Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Vilmundur fyrir opnum tjöldum Barátta launafólks fyrir alþýðuvöldum fer i tugarnar á honum. Verkalýðsfor- ingjarnir eru gagnslausir frambjóðendur. Hann hælist um yfir þvi að hafa hent þeim á dyr. Hann segir að verkalýðshreyfingin sé að mestu úrelt: i stað hennar eigi að koma einhverskonar starfsmannafélög. í stað verkalýðsfélaga eigi að koma opin prófkjör stjórnmálaflokkanna. Þær skoðanir sem hér hafa verið raktar eru ekki úr málgögnum Sjálfstæðisflokks- ins, ekki úr ályktunum kaupmannasam- takanna heldur úr útvarpsþætti eins leið- toga Alþýðuflokksins i fyrrakvöld. Þessi leiðtogi hafnar semsé öllum helstu grund vallarhugmyndum verkalýðshreyfingar- innar og stéttabaráttunnar. Hann hlakkar yfir þvi að Alþýðuflokkurinn skuli reka forystumenn úr verkalýðshreyfingunni á dyr. Hann hrósar sér af þvi að hafa sýnt samtökum launafólks andúð með þvi að stunda störf sin 1. og 2. mars, daga alls- herjarverkfallsins. I samræmi við þessar kenningar og afstöðu til verkalýðshreyf- ingarinnar lýsti frambjóðandinn þvi yfir að i rauninni gæti hann ekki hugsað sér samstarf með nokkrum flokki öðrum en Sjálfstæðisflokknum og þegar viðhorf hans i heild eru brotin til mergjar kemur lika i ljós að á þeim og stefnu Sjálfstæðis- flokksins er enginn grundvallarmunur. Menn muna rikisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins hins vegar nægilega vel — vonandi — til þess að varast þá hættu sem felst i þvi að Alþýðuflokkurinn nái verulegri stærð i næstu kosningum: takist Alþýðuflokknum að auka fylgi sitt að marki er hættan á samstjórn ihalds og Alþýðuflokks borð- leggjandi. Sá leiðtogi Alþýðuflokksins sem hér á undan er vitnað til heitir Vilmundur Gylfason. Sérstaklega hefur maður þessi lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn starfi fyrir opnum tjöldum. Þjóðviljinn er Vilmundi sammála um nauðsyn opin- skárrar stjórnmálaumræðu. Sérstaklega þykir Þjóðviljanum þakkarvert að Vil- mundur Gylfason einn aðalleiðtogi Alþýðuflokksins skuli hafa sýnt afstöðu sina til verkalýðshreyfingarinnar svo ekki verður um villst. Þá er ekki ónýtt fyrir vinstrimenn að vita hvaða afstöðu þessi frambjóðandi hefur til erlendrar stóriðju: ,,Þar er ég tækifærissinni”, sagði hann og íýsti stuðningi við fjármálahneykslið á Grundartanga. Kvaðst hann aldrei hafa heyrt þess getið að verulegar likur væru á hallarekstri þeirrar verksmiðju sem þar á að risa. Ekki var það heldur ófróðlegt fyrir vinstrimenn að kynnast afstöðu Vil- mundar Gylfasonar til NATO og herset- unnar: ísland á að vera i NATO og herinn á að vera hér á landi vegna þess að Norð- menn og Kanadamenn vilja hafa NATO- herlið hér á landi. Þá er þakkarvert að Vilmundur Gylfason skuli sýna fólki inn i þá úlfahjörð sem tekst á innan Alþýðu- flokksins um þessar mundir: Þannig lýsti frambjóðandinn til alþingis þvi yfir að hann muni strika frambjóðandann til borgarstjórnar út i kosningunum. Vilmundur Gylfason hefur starfað sem gagnrýnandi: hann hefur viljað láta lita á sig sem ,,eins konar” sverð réttlætisins. Hann hefur hins vegar ekki flutt fyrir- ferðamiklar tillögur um úrlausn vanda- mála þjóðfélagsins i ræðu eða riti. í út- varpsþættinum i fyrrakvöld var fram- bjóðandi Alþýðuflokksins spurður um það hver væru hans helstu baráttumál. Ekki nefndi hann baráttumál launafólks i þvi sambandi, heldur starfshætti