Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. mars 1978
Atvinnulaus
Framhald af bls. 20.
vinnustöðum, að kvenfólk sé
rekið þegar það er að komast af
byrjunarlaunum?
Ég veit það ekki, en það er
alltaf nóg af umsækjendum um
slika vinnu.
— Hvernig gekk brottrekst-
urinn fyrir sig?
Égfór niður eftir 1. mars til að
ná i umslagið mitt. Þá var
Magnús ekki við, og gjaldkerinn
sagði að hann væri sjálfur með
min laun. Daginn eftir, en þá átti
ég fridag, fór ég enn, og hitti þá á
hann. Hann sagði mér þá að ég
þyrfti ekki aö mæta meir.
Ég spurði af hverju, en hann
sagöist ekki þurfa að gefa neina
skýringu á þvi. Þá spurði ég hvort
uann heföi verið óánægður með
mina vinnu þarna. Þvi neitaði
hann, en bætti viö að hann vildi
ekki hafa fólk með slikan
hugsunarhátt i vinnu hjá sér.
Ég varð nú hálf hvumsa, þvi
það er heldur skitt að láta reka
sig frá vinnu fyrir skoðanir slnar
árið 1978.
Ég fór beint niður i Lindarbæ,
þar sem verkalýðsfélögin voru
meö kaffi báöa verkfallsdagana.
og hitti þar Guðmund J.
Guðmundsson og fleiri og ráðg-
aðist við þá. Þaðan fór ég til
Félags starfsfólks i veitinga-
húsum, sem siöan hefur séð um
að semja við Magnús um að hann
greiði mér kaup fyrir löglegan
uppsagnafrest, en það eru tvær
vikur. Ég hef ekki viljað gera
kröfu til þess að vera endurráðin
hjá Magnúsi Björnssyni. Launin
hef ég ekki fengið ennþá og ætla
að láta þessar tvær vikur liða
áður en ég eða félagið rukkar
hann fyrir þaö.
— Ætlaröu aö sækja aftur um
vinnu á matsölustöðum?
Eins og ég sagði áðan, gengur
þetta ekki of vel. Ég mun þvi
liklega taka hverju sem býðst, þvi
atvinnulaus get ég ekki verið
með tvö börn._____________AI
Stórhættulegt
Framhald af 1
á árinu. Austurlinan er svo nauö-
synlegt verkefni að algjört neyð-
arástand blasir við á Austurlandi
á næsta vetri ef þvi verður ekki
lokið á árinu.”
Magnúslagði áherslu á að þessi
óráðsia i orkuframkvæmdunum
væri i fullu samræmi við feril
Gunnars Thoroddsens, orkuráð-
herra. Hann hafi i upphafi stöðv-
að lagningu stofnlinu til Norður-
lands þótt búið væri að kaupa allt
efni og tryggja fjármagn til lagn-
ingarinnar. 1 þessstað hefði hann
anað út i allt öðru visi fram-
kvæmdir i Kröflu en ætlað hafði
verið — gegn ráðleggingum
Orkustofnunar — og fleygt i þær
tiu miljörðum króna. Þar væri nú
framleidd dýrasta orka i veröld-
inni.
,,Og nú virðist orkuráðherra
ætla að ljúka sinum ferli með þvi
aðkoma i veg fyrir að ráðist verði
i brýn verkefni sem hægt væri og
nauðsynlegt er að ljúka á þessu
ári.”, sagði Magnús Kjartansson
að lokum._____________—ekh.
Frá Inn-Djúpi
Framhald af 13. siðu.
119% á siðasta ári bæri uppi
aukinn hluta mjólkurverðs?
