Þjóðviljinn - 01.04.1978, Page 3
Laugardagur 1. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Bifreiðatryggingar hafa hækkað um 163% á 3 árum
Árstrygging 5 manna
bfls 100 þúsund kr.
ef 67% hækkunin nær fram aö ganga. FÍB mótmælir
Sem kunnugt er hefur trygg-
ingarráð mælt með að trygg-
ingafélögin fái að hækka
bifreiðatryggingar um 67%.
Rtkisstjórnin á eftir að leggja
blessun sina yfir þessa hækkun.
Og þá kostar rúmar 100 þús. kr.
að tryggja 5 manna bil.
„Við mótmælum harðlega
þessari hækkun, enda hafa
tryggingafélögin fengið að
hækka tryggingar um 97% sl. 2
ár og það er ekki endalaust hægt
að niðast á bifreiðaeigendum”,
sagði Sveinn Oddgeirsson
framkvæmdastjóri FIB er við
bárum þessi mál undir hann i
gær.
Þegar rikisstjórnin hefur .
samþykkt þessa67% hækkunar-
beiðni nú, hafa bifreiðatrygg-
ingar hækkað um 164% á þrem-
ur árum. Árið 1976 voru þær
hækkaðar um 60%, árið 1977 um
37% og nú verður hækkunin 67%
ef að likum lætur.
Aður en þessi 67% hækkun
kemur til, kostar að tryggja
vénjulegan 5 manna bil af
Cortina-gerð 53.300 plús 20%
söluskattur. Þá er ökumanns-og
farþegatrygging ekki inni i
verðinu og heldur ekki fram-
rúðutrygging. Þegar verðið
hækkar um 67%, kostar það
89.011 kr. að tryggja bilinn auk
20% söluskatts og verður þá
106.813 kr. Við þetta bætist svo
ökumanns- og farþegatrygging
og framrúðutrygging.
Sveinn Oddgeirsson sagði að
þeir hjá FIB hefðu reiknað út,
að ef af þessari hækkun verður
núna, þá muni það kosta rúma
106.813 kr. kostar árstrygging á fimm manna fólksbifreið ef 67%
hækkunin nær fram að ganga, fyrir utan ökumanns- farþega- og
framrúðutryggingu.
eina miljón króna á ári aö reka
venjulega Cortina-bifreið.
I dag kl. 15.00 mun FIB halda
fund um þessi mál i Selfossbiói
og þangað er boðið fjármála-
ráðherra, vegamálastjóra,
samgönguráðherra og þing-
mönnum Suðurlandskjördæmis
að ræða við bifreiðaeigendur.
—Sdór
Snjóflóðín valda
miklum búsif jum
segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
Siglufirði
— Þessi áföll eru náttúriega
geysilegt tjón fyrir hitavcituna,
sérstaklega vegna þess, að Við-
lagatrygging bætir ekki þann
skaða, scm orðið hefur á mann-
virkjunum frammi i Skútudaln-
um nú i snjóflóðunum, sagði
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
skólastjóriá Siglufirði.við blaðið i
gær.
— Aftur á móti er greiddur sá
kostnaður, sem til* fellur hér i
bænum. Þettaersagtaðbyggistá
þvi, að Viðlagatrygging virðist
taka fyrst og fremst til þeirra
mannvirkja, sem eru bruna-
tryggð fyrir.
Bæjarstjórnin á Siglufirði
samþykkti nýlega hvernig
greiðslum skyldi háttað vegna
þess tjóns, sem varð i fyrra snjó-
flóðinu. Þar er t.d. talað um að
bæjarsjóður geiði, — til að byrj#Bt
með, — hitakostnað, 1000 kr. á
ibúð á dagi 5 daga. Einnig borgar
hann kostnað við tengingu oliu-
kynditækja, útlagðan kostnað
björgunarsveitar og smá
varahluti. Hinsvegar gerum við
ráðfyrir að Viðlagatrygging bæti
það tjón, sem varð i bænum sjálf-
um. En mannvirkin i Skútudal
eru ekki i viðlagatryggingu og þvi
litlar sem engar likur á að
Viðlagatryggingbætiþað tjón, að
þvi er Gunnar taldi. Þó eru
fordæmi fyrir þvi, að rikið hlaupi
undir bagga i svipuðum tilfellum
einsogt.d. vegna jarðskjálftanna
á Kópaskeri.