alþingis. Einkum fannst honum brýnt að raða nefndum þingsins til verka i samræmi við verkefni ráðuneytanna. Svo vill til að al- þingi hefur þegar fyrir alllöngu ákveðið þessa verkaskipan. Þannig er eina tillaga frambjóðanda Alþýðuflokksins þegar orð- in að veruleika. Munu fáir hafa tekið sæti á alþingi með jafn litilfjörlega verkefna- skrá. Eins og kunnugt er hefur þessi fram- bjóðandi Alþýðuflokksins gagnrýnt flokksræðið svonefnda mjög harðlega. í fyrrnefndum útvarpsþætti lýsti hann þvi yfir að hann vildi samt fyrir alla muni selja sig undir meirihlutavald flokks- stjórnar Alþýðuflokksins i öllum málum. Þannig lenti hann raunar hvað eftir annað i mótsögn við sjálfan sig: það var eins og i honum væru margir menn i senn, eða jafnvel margir stjórnmálaflokkar. Trúð- leikar hans fyrir opnum tjöldum sviðsins munu þvi taka á sig margvislegar myndir. Launamenn munu fylgjast með Vilmundi Gylfasyni en ekki fylgja honum. Hann verður þvi að láta sér nægja samfylgd hinna margbreytilegu eigin skoðana sinna uns tjaldið fellur. -s Eins og rautt strik Einar Olgeirsson heldur Ut timaritinu Rétti af miklum myndarskap. Um Einar hefur Tryggvi Emilsson sagt eitthvað á þá leið að hann og áhrif hans séu „einsog rautt strik gegnum alla íslandssöguna”. t siðasta útkomnu hefti Réttargerir Ein- ar spillingu islenska auðvalds- kerfisins að umræðuefni og leggur i meginatriðum út af þeirri áráttu auðvaldsins að breyta manngildi í markaðs- gildi. Forystugrein Réttar er i þeim baráttustil sem hefur alla tið verið aðalsmerki Einars 01- geirssonar og er hún prentuð hér orðrétt með millifyrirsögn- um klippara. Verra þeirra réttlæti „Rotnunin i ,,viöskipta”lifi is- lenskrar burgeisastéttar verður æ opinberari. Hvert hneykslið rekur annað. Verðgildi hundruð miljóna islenskra króna finnast i dönskum bönkum — skattsvik og lögbrot. Þúsundir miljöna isl. króna i erlendri mynd „blunda” enn f þýskum, enskum, ame- riskum og svissneskum bönk- um, — finnast máske aldrei, „finir menn að verki. — Stór- fengleg gjaldeyrissvik komast upp i sambandi við skipakaup erlendis, — svik, lögbrot. — Einn starfsmaður Landsbank- ans stelur tugum miljóna króna með fölsun skjala á nokkrum árum. Þjófnaður, lögbrot. — Og þannig mætti lengi telja. Ljót eru þau lögbrot. Og svo gersamlega gagntekur auðgunarsýki islenska burgeisastétt að hún hrópar nú enn meira „frelsi” sér til handa, til að ræna almenning, svo það séu ekki einu sinni lög- brot að stela af alþýðu fé. „Frjáls skráning krónunnar” er siðasta krafan, vafalaust að undirlægi ameriskra lánar- drottna, bergmáluð á fundi is- lenskra fjármálamanna um „nýsköpun islensks fjármála- lifs” og flutt fram hátiðlega i ræðu forsætisráðherra. Ljót eru þeirra lögbrot, þá tugum og hundruðum miljóna króna er stolið, — en ljótari þeirra lög, þá þúsundum milj- óna er lævislega rænt. Jón Hreggviðsson orðaði það forð- um svo: „Vont er þeirra rang- læti, verra þeirra réttlæti”. Bandariskir klœkir Gengislækkunin hefur verið hin lagalega aðferð islenskrar borgarastéttar til aö ræna jafnt vinnulaunum verkalýðs sem fjársjóðum alþýðu — allt á lög- legan hátt, frá þvi ameriska auðmannastéttin, útfarin i arð- ránsaðferðunum, kenndi burgeisastéttinni klæki þá hér 1947. 