Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. mars 1978 Það er engin ný bóla að ,,landlausir" peninga- menn úr Reykjavík festi fé sitt í heilu eða hálfu jörðunum úti um land. Mest hefur verið áber- andi ágirnd þeirra á góð- um lax- og silungsveiði- jörðum, en allt er þó til í þessum efnum. Nýjasta tíska virðist nú vera að kaupa sér eyju á Breiða- firðinum, en eins og menn vita eru þær taldar ótel jandi. A Breiðafirði er viðkvæmt fugía- og dýraiíf sem mörgum er í mun að vernda ekki sist þeim sem eyjarnar byggja. Byggðin á Breiðafjarðareyj- um hefur dregist verulega sam- an á undanförnum árum. Nú er búið í Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, en miklar og góðar bújarðir eins og Hergilsey, Sviðnur, Bjarneyjar og Hvallát- ur eru nú komnar i eyði, þó þær séu nýttar af eigendum jarö- anna að sumarlagi. Tekjur af eyjunum eru mestar i dún og sel, en eggja- og fuglatekja er einnig nokkur. Eignarhaldi á eyðijörðunum er misjafnlega háttaö en vlðast mun vera um allmarga eigend- ur að ræða. Nú i vikunni var gengiö frá sölu tæplega hálfrar Skáleyja- jarðar á fasteignasölu i Reykja- vik. Kaupendur eru allir Reyk- vikingar, þeirra á meðal endur- skoðandi, eins og skýrt var frá i Þjóðviljanum i gær. Meðal heimamanna og bænda i Skáleyjum hefur verið mikill áhugi á að festa kaup á þessum jarðarparti, en verðið, (15 miljónir króna) er of hátt til þess að hreppurinn eða einstak- lingar þar ráði við það. Þá er framhaldið einfalt. 1 Reykjavik og reyndar viðar eru margir, sem gætu vel hugsað Skáleyjar á Breiðafirði. Jörðin sem um 140 eyjar heyra undir, er að fornu mati 40 hundruð. Sá hluti hennar sem I vikunni var seldur á 15 miijónir króna er riflega 17 hundruð. Sölunni má ekki þingiýsa fyrr en hreppsnefnd Flateyjarhrepps hefur afsalað sér forkaupsrétti og jarðanefnd A-Barðastrandasvsiu hefur áritað sölusamningana. Ljósm. Óli örn. sér að eiga eins og eina eyju á Breiðafirði og dveljast þar við veiðar og siglingar á sumrin. Við þvi er litið að segja, en er hægt aö sporna við þvi að Breiðafjörðurinn verði sumar- bústaðanýlneda Reykvikinga og tryggja að samfelld byggð haldist i eyjunum? Hið opinbera hefur árum sam- an hundsað kröfur heimamanna um bættar samgöngur og aukið öryggi ef slys eða veikindi ber að höndum. Siminn er sifellt bil- aður og virðist Landsimi Is- lands ekki hafa mikinn áhuga á að bregðast skjótt viö til við- gerða i þessu byggðarlagi. Þetta er meginástæða þess að ungt fólk, sem er uppalið i eyj- unum og vill búa þar treystir sér ekki til að byggja jarðirnar eftir að eldri kynslóðin bregður búi. Til þess að snúa þeirri öfug- þróun við, er nauðsynlegt og eðlilegt að Byggðasjóður eða annar opinber aðili geri lang- timaáætlun um þróun byggðar i eyjunum og að komið verði i veg fyrir að byggð leggist þar af og sumarbústaðir riki á hverri ey. -AI Sumarbýli Reykvíking Jóhannes Gislason, Skáleyjum: Höfðum hug á kaupunum, en ekki fjárráö Þú ert nú að segja mér ansi óvæntar fréttir, þvi við höfum engar fregnir af þvi haft að búið væri að selja þennan jarðarpart, sagði Jóhannes bóndi i Skál- eyjum, þegar blm. Þjóðviljans náði loks sæmilegu taistöðvar- sambandi við Skáleyjar i gær- morgun. 1 Skáleyjum hafa Jóhannes og bróðir hans Eysteinn Gislason búið siðan vorið 1977, en þar áður bjó Jóhannes i Flatey. Þeir bræður eru báðir fæddir og upp- aldir i Skáleyjum, þar sem for- eldrar þeirra, Gisii Jóhannesson og Sigurborg ólafsdóttir, bjuggu allan sinn búskap. Aður en ábúð lagðist af i Skái- Nikulás Jensson, Svefneyjum: Neikvæö þróun Það sýnist vissulega ekki jákvseð þróun ef eignaumráð yfir bújörðum færast úr höndum heimamanna i hendur Reykvik- inga sagði Nikulás Jensson bóndi I Svefneyjum. Reynslan hefur oftast sýnt að heimamenn vanda betur sam- skipti sin við náttúruna gróður og dýralif. Það er brennandi að óbyggðar jarðir f Flateyjarlireppi komist i byggð en það er hægara sagt en gert, þegar ekki er komið til móts við þá félagslegu þróun sem ann- ars staðar hefur orðiö. Það er þvi harður róöur að eyjum 1969, var þar tvibýlt og á móti Gisla bjó þar Guðmundur Guðmundsson og kona hans Júiiana Sveinsdóttir. Jörðin hefur þó