Þjóðviljinn - 11.03.1978, Side 5

Þjóðviljinn - 11.03.1978, Side 5
Laugardagur 11. mars 1978 ÞJÓDVILJINN — SIDA 5 a/ erSendum veitvangi Frumskóga-indíánar og Tahiti-stúlkur geta ridid baggamuninn i frönsku kosningunum Enda þótt skoðanakönnuðir spái vinstriflokkunum frönsku sigri I þingkosningunum nú um miðjan mánuðinn, getur vel svo farið að bilið milli vinstriflokkanna og þeirra til hægri, sem nú fara með stjórn, eigi eftir að mjókka þá fáu daga sem enn eru eftir til kosn inga. Ef mjög mjótt verður á mununum eins og i forsetakosn- ingunum siðast, getur hvað lítii þúfa sem er velt þungu hlassi. Meðal þeirra aðila, sem geta riðið baggamuninn, eru smáflokkar og flokksbrot á vinstrikantinum og ibúar þess litla, sem eftir er af nýlenduveldi Frakklands. Um fjórðungur þeirra frambjóðenda, sem biöla til franskra kjósenda að þessu sinni, er á vegum geysilega litskrúðugs skara af smágrúppum á vinstri- kantinum, sem helst eiga það sameiginlegt að þær fordæma stóru vinstriflokkana tvo, S ó s i a 1 i s t a f 1 o k k i n n og Kom múnistaflokkinn, fyrir borgaralegan þankagang, svik við verkalýðinn og yfirhöfuð allar vammir og skammir. Hér er um að ræða trotskista, maóista, blöndur af þessu hvorutveggja og sitthvað fleira. Ekki er þessum hópum spáð umtalsverðu fylgi, þrátt fyrir frambjóðenda- fjöldann, en ef mjótt veröur á mununum milli aðalfylkinganna, gætu grúppurnar engu aö siður dregið nógu mörg atkvæði frá stóru vinstriflokkunum til þess að tryggja hægriflokkunum sigur. Leifar nýlenduveldisins öllu liklegri til árangurs eru umhverfisverndarsinnar, sem hafa verið i sókn undanfarið vegna viðtækrar andstöðu við byggingu k jarnorkuvera. Skoðanakönnuðir hafa undanfar- ið spáð þeim nokkrum prósentum heildaratkvæðamagnsins. Þeir eru vinstriflokkunum siður skeinuhættir, þar eð búist.er við að þeir muni heldur styðja þá en hægriflokkana. Svo eru það nýlendubúarnir. Fréttamaður Reuters kemst svo að orði að „berrassaöir Amazon- Indiánar” og „Tahiti-stúlkur i strápilsum” geti vel hugsanlega ráðið úrslitum i kosningunum. Nýlendur þær, er Frakkland á nú eftir, eru að visu aðeins litilfjör- legar rytjur núlenduveldis þeirra, sem til skamms tima var hið næstviðlendasta i heimi (á eftir þvi breska), en þar búa þó tvær miljónir manna, sem kjósa 18 þingmenn af 491 á franska þingið. Grunur um kosningasvik Þótt vinstriflokkarnir yrðu ofan á i Frakklandi sjálfu, gætu hægri- flokkarnir engu að siður haldið völdum ef þeir fengju yfir- gnæfandi meirihluta þingsæta i nýlendunum — sem þeir hafa fengið til þessa. Skoðanir hafa verið mjög skiptar um kosn- ingarnar i nýlendunum, sem dreifðar eru viðsvegar um hnött- inn, og lúmskur grunur leikur að nýlenduembættismenn hafi falsað úrshtin par hægriflokkun- um i hag eða þvingað umkomu- litla nýlendubúa, suma ólæsa, til að kjósa hægriflokkana. Stjórnar- völd hafa að minnsta kosti óbeint viðurkennt að þetta hafi átt sér stað, en fullyrða nú að endir hafi verið bundinn á þann ósóma. Ekki munu þó allir trúaðir á aö svo sé i raun. Stjórnarflokkarnir hafa nú 14 þingsæti af 17 i nýlend- unum, og er þvi spáð að þeir fái 11 til 14 sæti þar i kosningunum, sem fram fara nú um miðjan mánuð- inn. Verði munurinn milli hægri og vinstri þvi litill i hinu háiðnvædda Frakklandi sjálfu, getur svo fariö að menn eigi eftir að biða i spenn- ingi eftir að eintrjáningar komi til Cayenne, höfuðstaðar frönsku Gvæönu, með fáein atkvæöi frá einangruðum indiánaþorpum langt inni i frumskógum þess lands. Safnast þegar saman kemur Frönsku nýlendurnar, sem formlega teljast nú franskir landshlutar á sama hátt og Græn- land er kallað danskt amt, eru þessar: Vestur-Indiaeyjarnar Martinik og Guadeloupe með um 800.000 ibúa, auk 300.000 manna frá eyj- um þessum sem búa i Frakklandi. Eyjaskeggjar þessir kjósa sex þingmenn á Frakka- þing. Franska Gvæana á noröur- . strönd Suður-Amerlku,frægust fyrir það að úti fyrir ströndinni þar er Djöflaeyjan, hin illræmda fanganýlenda. 