni eingöngu
markast af sátt og samlyndi, þvi
að undanfarið hefur þess gætt að
Bandarikin hafa, tii þess að gera
arabiskum bandamönnum sinum
eitthvað til þægðar, gerst óþjáili
við tsrael. Þannig sagði Carter i
ræðu i gær að friðarumleitanir
fyrir Miðjarðarhafsbotni myndu
biða mikinn hnekki ef tsrael
skilaði ekki Vesturbakkahéruð-
unum, sem það hertók af Jór-
daniu 1967.
Stjórn Begins hefur til þessa
harðneitað að skila Vesturbakka-
héruðunum og vill ennfremur láta
tsraelsmenn halda áfram að setj-
ast þar að, bæöi vegna þess að
það sé nauðsynlegt vegna öryggis
tsraels og eins þess að Biblian
sýni að Guö hafi heimilaö
gyöingumbúsetu þar. ísrael þver-
neitar einnig að veita Palestinu-
mönnum sjálfsákvörðunarrétt og
höfðu lengi til þess fulltingi
Bandarikjanna, en nú er Banda-
rikjastjórn einnig farin að hvika,
frá þeirri afstöðu. Þar að auki á
Begin við ærin vandræði að striða
heima fyrir, stjórn hans er klofin
um afstöðuna i friöarumleit-
unum, efnahagsástandið fer
versnandi og vegna brostinna
vona um friðarsamning hefur
Begin fallið mjög i áliti hjá lands-
mönnum.
Ösmekk-
legt
Eins og kunnugt er hefur
Björn Jónsson forseti Al-
þýðusambands lsiands legið
veikur á sjúkrahúsi eftir ai-
varlegt áfall sem hann varð
fyrir. Björn er nú kominn af
gjörgæsludeild spitalans.
Með tilliti til veikinda
Björns haföi fjöldi manns
samband við blaðið i gær
vegna „skopteikningar” i
Morgunblaðinu i gær og
texta sem henni fylgdi. Töldu
menn myndina og textann
afar ósmekklegan og höfðu
raunar flestir þyngri orð um
þessi vinnubrögð Morgun-
blaðsins. Það er sem betur
fer sjaldgæft að islensk blöð
gerist sek um efnismeðferð
af þvi tagi sem hér um ræðir.
Þjóðviljinn leggur áherslu á
nauðsyn þess aö allir blaða-
menn á hvaða blaði sem er
standi á verði gegn subbu-
skap eins og þeim sem
slæddist inn á siður Morgun-
blaösins i gær.
Kalid konungur Saúdi-Arabiu (til vinstri) með fleiri þarlendum oiiu-
furstum. Ahrif þeirra eiga mikinn þátt I þvi að Bandarikin gerast nú
óþjálli við tsrael.
Grígorenkó sviptur
borgararétti
10/3 — Sovésk stjórnarvöid hafa
svipt Pjotr Grigorenkó, þekktan
andófsmann og fyrrum hershöfð-
ingja, sovéskum borgararétti.
Grigorenkó er staddur i Banda-
rikjunum ásamt konu sinni og
stjúpsyni, en þangað fór hann til
læknisaðgerðar. Grigorenkó er
staddur i Bandarikjunum ásamt
konu sinni og stjúpsyni, en þang-
að fór hann til læknisaðgerðar.
Grigorenkó er Úkrainumaður,
sjötugur að aldri og hefur vakið
athygli og aðdáun fyrir baráttu
sina fyrir réttindum Krim-Tart-
ara, sem á Stalins-timanum voru
herleiddir frá heimkynnum sin-
um á grundvelli ásakana um
samvinnu við Þjóðverja á striðs-
árunum. Grigorenkó var i nokkur
ár lokaður inni á geðveikrahæl-
um.