ávallt verið fullnytjuð og hafa þessar fjölskyldur búið þar að sumarlagi siðan. Skáleyjar eru vel i sveit og sjó settar, landgæði mikil, seltekja og dúntekja góð. Tvö ibúðarhús eru á heimaeynni, og að sumar- lagi fer Hafsteinn Guðmundsson i Flatey einu sinni i viku i póstferð i Skáleyjar. Aö vetrarlagi getur hins vegar brugðið til beggja vona með samgöngur, þvi i miklum frostujs frýs allt um heimaeyna og er jafnvel gengt milli Hvallátra og Skáleyja. Nikulás Jensson halda eyjunum í byggð, þegar einföldustu félagslega þætti skortir, svo sem sima póstsam- göngur og almennar samgöngur. —Á1 Jóhannes Gfslason Enginn simi er i Skáleyjum og dyntótt rafstöð sér til þess að tal- stöðvarsamband við þær er stop- ult. Við Eysteinn búum hér nú einir, enda er húsakostur lélegur og á eftir að þiggja sinar endurbætur. Við höfðum fullan hug á þvi að kaupa þennan jarðarpart, en gerðum okkur fljótlega grein fyrir þvi að of mikla peninga þurfti til þess að okkur væri það kleyft. Svo mikið bar á milli selj- enda og fjárráða okkar, að aldrei kom tii tilboðs af okkar hálfu. Slikt geta ekki nema þeir sem hafa stórar fjárfúlgur aflögu, sagði Jóhannes. Við keyptum okkar part hér i fyrra á eðlilegu og sanngjörnu verði að ég tel, tvær miljónir króna. Fimmtán miljónir fyrir hinn partinn hefði orðið til þess að kippa stoðunum undan búskap okkar hér. Við höfum haft lausan leigu- samning þetta fyrsta árið á hinum partinum, og höfum i raun ekki reiknað með þvi að hér kæmi ábúandi á móti okkur. Við erum byrjaðir á hinum og þessum framkvæmdum til þess að hagræða fyrir búsetu okkar hér, svo sem lagningu vatns og rafmagns i húsin Ég tel að ein- býli i Skáleyjum nýtist betur, en ef jörðinni sé skipt i marga parta og efast hreinlega um að nýting jarðarinnar verði jafn góö ef hún er á margra hendi. Hins vegar eru þessar fréttir svo nýjar og óvæntar, að ég get litið um þetta sagt i bili, sagði Jóhannes Gislason að lokum.-Al Hafsteinn Guömundsson, Flatey: Höfum ekki bol- magn til að ganga inn i þessi kaup Ég reikna ekki með þvi að Flat- eyjarhreppur hafi bolmagn til að ganga inn i þessi kaup, sagði Haf- steinn Guömundsson, hreppstjóri , og bóndi i Flatey. Smáir hreppir á borð við Flat- eyjarhrepp hafa enga fjármuni til siikra kaupa. Arstekjur hreppsins eru 11/2.-2 miljónir króna og megnið fer i opinber gjöld og smá vinnu i viðhaldi húsa, og er það þvi miður allt of litið. Afgangur er enginn. Fyrirgreiðsla til slikra kaupa er engin. Dæmið var kannað fyrir ári siðan og þá kom i ljós að hægt var að fá 2 miljónir króna frá Jarðarkaupasjóði rikisins. önnur lán eru yfirleitt ekki nema til 5 ára sem þýðir 4-5 miljónir á ári, og undir þvi stendur hreppurinn ekki. Það sem er slæmt i þessu dæmi er að þeir sem búa á staðnum og áhuga hafa á að byggja jarðirnar hafa ekki bolmagn til að gera slik kaup. Aðalatriðið er þó, hver sem á eyjarnar eða jarðirnar, að þærhaldist i byggð og verði nýttar tii hagsbóta fyrir sveitarfélagiö. Hafsteinn Guðmundsson Hitt er slæmt, ef jarðir eru teknar úr byggð við eigendaskipti. Hvað verblagningu Skáleyja varðar, sagði Hafsteinn að erfitt væri að segja til um hvort það er of hátt verð. Eyjarnar hafa ákveðna framleiðni i sel og dún og þvi fylgir litill kostnaður. Þær hljóta þvi að metast nokkuð hátt, sagði Hafsteinn að lokum. _ai Náttúruyerndarráö fjallar um málið í næstu viku Það er rétt að Náttúruverndar- ráð mun fjalia sérstaklega um byggðaþróun á Breiðafirði i næstu viku, sagði Arnþór Garðar- son prófessor i samtali við Þjóð- viljann. Menn hafa lcngi verið að huga að þessu vandamáli, en það hefur ekki beinlinis verið tekið fyrir á fundum ráðsins fyrr. Hugmyndir eru uppi um að setja almenn skipulagsákvæði sem ná tíl eyjanna allra i þeim til- gangi að halda þeim strjál- byggðum og byggö i heimaeyjum og sporna við að þær leggist undir sumarbyggð eingöngu. Það verður varla stundaður mikill búskapur á næstu árum á Breiðafirði og þá er spurning hvað verður um byggðarlagiö. Einn möguleikinn er vissulega sá aö þar rísi sumarhús á hverri ey og min skoðun er að það væri óæskilegt að slikt breiddist út.AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.