Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Alþýöubandalagið í Hveragerði og Árnessýslu: Félags- og stjórnmálanámskeið Undanfarnar vikur hefur staðið yfir féiags- og stjórnmálanám- skeið, sem Alþýðubandalags- félögin i Hveragerði og Arnes- sýslu hafa sameiginlega staðið fyrir. Námskeiðið hefur nú staðið yfir i 5 kvöld. Fyrstu þrjú kvöldin var fjallað um ræðugerð og ræðu- flutning, , en siðustu tvö kvöldin fjölluðu þeir Einar Olgeirsson og Ólafur Ragnar Grimsson um þró- un sósialismans á Islandi og stefnu Alþýðubandalagsins. Þátttaka i námskeiðinu hefur verið mjög góð og hafa 26 manns sótt það. Upphaflega var fyrirhugað að námskeiðið stæði i 6 kvöld, og samkvæmt þvi væri þá eitt kvöld eftir nú en á siðasta fundi var ákveðið að framlengja þvi um eitt kvöld og verða siðustu tveir fund- irnir haldnir dagana 3. og 4. april. Nánari upplýsingar þar að lút- andi gefa Gyða Sveinbjörnsdótt- ir, formaður Alþýðubandalags- félags Arnessýslu i sima 1659 og Auður Guðbrandsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsfélags Hveragerðis i sima 4332. Meðfylgjandi mynd var tekin af þátttakendum námskeiðsins i Kaffistofu Hallfriðar i Hvera- gerði. A myndinni eru talin frá vinstri: Bryndis Sigurðardóttir, Gyða Sveinbjörnsdóttir, Iðunn Gisladóttir og fyrir aftan hana er Steinunn Siguröardóttir, fyrir framan Iðunni er Dagbjört Sig- urðardóttir, þá Agnes Hansen, og fyrir aftan hana er Karlinna Sig- mundsdóttir, þá kemur Margrét Frimannsdóttir, Sigurður Sól- mundarson, Aslaug Einarsdóttir sést varla, Baldur Óskarsson, Auður Guðbrandsdóttir, og í skugganum af Auði er Halldór Höskuldsson, Guðriður Jóelsdótt- ir, Hjördis Björk Asgeirsdóttir, Sigurhanna Gunnarsdóttir, Birna Frimannsdóttir, Guðmundur Wium og Halldór Hafsteinsson. —IGG Föstudagsmyndin í sjónvarpinu: Lögmætt andóf í Ungverjalandi Eftir Kastljós i sjónvarpinu i kvöld veröur sýnd ungverska kvikmyndin „Þriðja atlagan”. Þar sem ungverskar myndir eru fremur sjaldséðar hérlendis báö- um við þýöandann, Hjalta Krist- geirsson, um aö segja okkur deili á myndinni. — Er þetta listaverk? — Nei, það held ég ekki, segir Hjalti. Mér skilst að sjónvarpið geriyfirleittekki listrænar kröfur til kvikmynda sem það sýnir. — En er hún skemmtileg? — Ekki finnst mér það. Ég veit ekki hvaö öðrum þykir. Menn sakna kannske barsmiðanna úr amerisku myndunum. Og það er ekkert klám heldur. Stelpan sem ber út Morgunblaðið unverska er peysuklædd upp i háls. — Er myndin pólitisk? — Já, það held ég megi full- yrða. Þetta er mynd af þvi tagi sem ég býst við að sovéskir andófsmenn vildu helst gera. Þarna er verið að sýna stéttamis- mun, óvinsældir „stjórnunar- félagsins” og fjarlægð Flokksins frá almenningi. Og fari áhorfend- ur að geispa yfir langdreginni mynd, skal ég ráðleggja þeim að stytta sér stundir við að leita að verkalýössamtökunum á þeim Hjalti Kristgeirsson vinnustöðum sem veriö er aö lýsa i myndinni. — En þessu er þó sleppt úr landi hjá Ungverjum? — Já. Og það er þeim til heið- urs. —e.k.h. AÐALFUNDUR r Samvinnubanka Islands h.f. verður haldinn i Tjarnarbúð, Vonarstræti 10, Reykjavik, laugardaginn 18. marz 1978 og hefst kl. 14.00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fund- arins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA boðar til fundar um atvinnumál á höfuð- borgarsvæðinu að Hótel Loftleiðum (Kristalsal) sunnudaginn 19. mars kl. 14.00. FUNDÁREFNI: 1. Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Is- leifur Gunnarsson, flytur ræðu um at- vinnumálastefnu sina. 2. Þórður Gröndal, verkfræðingur og Gunnar S. Björnsson, húsasmiðameistari, flytja erindi um afstöðu Landssambands iðnaðarmanna til atvinnumála á svæðinu. 3. Almennar umræður. Félagsmenn aðildarfélaga Landssam- bandsins eru hvattir til að mæta á fundinn. F j ölbrautarskólinn á Akranesi vill kanna hve margir ibúðaeigendur á Akranesi vilja leigja nemendum herbergi á hausti komanda. Jafnframt er óskað eft- ir upplýsingum um hugsanlegar leigui- búðir fyrir kennara næsta vetur. Ætla má að leigutimi miðist við 15. ágúst. Þeir sem vildu sinna þessu vinsamlegast snúi sér til skrifstofu skólans (simi 1495) sem jafn- framt veitir allar nánari upplýsingar. Skólanefnd. AÐAL- FUNDUR Aðalfundur Sparisjóðs Vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, laugardaginn 18. mars n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra i dag föstudaginn 17. mars. i af- greiðslu Sparisjóðsins að Borgartúni 18 og við innganginn. Stjórnin. Blaðburðarfólk óskast Vesturborg: Austurborg: Melhagi Sogamýri Háteigshverfi (afl.) Seltjarnarnes: Vogar Tún Skólabraut Skúlagata Miðsvæðis: DIOÐVIUINN Grettisgata Siðumúla 6 simi 8 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.