Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 20
Laugardagur 11. mars 1978
Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
C 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans i sima-'
skrá.
Atvinnulaus
með tvö böm
„Það getur enginn verið”, segir Guðrún Ásta
Magnúsdóttir, sem rekin var af Aski vegna þátttöku
í verkfallinu 1. og 2. mars
Eftir því sem Þjóðviljinn
kemst næst gerðist aðeins
einn atvinnurekandi í
Reykjavík svo ósvífinn að
reka starfsmann fyrir
þátttöku í mótmæla-
aðgerðum verkalýðs-
hreyf ingarinnar 1. og 2.
mars.
Norræna félagið
í Hafnarfirði
Kvöld-
vaka
Það var Magnus Björns-
son, eigandi matsölustað-
anna ASKS sem rak Guð-
rúnu Ástu Magnúsdóttur
fyrir að taka þátt í verk-
fallinu 1. mars, en 2. mars
var fridagur Guðrunar.
Þjóðviljinn heimsótti Guðrúnu
Astu i gær á heimili hennar i
Breiðholti, og spuröi hana fyrst
hvort hún hefði fengið aöra vinnu.
Nei, ekki ennþá. Ég hef veriö aö
leita fyrir mér og eins bentu þeir
i Félagi starfsfólks i veitinga-
húsum mér á nokkra staði, en þaö
tekur sinn tima að leita aö nýrri
vinnu, senda umsóknir og fá svar.
— Hvaö varstu búin að starfa
lengi á Aski?
1 tvo mánuöi. Aður haföi ég
unniö i mötuneyti Hampiöjunnar i
4 ár og hef þvi góða starfsreynsiu
i sliku. A Aski starfaði ég viö af-
greiöslu og var á kassanum, ef
þannig stóö á.
— Hver voru launin?
Grunnlaun fyrir dagvinnu eru
113.000 krónur, en þar við bætist
vaktaálag. A Aski er starfaö á
þriskiptum vöktum, og starfsfólk
á báöum stööunum er liklega um
40 manns.
— Og þú varst sú eins sem fórst
i verkfall?
Já. Þaö hafði veriö rætt um
þetta, svona manna á meöal, en
þær umræður voru heldur lélegar
og enginn virtist hafa áhuga á
þátttöku utan ein stúlka, sem ekki
þoröi þegar til kom.
Ég sagöi aö ég myndi þá fara
ein i verkfall og þá var sagt sem
svo, aö þaö væri nú rétt aö passa
sig á sliku.
— Starfsfólkið hefur þá búist
Guörún Asta Magnúsdóttir ásamt öðru barna slnna
viö einhverjum hefndarráö-
stöfunum fyrir slikt?
Já, þetta kom mér satt aö segja
ekkert mjög mikiö á óvart. Eftir
þvi sem ég best veit hefur
Magnús hvaö eftir annaö tekiö
syrpur og rekiö 3-4 I einu, siöast
rétt áöur en ég var ráðin.
— Er þaö ekki algengt á slikum
Framhald á 18. siðu
í tilefni af þvi að Norræna
félagiöi Hafnarfirði veröur 20ára
á næsta vori veröur haldin kvöld-
vaka I Iönaöarmannahúsinu við
Linnetstig sunnud. 12. mars á
morgun og hefst hún kl. 20.30.
Fo=maður félagsins Þóroddur
Guðmundsson frá Sandi flytur
ávarp, óperusöngvararnir
Sigurður Björnsson og Sieglinde
Kahmann syngja Anna Guð-
mundsdóttir leikkona les upp og
borið verður fram kaffi. Félags-
mönnum er velkomiö að takameð
sér gesti meðan húsrúm leyfir.
Listi Alþýdu-
bandalagsins í
Vestmannaeyjum
ákvedinn:
Miklar
breytingar
Siðastlíöinn sunnudag var
endanlega gengið frá lista
Alþýðubandalagsins i Vest-
mannaeyjum við bæjarstjorn-
arkosningarnar I vor. Talsverð-
ar breytingar verða á listanum.
Síðast var boðiðfram sameigin-
lega með Framsóknarflokknum
og voru þá Garðar Sigurðsson,
alþingismaður, og Þórarinn
Magnússon, kennari i 1. og 3.
sæti. Nú er listinn þannig skip-
aöur.
I. Sveinn Tómasson, prent-
nemi. 2. Ragnar óskarsson,
yfirkennari. 3. Jóhanna Friö-
riksdóttir, formaður Verka-
kvennafélagsins Snótar. 4. Jón
Kjartansson, formaöur Verka-
lýösfélags Vestmannaeyja. 5.
Þórarinn Magnússon, kennari.
6. Elias Björnsson, formaöur
Sjómannafélagsins Jötuns. 7.
Edda Tegeder, húsmóðir. 8. Jón
Traustason, verkamaöur. 9.
Þorkell Sigurjónsson, húsa-
smiöur. 10. Gísli Sigmarsson,
skipstjóri. 11. Þorbergur Torfa-
son, nemi. 12. Hjálmfriður
Sveinsdóttir, kennari. 13. Hörö-
ur Þórðarson, húsasmiður. 14.
Sigriöur óskarsdóttir, ritari
Verkakvennafélagsins Snótar.
15. Tryggvi Gunnarsson, vél-
stjóri. 16. Agúst Hreggviösson,
húsasmiður. 17. Garðar
Sigurösson, alþingismaður. 18.
Hermann Jónsson, verka-
maður.
