Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. mars 1978 Iðnaðarbankinn býður nýtt lánakerfi Iðnaðarbankinn hefur tekið upp nýtt form á inn- og útlánaviðskiptum. Er þetta gert i tilefni þess að bankinn verður 25 ára á þessu ári og er tilgang- urinn að hvetja fólk til sparnaðar. Um er að ræða samningsbundin lántökuréttindi, sem byggð eru á jöfnum mánaðarlegum innborg- unum, líkt og er um sparilán Landsbanka Islands. Iðnaðar- bankinn býður þó betur en Lands- bankinn að því leytinu til, að eftir þvi sem verðbólgan rýrir inn- borganir verður viðskipta- mönnum gefinn kostur á með vissu millibili og eftir endur- skoðun bankans, að hækka inná- greiðslur sinar og hækka þá lána- möguleikarnir samfara þeirri hækkun. Þá býður Iðnaðarbank- inn og sérstakt veðlán, sem upp- hugsað er á sama hátt, en þar eru innborganir hærri, standa i lengri tima og lánin þar af leiðandi hærri og tekin með eignarveði. Lán þessi kaliar bankinn IB-lán og skýrir þau i sérstakri til- kynningu: ,,Með IB-lánum og IB-veð- lánum gefst fólki kostur á að undirbúa jafnt stóra sem smáa lántöku samkvæmt einfaldri sparnaðaráætlun. Þeir sem vilja ávinna sér rétt til lántöku stofna sérstakan IB-reikning og ákveða mánaðarlegar innborganir innan þeirra marka, sem gilda um hámarksupphæðir. Vextir af þessum reikningum eru þeir sömu og af innstæðum á almenn- um sparisjóðsbókum en þeir eru nú 19%. Eftir hinn umsamda tima á reikningshafi rétt á láni, sem nemur sömu upphæð og sparn- aðurinn. Hann hefur þá til ráð- stöfunar tvöfalda þá upphæð, sem spöruð var, auk vaxta. Lánstimi er jafn sparnaðartimanum. Ein- staklingar fá að hafa eitt IB-lán og eitt IB-veðlán i einu. Hjón geta haft tvö lán i hvorum flokki. Um IB-lán gilda þær reglur, að sparnaðartiminn er 6 eða 12 mánuðir. Hámarksupphæð hverrar mánaðargreiðslu er 20.000 kr. i 6 mánaða flokknum en 30.000 kr. i 12 mánaða flokknum. Fyrir IB-láni þarf ekki ábyrgðar- menn. Sparnaðartimi IB-veðlána er 2, 3 eða 4 ár. Hámarksupphæð mánaðargreiðslu er 40.000 kr. sé miðað við tvö ár en 50.000 kr. sé miðað við 3 eða 4 ár. Samkvæmt þessum reglum er hámarkslán á núgildandi verðlagi 2,4 milljónir króna eftir 4 ára sparnað, og er þá ráðstöfunarfé reikningshafa um 5,8 miljónir króna. Til þess að vega á móti áhrifum verðbólgu á sparnaðartimanum er þeim sem undirbúa töku IB-veðláns heimilað að breyta mánaðarleg- um innborgunum einu sinni á ári i samræmi við verðlagsbreytingar. Endanlegt IB-veðlán breytist jafnframt sem nemur hækkun innborgana. Til tryggingar IB- veðláni þarf að setja fast- eignaveð”. Eins og lesa má út úr þessari tilkynningu eru vaxtatekjur af innleggi á IB-veðlán um það bil miljón á fjórum árum, sé um hámarkssparnað að ræða. Leggi hins vegar einhver inn peninga á vaxtaaukareikning, þar sem inn- lánsvextir eru 30%, yrðu vaxta- tekjur á sama tima um hálfri miljón krónum hærri, en ekki áunninn réttur til lántöku. Afborganir af lánum þessum fara fram á jafnlöngum tima og sparnaðurinn stóð og er vöxtum jafnað yfir timabilið, svo greiðslur hvers mánaðar eru þær sömu meðan verið er að greta lánið niður. Mánaðarlegar af- borganir af hæsta IB-láni yrðu 34.391 krónur, en af IB-veðláni 80.920 krónur. Sérstakir starfsmenn bankans annast upplýsingar og afgreiðslu IB-lánanna. Riflega 1400 hluthafar eru að Iðnaðarbankanum, og á rikis- sjóður 28% hlutafjár. —úþ Hverfahópur Samtaka herstödva- andstæöinga i Kópavogi: Minnast 30 mars 1949 SKIP4UTG€R0 KIMSISS, M/s Hekla fer frá Reykjavik þriðjudag- inn 21. þ.m. austur um land til Seyðisfjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vest- mannaeyjar, Hornafjörð, Djúpavog, Breiðdalsvik, Stöðvarfjörð. Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Nes- kaupstað og Seyöisfjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 20. þ.m. M/s Esja fer frá Reykjavik miðviku- daginn 22. þ.m. vestur um land ihringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Isafjörð, Akureyri, Húsavik, Raufar- höfn, Þórshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri, Seyðisfjörð, Mjóafjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvik, Djúpavog og Hornafjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 24. þ.m. m/s Baldur fer frá Reykjavik miðviku- daginn 22. þ.m. til Patreks- fjarðar og Breiðaf jarðar- hafna. Vörumóttaka alla virka daga nema laugardag og aðeins tii hádegis á miðvikudag. Nú á laugardaginn 18. mars, gangast herstöðvarandstæðingar I Kópavogi fyrir fundi, sem helg- aður verður 30. mars 1949. Dag- skráin verður fjölbreytt. Andri I- saksson flytur aðalræðu dagsins-, siðan