Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 1
UOWIUINN Föstudagur 17. mars 1978—43 árg. 56. tbl. Ragnar Arnalds leggur til á Alþingi: Alþjóðlegur siglinga- máladagur Dagurinn i dag er i fyrsta sinn um heim allan nefndur alþjóð- legur siglingamáladagur og er helgaður þeim málum, er varða öryggi á sjó, alþjóðlegar siglr ingar, samskipti þjóða um flutninga á sjó og varnir gegn mengun sjávar. Bankaleyndin verði afnumin //Bankar/ sparísjóöir, fjárfestingarlánasjóðir og aðrar lánastofnanir skulu birta opinberlega lista yfir öll veölán, sem veitt hafa veriö á liðnu ári, einnig hvers konar útlán, sem nema hærri fjárhæð en þrem miljónum króna og veitt eru til lengri tíma en tveggja ára, ásamt upp- lýsingum um nöfn lántak- enda, lánskjör og yfirlýst- an tilgang lánanna. Þá skal einnig birta lista yfir ein- staklinga, félög og stofn- anir, sem skulda við ára- mót meira en fimm mil- jónir króna í viðkomandi stofnun. Upphæðir þær, sem nefndar eru i 1. mgr. skulu breytast árlega i réttu hlutfalli við vísitölu byggingarkostnaðar 1. jan. 1978". Uppnám r á Italíu — Aldo Moro rœnt ísraelar mæta haröri mótspyrnu Sjá bls. 3 Þannig hljóðar 2. gr. í lagafrumvarpi sem Ragn- ar Arnalds hefur lagt fram á Alþingi um upp- lýsingaskyldu banka og annarra lánastofnana. I frumvarpinu segir að til- gangur laganna skuli vera að tryggja, að almenn- ingur eigi þess kost að kynna sér og hafa eftirlit með útlánum lánastofn- ana. Þá er ákvæði þess efnis að útlánalistinn skuli lagður fram í afgreiðslu stof nunarinnar áður en lið- inn er fyrsti mánuður næsta árs og afhentur hverjum sem vill gegn hæfilegri þóknun, sem svarar til kostnaðar við prentun. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Veiting lána er mikils- verð og mjög eftirsótt fyrirgreiðsla, ekki sist á verðbólgutimum. Opinber birting lánveitinga opnar almenningi leið til að hafa eftirlit með ráðstöfun f jár úr opinberum sjóðum. Er þá minni hætta á mismun- un og geðþóttaákvörð unum. Auk þess geta ókunnugir kynnt sér milli- liðalaust, hvers konar lán eru veitt og í hvaða til- gangi. Eðlilegast virðist, að þessi háttur sé hafður á um allar lánveitingar úr viðurkenndum lánastofn- unum. Leyndin skapar tor- tryggni. Ekki verður séð. Gert út á afla- tryggingasjóð — mikil reiði ríkjandi hjá sjómönnum og útgerðarmönnum minni fiskiskipa Mikil reiöi er ríkjandi meöal sjómanna og útgeröarmanna minni fiskiskipa á Suöurnesjum og viöar vegna þess leiks útgerö- arinanna stóru fiskiskipanna, sem nú stunda loönuvciöar, aö skipta yfir á net þegar loönu- vertiðinni likur og vera á netum i 4-5 vikur og hirða þess vegna miljónir úr aflatryggingasjóöi. Þarna er hreinlega verið aö leika á kerfið og gera út á afia- tryggingasjóð. Það er vitað mál að þegar loðnuvertið lýkur er það stutt eftir af vetrarvertið að stóru bátarnir geta aldrei náð þvi afla- magni, sem bátar þurfa að fá til þess að fá ekki styrk úr sjóðnum. Þessu eru dæmi og það fleiri en eitt að loðnubátar sem hafa aflað loðnu fyrir 90 miljónir króna á loðnuvertiöinni hafa svo farið á net og fengiögreiddar 4-5 miljónir króna úr aflatryggingasjóði fyrir rúmlega mánaðarúthald á net- um. En bátar þurfa að stunda netaveiði i 35 daga til að þeir séu hlutgengir við úthlutun úr afla- tryggingasjóði. En litlu bátarnir sem ekki geta stundaðloðnuveiðar, en eru þess i stað á linu og netum alla vertiðina fá kannski litið sem ekkert og sumir alls ekkert úr sjóðnum af þvi að afli þeirra yfir fjóran og hálfan mánuð er rétt yfir þvi marki