Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Viöfangsefni þjóðfélagsfrœða útvarp Öldrunarfélagsfræði í kvöld kl. 19.35 flytur Ingibjörg Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur erindi um öldrunarfélags- fræði i erindaflokknum „Við- fangsefni þjóöfélagsfræöa.” — Erindið fjallar m.a. um þaö hvers vegna ellin er orðin fjöl- mörgum vandamál i nútima sam- félögum, sagði Ingibjörg, en eink- um þó um þá fræðigrein sem hef- ur tekið þennan vanda til athug- unarútfrá félagslegu sjónarmiði, þ.e. sem tekur til félagslegra at- hugana á öldrun og högun aldr- aðra. — Þó að þessi fræðigrein, öldr- unarfélagsfræði, sé ung fræði- grein sem slik, þá hafa verið sett- ar fram ýmsar kenningar um eðli öldrunar og afleiðingar hennar fyrir einstaklingana og mun ég leitast við aðgera einhverja grein fyrir þeim kenningum sem hafa verið mest áberandi i þessum efnum. Þetta erindi er að mestu byggt Ingibjörg Guðmundsdóttir. á B.A. ritgerð sem ég lauk við á s.l. hausti ásamt Asdisi Skúla- dóttur. I þeirri ritgerö fjölluðum við annars vegar um aldraða og öldrun almennt,og hins vegar um aldraða hér á Islandi: hvernig brugðist hefur verið við þeim vanda sem við er að eiga hér, um islenskar kannanir á högum aldr- aðra, óskum þeirra og þörfum og einnig hvernig hugsanlega mætti leysa þessi mál betur og hag- kvæmar en gert hefur verið. Eins og áður er komið fram tekur þetta erindi mitt aðallega til hinnar fræðilegu hliðar þess- ara mála en eftir hálfan mánuð mun Asdis Skúladóttir flytja er- indi á sama tima um kannanirnar og lausnirnar. Vmis vandamál koma upp, þegar ellin sækir að. „Lundinn og vargurinn” er kanadisk heimildamynd um Iffsbaráttu lundans á eyju nokkurri undan strönd Nýfundnalands, þar sem er ein- hver mesta lundabyggö Amerfku. Vaxandi fjöldi máva verpir á sömu slóðum, og harðnar þvi lifsbarátta lundans með hverju árinu. Myndin er 25 min. löng óg hefst kl. 20.35. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Reynt að gleyma” eftir Alene Cor- liss Axel Thorsteinson les þýðingu sina (8). 15.00 Miðdegistónleikar Kon- unglega filharmóniusveitin i Lundúnum leikur Scherzo Capriccioso op. 66 eftir Dvo- rák og Polka og Fúgu úr óperunni „Schwanda” eftir Weinberger, Rudolf Kempe stjórnar. Jascha Heifetz og Emanuel Bay leika lög eftir Wieniawski, Schubert o.fl. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Ctvarpssaga barnanna: „Dóra" eftir Ragnbeiði Jónsdóttur Sigrún Guðjóns- dóttir les (17). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðfangsefni þjóðfélags- fræða Ingibjörg Guðmunds- dóttir þjóðfélagsfræðingur flytur erindi um öldrunar- félagsfræði. 20.00 Frá óper ut ónleiku m Sinfóniuhl jóms veitar ls- lands og Karlakórs Reykja- vikuri Háskólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Wilhelm Bruckner-Ruggeberg Ein- söngvarar: Astrid Schirmer sópran og Herbert Stein- bach tenór — öll frá Vest- ur-Þýskalandi. Fyrri hluti efnisskrár, sem útvarpað verður þetta kvöld, er tón- list úr óperunni „Fidelio” eftir Ludwig van'Beet- hoven: Forleikur. Aria Leónóru. Fangakórinn. Tvi- söngur Leónóru og Flore- stans. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 20.50 Gestagluggi Hulda Val- týsdóttir stjórnar. 21.40 Ballettmúsik úr óperunni „Céphale et Procris” eftir André Grétry i hljóm- sveitarbúningi eftir Felix Mottl. Sinfóniuhljómsveitin i Hartford leikur, Fritz Mahler stjórnar. 21.55 Smásaga: „Ballið áGili” eftir Þorleif B. Þorgrimsson Jóhanna Hjaltalin les. 22.20 Lestur Passiusálma Kjartan Jónsson guðfræði- nemi les 45. sálm 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Afangar Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. 20.C0 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Lundinn og vargurinn (L) Kanadisk heimilda- mynd. A eyju nokkurri und- an strönd Nýfundnalands er einhver mesta lundabyggð Ameriku. Lifsbarátta lund- ans harðnar með hverju ár- inu vegna vaxandi fjölda máva, sem verpa á sömu slóðum. Þýðandi og þulur Eiður Guðnason. 21.00 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Helgi E. Helgason. 22.00 Þriðja atlagan (Harmadik nekifutás) Ung- versk biómynd. Leikstjóri Peter Bacsó. Aðalhlutverk István Avar. István Jukas stjórnar stórri verksmiðju. Hann var áður logsuðumað- ur en hefur komist vel áfram. Vegna óánægju seg- ir hann upp starfi sinu og reynir að taka upp fyrri störf. Þýðandi Hjalti Krist- geirsson. 23.30 Dagskrárlok. Rekstrarvandi frvs tihúsanna í Kastljósi Helgi E. Helgason er umsjónar- maður Kastljóss að þessu sinni og kvaðst hann að öllum likmdum mundu fjalla um rekstrarvanda frystíhúsanna og fiskvinnslunnar á Suðvesturlandi og I Vestmanna- eyjum. 1 Kastljósi verður einnig rætt um frumvarp sem milliþinga- nefnd hefur samið um starfsemi stjórnmálaflokkanna. Kastljós hefst klukkan niu i kvöld. PETUR OG VELMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórsson N\ or ^unrAaturinD er tilbO'An, Ke.rr^! M í. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.