Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. mars 1978 Jóhann J.E. Kúld fiskiméf Kolmunni notaöur til manneldis i Vestur-Þýska landi? Vestur-þjóðverjar hafa nú fengið áhuga fyrir nýtingu kolmunna í manneldisvöru t s.l. janúar mánuði sendu vest- ur-þjóðverjar rannsóknarskipið Anton Dahrn á Færeyjamið til rannsóknar á kolmunna. Rannsóknarskip þetta er 2000 lestir með skipshöfn sem telur 81 mann. Sex rannsóknarstofur eru i skipinu ti! margvislegra rann- sókna og voru 11 visindamenn með i leiðangrinum. Niðurstaða þessa rannsóknaleiðangurs var við heimkomuna sú. að það mundi borga sig fyrir þýskan fiskiðnað að hefja veiðar á kolmunna i manneldisvörur i stórum mæli. Að undanförnu hafa vestur-þjóðverjar gert tilraunir með vinnslu á kolmunna til manneldis, þeir hafa tekið flök af fiskinum og ýmist reykt þau. eða lagt niður i oliu og einnig i pækil. Gert er ráð fyrir að þýskur fisk- iðnaður verði kominn með á markað fyrir haustið margskonar manneldisvörur unnar úr kolmunna. 1 Noregi er nú hægt að kaupa fullunna vöru unna úr kol- munna sem gengur undir nafninu ..Havkarbonader”, en það er samskonar réttur og þeir voru áð- ur farnir að framleiða úr ufsa- flökum. Þá segjast sovétmenn einnig vera farnir að hagnýta kolmunna til manneldis, en i hvaða formi það er, af þvi hef ég ekki fengið fregnir. Góð afkoma norskra frysti- húsa á s.l. ári Norska blaðið Fiskaren segir 23. febrúar frá viðtali sem Terje Dahl forstjóri Fi-no-tro, frysti- iðnaðar samtakanna i Norður- Noregi átti við fréttastofu verka- lýðsins þá nýlega. Þar segir hann að afkoma norsks hraðfrysti- iðnaðar hafi verið góð á s.l. ári og hann telur bjart framundan á freðfiskmörkuðum. Hér er eng- inn ómerkingur á ferö, heldur maöur með geysilega mikla reynslu á þessu sviði, þar sem hann var aðalforstjóri stóra Find- uriðjuversins i Hammerfest þar til hann á s.l. ári tók við þessum frystiiðnaðar samtökum i Norður Noregi. f'orstjórinn telur að vegna útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 200 mllur þá séu mögu- leikar norsks hraðfrystiiðnaðar mjög miklir framundan. Hann telur að með auknum afla og betri nýtingu frystihúsanna i næstu framtið, þá eigi þau að geta greitt hærra nýfiskverð þannig að upp- bætur á nýjan fisk frá rikinu hverfi algjörlega og að þvi telur hann að stefna sem allra fyrst. Markað fyrir auknar fiskafurðir telur hann vera fyrir hendi sé að honum unnið, og þessvegna geti norðmenn aukið sina framleiðslu á sviði frosinna íiskafurða upp i 130-170 þúsund tonn. En á s.l. ári var útflutnmgur norðmanna frá 1. janúar til 25. desember 85.800 tonn af frosnum fiskafurðum, og i þvi eru nokkur þúsund tonn af fullunnum fiskréttum. Eins og ég sagði i siðasta þætti þá hefur Findusfyrirtækið stóraukið fram- leiðslu sina á fullunnum fiskrétt- um og stefnir i 100% fullvinnslu i komandi framtið. Loönuveidar norð- manna í vetur Loðnuveiðar norðmanna hafa gengið erfiðlega á þessum vetri. Er þar ekki um að kenna litilli loðnu á miðunum heldur sérstak- lega erfiðri veðráttu á Barents- hafi, þar sem veiðarnar eru stundaðar. Veiðarnar hófust þarna norður frá i 15 stiga frosti og torveldaði það m jög veiðarnar i upphafi, en siöan hafa erfið- leikarnir aukist enn meir. Þann 16. febrúar var loðnuafli norð- manna aðeins orðinn 1.587.600 hektólitrar en á sama tima i fyrra sem var metár var loðnuaflinn orðinn 4,655,750 hektólitrar. Það sem torveldað hefur veiðarnar svo mjög i ár er að, loðnan hefur lengst af haldið sig mjög norðan- lega eða norður á 73 gráðu norð- lægrar breiddar og 31 gr. aust- lægrar lengdar, en á þessu haf- svæði hafa i vetur geysað miklir stormar með frosthörku allt upp i 20stig i febrúar lengst af. Þá hef- ur loðnan þarna norður frá hvað eftir annað verið blönduð smá- loðnu svo stöðva hefur þurft veiðarnar af þeim sökum nokkr- um sinnum. Um 23 febrúar var þó útlitið talsvertbetra, þvi þá fundu leitarskipin mikið af fullvaxta loðnu kominni að hrygningu um 