Þjóðviljinn - 18.03.1978, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 18.03.1978, Qupperneq 15
Laugardagur 18. mars 1918 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Úr iögum nr. 39 frá 1943: ,,í Reykjavík (og í bæjarfélögum og þorpum, á nokk- urn veginn samskonar hátt, aths. Þjv.) skal skipa þriggja manna húsaleigunefnd. Tveir af þeim skulu skipaðir af ríkisstjórninni, annar eftir tilnefningu Leigj- endafélags Reykjavíkur og hinn eftir tilnefningu Fast- eignaeigendafélags Reykjavíkur, en hæstiréttur skipar þann þriðja, og er hann formaður nefndarinnar. Þrír varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Formaður og varaformaður nef ndarinnar skulu vera lögf ræðingar. — Húsaleigunefnd úrskurðar um gildi uppsagnar og önnur atriði, er greinir í lögum þessum, og framkvæmir mat á húsaleigu og staðfestingu á leigumálum (leigusamning- um, aths. Þjv.) samkvæmt lögunum." Ein af trúarsetningum islensks efnahagslifshljóðar svo: Þú skalt hið fyrsta eignast þak yfir höfuð- ið. Að sjálfsögðu samræmis raun- veruleikinn þessari trú á sinn bjagaða hátt. öruggasta leiðin til að vernda sparifé gegn verðbólgu hefur löngum verið fjárfesting i húsnæði. Á hinn bóginn þýðir slik fjárfesting að efnaminni fjöl- skyldur skuldbinda sig til ein- hvers strangasta sparnaðarpró- grams i veröldinni. Fæstir lifa i vellystingum praktuglega á með- an þeir slita sér út við að koma þaki yfir höfuðið. Hér er ætlunin að fjalla um hinn kostinn, þeas. þessa ofurhuga sem nefnast leigjendur. Tilefnið er almennt séð það bága ástand sem islendingar búa við i þessum efnum samanborið við öll ná- grannalönd okkar, en sérstaklega hefur þó viðtal við Jón frá Pálm- Ungt fólk á tslandi á um það að velja aö steypa sér út i botnlausar skuldir við að koma yfir sig húsnæði eða búa við algert öryggis- og rétt- indaleysi leigjandans. Aö komast óskaddaður á sál og Iikama út úr öng- þveiti húsnæðismálanna er erfiöara heldur en fyrir úlfaldann að kom- ast gegnum nálarauga. Húsaleiguhneykslíd Jón Asgeir Sigurðsson holti i nýútkomnu hefti ,”,Vinnunn- ar” (sem Alþýðusamband Is- lands gefur út) orðið tilefni þess- ara skrifa. Uppsögn óheimil Jón bendir réttilega á að fram til 1968 hafi verið til húsaleigulög hér á landi, en það ár voru þau af- numin. Þar var um að ræða lög nr. 39 frá 1943, sem myndu — ef þau væru i gildi i dag — jafnast á við framsæknustu húsaleigulög i nágrannalöndum okkar. Skoðum þessi afnumdu lög nánar. ,,l.gr. Leigusala er óheimilt að segja upp leigusamningum um húsnæði....” Frá þessu skýra ákvæði fyrirfundust þrennskonar undantekningar. Leigusali, þeas. eigandi húsnæðisins, gat slitið leigusamningnum ef leigjandinn stóð ekki i skilum með greiðslur á húsaleigu, eða ef leigjandinn hag- aði sér þannig að hann að dómi húsaleigunefndar þótti óhæfur fil að búa i húsinu. Loks átti leigusali rétt á að segja upp leigusamn- ingnum, ef honum að dómi húsa- leigunefndar var brýn þörf á hús- næðinu fyrir sjálfan sig eða nán- ustu ættmenni. I Sviþjóð er bannað að segja leigjendum upp nema til þess liggi alveg sérstakar aðstæður svo sem misferli, eða að rifa eigi húsið, endurbyggja eða nota til annars en