Þjóðviljinn - 11.03.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Sé málið lagt fyrir á þennan hátt kann að virðast
einfalt mál að fordæma prófkjörin, kalla þau
skripamynd af lýðræöi eða eitthvað af þvi tagi.
En i raun og veru eru þetta sömu annmarkar og
fylgja öllum aömennum kosningum
Um prófkjör
Það er ekki laust við að mér
hafi stundum hrosið hugur við
þvi i vetur að sjá Moggann og
Þjóðviljann fallast i faðma yfir
þvi hvað prófkjörin séu bölvuð.
Aðvisuhef ég ekki séð mikiðaf
Mogganum, en ég hef horft upp
á Þjóðviljann taka andmæla-
laust og fagnandi upp Ur honum
fýluköst hans eftir ósigur Geirs i
prófkjörinu i vetur. Þjóðviljinn
hefur hins vegar ekki lagt mikið
fram til umræðunnar um próf-
kjörin sjálfur, og er það auðvit-
að ósæmandi i eina dagblaðinu
sem flytur að staðaldri ein-
hverja alvarlega stjórnmála-
umræðu. Hvort sem okkur likar
betur eða verr við prófkosning-
ar eru þær skyndilega orðnar
fyrirferðarmikill hluti af is-
lensku stjórnmálalifi, og við
hljótum að fjalla um þær. Ég
ætla þó að láta mér nægja
nokkra litt grundaða hugleið-
ingu að sinni.
Þrfr flokkar sem nú eiga full-
trúa á þingi, Sjálfstæðisflokk-
ur, Framsóknarflokkur og
Alþýðuflokkur, hafa gert próf-
kjör að rikjandi aðferð til að
velja frambjóðendur sina bæði
til alþingis og sveitarstjórna.
Alþýðubandalagið hefur aðeins
reynt forval meðal flokksbund-
inna manna i einu kjördæmi og
haft prófkjör i einu sveitarfélagi
fram að þessu, svo að mér sé
kunnugt. Samtökin hafa enga
tilburði sýnt til prófkjörs svo ég
viti, og litlar likur virðast til að
þeim endistaldur til að taka það
upp. Ég ætla þvi að spara mér
að tala meira um þau hér. Eng-
ar likur eru til að þeir flokkar
sem hafa tekið prófkjör i notkun
muni leggja þau niður á næst-
unni, þrátt fyrir sár vonbrigði
einstakra forystumanna þeirra.
Þessir flokkar munu þvi gefa
kjósendum pólitisk áhrif sem
Alþýðubandalagið hefur ekki
fundið ráð til að veita kjósend-
um sínum. Við það verður ekki
unað til lengdar. Sem sósialisk-
ur flokkur hlýtur Alþýðubanda-
lagið jafnan að setja sér að
ganga áundan i öllu þvi sem lýt-
ur að auknu lýðræði.
Vitaskuld er auðvelt að benda
á að prófkjörin eru ófullkomið
tæki til lýðræðislegra ákvarð-
ana. Metnaðarfullir frambjóð-
endur geta sótt sér fylgi meðal
stuðningsmanna annarra
flokka, og hafa sumir sannan-
lega notað sér það furðu blygð-
unarlaust i vetur. Fjármagn og
timi til kosningaáróðurs hlýtur
oft að ráða miklu um gengi
frambjóðenda, svo að ekki sé
minnst á mismunandi hæfni
þeirra til að skruma og smjaðra
fyrir kjósendum. Kosningarnar
vilja verða persónulegar frem-
ur en málefnalegar. Þeir eru
orðnir ófáir auglýsingapésarnir
sem hafa komið i póstkassann
minn þennan prófkjörsvetur
með glæsilegum myndum af
prúðbúnum frambjóðendum, en
þeir hafa sagt mér afar litið um
það hvað þetta sparibúna fólk
ætlar að gera á alþingi eða I
borgarstjórn.
