Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. mars 1978 ’ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 lsraelar mæta haröri mótspyrnu Ræman næst landamærunum að mestu á valdi þeirra 18/3 — Harðir bardagar geisuðu i dag á 640 ferkiiómetra ræmu i Suður-Líbanon og herflugvélar israela héldu uppi linnulausum árásum á stöðvar Palestinu- manna. Beltið, sem barist er á, nær allt frá Miðjarðarhafi til hlíða Hermonfjalls. Svo er að heyra á fréttum að innrásarlið ísraela, um 20.000 manns talsins, mæti harðri mótspyrnu og hafi litið sótt frain siðan I gær. Palestinumenn segjast hafa hrundið áhlaupum israela á mikl- um hluta viglinunnar. Fréttaskýrendur i Beirút, höf- uðborg Libanons, telja að tilgang- ur tsraela með innrásinni sé ann- arsvegar einkum sá að veikja PLO, aðalsamtök Palestinu- manna, og hinsvegar að styrkja aðstöðu ísraels með tilliti til samninga við Arabarikin i fram- tiðinni. Mestur hluti landræm- unnar næst israelsku landamær- unum er þegar á valdi Israela og þykjast menn i Beirút vissir um að Israelar hyggist halda þeirri ræmu sem öryggisbelti. Palestinumenn verjast þó enn i þorpi nokkru fimm kilómetra norð-vestur af Golan-hæðum i Sýrlandi, sem tsraelar halda her- numdum, og frá þorpi þessu er skammt til byggða nyrst i tsrael. Begin forsætisráðherra lsraels — hann vill auga fyrir auga og tönn fyrir tönn — eða riflega það. Fréttir benda til þess að mann- fallið sé mjög mikið, en tilkynn- ingum striðsaðila um það ber ekki saman. Samkvæmt óháðum heimildum er talið að Palestinu- menn hafi látið um 100 manns fallna og Israeiar um 70. Að minnsta kosti um 130 libanskir þegnar eru taldir hafa farist, þar af fórust um 40 er israelskar flug- vélar jöfnuðu við jörðu stóran hluta Ouzai’i-hverfisins, sem er rétt hjá aðalflugbraut alþjóðlega flugvallarins við Beirút. Þrátt fyrir undanhaldið i gær er bar- áttumóður Palestinumanna sagður mikill. Heimsmet í geimdvöl 16/3 — Sovésku geimfararnir Júri Rómanenkó og Georgi Gretsjkó lentu i dag heilu og höidnu um 265 kilómetra vestur af borginni Tselinógrad i norðurhluta Kasakstans. Voru þá 96 dagar og 10 klukkustundir liðnar frá þvi að þeir lögðu upp i geimferð sina og hafa þeir þvi verið lengur úti i geimnum en nokkrir aðrir jarðar- búar hingað til. Fyrra metið áttu bandariskir geimfarar. Enn lækkar dollarinn 16/3 — Bandarikjadollarinn tók i dag eina dýfuna enn gagnvart japanska jeninu og komst nú neðar en nokkru sinni fyrr, eða á 232.30 jen, i kauphöllinni i Tókió. Er það orðið regla að dollarinn sigi stöðugt niður á við gagnvart jeninu, nema þvi aðeins að japanski seðlabankinn gripi til sinna ráða tii hjálpar dollaran- um. Carter tekur svari ísraela Flestir adrir fordæma eda harma innrásina Aldo Moro rænt 16/3 — Viðbrögðin gagnvart innrás Israela i Líbanon cru yfir- leitt þau, að innrásin er fordæmd eða að minnsta kosti hörmuð. Þó eru undantekningar frá þeirri reglu; til dæmis hefur Carter Bandarikjaforseti gefið til kynna að hann telji aðgerðir lsraela lög- mæta sjálfsvörn, eða þannig túlka bandariskir embættismenn ummæii forsetans. Henry Kissing er, fyrrum utanrikisráðherra Bandarikjanna, er einnig þeirrar skoðunar að rétt hafi verið af tsraelum að gera árásina. Bresku blöðin fordæma hins- vegar flest innrásina. Times i Lundúnum segir að flestir Bretar skilji að visu þær tilfinningar, sem rekið hafi tsraela til þessara aðgerða, en á hinn bóginn sé ljóst að tsrael geti ekki fengið frið og öryggi nema þvi aðeins að það sé reiðubúið að skila hernumdu svæðunum, viðurkenna að Palestinumenn séu þjóð og eigi sem slikir engu minni rétt á landi en gyðingar sjálfir. Times kallar það harmleik fyrir ísrael, að þegar lif þjóðar þess sé i veði, þá sé þvi stjórnað af óvitrum mönn- um. Flelri blöð