Þessi ráðstöfun stjórnarvalda
þýðir að Grigorenkó getur ekki
snúið heim aftur, eins og hann
ætlaði sér. Sonur hans býr i
Bandarikjunum og hefur vinnu
þar, en Grigorenkó lét svo um
mælt að i Bandarikjunum gæti
hann á engan hátt séð sér
farborða og yrði þar aðeins byrði
á syni sinum. t Sovétrikjunum
ætti hann hinsvegar vis eftirlaun
hershöfðingja, hvaða erfiðleikum
sem hann ætti þar annars að
mæta.
NOREGUR:
bráðabirgðasamning
um Barentshaf
9/3 — Norska Stórþingið
samþykkti i dag með 65 atkvæð-
um gegn 61 umdeildan samning
um bráðabirgðaeftirlit með fisk-
veiðum á þeim hluta Barentshafs,
sem Norðmenn og Sovétmenn
deilaum. Samning þennan gerðu
deiluaðilar með sér fyrir nokkru.
Þingmenn Verkamannaflokksins,
Sósiaiiska vinstriflokksins og
gamla miðjuflokksins Venstre
greiddu atkvæði meö
samningnum, en á móti voru
þingmenn Hægriflokksins, Kristi-
lega þjóðarflokksins og Mið-
flokksins.
Talsmenn þessara þriggja
flokka töldu að samningurinn
gæti orðið Norðmönnum til vand-
ræða þegar að þvi kæmi að sem ja
um skiptingu landgrunnsins á
þessum slóðum við Sovétmenn,
en hugsanlegt er talið að land-
grunnið sé auðugt af oliu og jarö-
gasi. Talsmenn stjórnarinnar
sögðu hinsvegar að óhjákvæmi-
legt væri að staðfesta samn-
inginn, því að annars gætu allir
fiskaö á hinu umdeilda svæði eftir
vild.
Knut Frydenlund utanríkis-
ráðherra mótmælti því harðlega
að nokkur fótur væri fýrir þvi að
Bandarikin væru á móti samn-
ingnum og að Bandarikjastjórn
væri þeirrar skoðunar, að samn-
ingurinn leiddi til þess að Sovét-
menn fengju drottnunaraöstöðu á
norsku svæði. Fréttir um þetta
höfðu borist frá Washington og
urðu þær til þess aö Arbeider-
bladet, málgagn Verka-
mannaflokksins, sakaði Banda-
rikin um að sletta sér fram i
innanrikismál Noregs.
ERLENDAR FRÉTTIR
# stuttu
méti
Gaullistar stœrsti flokkur
fráfarandi þings
10/3 — Fyrri umferð þingkosn-
inganna j Frakklandi ferfram á
sunnudaginn og er kosið um 490
þingsæti. Á fráfarandi þingi
skiptust þingsætin þannig milli
flokka: Gaulleistar 173,
sósialistar og vinstri-radikalar
106, kommúnistar 74, Lýðveldis-
flokkurinn 67, Miðflokkurinn og
radikalar 52. 18 sæti voru annaö
hvort auð er þingið var leyst upp
eða setin af óháðum þingmönn-
um.
Biblíueintak á 3,7 miljónir marka
10/3 — Borgarstjóri vestur-
þýsku borgarinnar Mainz
tilkynnti i dag að borgin hefði
fest kaup á einu af þrettán ein-
tökum, sem enn eru til af fyrstu
prentuðu útgáfu Bibliunnar.
Kaupverðið var 3.7 miljónir
marka og seljandi fornsali i
New York, sem átt hafði eintak-
ið siðan 1970. Fyrsti eigandi ein-
taksins, sem vitað er um, var
George nokkur Shuckbergh,
sem átti heima i Bretlandi. Það
var talið týnt i 127 ár, uns það
vitnaðist að kona nokkur,'
afkomandi Shuckberghs, hafði
það undir höndum. Það var árið
1951. Biblian var fyrst prentuð
fyrir meira en 500 árum.