1950 var að amerisku undir- lagi, dollarinn nær þrefaldaður með „lögum”, úr 6.32 i 16.50, verðgildi sjóöa og sparifjár stórminnkað og kaupgjald verkamanna skorið niður um þriðjung (úr 1.40dollurum 1947 i 0,89 árið 1953). Og samtimis óð ameriskur her inn i landið, her- tók það og gerðist stærsti at- vinnurekandi landsins, með lág- launaðan verkalýð og atvinnu- leysi allt i kring. Hlýðnir þingflokkar borgara- stéttarinnar löghelga siðan hvertránið á fætur öðru: 1967-68 er dollarinn hækkar úr 44 kr. i 88, — sparifé og sjóðir rændir helmingi verðeildisins. laun lækkuð að sama skapi. — 1974 var dollarinn 90 kr. er vinstri stjórnin fór frá, — nú 8. febrúar 1978 er hann ákveðinn 254 kr., 156% hækkun frá 1974, ránið á sparifé, sjóðum alþýðu og kaupi löghelgað af rikisstjórn ihalds og framsóknar. Ránsherferö Verkalýðurinn hefur hinsveg- ar með harðri baráttu getað hækkað kaupið, þannig að hið hækkaða kaup hefur t.d. gert ibúðareigendum i verkalýðs- stétt fært að borga afborganir sinar. Ella hefði dýrtiðin rænt þá jafnt eignum sem kaupi. Nú telur braskarastéttin efna- hagsástandið orðið alveg óþol- andi,svo til alvarlegra ráðstaf- ana verði að gripa nú þegar, — ráðstafana, sem hindri launa- stéttir i' að svara ránsherferðum hennar með kauphækkunum. Og hvers konar ráðstafanir kann hún svo að gera, ef hún sleppur i gegnum kosningarn- ar? „Frjáls skráning krónunnar” myndi að likindum þýða 30-40% gengislækkun hennar til að byrja með, máske um siðir af- nám hennar sem sjálfstæðrar myntar, máske þreföldun marks eða dollars, eins og 1950, — doilarinn i 400-500 kr„ ef for- dæmið 1950 væri notað. — Skuldasúpan eriendis yrði þá orðin óbærileg, efnahagssjálf- stæðið farið — og „sérfræðing- um” hins „frjálsa viðskiptalifs” yrði ekki skotaskuld úr að koma á nógu miklu atvinnuleysi — eins og i Bandarikjunum og Vestur-Evrópu (17 miljónir at- vinnuleysingja), til þess að hræða islenskar launastéttir frá þvi að hækka kaupið í hlutfalli við dýrtíðina, — og ef það ekki dyggði, þá hafa fésýslu- flokkarnir áöur beitt lögum til HEFTI 1977 60. ARGANGUR- KR. 600 HEFTIÐ m\ mm mmrn' Ífil I| Jl ÍSLANUS .«,]■; A % Wp V{' i u ] h i l \! > Æs * aft hindra verkföll og banna kauphækkanir, — og gætu gert það enn, er þeir halda völdum. Óstjórn „hins frjálsa framtaks linni Satt er að ástandið er orðið óþolandi — fyrir alþýðuna og þjóðina alla. Ostjórn burgeisa- stéttarinnar er að ræna þjóðina efnahagslegu sjálfstæði og möguleikum almennrar far- saddar. Skuld rikisstjórnarinn- ar við Seðlabankann var um áramótin 1977-78 um 15 miljarð- ar króna, en var rúmur einn miljarður er vinstri stjórnin fór frá. Og skuldir tslands erlendis voruorðnar 128 míljarðar króna fyrir siðustu gengisbreytingu. Mál er að óstjórn „hins frjálsa ff framtaks” braskinu með þjóðarsjálfstæði og þjóðarheill, linni. íslensk alþýða verður að horf- ast i augu við það i komandi kosningum: að það eru engin þau rán til, engin þau bönn og frelsisskerðing launafólks til, — sem flokkar burgeisastéttarinn- ar ekki eru reiðubúnir að gripa til að framkvæma — i nafni frelsisins, þ.e.a.s. arðráns — frelsis sins. Alþýðan verður að muna að hún hóf sig upp úr fátæktinni og kom á því bjargálna þjóðfélagi, scm hún hefur búið við og barist i i 35 ár, með þvi að brjóta gerðardómslög burgeisastéttar- innar 1942 og hrekja þá flokka frá völdum, sem nú hefja hættu- legustu ránsferðina á hendur henni, auðvitað undir yfirskyni „frelsis, laga og rétt- ar”. Febrúar 1978.”—e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.