Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 — Árni minnist ekkert á þriöja hópinn, þann sem ekki fældist frá þrátt fyrir óánægju med rússadýrkunina. Vill Árni „af varfærni heimilda- safnarans” rýna nokkuö í þennan stóra hóp? Gisli Gunnarsson Meira nöldur um Stalín heitinn o.fl. Við lestur greinar Arna Björnssonar i Þjóðviljanum 8. mars voru fyrstu viðbrögð min að svara henni ekki og leyfa Arna að hafa siðasta orðið. Við Arni erum sammála um miklu fleira en við erum ósammála um, t.d. viðvikjandi honum Jósef heitnum Stalin og honum Þórði i leikritinu hans Vésteins. Við frekari umhugsun ákvað ég þó að láta undan þrasgirni minni og svara Arna og veldur þvi einkum tvennt: 1. Ég er þessa stundina með slæmt kvef og get ekki sinnt al- varlegum rannsóknarstörfum og mér leiðist aðgerðarleysi. 2. Mig langar til að útskýra betur þaðsem mest olli pirringi minum vegna skrifa Árna en það var: a) tilraun hans til að gera litið úr tilveru andstalín- isma i röðum marxista á árun- um kringum 1957, b) vegsömun- in á SIA, c) rússadýrkunin hafi aukið siðferðisþrekið hjá is- lenskum sósialistum. Arni getur þess að 1957 hafi hann ferðast mikið i Vestur-E vrópu á vegum Alþjóðasambands stúdenta (stalinísks fyrirbæris með stað- setningu i Prag) en á þeim ár- um hafi hann naumast orðið var við ,,þessa stjórnleysingja og trotskyista hans Gisla”. En a þessum árum voru þessir hópar nefndir gasistar (eða fimmta herdeild fasista) hjá yfirboður- um Arna og það var næstum brottrekstrarsök úr evrópskum kommúnistaflokkum 1957 að hafa orðaskipti við slikt fólk. Hins vegar var samfylking til hægri talin æskileg (einkum við „lýðræðislega og þjóðlega borgara”). Ég vil enda umræðurnar um trotsyista 1957 með eftirfar- andi: Þeir voru þá i miklum vexti i Bretlandi og Frakklandi. 1 Danmörku hafði trotskyista- hefðin aldrei dáið út frá ára- tugnum l!i:t«-1940. Fyrir þessu get ég nefnt margar heimildir til viðbótar en ég nenni ekki að hafa þetta lengra. Þá er það SIA. Við samningu dagskrárgreinarinnar sem kom i Þjv. 3. febr. ætlaði ég fyrst að taka SIA til rækilegrar með- ferðar og einkum benda á hvernig slæm áhrif austræns skriffinnskuvalds (við getum nefnt það stalinisma) skapaði hjá mörgum ungum sósialistum um stutt timahil óeðlilega tor- tryggni gagnvart „óbreyttum félögum”. (Ég get ómögulega nefnt þessa tortryggni fyrst og fremst „visindalega varfærni” eins og Arni gerir, til þess var „leynimakkið” allt of geggjað. En nóg um það.) Við nánari umhugsun hætti ég við skilgreininguna á SIA þvi að hvað var þetta fyrirbæri eig- inlega? — Sundurleitur hópur efnilegra og ráðvilltra islenskra sósialista i Austur-Evrópu sem höfðu lent i dýrmætri (og dýr- keyptri) reynslu. Og eins og Árni bendir réttilega á: Flestir hafa þeir seinna tekið út góðan þroska, einkum um og eftir 1968. Viðvikjandi kostum og ókost- um rússadýrkunar fyrir baráttugetu verkalýðsins erum við Arni næstum þvi sammála þegar allt kemur til alls. 1 grein sinni 8. mars segir Arni: „Sum- um, hinum dugmeiri, jókst kjarkur, aðrir fældust frá” (vegna sovétblekkingarinnar). Undir þetta get ég tekið með einum fyrirvara: Dugmikill er afstætt orð og hefur mismun- andi merkingu við mismunandi aðstæður. Ég vil og bæta við: Margir fældust frá (eða komu ekki) 1946-1949 þegar Sósialista- flokkurinn i flestum málum nauð óvenjulega mikillar hylli og olli þvi Kreml. Arni minnist ekkert á þriðja hópinn, þann sem ekki fældist frá þrátt fyrir óánægju með rússadýrkunina. Vill Árni, „af varfærni heimildarsafnarans”, rýna