Sé málið lagt fyrir á þennan
hátt kann að virðast einfalt mál
að fordæma prófkjörin, kalla
þau skripamynd af lýöræði eða
eitthvaðaf þvitagi.En i raunog
veru eru þetta sömu annmark-
anir og fylgja öllum almennum
kosningum. Þar skiptir fjár-
magn og lýðskrum l&a allt of
miklu máli um úrslitin. Full-
trúakjörer yfirleitt heldur dfull-
komin leið til að koma fram lýð-
ræði, en við tökum samt flest
þátt i þvi og leggjum sum hver
bæði fé og vinnu fram til að hafa
áhrif á það. Það er varla stætt á
þvi að hafna prófkosningum
sem ómerkilegum skripaleik en
láta eins og allt sé komið undir
úrslitum kosninga milli flokka.
Að sumu leyti kunna annmark-
ar fulltrúakosninga að koma
grimmilegar i ljós við prófkjör
en f lokkakjör, en á móti þvi ber
að meta það að prófkjörin eru
beinna, milliliðalausara og að
þvi leyti virkara tæki til að
koma vilja kjósandans fram.
Hér kann einhver að andmæla
og segja að það sé stefnan og
flokkurinn sem heldur henni
fram sem skipti máli, ekki þeir
menn sem komi fram sem full-
trúar hennar. Vist er það rétt
svo langt sem það nær, en öll
vitum við samt að mikill munur
er á stefnu einstaklinga innan
allraflokka. Leið almennings til
að hafa pólitisk áhrif er ekki
hvað sfct fólgin i þvi að hafa á-
hrif á val þeirra sem stjórna
flokknum og koma fram sem
fulltrúar hans.
Ég teldi þvl ekki áhorfemál
fyrir Alþýðubandalagið aö taka
upp prófkjör eins og hinir flokk-
arnir ef það væri i sömu aðstöðu
og þeir. Þá gæti ég hellt mér y fir
forystumenn flokksins fyrir að
hafa synjað okkur fylgismönn-
um hans um rétt sem fylgis-
menn annarra flokka njóta. En
málið er ekki svo einfalt: Al-
þýðubandalagið hefur óþægi-
lega sérstöðu i þessu máli.
nikU forréttindaaðstöðu til að
ákveða framboö sin með próf-
kosningum. Kjósendur flokksins
eru viöast hvar svo margir að
þeir hljóta jafnan að ráða mestu
um úrslit prófkosninga. Þó að
einhverjir frambjóðendur reyni
að drýgja fylgi sitt með þvi að
biðla til kjósenda annarra
flokka dugir það þeim ekki
nema þeir eigi verulegt fylgi
meðal kjósenda eigin flokks.
Framsóknarflokkurinn er óviða
i þessari aðstöðu og Alþýðu-
flokkurinn hvergi. Víðast hvar
geta sjálfstæðismenn ráðið
mestu um það hverjir eru i
framboði fyrir þessa flokka ef
valið er með opnum prófkjör-
um. En óvist er hvort það gerir
þessum flokkum svo ýkja mikið
til. Stefna þeirra er ekki svo frá-
brugðin stefnu Sjálfstæðis-
flokksins I raun að það þurfi að
skipta miklu máli hvort fram-
bjóðendur þeirra eru valdir af
eigin flokksmönnum eða sjálf-
stæðismönnum. Þessir flokkar
eru lika oftast i stjórnarsam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn,
annar hvor eða báðir, og virðast
ekki ætla sér neitt annað. Þvi
eru sjálfstæðismenn liklegir til
að velja þeim sæmilega geðs-
lega frambjóðendur, eftir þvi
sem þeir eru i boði. Um Alþýðu-
bandalagiö gegnir allt öðru
máli. Það er, og verður vonandi
framvegis, tregur og erfiður
samstarfsaðili með hinum
flokkunum. 011 áhrif þeirra á
fulltrúaval þess hljóta að stefna
að þvi að sveigja það af braut
sinni og draga úr þvi tennurnar.
Auk þess hef ég grun um að
margir fari dult með fylgi sitt
við Alþýðubandalagiö vegna
margvislegra ofsókna sem sósi-
alistar mega jafnan þola. Þess
vegna er hætt við að kjósendur
flokksins væru margir hverjir
tregir til að sýna hug sinn með
þvi að sækja prófkjör hans.
Af þessum sökum get ég ekki
hvatt til þess að sinni að banda-
lagið taki upp opin prófkjör. Þaö
verður að leita annarra leiða.