ibúðar, eða alveg sér- stakar ástæður séu fyrir hendi. Takmarkaðar hækkanir Jón frá Pálmholti leggur til að stofnuð verði samtök leigjenda, og telur þetta ve “ulega brýnt verkefni, þar eð ,,um þriðjungur launa venjulegs verkr manns fer i að greiða leigu fyrir húsnæði sem hann nýtur engra réttinda i og gæti þess vegna verið visað út með dagsfyrirvara, ef húeigand- anum þóknaðist að hringja i hann og reka hann.” Litum þá á grein i okkar af- numdu húsaleigulögum: „6. gr. óheimilt er að hækka húsaleigu eftir húsnæöi frá þvi, sem goldið og umsamið var hinn 14. mai 1940 (þea.s þrem árum fyrir gildistöku laganna, aths. Þjv,)...” Auðvitað fylgja ákvæði um heimild til húsaleiguhækk- ana, en þær eru bundnar tvenns- konar skilyrðum. Annarsvegar átti félagsmálaráðherra að ákveða hlutfallið milli húsaleigu og viðhaldskostnaðar (sem kaup- lagsnefnd skyldi reikna út að staðaldri) og skyldi svo húsa- leiguvisitala byggjast á þessum ákvörðunum félagsmálaráð- herra. Heimilt var að hækka húsaleigu i samræmi við visitöl- una. Hinsvegar var eftir mati húsa- leigunefndar heimilt að hækka leigu sökum verðhækkunar á elds- neyti eða lýsingu sem innifalið var i leigunni, eða sökum vaxta- hækkunar af fasteignum og ann- ars þess háttar. Loks gat húsa- leigunefnd heimilað leiguhækkun á húsnæði sem leigt hafði veriö lægra en sambærilegt húsnæöi á sama stað (kaupstað, kauptúni eða sveit). En húsaleigulögin gáfu ekki einungis kost á leiguhækkunum. Leigjendur gátu krafist þess að húsaleigunefnd legöi mat á leigu með lækkun fyrir augum, ef eig- andinn vanrækti viðhaldsskyldu sina eða húsnæðið taldist af öðr- um ástæðum leigt óhæfilega hátt vegna ásigkomulags þess. Mat á húsaleigu átti húsaleigu- nefnd m.a. að miða við verð hús- næðisins, viðhald þess, ásig- komulag og legu, og taka jafn- framt tillit til húsaleigu almennt i sambærilegu húsnæði á þeim stað. 1 Sv'þjóð hefur verið litið á það S’im mjög mikilsvert atriði i hús- neðis máluin að halda húsaleig- unni niðri þannig að hún verði laegri en 20% af venjulegum launatekjum, og sjá auk þess svo um að nýjir bústaðir séu nægilega stóri og vel búnir fyrir fjölskyldur með meðaltekjur. ^ramhald á 18. siðu „Það glóði á hreinar gersemar” Fyrir nokkru var greint frá þvi hér I blaðinu að Menningar- og fræðslusamband alþýðu heföi ný- verið efnt til samkeppni um gerð ieikþátta, sem henta vel til sýn- inga á vinnustööum, á fundum verkalýðsfélaga og á öðrum sam- komum verkalýðshreyfingarinn- ar. Sýningartimi er miðaður við 15-20 minútur, 2-3 leikendur og einfaldan leikbúnað. Verðlaun verða veitt fyrir leik- þátt sem að mati dómnefndar telst verðlaunahæfur og skulu þátttakendur senda efni sitt til skrifstofu MFA Grensásvegi 16, fyrir 1. júni n.k. Meira starf aukin fjölbreytni „Þetta kom upp hjá stjórn MFA, þ.e.a.s. að efna til þessarar samkeppni, fyrstog fremst vegna þess að okkur þótti skorta á efni af þessu tagi og vildum gjarna reyna að auka á fjölbreytni i starfi verkalýðsfélaganna, og um leið auka áhuga fólks á fræðslu.og menningarstarfi þess sjálfs”, sagði Stefán ögmundsson, starfs- maður MFA, þegar Þjóðviljinn leitaði til hans til að fræðast frek- ar um samkeppnina. Fyrir