Útflutningur á íslenskri verkfræðikunnáttu
Íslendíngar hanna fyrstu
jardgufumkjun í Afnku
VIO erum búnir að fjárfesta svo
mikið f menntun þjóðarinnar að
það er meira en við getum nýtt
sjálfir. Viö getum látið þessa
fjárfestingu skiia sér með þvi að
flytja menntunina út, segir And-
rés Svanbergsson aðalfram-
kvæmdastjóri Virkis. (Ljósm.:
eik)
islendingar hafa nú hafið út-
flutning á verkfræöikunnáttu
sinni og hefði það einhvern tima
þótt saga tii næsta bæjar. Það er
fyrirtækið Virkir h.f. sem er sam-
eign nokkurra verkfræðistofa og
einstaklinga hér I Reykjavik sem
hefur haslað sér völl nokkuð viða
á erlendum markaði og fyrir
skömmu fékk það stórt verkefni
þe. hönnun 30 MW jarðgufu-
virkjunar i Okaria i Kenya i sam-
vinnu við breskt fyrirtæki. Þetta
verkefni Virkis er upp á 200-250
miljónir islenskra kréna sem að
mestu leyti þýðir beinharöan
gjaldeyri fyrir tsiendinga. Þetta
kom fram I samtali við Andrés
Svanbjörnsson aðalfram-
kvæmdastjóra Virkis sem birt
verður í Þjóðviljanum eftir heigi.
Forsöguna aö þvi aö Virkir fékk
þetta verkefni má rekja allt til
ársins 1972 en þá hóf það aö
aöstoða við jarðhitarannsóknir i
Kenya en i desember 1975 var
fyrirtækinu falið að gera úttekt
á möguleikum til jarögufu-
virkjunar ásamt sænsku fyrir-
tæki. Skilaöi þaö mikilli skýrslu
um máliö og hefur nú eins og áöur
sagöi veriö faliö aö annast verk-
fræðilegan undirbúnirig aö gufu-
veitunni frá borholum aö stöövar-
vegg ásamt tilheyrandi mann-
virkjum en breska fyrirtækiö
Merz and McLellan sér um
hönnun stöðvarhúss, kæliturna og
tengivirkis. Virki hefur einnig
veriö faliö að hafa yfirumsjón
meö tæringarprófunum, sem
byrjaö var á sl. ár, svo og ráö-
gjafarstörf varöandi gufuöflun,
borholubúnaö, staösetningu
nýrra borhola og endurmat á
jarðhitasvæðinu eftir þvi sem
borframkvæmdum miöaráfram.
Eins og áður sagöi er þetta
fyrsta jarðgufuvirkjunin i Afriku
en þar mun viöa vera jaröhiti t.d.
i Tansaniu, Eþiópiu, Cganda,
Ruanda og Burundi. Reyndar
hefur Virki veriö faliö aö annast
jaröhitaleit i Tansaniu og hefur (
Sigurður Rúnar Guðmundsson efnaverkfræðingur frá Virki h.f. á
virkjunarsvæðinu ásamt Seb. Obwire frá Kenya Power Company Ltd.,
sem kemur tii með að eiga virkjunina.
þegar skilaö skýrslu um þaö mál,
byggöa á ferðum Jóns Jónssonar
þar um landiö. Ýmsar Afriku-
þjóöir munu nú beina athygli
sinni að virkjuninni i Kenýa og ef
árangur af henni veröur góöur er
ekki aö efa aö Islendingar muni fá
fleiri verkefni I Afriku. Við
vonumst reyndar eftir aö veröa
falið aö hanna svipaða virkjun i
Tan«aniu á næstunni, sagöi
Andrés. —GFr
Nýtt kjötverö á mánudag
A mánudaginn tekur gildi nýtt
verö á kinda- og nautakjöti.
Kindakjöt lækkar um 3,8-10,3%
vegna aukinna niðurgreiöslna
en nautakjöt hækkar um 16,3%-
21%.
Vegna breytingar á
verðgrundvelli hækkar kinda-
kjöt um 10,1% til bænda og
smásöluálagning hækkar um
6,63%. Heildsöluálagning
hækkar ennfremur um 4 kr. á
hvert kg. Vegna niðurgreiöslna
veröur hins vegar smásölu-
verðið á niöursöguöum heilum
og hálfum skrokkum 909 kr. I
staö992kr. áður (9,1% lækkun),
læri lækkar úr 1170 I 1125 kr.
(3,8% lækkun), hryggur úr 1197 i
1150kr. (3,9% lækkun) og fram-
partur úr 1031 I 925 kr. (10,3%
lækkun).
Nautakjöt hækkar um 14% i
verðgrundvellinum og smásölu-
álagning hækkar um 12,5%.
Skv. 2. verðflokki (ungnaut 1 og
alikálfar 1) veröa eftirtaldar
hækkanir I smásölu: Afturhluti
úr 1218 kr. kg. i 1474 kr. eöa um
21%, framhluti úr 689 i 834 kr.
(21%), hryggstykki úr 2296 i
3670 kr. (16,3%) og bógstykki úr
1387 kr. i 1615 kr. (16,4%).
Þess skal aö lokum getið aö
niðurgreiðslur rikisstjórn-
arinnar á kindakjöti breytast
þannig aö niöurgreiöslur á kjöti
i 1. fl. hækka úr 210 i 263 kr., i 2.
fl. úr 194,80 i 297 kr„ i 3. fl. úr
126,30 i 175 kr., I I 4. fl. úr 110,20 i
145 kr. og i 5. fl. úr 110,90 i 128 kr.
—GFr