Staðhæfingar fréttamanna (Jt-
varpsogSjónvarps um að verið
væri með þessu að breyta
neysluvenjum i óheillaátt virt-
ust gleyptar hráar úr Dagblað-
inu. Það var ekki að ófyrirsynju
að tveir bændaþingmenn tóku
málið fyrir utan dagskrár á
Alþingi og annar ýjaði að þvi,
hvort verið gæti að áróðurs-
kúnstir Adólfs sáluga Hitlers
sem siðdegisblöðin virðast hafa
tileinkað sér svo vel, væru farn-
ar að menga rikisfjölmiðlana.
Af þvi leiddi svo hinn minnis-
verða Kastljóssþátt á Þorláks-
kvöld. Sigrún Stefánsdóttir
gneistaði blátt áfram af heilagri
vandlætingu yfir svo óviður-
kvæmilegum áburði i garð
rikisf jölmiðlanna og Gylfa tókst
næstum þvi aö vera sannfær-
andi i óbeit sinni á svo óþinglegu
orðbragði. Og þeir sem ekki sáu
matreiðslu Sigrúnar Stefáns-
dóttur á undanrennuhækkuninni
i sjónvarpsfréttum nokkru áöur
hefðu vel getaö haldið að hér
væri húfi höfð fyrir rangri sök.
En — þvi miður, griman féll i
leikslok er stjórnandinn spurði
þátttakendur hvort bændur og
neytendur væru ósættanlegar
andstæður. Og hér eftir er það
tilgangslaust, Sigrún, að horfa
Pípulagnir
Nýlagnir/ breytingar/
hitaveitutengingar.
Sími 36929 (milli kl. 12
og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin).
Breiðholtsdeild
Fundur i Breiðholtsdeild mánudagskvöld klukkan hálf niu i fundarsal
Kjöt og Fisks, uppi, Seljabraut 54, Breiðholti II.
Fundarefni: Kostningaundirbúningur, Framboðsmálin.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér nýja félaga.
—Stjórnin.
Hvergerðingar
Fundur verður haldinn i kaffistofu Hallfriðar sunnudaginn 12. mars kl.
20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga_. 2. Tillaga uppstillingarnefndar
vegna hreppsnefndarkosninganna. 3. önnur mál. Félagar fjölmennið.
— Stjórnin.
Alþýðubandalagið i Kópavogi
efnir til fjögurra umræðufunda um þróun sósialiskrar hreyfingar á
Islandi.
Fyrstu tveir fundirnir verða haldnir dagana 13 og 14 mars og verður
efni þeirra sem hér segir:
13. mars. Ágreiningur innan verkalýðshreyfingarinnar á kreppuárun-
um. Frummælandi, Svanur Kristjánsson.
14. mars. Kommúnistaflokkur íslands. Einar Olgeirsson tekur þátt i
umræðunni og verður við svörum. Til undirbúnings er bent á greinina
„Straumhvörf sem KFI olli” i Rétti nr. 4 1970.(Er til á skrifstofunni)
Fundirnir verða haldnir i Þinghóli, Hamraborg 11 og hefjast kl. 20.30.
Tveir siðari fundirnir verða haldnir 19. og 20. mars og verður efni
þeirra auglýst siðar.
Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum
heldur aðalfund sinn mánudaginn 13. mars n.k. kl. 20.15 I Snorrabuö i
Borgarnesi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Litið við á skrifstofunni'!
Alþýðubandalagið i Kópavogi
Skrifstofan að Hamraborg 11 er opin mánudag til föstudags frá kl.
17—19. Félagar — litið inn, þó ekki sé nema til að lesa blöðin og fá ykkur
kaffibolla. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið i Garðabæ
Bæjarmálafundur
Alþýðubandalagið i Gáröabæ heldur fund þriðjudaginn 14. mars kl.
20.30 I Barnaskóla Barðabæjar.
Dagskrá: 1. Tillaga uppstillinganefndar vegna bæjarstjórnarkosn-
inganna. 2. Blaðaútgáfa. 3. Bæjarmálin. 4. önnurmál.— Stjórnin.