Ein leiðin væri hin bandariska
prófkjörsaðferð, að hafa sam-
eiginlegt prófkjör allra fbkka,
þannig að enginn fái að kjósa
hjá nema einum flokki. Þessi
aðferð hefur þann afleita galla
að hver kjósandi verður að gefa
upp hvaða flokki hann fylgir:
með henni eru leynilegar kson-
ingar i rauninni afnumdar. Það
er allt of stórt skref til baka á
lýðræðisbrautinni. Betri kostur
er vafalaust forvalsaðferðin
sem Alþýðubandalagið i
Reykjaneskjördæmi notaði nú i
vetur. Hún hafði þann mikla
kost að fólk fékk tækifæri til að
stinga uppá frambjóðendum án
nokkurrar tilnefningar. En for-
valið náði aðeins til flokksbund-
inna alþýðubandalagsmanna.
Vist má segja að vilji fólk ráða
einhverju um val á frambjóð-
endum flokks sé það ekki of gott
til að ganga i hann. En t.þ.a.
þessi aðferð komi að verulegu
gagni þarf tala flokksbundins
fólks að margfaldast, og getur
vel verið hægt að finna leiðir til
þess. Loks er sá kosturinn sem
iðjulega hefur verið. hreyft að
fella prófkjörin inn i sjálfar
kosningarnar með þvi að láta
kjósendur um að raða fram-
bjóðendum á framboðslistunum
um leið og þeir kjósa. Að öllu
samanlögðu hygg ég að þessi
kostur sé bestur og vil þvi
hvetja fulltrúa okkar á alþingi
að knýja fast á að koma ein-
hverri slikri kosningaaðferð á.
Takist það ekki á næsta kjör-
timabili verður að gera átak til
að laða fólk inn i félög Alþýðu-
bandalagsins og láta það þar
um að ákveða hverjir veröa i
kjöri þegar kosið verður aftur.
(7. mars 1978).
Kattavinafélagiö:
Aðaffiindur og
söngskemmtun
Kattavinafélag islands heldur
aðalfund sunnudaginn 12. mars
n.k.. kl. 13.20, i Vikingasal Hótel
Loftleiða. Venjuleg aðalfundar-
störf.
K1 15.00 hefst kaffisala með
kökum fyrir almenning til
styrktar fyrirhugúðu gistiheimili
fyrir ketti.
Skemmtiatriði:
1. Einsöngur, Magnús
Magnússon tenór, nemandi
Guðrúnar A. Simonar.
2. Tvisöngur, Þuriður Pálsdótt-
ir og Guðrún A. Simonar syngja
Kattadúettinn eftir Rossini.
3. Einsöngur, Oddur
Guðmundsson, bassi, nemandi
Guðrúnar Á. Simonar.
4. Kvæðasöngur, Margrét
Hjálmarsdóttir kveður rimur.
5. Tvisöngur, Guðrún Á
SimonarogOddur Guðmundsson.
6. Hinn talandi siamsköttur
,,Mimi” kemur i heimsókn.
Undirleik annast Kolbrún
Sæmundsdóttir.
Fjölmennið og styrkið gott
málefni.
Stjórnin.
(Fréttatilkynning.)
Skarðatung eftir Asgerði Biiadóttur, gert 1976,1 eigu Listasafns tslands.
Ásgerdur Búadóttir fær
lof í Danmörku
Fyrir skömmu lauk i
Kaupmannahöfn árlegri listsýn-
ingu „Koloristerne”, sem eru ein
eistu og virtustu sýningarsamtök
Dana, og var Asgerður Búadóttir
gestur sýningarinnar, ein
erlendra listamanna. Er það i
annað sinn sem „Koloristerne”
bjóða henni að sýna með sér, en
hið fyrra var 1975.
Sýningin var að venju haldin i
sýningabyggingunni „Den Frie”
við Austurport, og þykir hún jafn-
an mikill listviðburður, enda hafa
„Koloristerne” sýnt árlega siðan
1932 og telja innan vébanda sinna
marga fremstu listamenn Dana.
Meginstofn sýningarinnar var að
venju málverk, höggmyndir og
svartlist, en tveir myndvefarar
áttu verk á henni, auk Asgerðar,
þær Franka Rasmussen og
Framhald á 18. síðu