nokkrum árum héldum við vinnustaðafundi á nokkrum stöðum og höfðum þá m.a. til sýn- ingar leikþátt, sem við höfðum fengið Véstein Lúðviksson til að skrifa fyrir okkur, sagði Stefán. Það tókst mjög vel i alla staði, og jafnframt vorum við með listsýn- ingu úr Listasafni ASI ásamt kynningu á fræðslustarfinu. A eft- ir voru svo frjálsar umræður eftir þvi sem timi vannst til, en þetta fór fram i framlengdum kaffitim- um verkafólks. Við vildum gjarna halda þessu starfi áfram en það sem einkum hamlar þvi er skortur á heppilegu efni til flutnings. Þvi vaknaði þessi hugmynd, að efna til sam- keppninnar og við vonum að sem flestir bregðist vel við og sendi okkur efni. Tengist baráttunni Hefur verið skipuð dómnefnd til að skera úr um ágæti þess efnis sem væntanleg berst? Nei, það hefur reyndar ekki verið gert enn. En ég á von á þvi að þegar dæmt er um slika hluti Stefán ögmundsson sem þessa þá verði ráðandi þau sjónarmið sem hafa mest félags- legt og listrænt gildi og tengjast sókn launafólks fyrir betri og mannsæmandi lifskjörum. Rithöfundar og ekki rithöfundar Búist þið við mikilli þátttöku rithöfunda? Það veit maður ekki enn, það er ekki svo um langt liðið siðan sam- keppnin var auglýst. En aftur á móti tel ég það mjög æskilegt að starfandi rithöfundar þjóðarinnar leggi hér hönd að verki og það er að minu viti engum þeirra ósam- boðið að fást við þetta verkefni, nema siður s^. Það er reyndar óskandi að sem flestir láti eitthvað af mörkum og við sem höfum starfað að frsiðslumálum I verkalýðshreýf- ingunni á undanförnum árum, bæði i fræðsluhópunum, á nám- skeiðum og i félagsmálaskóla al- þýðu upplifað það sem flestir raunar vita, að fólk i röðum is- lenskrar alþýðu býr margt yfir snjöllum hugmyndum og hæfni til að setja þær vel fram. Og til dæmis á siðasta félagsmálaskóla, sem lauk nú i byrjun mars samdi hver nemandi 5 minútna minn- ingu frá bernskuárum og flutti og þar glóði á hreinar gersemar á köflum. Viötal við Stefán Ögmundsson um leikþáttasam- keppni Menningar- og frœöslusam- bands alþýöu Hæfileikar alþýðunnar Og það má eiginlega segja að samkeppnin sem við höfum efnt til sé ekki sist ætluð til þess að laða fram og nýta fyrir fjöldann þessa hæfileika hins óbreytta al- þýðumanns. Þess vegna væntum við þátttöku bæði rithöfunda og annarra. Enn hafa okkur ekki borist neinir leikþættir enda varla von svo stuttu eftir að samkeppnin var auglýst, en þó nokkuð hefur verið um að fólk hringdi til okkar og-óskaði frekari upplýsinga, sem fúslega eru veittar. Þá má einnig geta þess að i þessum þáttum væru söngvar vel þegnir. Þeir eru bæði áhrifarikir og lifga upp stuttan þátt. Verkefni fyrir unga leikara Og hverjir, hafið þið hugsað ykkur að myndu svo flytja efnið? Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að fólk úr verkalýðshreyf- ingunni taki sjálft þátt i flutning- um, en við gerum okkur lika vonir um, að hinir fjölmörgu ungu leik- arar, sem litil eða engin verkefni hafa geti lagt okkur lið við flutn- inginn. Og þá er bara að setja niður og koma hugmyndum sinum á blað og senda þær til MFA, i pósthólf 5281, fyrir 1. júni n.k. ■IGG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.