Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. mars 1978 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 11 íslandsmótið í körfuknattleik Valur ■ Stúdentar: Umsjón: Stefán Kristjánsson „Skammast mln fyrír að vera í sama húsi og Jón Otti” sagði Bjarni Gunnar Sveinsson eftir að Valur hafði unnið ÍS 107:91 í gærkvöldi. Dunbar og Hockenes skoruðu 49 stig „Mér finnst þaö grátlegt aö dómari á borö viö Jón Otta skuli vera oröinn þaö lélegur aö maöur skammist sin fyrir að vera i sömu húsakynnum og hann” sagöi Bjarni Gunnar Sveinsson miöherji ÍS- liðsins eftir leikinn gegn Val i islandsmótinu i körfuknattleik. Leiknum lauk meö sigri Vals 107:91 sem var of stór sigur eftir gangi leiksins aö dæma. „Ég vil taka þaö skýrt fram aö Valur átti fyllilega skiliö aö vinna þennan leik, enda vantaöi okkur 2 fasta menn.og einnig vil ég aö þaö komi hér fram að þessi orö min um dómara leiksins eru ekki töluö I einhverjum hita eöa skapofsa eftir leikinn. Ég er mjög rólegur.en staðreyndin er bara sú að Jón Otti hefur dæmt leiki okkar ákafiega illa upp á siðkastiö. Yfir Kristbirni Albertssyni hef ég ekkcrt að kvarta” sagði Bjarni Gunnar að iokum. Ekki tókst aö ná I Jón Otta I gærkvöldi til að fá skoöanir hans á prent. En gangur leiksins var i stuttu máli þannig aö Stúdentar komust i 6:0 , i byrjun og virtust Valsmenn þá eitthvað miður sin. Siðar varð staðan 14:6 fyrir 1S, en það var siðan þeg- ar leiknar höfðu verið 15 minútur af fyrri hálfleik að Valsmönnum tókst i fyrsta skipti að jafna leikinn 36:36. Eftir það má segja að leikurinn hafi verið Vals, eða rétt sagt einvigi á milli bandarikjamannanna Rick Hockenos i Val og Dirk Dunbar i 1S. Það var oftunaðslegtaðsjá leikni þeirra,og báðir skoruðu þeir hvorki meira né piinna en 49 stig. Það sem ég held að hafi gert gæfumuninn að þessu sinni i einvigi þeirra var það að Rick hafði friskari meðspilara.enda Stúdentar flestir i sárum sökum „frammistöðu” Jóns Otta. Staðan i leikhléi var 53:50 Val i vil. Siðari hálfleikur var nokkuð jafn framan af,en þegar liða tók aö lokum hans og þar með leiksins fóru yfirburðir Valsmanna að koma i ljós. Það er rétt að taka það fram að Stúdentar léku án tveggja af sinum bestu mönnum. Þeir Jón M. Héðinsson og Kolbeinn Kristinsson eru báðir meiddir. Jón er meiddur á hendi og mun hann ekki leika meira með liðinu á þessu keppnistimabili. Annars var það furðulegt hvað Stúdentar stóðu sig vel i þessum leik þegar tekið er tillit til þeirrar manneklu sem þeir eiga við að glima. Fimm leikmenn léku að mestu þennan leik og var ekki nema von að þá brysti úthald álokaminútunum i jafn höröum leik ög raun varð á'i gærkvöldi'. " Dirk Dunbar átti frábæran leik að þessu sinni sem alltaf og skoraði 49 stig. Einnig var Bjarni Gunnar góður ásamt Steini Sveinssyni i vörninni. Stig ÍS: Dirk Dunbar 49, Bjarni Gunnar 18, Ingi Stefánsson 14, Helgi Jensson 6, og Steinn Sveinsson 4 stig. Valsmenn léku nokkuð vel að þessu sinni,en liðið er greinilega búið að missa nokkuð af þeirri leikgleði sem einkenndi það fyrir tapleikinn mikla gegn KR á dögunum, en þar íóru möguleikar Valsmanna á titlinum endanlega. Rick Hockenos var bestur að þessu sinni