50.000 ibúar þess Ókeypis flúortöflur Börn innan 6 ára munu næstu daga geta fengið afhentar ókeypis flúortöflur á barnadeild heilsu- verndarstöðvarinnar og á heilsu- gæslustöðvunum i Arbæ, Breið- holti og Langholti. t fréttatilkynningu frá Heii- brigðismálaráði Reykjavikur- borgar segir að flúor hafi reynst áhrifarikasta lyfið gegn tann- skemmdum. Sé það tekið i hæfi- legum skömmtum á myndunar- skeiði tannanna, minnkar það tannskemmdir um og yfir 50%. Hæfilegur skammtur af flúori er: 0—3 ára 0.25 mg. (1 tafla) á dag 3—6 ára0.50mg. (2töflur) á dag 6—12 ára 0.75 mg. (3 töflur) á dag Þessi skammtur er miðaður við börnbúsettí Reykjavik, en þar er flúor i köldu vatni minna en 0.1 mg. i litra. I hitaveituvatni er hinsvegar 1 mg. flúor i hverjum litra og skulu þeir, er þess neyta, ekki taka flú- ortöflur. Flúortöflurnar eru litlar og bragðdaufar. Þær eru auöleystar i vatni og blandast auðveldlega barnamat án þess að spilla bragði. Fyrst um sinn verður ókeypis flúortöflum eingöngu úthlutað börnum yngri en 6 ára og verður um leið hætt flúortöflugjöf á dag- heimilum og leikskólum borgar- innar. Afgreiddar veröa 365 töflur á einstakling.en það er ársskammt- ur handa yngstu börnunum. A þaö er lögð rik áhersla að gefa aldrei meira en uppgefinn dagsskammt og auðvitað skulu þessar töflur geymast þar sem börn ná ekki til. Gerö verður spjaldskrá yfir þá sem fá flúortöflur, og reynt verð- ur að fylgjast meö hvort töflurnar eru teknar samkvæmt fyrirmæl- um eða ekki. Heilbrigöismálaráö Reykjavik- urborgar hvetur fólk eindregiö til aö notafæra sér þessa þjónustu. AÐALFUNDUR /T Samvinnubanka Islands h.f. verður haldinn i Tjarnarbúð, Vonarstræti 10, Reykjavík, laugardaginn 18. marz 1978 og hefst kl. 14.00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir i aðalbankanum, Bankastræti7, dagana 15.-17. marz, svo og á fundarstað. 0 Bankaráð Samvinnubanka Islands h.f. Giscard d’Estaing — honum i vil. nýlendustjórar hans hafa beitt kosningasvindli lands kjósa einn fulltrúa á þingið i Paris. Eyjan. Réunion i Indlandshafi austur af Madagaskar með rúmlega hálfa miljón ibúa og þrjá þingfulltrúa. Michel Debré, fyrr- um forsætisráðherra Frakklands er einn af þingmönnum eyjarinn- ar og býður sig enn fram. Franska Pólýnesia og Nýja- Kaledónia I Kyrrahafi. Eyjar þessar eru á dreif um griðarstórt svæði, svo skiptir þúsundum ferkilómetra. Þar búa rúmlega 300.000 manns, þar á meðal um 60.000 evrópskir landnemar. Þeir kjósa fjóra þingmenn. Wallis og Futung, tvær smáeyj- ar á Kyrrahafi, ibúar um 10.000, eitt þingsæti. St. Pierre og Miquelon, smáeyjar út af strönd Nýfundna- lands, einu leifarnar af veldi Frakka i Norður-Ameriku, sem Bretar unnu af þeim og Banda- rikjamenn keyptu af þeim á 18. og 19. öld. Þar búa um 7000 afkomendur bretónskra fiski- manna, sem kjósa einn mann til Parisar. Eyjan Mayotte i Komor-klas- anum i Indlandshafi norður af Madagaskar. Ibúar 40.000, eitt þingsæt'i. Þegar Komoreyingar kusu sér sjálfstæði fyrir tveimur árum skárust Mayottebúar úr leik, og hefur Frakkland sætt ámæli frá Einingarsamtökum Afriku (OAU) og fleiri alþjóða- samtökum vegna þess máls. Vilji til sjálfstæðis er ekki sagð- ur mikill i