Þjóðviljinn - 18.03.1978, Page 6

Þjóðviljinn - 18.03.1978, Page 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagw 18. mars 1978 Uvnsjón: 1 Dagný KrisTiansaoTTir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir , Helga Sigurjónsdóttir / Silia Aðalsteinsdóttir Hjónaskilnaðir á íslandi Fyrir hálfu öðru ári skrifaði Edda NíelS/ félags- fræðingur, BA ritgerð um hjónaskilnaði á Islandi, or- sakir þeirra og afleiðingar. Hún valdi árið 1970 til rannsóknarinnar. Það ár urðu 246 lögskilnaðir á Is- landi en 333 hjón skildu að borði og sæng. Edda ætlaði m.a. að leggja áherslu á efnalegar afleiðingar skiln- aða, þess vegna tók hún slembiúrtak úr hópnum sem skildi að borði og sæng, þvi algengast mun að fólk flytji sundur strax þá. Hagræðis vegna athugaði hún eingöngu fólk sem bjó í Reykjavík. Hún athugaði síð- an skattskýrslur yfir árið 1969, þegar fólkið bjó enn saman, og aftur skattframtöl hvors aðila um sig f jór- um árum seinna, fyrir árið 1973. Með samanburði við meðaltekjur Reykvíkinga á þessum tíma komst Edda að raun um að skilnaðir eru algengastir hjá láglauna- fólki: það giftir sig líka fyrr og æskuhjónabönd eru ekki langlíf. Hjónaskilnuöum fer fjölgandi á Islandi eins og i grannlöndum okkar, en Edda leggur áherslu á i upphafi ritgeröarinnar að skilnaðartölum hins opinbera sé ekki alveg treystandi. Aöur fyrr var það fólk litið hornauga sem skildi við maka sinn og það reyndi að koma til móts við al- menningsálitið með þvi að þrauka i málamyndahjóna- böndum, sem þótti skárri kost- ur. Auk þess flutti fólk oft hvort frá öðru þótt það fengi aldrei löglegan skilnað. Edda telur vafasamt að fleiri hjónabönd fari i súginn núna en áður, tölur yfirskilnaði séu bara nær sanni. Fyrstu hjúskaparárin eru stærsti þröskuldurinn. Tæp 40% þeirra sem sóttu um skilnað að borði og sæng árið 1970 höfðu verið i hjónabandi þrjú ár eða skemur. Skilnaðarlikur eru lika töluverðar á 11.-12. ári hjú- skaparins. Auk þess eru skiinaðarlikurnar þvi meiri sem fólk giftir sig yngra. Aödragandinn erfiður Ahrif skilnaða eru margvis- leg, bæði efnahagsleg og tilfinn- ingaleg. Þó er hætt við að að- dragandi skilnaða hafi jafnvel enn meiri áhrif á fólk tilfinn- ingalega, ekki sist börn. Erfitt hjónaband getur haft skaðleg áhrif á börn, og skilnaður getur verið þeim kærkomin lausn frá striði. Ivan Nye, félagsfræðing- ur við háskólann i Florida, gerði athugun á tveim hópum ung- linga, annar hópurinn bjó hjá ööru foreldri eftir skilnað, hinn hópurinn var frá heimilum þar sem ósamkomulag var mikið milli foreldra. Það kom i ljós að unglingarnir i fyrri hópnum tóku sjaldnar þátt i afbrotum en hinir og voru hændari að þvi for- eldri sem þeir bjuggu hjá en hinir voru að foreldrum sinum. Aðalefni ritgerðar Eddu er at- hugun á efnahagsstöðu fólksins sem skildi að borði og sæng árið 1970. Hún athugaði skattframtöl alls 67 hjóna fyrir árið 1969, áriö áður en þau fluttu sundur. Hún bar saman brúttótekjur þeirra og annarra hjóna i Reykjavik og reyndust tekjur úrtaksins mun lægri en almennt var. Þetta stafar sjálfsagt að hluta til af þvi að 40% fólksins sem skilur er undir þritugu, en eldra fólkið i úrtakinu er lika flest I lág- launastétt. Edda dregur þá ályktun að hátekjufólki sé ekki eins hætt við skilnaði og lág- launafólki. Þaö giftir sig seinna (er lengur i námi t.d.), tilfinn- ingaálagið verður ekki eins mikið á fjölskylduna af þvi að það á hægara með aö fá afþrey- ingu annars staðar en heima hjá sér, og kannski veigrar það sér oftar við að skilja af félagsleg- um ástæðum. Menn geta spreytt sig á að bæta skýringum við þessar tilraunir. Hvad tekur viö? Og hvernig vegnar svo fólkinu eftir skilnaðinn? Hvareru börn- in, giftir fólk sig aftur, hvað hef- ur það i tekjur? Edda athugaði skattframtöl fjórum árum seinna til að leita svara við þessum spurningum. 