100 milur norðaustur af Vardð. Samsöngur F óstbræöra Karlakórinn Fóstbræður heldur samsöngva fyrir styrktarfélaga sfna 20., 21. og 22. mars n.k. i Há- skólabiói. Á efnisskrá Fóstbræðra að þessu sinni verða m.a. lög eftir Arna Björnsson, Gunnar Reyni Sveinsson, S. Palmgren, Edvard Grieg, Ole Bull ofl. Auk þess mun kórinn syngja þjóðlög frá ýmsum löndum svo sem Japan, Englandi, Færeyjum auk islenskra þjóð- laga. Á yfirstandandi vetri hefur Gunnar Reynir Sveinsson samið og útsett allmörg lög fyrir Fóst- bræður og verður hluti af þeim flutt nú. Samsöngvarnir hefjast kl. 19.00 alla dagana. Þeir styrktarfélagar sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fengið senda heim miða og þeir sem óska að gerast styrktar- félagar Fóstbræðra eru vinsam- legast beðnir að vitja miða sinna hjá Friðrik Eyfjörð i Leðurverzl- un Jóns Brynjólfssonar, Austur- stræti 3. Einsöngvarar með kórnum verða Hákon Oddgeirsson, Hjalti Guðmundsson og Kristinn Halls- son. Undirleik annast Lára Rafnsdóttir. Stjórnandi Fóstbræðra er Jónas Ingimundarson. Skemmtun fyrir blinda í Templarahöllinni Sunnudaginn 19. mars kl. 20 verður haldin árleg skemmtun sem stúkan Framtiðin heldur fyr- ir blinda. Sigurður Björnsson óperusöng- vari og frú hans munu skemmta við undirleik Carls Billichs. 1 frétt frá stúkunni segir, að úrvals- skemmtikraftar hafi ávallt verið reiðubúnir til að hressa upp á skemmtanir þessar án endur- gjalds. 1 fyrra- skemmtu þar t.d. þrir bindindissinnaðir þingmenn, Helgi Seljan, Karvel Pálmason og Viihjálmur Hjálmarsson. Hljómsveit Templarahallar- innar leikur fyrir dansi. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Takast sölusamningar YÍÖ Nigeríu? FráFæreyjum Ef marka má opinberar fréttir frá Færeyjum þá virðist sjávar- útvegur Færeyinga hafa gengið býsna vel á siðasta ári. Á færeyska fiskiflotanum hafa lengi verið i gildi hlutaskiptakjör ásamt kauptryggingu. A s.l. hausti var þessi kauptrygging á hásetahlutnum d.kr. 4.500,00 á mánuði eða samkvæmt núver- andi gengi, islenskrar krónu 204.075,00. Nú hefur Sjómannafél- ag Færeyja farið fram á að þessi lágmarkskauptrygging verði hækkuð i d.kr. 6000,00 á mánuði, sem er i islenskum peningum kr. 272.100,00. Sjómennirnir rök- styðja kröfu sina með þvi, að sjávarútvegur færeyinga standi vel eftir siðasta ár, og að kaup i landi hjá færeyskum fiskiðjuver- um hafi hækkað siðan gildandi lágmarkstrygging var sett. Sá háttur hefur vérið hafður á und- anfarandi ár að Lögþing Færeyja hefur samþykkt og fastsett lág- markstrygginguna, eða það sem færeyingar kalla tryggingu lægsta hlutar. Þessi krafa um hækkun átti þvi að leggjast fyrir Lögþingið. Framleiðsla færey- inga til útflutnings á árinu 1977 er talin að hafa verið d.kr. 882 miljónir eða i okkar verðlitlu islensku krónum 39.988 miljónir. Þá er talið að tekjur færeysks launafólks á sjó og landi hafi hækkað að raungildi um 15-20% á s.l. ári miðað við árið 1976. Siðari hluta febrúarmánaðar fór fjölmenn norsk sendinefnd til Nigeriu undir forustu manna úr verslunarmálaráðuneytinu, i þeim tilgangi að freista þess -að selja eitthvað af þeim 18. þúsund tonnum af Nigeriuskreið sem norðmenn liggja með frá s.l. ári. Markaðssérfræðingar norð- manna töldu að þetta væri heppi- legasti timinn til að leita hófanna um sölu, þar suður frá. 1 kjölfar norðmanna fóru svo menn héðan i sömu erindum frá sölusamtökum skreiðarframleiðanda, en þeir voru þá nýkomnir frá Nigeriu án þess að geta selt. Vonandi takast þessir söluleiðangrar landanna betur nú heldur en hingað til. Frá Klakksvfk Mikil síldar- gengd á Vestur Lofotmiðum Frá þvi hefur verið sagt i norskum blöðum i s.l. febrúar- mánuði að mikillar sildar hafi orðið vart við Vestur Lofót i febrúar. Sjómenn veittu þessu fyrst athygli, þegar þeir urðu varir við óvenju miklar háhyrn- inga vöður á miðunum. Hvalirnir fóru um i flokkum 40-50 saman og eltu sildina. ERLENDAR FRÉTTIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.