sem sett er hjá aflatrygg- ingasjóði. En svo koma stóru bát- arnir eru 4-5 vikur á netum og hirða miljóna tugi úr sjóðnum, þrátt fyrir það að þeir eru búnir að raka saman peningum á loðnu- vertiðinni. Það hefur og komið i ljós, að þessir stóru bátar fá lang stærsta hlutan af þvi fé, sem veitt er úr aflatryggingasjóði. — S.dór að nokkur lánveiting eigi rétt á sér, sem ekki þolir dagsins Ijós. Hins vegar er ástæðulaust, að bankar og sparisjóðir þurf i að tína til sérhvert smálán og er því miðað við tiltekna lág marksupphæð, þrjár mil jónir króna." Aðgangur bannaður fyrir fatlaða? Fatlaö fólk á oft erindi i Tryggingastofnunarinnar er Tryggingastofnun rikisins. En fjaliaö á 6. siöu Þjóðviljans i eins og sjá má á þessari mynd, dag. þá er ómögulegt fyrir fólk I hjólastól aö komast hjálpar- laust inn i þessa stofnun. Um aögang fatlaöra aö húsakynnum Kröflusvæöiö: Landris í fullum gangi búist við næstu hrinu í júní- mánuði nk. „Astandið viö Kröflu nú, er ná- 'kvæmlega eins og áður hefur verið á milli hrina, það er að hraunkvika streymir inni Kröflu- öskjuna og land ris aftur. Þannig erástandiö nú, að landris er i full- um gangi,og ef ekkertóvænt kem- ur uppá, búast menn við þvi, aö næsta hrina á svæöinu veröi I júni- mánuöi nk. eða i byrjun júli”, sagöi Axel Björnsson jaröeölis- fræöingur er við spurðum hann frétta frá Kröflu i gær, en hljótt hefur veriö um Kröflu, siöan síð- ustu hrinu lauk i janúar si. í hrinunni i janúar sl. seig land á Kröflusvæöinu um einn metra og stóð það sig yfir i 20 daga, en hrinan hófst eins og menn eflaust muna 6. janúar og stóð til 26. janúar, að land tók að risa á ný. t nýútkominni skýrslu sem Axel Björnsson hefur skrifaö um at- burðina á Kröflusvæðinu i vetur og framtiðarhorfur segir hann að enginn leið sé að spá nokkru um framhaldið. Hann bendir hins- vegará að hegðun megineldstöðva sé svipuð i hvert skipti sem virknitimabil gengur yfir og þvi sé eðlilegt að taka mið af Mý- vatnseldum, sem hófust 1724 og stóðu til 1729 af krafti og að einhvérjuleytiallt til ársins 1746. Þess vegna megi allt eins búast viðóróaá þessusvæði i nokkur ár Framhald á bls. 14. ASÍ um undirrót verdbólgunnar Röng efnahagsstefna Alþýðusamband Is- fands sendi í gær f rá sér yfirlýsingu þar sem hraktar eru fullyrðingar um að kaupgjaldið í land- inu og barátta verkalýðs- hreyf ingarinnar fyrir viðhaldi kaupmáttar sé undirrót óðaverðbólgunn- ar. Þar er bent á, að reynslan sýni að undirrót verðbólgunnar sé röng efnahagsstefna, og að verðbólgan hafi verið að- ferð stjórnvalda til þess að rýra kaupmátt. Verkalýðshreyfingin hafi lagt megináherslu á það við samningsgerð að veita viðnám við verð- bólgu um leið og kaup- máttur væri tryggður. Kauphækkanir í krónu- tölu hafi ekki verið bar- áttumál hennar og þess vegna hafi ASÍ lagt fram 14 punktana fyrir samn- ingana 1976 og efnahags- málatillögur sinar við siðustu samningagerð. Stjórnvöld hafi snúist gegn þessari viðleitni og svikið loforð um aðgerðir sem fælu i sér tryggingu kaupmáttar án krór.utöluhækkana. Loforö um skattalækkun og húsnæöismálafyrirheit sl. sum- ar hafa verið svikin. Loforö um aögeröir til þess aö bæta aöbúnaö og hollustu- hætti á vinnustööum hafa veriö svikin. Loforö um aöhald I verölags- málum hafa veriö svikin. Einnig hafa stjórnvöld hafn- aö tillögum ASl frá í febrúar um verölækkunaraögerðir. 1 yfirlýsingu ASI er lögö áhersla á aö brýna nauösyn beri til aö móta nýja og betri efna- hagsstefnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.