17 karlanna höfðu gift sig aft- ur og 20 kvennanna. Nokkrir i viðbót féllu úr rannsókninni af öðrum sökum. Tekjur þeirra sem eftir eru dreifast betur á launastigann en fyrir skilnað, en þar er stór munur á körlum og konum. 80% kvennanna eru i tveim lægstu launaþrepunum, en þar er bara 21% karlanna. Konur komast alls ekki upp fyr- ir 5. þrep (750 þús. kr. árslaun 1973), en 34% karlanna eru þar fyrir ofan. Efnahagsleg staða fráskilinna kvenna reynist ákaflega bágborin. Starfs- menntun þessara kvenna var að visu lítil, en þótt hún væri ekki miklu meiri hjá körlunum gekk þeim mun betur að vinna sig upp i vel launaðar stöður. Flest- ar eru konurnar i verslunar-, skrifstofu- og þjónustustörfum. Tæplega þriðjungur vann verkamannavinnu. Konur eru mun verr settar fjárhagslega eftir skilnað en karlar, þó eru það i langflestum tilvikum þær sem hafa börnin hjá sér. 34 af 40 konum eru með 1 og fleiri börn, aðeins 5 af 38 körlum eru i sömu aðstöðu. Mæðurnar fá oftast fdrræði barna eftir skilnað (i 94% tilfella árið 1970). Þetta er leif frá þeim tima þegar flestar konur unnu heima hjá börnum sinum. Nú þegar drjúgur meirihluti giftra mæðra vinnur úti ættu ekki að vera til muna sterkari tengsl milli móð- ur og barna en föður og barna nema fyrstu æviárin. Eftir það ættu foreldrar að hafa jafnan rétt til barna eftir skilnað. Edda dregur linurit yfir brúttótekjur einstæðra foreldra i úrtaki sinu árið 1973. 82% kvennanna eru þar i láglauna- stöðum en aðeins 13% karlanna. 42% karlanna komast upp yfir hæstu tekjumörk kvennanna. Ekki er jafnréttið nú meira i raun. Sama kemur fram þegar eignir þessa fólks eru athugaöar þrem árum eftir skilnað. Mun fleiri karlar hafa þá fjárfest i fasteignum en konur eins og eðlilegt er, til þess þarf fé. Einnig kemur i ljós að fleiri karlar en konur sitja áfram i sama húsnæði. Það kemur á óvart ef við rifjum upp að kon- urnar eru nær alltaf með börnin hjá sér og húsnæði skiptir þær þvi meira máli. Þess skal getiö að konur i láglaunahópnum standa sig betur en karlar i sama hópi við að koma sér upp húsnæði, en þar eru tölur að vísu ákaflega lágar 17%: 18%). Edda telur að við þessar að- stæður sé eina ráðið fyrir kon- urnar að gifta sig aftur. Þjóð- félagið gerir ekki ráð fyrir að þær lifi öðruvisi. Konurnar gera sér þetta lika ljóst sjálfar. A þessum þrem árum (1970-73) höfðu 30% kvennanna og 28% karlanna gift sig aftur og töl- urnar hækka á næstu árum. Samkvæmt bandariskum rann- sóknum eru jafnvel meiri likur á að annað hjónaband haldist en það fyrsta. Einstæðar mæður Hefðbundnar hugmyndir hins borgaralega samfélags um kon- una eru þær að móðurhlutverkið séhennar æðsta köllun. En hvað gerist þegar kona stendur ein uppi með barn eða börn? Hleyp- ur hið borgaralega þjóðfélag ekki til og greiðir henni laun fyrir að sinna köllun sinni? Jú, vissulega. En af þeim „mæðra- launum” lifir engin móðir, hvað þá barn hennar lika. ösamræm- ið er mikið hér sem annars stað- ar milli þess sem sagt er og gert. Edda tiundar laun mæðra frá rikinu árið 1973 og 1975 og segir siðan: „Það er auðséð af þessum tekjum að þaö er bein- linis ætlast til að konan fari út á hinn almenna launamarkað.” (47) Nauðug viljug fer konan svo út á vinnumarkaðinn. Hvað get- ur hún gert við börnin? Dag- heimili og leikskólar eru fjár- frekar stofnanir, ársmeðlag með barni gerði ekki miklu meira en greiða dagheimilis- gjald árið 1973. Svo er ekki einu sinni vist að barnið komist á dagheimili eða leikskóla, og einkagæsla er mun dýrari auk þess sem hún er hæpnari og óöruggari. Það ætti að vera eins sjálfsagt að dagheimili og lelk- skólar væru ókeypis og okkur finnst sjálfsagt að þurfa ekki að greiða skólagjöld þegar börnin verða eldri. Eftir að börnin byrja i skóla verður ástandið ennþá verra, eins og fram kom hér á siðunni 11. mars. Þá er mæðrum nauð- ugur einn kostur að láta börnin ganga sjálfala utan skólatim- ans, sem er fáránlega stuttur lengi vel, nema góðir grannar eða ættingjar hjálpi upp á sak- irnar. Skóladagheimili eru fá, og samfelldur skóli með hádeg- ismat á sama verði og embætt- ismenn rikisins fá hann er enn fjarlægur draumur. 