nökkuð i þennan stóra hóp? Til að leita hann uppi er ágætt að spyrja suma verka- lýðsleiðtogana i röðum Alþýðu- bandalagsins um fylgismenn þeirra og kjósendur i verkalýðs- hreyfingunni 1950-1955. Að endingu við ég taka fram að ég tel alla gagnrýni Árna á greinar eftir Þresti tvo vera góða og réttmæta. Lundur 13. mars 1978 Gisli Gunnarsson Stefnumótun í skóla- málum nauðsynleg Viötal viö Gísla Pálsson um skólamálaráðstefnu Alþýðubandalagsins Alþýðubandaiagið gengst fyrir opinni ráðstefnu um skólamál dagana 31. mars til 2. april næst- komandi. Itáðstefnan verður haldin i Þinghól, Hamraborg 11, Kópavogi og hefst hún að kvöldi föstudags og lýkur á sunnudag. Einn þcirra sem starfað hafa að undirbúningi ráðstefnunnar er Gisli Pálsson, félagsfræðingur og kennari. Þjóöviljinn fékk hann til að segja nokkuð nánar frá að- draganda og tilgangi ráðstefn- unnar. Hvatinn að ráðstefnunni er sú umræða sem fram hefur farið að undanförnu um skólamál og sú gagnrýni, sem sett hefur verið fram á skólann, sagði Gisli. Mið- stjórn Alþýðubandalagsins skip- aði snemma á þessu ári 17 manna nefnd til að undirbúa ráðstefnuna og stefnumótun flokksins I þess- um málum. Menn hafa i vaxandi mæli sett fram efasemdir um ágæti skólans og virðast vera farnir að sjá hann i öðru ljósi en áður, og þetta á ekki aðeins við um sósialista. Umræður um skólann hafa þó ekki verið hnitmiðaðar, og sósialistar hafa vanrækt þær fram til þessa, kannski á svipað- an hátt og þeir vænræktu fram á siðari ár umræöur um stöðu kvenna. Ráðstefnan er tilraun af hálfu Alþýðubandalagsins til að endur- meta stöðu skólans i samfélaginu fyrr og nú. Það sem við höfum fyrst og fremst i huga er að hug- leiða hvernig megi endurskoöa skólann með það fyrir augum að gera hann lýðræðislegri, laga hann betur að íslenskum aðstæð- um og samræma hann þjóðfél- agssýn sósíalista. Þetta merkir, að við ætlum okkur að lita á skólann i mjög víðu samhengi, eins og umræðu- ramminn sýnir. Á ráðstefnunni verður rætt um skólann og þjóð- félagskerfið, innri gerð og starfs- hætti skólans, og betri skóla, betra þjóðfélag og sósialiska stefnu. Við erum þess fullviss aö slikr- ar umræðu er full þörf, ekki aðeins innan raða sósialista held- ur á opinni ráðstefnu sem þessari. Við teljum nauðsynlegt að fá fram sem flesta fleti á málinu á þessu stigi, og þvi fleiri sem taka þátt i umræðu um endurskoðun á skólanum, þeim mun auðveldari verður sú stefnumótun sem fram undan er i þessum efnum. Við hvetjum þvi alla þá, sem eru i snertingu við skólann. nemendur, kennara og aöra, sem láta sig málið einhverju skipta, ti! að mæta á ráðstefnuna og koms Gisli Pálsson. með innlegg i þessa umræðu. Þátttöku má tilkynna á skrif- stofu Alþýðubandalagsins i slma 17500 milli kl. 5 og 6 siðdegis, og eins biðjum við menn að tilkynna sérstaklega ef um framlag eða stutt erindi er að ræða. Umræði ramminn, sem gengið hefur verið frá var birtur i Þjóðviljanum laugardaginn 12. mars s.l., en hann hefur einnig verið sendur til skólafélaga, kennarafélaga og fleiri aðila. Kynna og selja eld- varnatæki JC hreyfingin i Breiðholti i Reykjavik er um þessar mundir að hefja kynningu og sölu á eld- varnartækjum i Breiðholti og er ástæðan fyrir þessari sölukynn- ingu fyrst og fremst hinir tiðu eldsvoðar, sem orðið hafa i Breið- holtinu, bæði i geymslum og ibúð- um. Sýningarnar vérða sem hér segir: Fyrir Breiðholt I við Breiðholts- skóla, fimmtud. 16.3. kl. 20.00 fyrir Breiðholt III við Fellaskóla, fimmtud. 30.3. kl. 2Ö.00 fyrir Breiðholt II við Alaska, fimmtud. 