Þjóðviljinn - 01.04.1978, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. april 1978
j ár eru nákvæmlega 428 ár síðan Jón biskup
Arason var höggvinn. AAér reiknast að þetta
séu 5135 mánuðir eða 22286 vikur eða samasem
156.220 dagar.
Þessi sögulega staðreynd kom upp í huga
minn þegar ég hafði lesið bók ameríska, sem
mér barst í hendur fyrir nokkru og heitir á
frummálinu „Few Facts", en hún fjallar um
áhrif viskís á mannslíkamann og raunar um
brennivinsbölið almennt.
Bæklingur þessi segir frá þeim liffærum
sem verða fyrir varanlegum skaða, þegar
brennivín er drukkið, og eru þau sem mest er
um fjallað heilinn og lifrin. Fullyrt er í rit-
lingnum að f jöldinn allur af frumum i heilan-
um geispi golunni við hvert viskíglas sem
drukkið er, og má þá segja að það sé engin
smá sláturtíð sem höfuðinnihald mitt og
sumra minna vina og kunning ja hef ur gengið í
gegnum. Hvað viðvíkur lif rinni er það f ullyrt,
að eftir að hún er farin að gefa sig, þá stytti
maður lif sitt um einn dag við hvern tvöfaldan
viskísjúss sem drukkinn er. Er ég nú aftur
kominn að dánardægri Jóns Arasonar, því
einn af mínum bestu vinum fékk lifraraðvör-
un, þegar hann var 24 ára. Nú er hann 61 árs.
Hann hefur í þessi 36 ár, sem liðin eru síðan
hann fékk að vita allt hið sanna um lifrina,
drukkið eina flösku af viskí á dag og í hverri
viskíflösku eru tólf tvöfaldir: sem sagt 4380
tvöfaldir. Hann hef ur með öðrum orðum stytt
líf sitt um 4380 daga á ári í 36 ár, en það eru
samtals 157.680 dagar. Ef kenningin um viskí-
ið og lifrina er rétt, þá nær hann því að hafa
látist 1460 dögum á undan Jóni Arasyni, eða
með öðrum orðum nákvæmlega uppá dag
fjórum árum á undan síðasta íslendingnum,
árið 1546.
Ef marka má bókina, þá gegnir allt öðru
máli með heilann en lif rina. Endalaust er hægt
að dæla í sig viskii án þess að stytta æviskeið-
ið, en með sliku hátterni eru menn sífellt i því
að f jöldamyrða heilasellurnar, en sumir telja
að öll viðbrögð, athafnir og mannleg hugsun
eigi sér upptök i innihaldi höfuðsins, heilan-
um. Þá staðreynd að sumir þeirra, sem maður
hittir, eru ekki löngu orðnir vanvitar vegna
þessara f jöldamorða á heilasellum, má þakka
því, að f jöldi heilasellna er slíkur, að það hálfa
væri nóg. í heilanum eru miðstöðvar alls kon-
ar hvata, svo sem náungakærleiks og stelsýki,
móðurástar, ofsóknarbrjálæðis, sannleiksást-
ar, framsóknarhyggju, já jafnvel kommún-
isma, kvalalosta,mannvonsku,kvensemi, kyn-
villu og morðæðis. Og í heilanum er líká sér-
stök stöð fyrir brennivínsbölið.
Til er læknisaðgerð sem á fræðimáli hefur
verið nef nd lobotomi og er í því fólgin að fara
inní höf uð fólks og „taka úr sambandi" vissar
stöðvar, sem stjórna neikvæðum (eða réttara
sagt það sem samfélagið álitur neikvæðar) at-
höf num.
Þessi aðgerð hef ur þótt orka svo tvímælis að
liklega er henni ekki lengur beitt, en stundum
gat komið fyrir að sjálfsbjargarviðleitnin
væri tekin úr fólki, sem lækna átti við stelsýki,
og var þá oft erfitt að greina hvort aðgerðin
hefði heppnast eða ekki.
í bókinni „Few Facts" er talinn fræðilegur
möguleiki á,að viskídrykkja geti þjónað sama
tilgangi og lobotomi, en auðvitað er það hrein
hending hvaða heilasellur menn drepa þegar
þeir drekka, hvað þeir m.ö.o. drekka frá sér.
Ljóst er, að við drykkju tortímast fyrst þ*r
stöðvar sem stjórna náungakærleika, móður-
ást og barnakærleik, síðan fara göfuglyndi,
guðhræðsla og góðir siðir og svo hreinlæti,
hógværð, háttvísi og lítillæti. Þegar búið er að
tortima öllum miðstöðvum mannlegrar göfgi í
heilanum hlýtur að fara að koma að löstunum.
Þannig ætti það að vera f ræðilega hugsanlegt
að drepa þær heilasellur líka, sem stjórna stel-
sýki, ágirnd, öfund, kynvillu, kvensemi, fylgi-
spekt við Alþýðuflokkinn, kvalalosta, sjálfs-
pyntingarlosta o.s.frv. Og nú kem ég að því
sem er mergurinn málsins í bókinni „Few
Facts". Það er fræðilegur möguleiki að hægt
sé með kerf isbundinni ofdrykkju að drepa þær
heilasellur, sem stjórna brennivínsástriðunni,
drekka úr sér alkoholismann. Um það hvenær
slíkt gerist getur enginn maður sagt, slíkt er
hreint happadrætti. Hjá sumum gerist það ef
til vill ekki f yrr en allt hitt er farið, en hjá öðr-
um tiltölulega snemma.