og skoraði eins og áður sagði 49 stig. Einn- ig voru þeir góðir Torfi Magnússon og Kristján Agústsson. Stig Vals: Rick Hockenos 49, Torfi 19, Kristján 17, Rlkharður Hrafnkelsson 10, Hafsteinn Hafsteinsson 4, og þeir Gústaf Gústafsson, Lárus Hólm og Helgi Gústafsson skoruðu allir tvöstig. Dómarar leiksins voru þeir Jón Otti Ölafsson og Kristbjörn Albertsson og hafa þeir oft dæmt betur. SK. Bjarni Gunnar Sveinsson miöherji 1S sést hér „troöa” knettinum i körfu Valsmanna. Hann átti góöan leik,en var ekki aðsama skapi ánægöur meödómara leiksins. SETUR GÚSTAF NL-MET? Meistaramót Islands i lyfting- um verður háð um helgina i and- dyri Laugardalshallar. Mótið verður á morgun og sunnudag og hefst keppni kl. 14.00 báða dag- ana. Gaman verður að fylgjast með Gústafi Agnarssyni sem mikla möguleika á að ná Norðurlanda- metinu i snörun, en hann hefur verið við það að slá metið i sið- ustu keppnum. Islandsmótið veröur það fjöl- mennasta frá upphafi, og auk venjulegra verðlauna verður stigahæsta félaginu ásamt stiga- hæsta einstklingnum veitt sérstök verðlaun. Lyftingasambandið setti lág- mörk sem keppendur þurftu að vera búnir að yfirstiga fyrir mót- ið, og eru allir keppendurnir að þessusinni búnir að ná þeim lág- mörkum. SK. Gústaf Agnarsson á mikla mögu- ieika á að setja Norðurlandamet i snörun sem fram fer um helgina. Júdó hjá Gerplu tþróttafélagið Gerpla I Kópa- vogi hefur endurreist júdódeild félagsins. Félagið hefur ráöið til sin tvo nýja þjálfara sem báðir erukunn- ir fyrir iðkun sina ájúdói.Það eru þeir Kári Jakobsson sem fyrir stuttu varð tslandsmeistari og Guðmundur Rögnvaldsson sem varð annar á sama móti. Fyrst til að byrja með verður haldið 6 vikna námskeið og hefst það 21 mars n.k. og stendur út april. Við þjálfunina verður notað nýtt þrekþjálfunartæki sem keypt hefur verið nýlega. Námskeiðið fer fram i iþrótta- húsinu að Hamraborg 1. SK. Um helgina... Nú liður senn að lokum Islandsmótsins i körfuknattleik. Um helgina verða leiknir siöustu leikirnir i 1. deild og verður gaman að sjá hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari. Eins og málin standa i dag eru KR- ingar liklegastir til að hljóta hnossið. Um helgina eöa á morgun kl. 14.00 leika KR-ingar gegn Stúdentum i Hagaskóla og vinni KR þann leik eru þeir lslandsmeistarar 1978. Eftir sigur Vals i gærkvöldi yfir 1S er ljóst að aöeins UMFN getur ógnað KR. Fari svo að KR tapi fyrir ÍS á laugardag og UMFN vinni Val þarf aukaleik milli KR og UMFN um titilinn. Vinni Valur er KR meist- ari. Leikur Vals og UMFN verður i Hagaskóla á sunnudag og hefst kl. 15.00. A undan leika Fram og Armann. ÍR leikur gegn Þór fyrir norðan og vinni 1R og Fram vinni Armann þarf aukaleik milli Þórs og Fram um sætið i úrvalsdeildinni. Tapi hins vegar 1R fyrir norðan er Fram fallið. Handknattleikur: tslandsmótið heldur áfram um helgina og leika á morgun i Laugar- dalshöll kl. 15.30 Fram og KR og siðan strax á eftir ÍR og Armann. 1 veir hörkuleikir i botnbaráttunni. Ekkert verður leikið á sunnudaginn en siðan leika á mánudag i .Höliinni” kl. 20.00 Armann og Haukar og strax á eftir Fr*m og ÍR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.