Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Skipalyftan er brýnt hags- munamál fyrir okkur — Leggjum mesta áheyrslu á atvinnumálin, segir Sveinn Tómasson prentnemi, sem skipar 1. sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins til bæjarstjórnakosninga í Eyjum — Straumurinn liggur mjög til okkar Aiþýöubandalags- manna núna, það er augljóst , og við höfum látið andstæðinga okkar heyra það að viðætium að koma þremur mönnum I bæjar- stjórn. Það er kannski svolitil bjartsýni, en það er greinilegt að kratarnir hafa ekki eins mik- inn hljómgrunn og þeir höfðu og ég fæ bókstaflega ekki séð, hvernig Framsókn ætlar að fá mann hér kjörinn. Það er Sveinn Tómasson sem svo mælir. Hann er efstur á framboðslista Alþýðubanda- lagsins i Eyjum til bæjarstjórn- arkosninganna. Sveinn hefur lengst af starfað sem vélstjóri og verið mikið til sjós, en und- anfarin þrjú ár hefur hann verið við prentnám. Þegar við bönk- uðum uppá hjá Sveini um dag- inn, var hann einmitt nýkominn af fundi Alþýðubandalags- manna, þar sem bæjarmála- stefnuskrá sósialista var til um- fjöllunar. Bæjarmálastefnuskrá — Viö erum búnir að halda þrjá fundi um bæjarmála- stefnuskrána, sem við erum að vinna að, segir Sveinn. Við leggjum sérstaka áherslu á at- vinnumálin og teljum þau brýn- ust. Við leggjum lika áherslu á skipalyftuna. Hluti hennar er kominn hingað, en hún var öll flutt burt I gosinu. Við viljum fá efndir á þvi, að hún komist i gagnið eins og til stóð. Mér skilst, að það standi á einhverri ;skýrslu frá sérfræðingum varð- andi þetta mál fyrir landið i (heild. Það má ekki tefja þetta, ,þvi skipalyftan er svo brýnt .hagsmunamál fyrir okkur. Skipalyftan veitir 100 manns vinnu — Hvað getur skipalyftan veitt mörgum atvinnu? — Það er áætlað að um 100 manns starfi við hana, þegar hún er komin upp. Skipalyftan verður góð viðbót við atvinnulif- ið hér i Eyjum, sem ekki er of fjölbreytt. En það er dýrt fyrir- tæki að koma þessu upp og til þess þarf aðiafla fjár Rikissjóður mun fjármagna skipalyftuna að 40%. Hafnarsjóður þarf þá að leggja fram 60% og það þarf að vinna að þvi að Hafnarsjóður geti fengið lán til að standa við þær skuldbindingar. Við skipa- lyftuna munu fyrst og fremst starfa járnsmiðir, en aðrar iðn- greinar fléttast lika inn i. Stór hópur rafvirkja kemur til með að vinna þarna, trésmiðir h'ka og verkamenn að einhverju leyti. Þegar búið er að koma upp nauðsynlegum útbúnaði og fjölga spilum, getur lyftan tekið allt að 500 tonna skip. — Það virðist vera mikill hugur i Alþýðubandalagsmönn- um hér i Eyjum nú? — Já, það er mikill kraftur i félaginu hér. T.d. gengu 42 i félagið á einum fundi fyrir stuttu, og félagar I Alþýðu- bandalagsfélaginu eru nú 112. Eftirtektar verðast er hve margir af þessum nýju félögum eru ungt fólk. — Þið ætlið ekki i sameigin- legtframboð með öðrum eins og i siðustu bæjarstjórnarkosning- um? Töpum alltaf á sam- krulli — Nei, við töpum alltaf frek- Sveinn Tómasson: „Skiljum ekki lánveitinguna til Grinda- vikur.” ar en hitt á samkrulli við aðra. Siðast buðum við fram með Framsókn. A þessukjörtimabili hefur Þórarinn Magnússon ver- ið fulltrúi okkar i bæjarstjórn. Hann hefur staðið utan við darr- aðardansinn i bæjarstjórninni og verið málefnalegur i öllum málum. Annars er óhætt að segja að meirihlutinn nú sé ein- kennilegur og ég hugsa að þetta sé nokkuð óvenjuleg staða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið klofinn. Kratarnir þrir hafa myndað meirihlutann ásamt Þórarni, Sigurgeiri Kristjáns- syni Framsóknarmanni og Sig- urði Jónssyni frá Sjálfstæöis- flokknum. Annar