mun verða flutt ýmislegt skemmti- og menningarefni, og verður sá flutningur aðallega i höndum ungra herstöðvarand- stæðinga i Kópavogi. Kaffi verður á boðstólum, og er tilvalið að slá tvær flugur i einu höggi, mæta á fundinn og leggja þannig smá skerf til baráttunnar gegn her og NATO, og að drekka gott siðdeg- iskaffi. Fundurinn hefst klukkan hálf fjögur og verður haldinn i Þinghól við Hamraborg. Athuga- semd Iðnaðarbankinn hefur beðið Þjóðviljann að birta svofellda at- hugasemd: Á baksiðu blaðs yðar I dag (16.3.) er i frétt af blaðamanna- fundi i Iðnaðarbankanum fjallað um eitt atriði, er valda kann mis- skilningi. Viljum vér af þvi tilefni taka fram, að á umræddum blaðamannafundi kom Otvegs- bankinn aldrei til umræðu hvorki beint né óbeint. Ummæli frétta- manns blaðs yðar eru þvi ekki höfð eftir forráðamönnum Iðnað- arbankans, heldur frá hans eigin brjósti og okkur óviðkomandi. Væntum vér þess, að þér komið þessari athugasemd á framfæri i blaði yðar eins fljótt og kostur er. Einar H. Guöjónsson: Veröur gripiö á kýlunum? Nú, bæði fyrir og eftir þessi áramót, hefir maður varla litið svo i dagblað eða skrúfað frá rikisfjölmiðlum, að ekki bæri þar hæst i innlendum frétta- dálkum ný tiðindi af óvenjuleg- um fölsunum og fjárdrætti ein- staklinga. Má þvi ætla, að dómstólar landsins og aðrir þjónar réttvis- innar verði fyrstum sinn önnum kafnir við að rekja spor þessara afbrotamanna inn i skugga for- tiðarinnar, það er að segja ef enginn verður til þess að gripa i þráðinn og framlengi þar með jórturfrið þeirra við rikis- og bankajöturnar. En slikt mun áður hafa átt sér stað á vettvangi dómsmálanna. En sjaldan munu kröfur al- mennings verða ákveðnari en nú að gengið verði hreint til þessara verka og lögmenn látn- ir hvorki vilia sýn eða vefja úlf- héðni að höfði sér. Fyrir nokkrum áratugum litu margir svo á að þjófnaður af ýmsu tagi væri bein afleiðing af örbirg) og umkomuleysi fólks- ins — vegna langvarandi bág- inda neyddust menn til að stiga yfir kritarstrik hins borgaralega samfélags. Saga Gests Pálsson- ar „Tilhugalif” túlkar einmitt þar þetta viðhorf i skörpum dráttum. Út frá þessu sjónar- miði töldu menn það vera stað- reynd að með bættum efnahag almennings og betra skipulagi, hlyti afbrotum að fækka og þroskavænlegri timar þvi trú- lega að vera framundan. Nú má segja, að sultur og harðrétti sé horfið úr landi okk- ar og þeir tímar heyri nú til for- tiðinni „þegar ekkert fékkst út nema ónotin rétt fyrir jólin””— svo maður vitni til orða Jóhann- esar. Allt er nú þetta harla gott, en samt sem áður er vinnuþrælkun ekki úr sögunni og má segja, að hún sé eitt furðulegasta fyrir- bærið f okkar svokallaða vel- ferðarþjóðfélagi. Flestirgeta nú notið menntunar i rikum mæli, og. i skólum landsins starfar fjöldi hámenntaðra kennara, studdir nýjustu uppeldisfræðum og hagkvæmu skipulagi. Þegará þetta allt er litið hefði hið góða og eftirsóknaverða þjóðfélag átt að geta komið af sjálfu sér. „En höfum við geng- ið til góðs götuna fram eftir veg?” Þvi miður virðast einhverjir maðkari mysunni: Margir vilja nú kenna verðbólgunni um það hversuf jármála,,mórall” okkar er slappur nú á dögum. Sjálf- sagt kemur margt fleira til greina. Ýmsir hafa komið ár sinni vel fýrir borð i Keflavik- inni — og j>æti ekki lika hinn ókrýndi kingur okkar, Bakkus, komið þarna eitthvað við sögu. Það skildi þó ekki vera að barátta okkar við verðbólguna um árabil, hafi lengst af verið skollaleikur og sýndarmennska, að minnsta kosti hafa sumir klappað henni á kollinn og átt við hana launmæli. Enværiekki holltfyrir suma 'fjárplógsmennina, ,,sem iðrast liklega aldrei, sem þeir hafa sagt né gert”, að minnast unga mannsins i Húnavatnssýslu, er seldi annað eista sitt — til þess að geta staðið i skilum með jarðarpart, sem hann var að kaupa. Talið er vist, að margir Islendingar, ef Islendinga skyldi kalla, eigi fé sitt fólgið i bönkum viða erlendis. Sannast á þeim orð Vidalinspostillu: „Hin grimmu villidýr í mörk- inni, hafa sinn vissa skammt, þau taka ekki bráð sina nema hungruð — en græðgi hins ágjarna tekúr aldrei enda”. Og hvað skyldu margir brask- arar fremja á sér harakiri á þessu kosningaári? Skrifað i janúar 1978, EinarH. Guðjónsson Tiðarfarið hefur verið með eindæmum gott i Reykjavik aö undanförnu og margir tala um að vor sé I lofti. Um þetta leyti er lika komiö vor I grásleppukariana og þeir farnir að dytta að bátum sinum og netum. — Ljósm.: eik. Skrifið — eða hringið I síma 81333 Umsjón: Guðjón Friðriksson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.