Owen vill viðrœður allra aðila
Ródesíudeilunnar
10/3 — David Owen, utanrikis-
ráðherra Bretlands, hefur lýst
þvi yfir að Bretland og Banda-
rikin hyggist koma á viöræðum
allra aðila Ródesiudeiiunnar, og
mun þar átt við að fá annars-
vegar leiðtoga Föðurlandsfylk-
ingarinnar, sem herjar á . tjórn
hvitra Ródesiumanna, og hins-
vegar stjórn þessa og blökku-
mannaleiðtoga þá þrjá, sem við
hana hafa samið, til þess að
setjast saman aö samninga-
borði. Leiðtogar Föðuriands-
fylkingarinnar, þeir Joshua
Nkomo og Robert Mugabe, hafa
til þessa i engu slakað á fyrri
fullyrðingum sinum um að þeir
muni halda áfram vópnaðri
baráttu gegn Ródesiustjórn.
Hörmulegar afleiðingar
fegrunaraðgerðar
10/3 — 1975 lagöist 11 ára gömul
ensk skólastúlka, Judith
Crutchett, inn. á sjúkrahús til
smávægilegrar fegrunarað-
gerðar, sem var i þvi fólgin að
lægfæra átti á henni eyrun. En
svo hörmulega vildi til eftir
aðgerðina að stúlkan varð and-
legur og likamlegur öryrki, get-
ur ekki talað og verður að vera i
hjólastól það sem eftir er ævinn-
ar.
Að sögn gekk 'Sjálf aögerðin
vel, en einhver mistök i með-
ferðinni á eftir ollu stúlkunni
alverlegum heilaskaða. Henni
hafa verið dæmd 150.000 sterl-
ingspund i bætur.
Remek og Gúbaref komnir til jarðar
10/3 — Tékkóslóvaski geimfar-
inn Vladimir Remek og sovésk-
ur félagi hans, Alexei Gúbaref,
eru aftur komnir til jarðar i
geimfari sinu, eftir að hafa ver-
ið viku i sovésku geimstöðinni
Saljút-6. Remek er fyrsti geim-
farinn með annað rikisfang en
sovéskt eða bandariskt. Eftir
eru i S.aljút-6 tveir sovéskir
geimfarar, Júri Rómanenkó og
Georgi Gretsjkó. Þeir hafa ver-
ið úti i geimnum i 90 daga, eða
lengur en nokkrir aðrir til
þessa. Fyrra metið áttu Banda-
rikjamenn.
Kuldalegar undirtektir Eþíópa
10/3 — Eþiópska stjórnin lét i
dag frá sér fara yfirlýsingu i til-
efni þess, að stjórn Sómalilands
hefur kallað heim allt herliö sitt
frá Ogaden. Segir i yfiriýsing-
unni að þessi ráðstöfun dugi
skammt og að eina lausnin á
deilunum á austurhorni Afriku
sé sú, aö Sómalir viðurkenni að
hafa ráðist á Eþiópiu og sleppi
endanlega tilkalli til landsvæða
á hendur Eþiópiu, Keniu og
Djibúti. — Sómalir gera auk
Ogaden kröfur til svæða i Keniu
og einnig smárikisins Djibúti, á
þeim forsendum að ibúar þess-
ara svæða séu sómalskir að
þjóðerni.
Hver veit nema doUarinn hressist?
10/3 — Bandarikjadollarinn tók
all myndarlegan kipp upp á við
á gjaldeyrismörkuðum Vestur-
Evrópu i dag. Mun þetta stafa af
þvi að búist er við aö stjórnir
Bandarikjanna og Vestur-
Þýskalands muni gera sam-
ræmdar ráðstafanir til að
hressa upp á bandariska gjald-
miðilinn, sem undanfarið hefur
sigið allmjög gagnvart sterk-
ustu gjaldmiðlum heims, eink-
um vesturþýska markinu,
japanska yeninu og svissneska
frankanum.