RÍKISSPÍTALARNIR
i Lausar stöður
LANDSPÍTALINN
Tvær AÐSTOÐ ARLÆKNISSTÖÐ-
UR á Barnaspitala Hringsins eru
lausar til umsóknar, önnur frá 1.
mai hin frá 1. júni n.k.
Umsóknum er greini aldur, mennt-
un og fyrri störf, skal skilað til
skrifstofu rikisspitalanníi fyrir 12.
april n.k.
Upplýsingar veitir yfirlæknir
deildarinnar i sima 29000.
Staða AÐSTOÐARLÆKNIS við
taugalækningadeild spitalans er
laus til umsóknar. Staðan veitist til
6 mánaða frá og með 1. mai 1978.
Umsóknum, er greini aldur,
menntun og fyrri störf skal §kilað
til skrifstofu rikisspitalanna fyrir
12. Spril mk.
Upplýsingar veitir yfirlæknir
deildarinnar i sima 29000.
DEILDARSJÚKRAÞJALFARI
óskast nú þegar á endurhæfingar-
deild spitalans. Upplýsingar veitir
yfirsjúkraþjálfari i sima 29000
(310).
Reykjavik 12. mars 1978
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANh' .
EIRÍKSGÖTU 5,
Sími 29000
LEIKFÉLAG
REYKJAVlKUR
SKJALDHAMRAR
I kvöld Uppselt.
SKALD-RÓSA.
Sunnudag. Uppselt.
Fimmtudag kl. 20.30
REFIRNIR
3. sýn. þriðjudag kl. 20.30
Rauð kort gilda.
4. sýn. föstudag. Uppselt. Blá
kort gilda.
SAUMASTOFAN
Miðvikudag kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30
Simi 16620.
BLESSAÐ BARNALAN
Miðnætursýning i Austurbæj-
arbiói i köld kl. 23.30 Miðasala
i Austurbæjarbiói kl. 16—23.30.
Simi 1 13 84
sakleysislega framan i bændur
og búalið, segjandi fyrir hönd
Rikisútvarps-Sjónvarps: „Hitler
er ekki hér”.
Sfst skal þvi neitað að margur
vandinn steðjar að islenskum
landbúnaði,og „vinur er sá er tii
vamms segir”. En það þarf
meira en meðaleinfeldning til
að trúa þvi, að málpipum
verslunarstéttar og braskara-
liðs, gangi til þjóðhollusta og
umhyggja fyrir bændum, er
þeir predika að leggja niður
landbúnað á Islandi.
Hann yrði liklega ekki ósmár
ránsfengurinn sem kæmi i
þeirra hlut ef flytja þyrfti inn
flestar landbúnaðarvörur — ef
þær þá fengjust.
Það er keppikefli hverri þjóð
að vera sjálfri sér nóg um sem
flestar lifsnauðsynjar, ekki sist
þarsem aðdrættirerusvo erfið-
ir sem hér og gjaldeyrissóun i
hverskyns óþarfa æðsta boð-
oröið. Hvernig var annars með
„Brauð handa hungruðum
heimi”? Deyja ekki hundruðir
þúsunda vegna vannæringar
árlega? Verður ekki hungurvof-
an æ ófrýnilegri?
öll rökliggja til þess,að þrótt-
mikill og blómlegur landbúnaö-
ur haldi á að vera einn af
hyrningarsteinum þjóðarinnar
svo hér eftir sem hingað til.
Annað mál er það, að bændur
standa nú frammi fyrir þeim
vanda sem skapast hefur vegna
stöðugrar viöleitni þeirra til að
stækka búin og auka framleiðsl-
una til að hafa I sig og á — enda
hvattir til þess af forustusauð-
um stéttarinnar, — og breyttum
neysluvenjum, sem að hluta
stafa af áróðri fyrir hæpnum
mataræðiskenningum og gert
hafa umframframleiðslu mjólk-
>ur og kindakjöts að staðreynd.