1 einum siðasta kaflanum rek- ur Edda störf Félags einstæðra foreldra,. baráttumál þess og árangur baráttunnar, sem er ótrúlega mikill. Það félag á heiður skilinn fyrir störf sin og væri gaman að skoða það nánar á jafnréttissiðu seinna. Hjónaband óviss starfsgrein t lokakafla dregur Edda saman niðurstöður sinar. Hún hvetur fólk til þess að horfast i augu við nýjan félagslegan veruleika og breyta viðhorfum sinum i sam- ræmi við hann. Hjónabandið var vettvangur kvenna einu sinni fyrir löngu. Þá var heimilið vettvangur fleira fólks vegna þess að þaö var „órjúfandi efna- hagseining” og sjálfu sér nógt með flest sem til þurfti. Hjóna- bandið er ekki lengur eini vett- vangur kvenna. Þorri giftra kvenna vinnur utan heimilis. Þar að auki fer sifellt i vöxt að hjón skilji og þá má ekki félags- leg aðstaða barnanna versna. Samfélagið verður að laga sig að þessu og auka til muna sam- hjálp og samneyslu. Konur verða að taka tillit til þessara breyttu aðstæðna, afla sér starfsmenntunar og sjálfs- trausts. Karlar verða að taka tillit til þessa lika, og taka meiri þátt i barnauppeldi og heimilis- störfum. Hlutverk heimilisins og fjölskyldunnar á okkar tima er fyrst og fremst það að sinna tilfinningalegum þörfum fólks. Þess vegna verða allir að rækja heimilið vel og visa ekki allri ábyrgð á aðra. Hjónabandið á ekk! að vera eina Staða fólks eða atvinna, þvi sú atvinna er ekki miklu örugg- ari en frystihúsin. Það á að vera leið til auðveldara og ánægju- legra lifs i tilfinningasambandi þar sem báðir aðilar standa jafnt að vigi. Ef tilfinninga- tengslin rofna af einhverjum or- sökum verður röskunin ekki eins tilfinnanleg fyrir börn og foreldra ef litil sem engin breyt- ing verður á högum fólks efna- hagslega. A.m.k. er hin tilfinn- ingalega röskun alveg nógu erf- ið þótt efnaleg staða versni ekki til muna. Ef hjónaband á að blessast verður það að byggjast á jafn- réttishugsjón. Bæði kyn þurfa að afla sér starfsmenntunar. Bæði verða að taka ábyrgð á heimili og börnum. Þá losnar móðirin við sina hefðbundnu sektarkennd og föðurnum finnst hann ekki lengur vera afskiptur og óþarfur nema sem peninga- vél. „Fjölskyldan yrði hæfari til að fullnægja þeim tilfinninga- þörfum einstaklinganna, sem er æ erfiðara að fullnægja i sifellt ópersónulegri samskiptum ein- staklinga innan samfélags, sem verður æ flóknara,” segir Edda að lokum. Ritgerð Eddu Niels er bæði þörf og athyglisverð. Ef til vill gæti sérfræðingur fundið á henni einhverja efnislega galla, sem ég kem ekki auga á. Þó langar mig til að minnast á goð- sögnina um stórfjölskylduna sem þarna lifir góðu lifi, þótt ýmsir áliti nú að hún hafi fyrst og fremst verið yfirstéttarfyrir- bæri en ekki algeng meðal lægri stétta. Frágangsgallar eru margir. Tilvisanir eru óskýrar og mikið ósamræmi i þeim. Prentvillur eru óhóflega margar. Versti gallinn fannst mér þó vera mál- fariðsjálft, sem er mjög stirt og óeðlilegt, „félagsfræðingamál- far”, segir fólk. Það er illt ef svona merkar athuganir ná ekki til leikmanna vegna þess hvað þær eru illlæsilegar. Einmitt svona efni á að skrifa á þjálu máli sem hvert stálpað barn skilur. Ég skora á kennara i félagsfræöideild að leggja áhersluá góða málnotkun fram- vegis. Skýr framsetning ber vott um skýra hugsun. Silja Aðalsteinsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.