þessum nýlendum. Kvað það stafa af þvi, að ný- lendubúar finni sárlega til smæðar sinnar, óttist að þeir megni ekki að standa vörð um sjálfstæði sitt og kviði þvi, að sterkari nábúar svelgi þá. svo að þá sé alveg eins gott aö vera undir Frökkum áfram. Frakkar leggja einnig verulega áherslu á aö halda þessum leifum nýlendu- veldis sins, og kemur þar til metnaður þeirra og fleira. Til þess að halda nýlendubúum þæg- um hefur franska stjórnin þvi undanfariö variö talsveröum fjárfúlgum til félagslegra umbóta i nýlendunum. dþ. Siglaugur Brynleifsson skrifar um bœkur Andvgrí og almanakið Almanak Hins Islenska þjóðvina- félags 1978.104. árgangur. Almanak fyrir tsland 1978. 142. árgangur. Andvari 1977. Nýr flokkur XIX. 102. ár. Rv. Menningarsjóður og Háskóli íslands 1977. Almanökin eru þær bækur, sem villulausastar eru meðal islenskra útgáfu-bóka. Prófarkir að þeim eru greinilega lesnar ákaflega vandlega, enda sæmir ekki annað. Þessi rit þurfa að vera jafn áreiðanleg og gangur tungls og sólar og annarra him- inhnatta. tsl.almanakið i ár er fyllt samskonar fróðleik og und- anfarin ár, fróöleik sem er jafn nauðsynlegur á hverju ári og breytist einkum varðandi flóð og fjöru, flest annað er óbreytt og dagatalið tekur þeim breytingum sem himintungl ákveða. Þetta er næstelsta islenska timaritið’, Skirnir er elstur, siöasta bindið er 15L árgangur. Þjóðvinafélags- almanakið breytist aftur meira, almanakið sjálft er samskonar og islandsalmanakið en frá blaðsiðu 81 verður breyting frá ári til árs. Fyrst kemur Arbók Islands 1976 eftir ölaf Hansson prófessor, greinargott yfirlit yfir margvis- lega atburði og fyrirburði á þvi ári með ýmsum skemmtilegum myndum. Skemmtilegasta mynd- in er af gömlu krónunni og þeirri nýju álkrónu, sem flýtur á vatni i glasi, á bls. 151. Svo er mynd af þvi mikla þjóðþrifafyrirtæki, Borgarfjarðarbrúnni i byggingu á bls. 132. Aftur á móti vantar mynd af öðru höfuö-fyrirtæki landsmanna, Kröflu; hennarer þó getið litillega á bls. 120. Á bls. 161 hefst fræðigrein um Þorratungl og Páskatungl, vel skrifuð og fróðleg grein varðandi islenskanrimfróðleik. Svanhildur Þorsteinsdóttir á lipurlega skrif- aða smásögu á bls. 170, sem heitir Gestaþrautin. Siðan kemur kafl- inn Úr ýmsum áttum, fróöleiks- molar, samanteknir af útgefanda Þorsteini Sæmundssyni. Það er alltaf fengur aö almanökunum, þessum klassisku útgáfum nauösynlegs fróöleiks um timann og himinhvolfiö með öllum sinum merkilegu hnöttum og fyrirbærum og aöalatriðið að það er þó gefin út villulaus bók ennþá á Islandi. Andvari flytur að þessu sinni ævisögu Egils Thorarensen á Selfossi. Egill er sagður hafa ver- ið fjölskrúðugur andi, meðan hann var og hét, uppáfyndinga- samur og hress, útsjónarsamur kaupstjóri. Guðmundur Daniels- son skrifar um hann og fremur vinsamlega. Björn Jónsson á Kóngsbakka á þarna tvo þætti og eina ræðu fyrir minni kvenna. Þóroddur Guðmundsson skrifar um höfuðskáld gotlenskrar sögu, Gustaf Larsson. Vesturislending- urinn Valdimar Björnsson á ræðu flutta á fundi Þingeyingafélags- ins i mars 1945. Merkilegur inn- gangur að Kennidóms Spegli sr. Björns i Sauðlauksdal eftir Kol- bein Þorleifsson, sem býr hluta ritsins undir prentun. Fleira gott er i heftinu og margt sem er þess virði aö menn lesi. Að lokum eru birtar 50 stökur eftir Stephan G. Stephansson, valdar af Finnboga Guðmundssyni i tilefni af fimmt- ugustuártið skáldsins: stökurnar eru vel valdar og vottar þetta góöan hug og ræktarsemi til eins mesta skálds sem ort hefur á is- lensku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.