En hvað varir þessi umfram-
framleiðsla lengi? Þær byrðar
sem fyrirhugað er að leggja á
bændur vegna hennar og sú
mikla umræða sem orðið hefur i
þessusambandi.samfara þvi að
bændum fækkar jafnt og þétt en
þjóöinni fjölgar, á siðasta ári
um 2050, mun liklega orsaka
slika samdráttarsveiflu að inn-
an fárra ára verður orðinn
skortur á mjólk og kjöti. Og að
þvi ættu bændur að keppa, þvi
liklega er það, þegar allt kemur
til alls, haldbesta ráðið til að
kenna mörgum þéttbýlisbúan-
um þau gömlu en einföldu sann-
indi að „bóndi er bústólpi, bú er
landsstólpi, þvi skal hann virtur
vel”. Skjaldfönn 15.2.1978,
Indriði Aðalsteinsson.
liÞJÓÐLEIKHllSlfl
ÖSKUBUSKA
I dag kl. 15
Sunnudag kl. 15
STALIN ER EKKI HÉR
1 kvöld kl. 20.
TÝNDA TESKEIÐIN
Sunnudag kl. 20
Tvær sýningar eftir.
Litla sviöið:
FRÖKEN MARGRÉT
Sunnudag kl. 20.30
Þriðjudag kl. 20.30
Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200
GRÆNJAXLAR
á Kjarvalsstöðum
1 dag kl. 18
Sunnudag kl. 20 og 22.
Miðasala þar 2 timum fyrir
sýningu.
Siðustu sýningar á Kjarvals-
stöðum.
Kópavogsleikhúsið
Hinn bráðskemmtilegi gam-
anleikur
Jónsen sálugi
eftir Soya
Sýning mánudag kl. 20.30.
Símar 41985 og 44115
SKIPAÚTGCRÐ RÍKiSINS
m/s Hekla
fer frá Reykjavik þriðiudag-
inn 14. þ.m. vestur um land til
Akureyrar og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: Patreks-
fjörð, Þingeyri, Isafjörð,,
Norðurfjörð, Siglufjörð og
Akureyri.
Móttaka alla virka daga nema
laugardag til 13. þ.m.
Ásgeröur
Framhald af bls. 7.
Nanna Hertoft, sem helur
tvivegis átt verk á sýningum hér
heima.
Dómarar um sýninguna voru
lofsamlegir, og ekki sist um
myndvefnaðinn. „Land og Folk
sagði t.d.: „Vefararnir tveir,
Nanna Hertoft og Asgerður
Búadóttir, megna báðar aö lyfta
vefnaði sinum yfir einbert hand-
verkið og skapa úr þeim mynd-
ræna list”, — og „Aktuelt” talaði
um „sterka og persónulega
vefjarlist þeirra Nönnu Hertoft,
Frönnku Rasmussen, og þó ekki
sist Asgerðar Búadóttur”.
Sýingarskrá er mjög vönduð og
upplýsandi um hina einstöku
þátttakendur og með myndum af
verkum þeirra allra. Margar
opinberar stofnanir og listafélög
keyptu verk, en listafélagið
„Foreningen af 14. August”
keypti verkið „skammdegissól”
eftir Asgerði, ofið 1977 úr ull og
hrosshári.
HIÚKRUNAR-
FRÆÐINGAR
Fyrirhugað er að hafa upprifjunarnám-
skeið sem byrjar 8. mai 1978. Ætlunin er
að námskeiðið standi i 4 vikur. Mun hjúkr-
unarfræðingum gefast kostur á að vinna
með öðrum á hinum ýmsu deildum. Jafn-
framt verða fyrirlestrar sem hjúkrunar-
fræðingar og læknar gefa. Þátttaka til-
kynnist fyrir 1: mai 1978 til hjúkrunarfor-
stjöra, sem veitir allar nánari upplýsingar
i simi 19600
Landakotsspitali.