En hvað sem öðru líður er það lokaniður-
staða þessarar ágætu amerísku bókar um
brennivínsbölið, ,að menn eigi ekki að drekka
nema þrisvar á ári og þá aldrei meira en þrjá
mánuði í senn. Eða eins og Halla sagði við
Fjalla-Eyvind:
Drekktu elsku ástin min
aðeins stutt og sjaldan,
annars getur görótt vin
gjörbreytt þér í fyllisvín,
í gröfinni síðan geymt þig jökulkaldan.
Flosi
Textíl í Norræna húsinu
Sæmdir krossum
Forseti tslands hefir saemt
eftirtalda islenska rikisborgara
heiöursmerki hinnar islensku
fálkaoröu:
Eirik Brynjólfsson, forstööu-
mann Kristneshælis, riddara-
krossi, fyrir störf i þágu Kristnes-
hælis.
Gunnar Friðriksson, forseta
Slysavarnafélags Islands, stór-
riddarakrossi, fyrir störf aö
slysavarnamálum.
Frú Jónu Erlendsdóttur, fyrr-
verandi formann Hvitabandsins,
riddarakrossi, fyrir liknar- og
félagsmálastörf.
Karl Guðmundsson frá Vals-
hamri, fyrrverandi bónda, ridd-
arakrossi, fyrir félagsmálastörf.
Dr. Sturlu Friðriksson, erfða-
fræðing, riddarakrossi, fyrir vis-
inda- og félagsmálastörf.
Ljósmyndasýning
í Klausturhólum
Dagana 1.—14. aprll sýnir
dansk-lslenski Ijósmyndarinn
Nanna Bðchert um 60 myndir I
húsnæði Guðmundar Axelssonar,
Klausturhólum. Sýningin verður
opin alla daga frá 2—6.
Nanna Bilchert fæddist árið
1937 i Kaupmannahöfn, en ólst
upp við Laugaveginn. Hún átti
islenska móður, en danskan föð-
ur. Þau dóu bæði þegar hún var
litil, svo niu ára gömul kom hún i
fóstur til ömmu sinnar i Reykja-
vik, Herdisar Jónsdóttur. Hún tók
stúdentspróf frá menntaskólan-
um hér, en giftist siðan til Dan-
merkur aftur.
Um skeið las hún fornleifafræði
við háskólann i Höfn, en 1969 fór
hún að taka ljósmyndir. Fyrst
voru það aðallega fréttamyndir
og þessháttar fyrir dagblöð og
timarit. Það gerir hún enn, en
smátt og smátt fóru augu hennar
að opnast fyrir þvi hvað mynda-
vélin er sniðugur kassi til að
skálda með. Arangurinn af til-
raunum hennar i þvi efni hefur
verið hengdur upp á ýmsum sýn-
ingum i opinberum stofnunum
og gallerium i Kaupmannahöfn
og út um land.og eins i Hamborg
og Stuttgart. 1977 var hún kynnt á
Kunstnernes Sommerudstilling
og þetta árið tekur hún þátt i vor-
sýningunni á Charlottenborg.
Hildur Hákonardóttir sýnir finnskan vefnað, og þessa mynd tók eik I
gær, þegar hún var að hengja upp mynd slna af skáldkonunni Huldu.
Vrsa litla fylgist meö.
Myndvefnaö sýna Anna Þóra
Karlsdóttir, Asgerður Ester Búa-
dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir,
Guðrún Jónasdóttir, Hanna
Ragnarsdóttir, Hildur Hákonar-
dóttir, Ragna Róbertsdóttir,
Salome Fannberg, Sigrún
Sverrisdóttir og Steinunn Páls-
dóttir.
Almennan vefnað sýna Anna
Halla Björgvinsdóttir, og Sigur-
laug Jóhannesdóttir. Anna Halla
sýnir handofin sjöl úr eingirni og
Sigurlaug handofnar skikkjur.
Þá sýnir Eva Vilhelmsdóttir
fatahönnuður smekkbuxur úr
flaueli, sem Faco er að hefja
framleiöslu á og ýmsan fatnaö
sem hún hefur hannað fyrir Ála-
foss, en efnið i þeim hefur Guðrún
Gunnarsdóttir hannað.
Vélofin áklæði til verksmiðju-
framleiðslu sýna Guðrún
Gunnarsdóttir og Guörún Jónas-
dóttir.
Friður ólafsdóttir sýnir litlar
quilt-myndir og silkiþrykk.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu er sýningin i Norræna
húsinu fjölbreytt, og forvitnilegt
er að kynnast hversu vandvirkir
islenskir textilhönnuðir eru og
hversu fjölþætt viðfangsefni
þeirra eru.
Sýningin i Norræna húsinu
verður opin daglega frá 14—22 og
lýkurhenni mánudaginn 10. april.
—AI.
Steinunn Pálsdóttir, Siguriaug Jóhannesdóttir og Guðrún Gunnars-
dóttir hengja upp véiofin klæöi, sem Guðrún hefur hannað fyrir Ala-
foss. Ljósm. — eik.
1 dag kl. 15 verður opnuð I kjall-
ara Norræna hússins fyrsta sam-
sýning Textllfélagsins, en það var
stofnaö I október 1974. Félags-
menn eru 21 talsins.
A sýningunni eru verk eftir 17
félagsmenn og kennir þar ýmissa
grasa. Tilgangur þessarar
sýningar er að kynna það nýjasta
sem félagsmenn eru að vinna við,
og er fyrirhugað að halda sllkar
sýningar annað hvert ár fram-
vegis.
Tauþrykkt kiæði i gluggatjöld,
púða eða fatnað sýna þær Asrún
Kristjánsdóttir, Steinunn Berg-
steinsdóttir og Þorbjörg Þóröar-
dóttir.