bresk taka i sama streng. Ihaldsblaðið Daily Telegraphskersighér úr og segir að timi hafi verið kominn til þess að Libanon væri „hreinsað af palestinskum skæruliðum.” Kaled konungur Saudi-Arabiu hefur skorað á Carter Banda- rikjaforseta að stöðva hernaðar- ihlutun tsraela. Stjórn Jórdaniu fordæmdi tsrael i gær fyrir innrásina og hvatti til þess að arabar stæðu sameinaðir. Stjórn Súdans skorar á þjóðir heims að knýja Israel til þess að kalla her sinn til baka og fordæmir tsraela fyrir innrásina. Egyptaland hefur mælst til þess við stórveldi þau fimm, sem hafa fastasæti i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna — Bandarikin, Sovétrikin, Bret- land, Frakkland og Kina — að þau geri ráðstafanir til að stöðva ihlutun tsraela, sem Egyptar saka um að stefna að útþurrkun palestinsku þjóðarinnar. Kamel, utanrikisráðherra Egyptalands, kallaði i gær fyrir sig ambassadora Bandarikjanna, Bretlands, Frakklands og Vestur- Þýskalands i Kairó og sagði við þá að rikjum þeirra bæri skylda til þess að binda þegar endi á árásir tsraela. Arababandalagið hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar taki þegar til sinna ráða og stöðvi innrásina. 16/3 — Svonefndir borgarskæru- iiðar náinu i dag á brott Aido Moro, einn þekktustu stjórn- máiamanna italiu, og skutu til bana fimm lifverði hans. Mikil óöld hefur lengi rikt á italiu og hefur yfir áttatiu manns verið rænt á s.l. ári og það sem af er þessu. Moro er hinsvegar hátt- settastur þeirra, sem til þessa hafa orðið fyrir barðinu á mannræningjum, og er sumra hald að brottnámið á honum valdi mesta hættuástandi, sem italia hefur komist i eftir siðari heimsstyrjöld. • Aldo Moro er 61 árs, einn af leiðtogum flokks kristilegra demókrata, hefur fimm sinnum verið forsætisráðherra landsins og er talinn liklegur til að verða næsti forseti þess. öfgasamtök sem nefnast Rauða herdeiidin eru sögð sek um ránið. t dag var hin nýja rikisstjórn kristileera demókrata undir forustu Giulios Andreotti, sem kommúnistar, sósialistar, sósialdemókratar og lýðveldis- sinnar styðja, kynnt þinginu, og sagði Andreotti forsætisráð- herra á þingi i dag aðbann teldi engum vafa undirorpið að hryðjuverkamennirnir hefðu einmitt valið þennan dag til mannránsins með það fyrir augum að gera stjórninni oieik. Moro átti mikinn þátt i að samn- ingar tókust um myndun þeirr- ar stjórnar milli tveggja sterk- ustu stjórnmálaafla landsins, kristilegra demókrata sem hafa kaþólsku kirkjuna á bak við sig og kommúnista, en flokkúr þeirra er stærsti kommúnista- flokkur Vestur-Evrópu. Moro var á leið til þingsins heiman frá sér er mannræningj- arnir óku á bil hans,stráfelldu lifverði hans á svipstundu með vélbyssuskothrið, drógu Moro inn i stolinn bil og óku með hann á brott. 1 tilkynningu, sem sögð er vera frá mannræningjunum, er þess krafist að hætt verði réttarhöldum yfir 15 mönnum úr rauðu herdeildinni, sem eru fyrir rétti i Torino. Helstu verkalýðssamtök landsins, sem kommúnistar eru áhrifamestir i, hafa kallað til sólarhrings verkfalls i mót- mælaskyni vegna mannránsins og drápanna. Giuseppe Saragat fyrrum Italfuforseti sagði þetta hræðilegasta atburð i landinu - frá þvi að valdatið fasista Mussolinis lauk. Kommúnista- flokkurinn segir i opinberri yfir- lýsingu að mannránið sé villi- mannlegur glæpur og hvetur öll lýðræðisöfl i landinu til aö standa saman á þessari hættu- stund. Ugo La Malfa, leiðtogi Lýðveldisflokksins, sagði að hryðjuverkamenn hefðu lýst yf- ir striði á hendur rikinu. Sagt er að mannræningjarnir hafi verið 12 talsins, þar af ein kona. Þrjár tegundir af nýja íslenska gœðakexinu eru komnar á markaðinn. Biðjið um nýja Holtakexið í næstu búð. REYKJAVÍK SÍMi 85550

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.