Sjálfstæðis- maður, Einar H. Eiriksson skattstjóri, sagði af sér og i staðinn kom Jón 1. Sigurðsson, sem ég held ég megi segja að sé i andstöðunni. Áhersla á atvinnumál- in —Hvaða mál verða efst á baugi i kosningabaráttunni? — Við munum leggja mesta áherslu á atvinnumálin. Aætlað er að hér þurfi að bætast við 350 atvinnutækifæri á næstu 9 áum. Það þarf að gera talsvert rót- tæka hluti i atvinnumálunum. Hafnarmálin eru i skötuliki, fyrst og fremst vegna fjár- skorts. Vegna náttúruhamfar- anna hér veitti Alþjóöabankinn lán sem nam einum miljarði ár- ið 1973. Lánið var með góðum kjörum og hefði verið eðlilegt að fjármagnið færi hingað vegna gossins. Enmest af þessu fór til Grindavikur.og einnig var veitt til Hornafjarðar og Þorláks- hafnar. Við skiljum ekki þessa lánveitingu til Grindavikur, e.t.v. var hún vegna þess að Tómas Þorvaldsson var i stjórn Viðlagasjóðs. Það er fyrir sig með Þorlákshöfn, vegna þeirra góðu samskipta sem við höfum við Þorlákshafnarbúa i sam- bandi við Herjólf. En ég tel þetta óverjandi með Grindavik. Við viljum ekki minnka þjón- ustu hér, en það má fara var- lega i að auka hana. 1 sumum vilvikum höfum við þjónustu sem hæfir 6000 manna bæ, t.d. sundhöllina, sem er mikið og dýrt mannvirki. Við hljótum lika að leggja áherslu á að fá léttan iðnað hingað og auka f jöl- breytni atvinnulifsins. 7 málaflokkar — Hvernig verður kosninga- baráttunni hagað? — Það verður einn sameigin- legur fundur flokkanna, þannig hefur það alltaf verið hér. Venjulega er hann haldinn 4-5 dögum fyrir kosningadaginn, og er sami háttur á bæði fyrir bæjarstjórnar- og alþingiskosn- ingarnar. Við Alþýðubanda- lagsmenn höfðum rabbað sam- an og haldið fundi og komið okk- ur saman um drög að stefnu- yriflýsingu. Við tókum sérstak- lega fyrir 7 málaflokka, og munum við birta greinargerðir um þá i Eyjablaðinu næstu vik- ur, fram að kosningum. — Hefur ihaldið ekki minni áhrif hér en áður var? — Það er liðin tið að ihaldið geti ráðið hér öllu eins og það gerði. Eins og hver maður getur séð sem hingað kemur, er kraftaverk hvað gert hefur ver- ið eftir gos, en ástandið er óeðli- Framhald á 14. siðu Ríkí sem selur sig upp til agna Eyjan Nauru er smáríki i Kyrrahafi, miðja vegu milli Ilavæeyja og Astraliu. Ríki þetta verður fyrst allra rikja til að selja sig upp til agna i bókstaflegum skilningi. Lýðveldi þetta hefur um 4000 ibúa, og þar er mesta rikidæmi á ibúa i heimi. Allir búa á strönd- inni, og tekur ekki nema 20 minútur að keyra hringinn.þvi að eyjan er ekki nema 8 1/2 fermila að stærð. Miðja eyjarinnar er um 200 feta háslétta. Slétta þessi er auðug- asta fosfatnáma heims. Miljónir fugla hafa dritaðá hana um aldir. A hverju ári er 1-2,5 miljónir lesta af gúanói teknar af þessum birgð- um og er þessum dýrmæta áburði skipað út til Astraliu. Naurumenn eiga allir sinn hlut i þessari áburðarvinnslu og fá ágóðann sendan heim á mánuöi hverjum, stundum þúsundir doll- ara i senn. Auk þess safna þeir i mikla fjárfestingarsjóði sem kaupa t.d. ýmsar eignir og fyrir- tæki i Astraliu. Þessir sjóöir eiga að tryggja framtið eyjarskeggja þvi aðgúanóðiðmunþrjóta i fyrir- sjáanlegri framtið. Um aldamót mun hver landsmaður eiga sem svarar hálfri miljón dollara i er- lendum fjárfestingum. Astraliumenn hafa boðið Naurumönnum að hýsa þá á Franser og Curtis eyjum fyrir ut- an strönd Queensland, þegar ævintýrinu lýkur. En forseti Nauru, Bernard Dowiyogo segir, að sitt fólk muni reyna að þrauka áfram á þeirri landræmu sem eftir verður umhverfis minning- una um gúanóbinginn 14 dæmdir til dauða í Zaire 16/3 — Tilkynnt hefur verið i Kinshasa, höfuðborg Zaire, að herréttur hafi dæmt til dauða 14 menn, sem ákærðir voru fyrir samsæri með það fyrir augum að steypa af stóli Mobutu Sese Seko, forseta landsins. Alls voru rúm- lega 90 menn ákærðir fyrir hlut- deild i samsærinu. Tónlistarskóli Kópavogs í heimsókn til Akureyrar: Tónleikar í Akureyrarkirkju Þrjátiu og tveir nemendur I Tónlistarskóla Kópavogs fara i heimsókn til Tónlistarskólans á Akureyri um helgina. Ilaldnir verða tónleikar i Akureyrar- kirkju á morgun, laugardaginn 18. mars kl. 17. A tónleikunum er fjölbreytt efnisskrá og leikur þar blásarakvintett undir stjórn Jóns Hjaltasonar, og Hljómsveit Tón- listarskóla Kópavogs leikur undir stjórn Inga B. Gröndals. Þá syng- ur Berglind Bjarnadóttir einsöng við undirleik Jakobs Tryggvason- ar, orgelleikara. Tónlistarskóli Kópavogs tók til starfa árið 1963. Fyrsti skólastjóri var Jón S. Jónsson og á fyrsta skólaárinu voru nemendur 40 talsins og kennarar 5. Arið 1965 tók Frank Herlufsen við skóla- stjórn og árið 1968 var Fjölnir Stefánsson ráðinn skólastjóri og hefur gengt þvi stafi siðan..Yfir- kennari er Kristinn Gestsson. Skólinn hefur vaxið með árunum og nú eru nemendur 353 talsins, þar af 91 i forskóladeildum fyrir 6 og 7 ára börn. Kennarar eru 24. Tónleikahald er mikilvægur þáttur i starfsemi skólans. Fyrir utan jóla- og vortónleika eru haldnir nemendatónleikar mán- aðarlega. Sérstök vornámskeið fyrir væntanlega forskólanem- endur eru haldin i mai ár hvert. Berglind Bjarnadóttir með ung- um fiðluleikurum Ljósm. eik. Frá árinu 1973 hafa 4 nemendur útskrifast frá skólanum. Gott samstarf er milli Tónlist- arskólans og Menntaskólans i Kópavogi og hefur Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari sýnt þessu samstarfi mikinn áhuga. Nemendur menntaskólans geta valið tónlistarkjörsviö eða tón- listarnám sem valgrein. A fyrstu árum skólans var hús- næðið ótryggt frá ári til árs. Haustið 1971 tók skólinn á leigu til lOára húsnæði það að Hamraborg 11 er hann hefur nú til umráða. Þótt skólahúsnæðið hafi þótt rúm- gott i upphafi eru þrengslin mjög mikil nú og þvi miður hefur ekki verið unnt að veita öllum skóla- vist er þess hafa leitað. Hljómsveit Tónlistarskóla Kópavogs er ung að árum, stofn- uð haustið 1970 og var Páll Grön- dal stjórnandi hennar. I upphafi skólaárs 1976 tók Ingi B. Gröndal við og hefur haldið um tónsprot- ann siðan. 1 april 1973 hélt hljóm- sveitin sina fyrstu sjálfstæðu tón- leika og hefur það verið árviss þáttur i hennar starfi æ siðan. Vorið 1976 hélt hljómsveitin tón- leika i Hveragerði i boði læknis- hjónanna þar, frú Guðriðar Jóels- dóttur og Þórhalls B. Ólafssonar. Þar að auki hafa nemendur skól- ans almennt komið fram við fjöl- mörg tækifæri i Kópavogi og við- ar, svo sem i útvarpi og sjón- varpi. Arið 1973 fóru nemendur skól- ans i tónleikaferð til Selfoss i boði Tónlistarskóla Arnessýslu. Og nú er það sérstakt ánægjuefni að fá tækifæri til að halda tón- leika á Akureyri og kynnast nem- endum við Tónlistarskólann þar. Blásarakvintettinn ásamt stjórnandanum. A myndinni eru Jón Hjalta- son, Hilmar Þórðarson, Eirikur Stephensen, Stefán Alfreðsson, Klara óskarsdóttir og Janine Hjaltason. Hljómsveit Tónlistarskóla Kópavogs ásamt stjórnandanum, Inga B. Gröndal. Þess má geta að Arni Harðarson er lauk burtfararprófi i pianóleik við Tónlistarskóla Kópavogs 1976 hélt opinbera tónleika á Akureyri þá um sumarið. Berglind Bjarna- dóttir, sem kemur fram á þessum tónleikum, mun væntanlega ljúka einsöngsprófi i vor.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.