13.4. kl. 20.00 A öllum sýningunum verða kveiktir eldar og slökktir með viðeigandi aðferðum. Breiðholts- búar eru hvattir til að mæta á sýningarnar. Tilraun sem vekur athygli Sjónvarpiö ryöst inn á kanadíska þingiö Páskaferd Útivistar um Snæfellsnes Páskaferð Útivistar verður á Snæfellsnes. Lagt verður af stað á skírdagsmorgunkl. 9.00 og komið aftur um kvöldið á annan i pásk- um. Hér er þvi um fimm daga ferð að ræða. Gist verður i Félagsheimili Staöarsveitar, stóru og glæsilegu húsi að Lýsu- hóli. Þar er mjög góð eldunarað- staða á rafmagnsvélum i stóru eldhúsi, með borðum og bekkjum. Húsið er hitað upp með jarðhita. A staðnum er sundlaug. Gengið verður á Snæfellsjökul og skoðað- ar hinar fornu hellisristur i Söng- helli. Komið verður að Arnar- stapa og gjárnar og Gatklettur skoðaður. Þá verður komið að Hellnum og hinn fagri Baðstofú- hellir skoðaður. Gengin verður hin forna þjóð leið milli Hellna og Stapa. Komið verður að Bárðar- laug og Búðum. Fram-Búðir verða skoðaðar og hinn sérstæði gullsandur við ströndina. Farin verður hin forna þjóðleið um Búðahraun að Búðakletti, og gengið i hellinn. Gengið verður á Svalþúfubjarg og þaðan að Lón- dröngum og Malarrifi. Á þeirri leið verða týndar rótarhnyðjur i fjörunni. Ekið verður að Djúpalónssandi og aflraunasteinarnir skoöaðir. Þá verður farið i Dritvik og hin stórfenglega Tröllakirkja skoðuð. Komið verður að hinu forna völundarhúsi, sem er einstakt i sinni röð, og Dritur og Bárðarskip skoðað. Gengið Verður um Blá- felldarhraun og á Helgrindur með útsýn yfir Breiðafjörö. Alla dag- ana verða gönguferðir og öku- ferðir við hvers manns hæfi. Ekið verður fyrir jökul og komið að Hellissandi, Rifi, og Ólafsvik. 1 Itifi verður steinninn, sem Björn á Skarði var höggvinn á, skoðað- ur, en sagt er að þar sé jafnan blóð i axarfarinu. öll kvöld verða kvöldvökur með söng, sögur, myndasýningar og músik og dans. Þátttökugjald er krónur 13.700.00 og farseðlar eru seldir á skrifstofu Útivistar i Lækjargötu 6, simi 14606. Þaulkunnugir farar- stjórar verða með i ferðinni og fara i allar ferðir, sem farnar verða. Kanadaþing hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að sjónvarpa beint frá umræðum. Hefur þetta tiltæki orðið vinsælla miklu en menn gerðu ráð fyrir i fyrstu. Vinsælastar eru þessar dag- skrár þegar sjónvarpað er klukkustundar spurningatimum. Ráðherrar verða þá að svara fyrirvaralaust spurningum sem að þeim er beint, og hafa i fæstum tilvikum hugmynd um það, hverju verði næst að þeim skotið. Áhorfendur fá i sinn hlut 60 minútur af „hrárri” stjórnmála- baráttu og v irðast hafa ánægju af þvi að sjá stjórnmálaforingja spreyta sig án þess að þeir geti notað aðstoðar minnisblaða og sérhæfðra ræðusemjara. Frammistaða ráðherra og þingmanna er að sjálfsögðu mjög misjöfn. En þeir reiðast og gera að gamni sinu, og þingmenn láta óspartiljósálitsittá spurningum og svörum með þvi að berja i borðin (þegar þeim finnst vel að orði komist) eða með van- þóknuna rhrópum. Formaður Ihaldsflokksins og þar með leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Joe Clark, er mjög ánægður með þessa tilhögun. Hann þakkar sjónvarpinu að vin- sældir hans eru nú mun meiri en áður að þvi er skoðanakannanir herma. St jórnarandstaðan stend- ur fyrirfram betur að vigi en stjórnin i þessum skylmingum — hún getur undirbúið atlögur sinar, og ráðherrarnir lenda einatt i erfiðri varnarstöðu, hv.ort sem þeim likar betur eða verr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.