— En það er sama hvernig á
þetta er litið, þetta er auðvitað
mikið áfall fyrirokkurog einkum
vegna þess, að fjárhagur hita-
veitunnar er afar ótraustur, sem
leiðir af svivirðilegum lánakjör-
um, er rikisstjórnin lætur þetta
fyrirtæki búa við, sagði Gunnar.
Gert er ráð fyrir, að hitaveitan
verði rekin með tapi upp á 16—18
milj. kr. á þessu ári. Til viðbótar
þvivantarsvo70milj.kr.oger þá
ekki tekið tillit til þessara siðustu
óhappa. —mhg.
Sala Spánartogaranna:
4 smærri
koma í
staðinn
Eins og kunnugt er hefur
borgarráð heimilað Bæjarútgerð
Reykjavikur að leita eftir verðtil-
boðum i 3 Spánartogara
útgerðarinnar, en (Jtgerðarráð
Reykjavikur hafði áður
samþykkt að leita eftir möguleik-
um á skiptum á þessum togurum
og 4 af minni gerðinni.
Þjóðviljinn hafðiaf þessutilefni
samband við Sigurjón Pétursson,
sem sæti á i borgarráði, og spurði
hann hvernig þetta mál væri til
komiö.
Borginni barst fyrirspurn frá
Kanada, sagði Sigurjón,um hvort
Spánartogararnir væru falir. Það
hefur lengi legið ljóst fyrir að þeir
eru helmingi óhagstæðari i
rekstri heldur en smærri
togararnir.einsogt.d. Hjörleifur.
Þetta eru einu togararnir I flot-
anum sem eru með 2 aflvélar, og
oft nær oliukostnaður af þeim
sökum 2/3 af hráefnisverði.
Það hefur þvi lengi verið hug-
mynd útgerðarráðs að leita eftir
skiptum á þessum togurum og
Sigurjón Pétursson: Stóru
togararnir eru helmingi óhag-
kvæmari en minni togararnir.
öðrum minni, og nú virðist liggja
fyrir að hægt sé að skipta á þeim 3
á móti 4 af smærri gerðinni.
Núverandi verömæti þessara
togara, hvers fyrir sig.er um 1000
miljónir króna. A móti eru
boðinn skip frá Frakklandi og
Noregi, fyrir 5—700 miljónir
króna. Þau eru minni, álika
gömul, og verðið fer eftir aldri og
gæðum. Þessir togarar fiska engu
minna en þeir stærri, rekstrar-
kostaaður þeirra er mun minni,
sérstaklega vegna mikillar oliu-
notkunar Spánartogaranna, og
þeir eru þvi hagstæðari til
hráefnisöflunar, sagði Sigurjón
að lokum. —AI.
Gunnar Raf n Sigurbjörnsson.
Síldveiðar viö Suöur- og Vesturland
35 þúsund
Akveðið hefur verið að
leyfa veiðar á 35 þúsund lest-
um af sild á hausti komanda
i stað 25 þúsund á sl. ári.
Hringnótabátar fá að veiða á
timabilinu 20. sept. til. 20.
nóvember, en reknetabátar
lestir í ár
frá 20. ágúst til 20.
nóvember. Skiptingin milli
hringnóta-og netabáta hefur
ekki verið ákveðin, en
veiðarnar verða leyfis-
bundnar sem áður og rennur
umsóknarfrestur út l.'mai.
Tvennir tónleikar Söngskólans
Kór Söngskólans i Reykjavik
heldur tvenna tónieika nú um
helgina, i Hveragerðiskirkju
laugardaginn 1. april kl. 4 og i
Fossvogskirkju sunnuda^nn 2.
april kl. 4. Flutt verður Messa á
striðstima (Missa in tempori
Belli) eftií Haydn. Stjórnandi er
Garðar Cortes og einsöngvarar
nemendur úr Söngskólanum i
Reykjavik.
Hitaveitan á Siglufiröi
Betur fór en á horfðist
Það fór betur cn á horfðLst með
hitaveituna hjá Siglfirðingum, að
þvi er Gunnar Rafn Sigurbjörns-
son, skólastjóri á Siglufirði.sagði
okkur f gær. Heita vatnið var þá
bara farið að streyma til bæjarins
á ný og þegar búið að tengja eitt-
hvað af húsum.
Meginástæðurnar fyrir þvi
hversu þetta gekk fljótt fyrir sig
var ágætis veður I fyrradag,
fyrrinótt og gær og svo það, að
skemmdir reyndust minni en
vænta mátti.
I fyrrinótt vann 20 manna hópur
frammi i Skútudal við að grafa
upp húsin og notuðu til þess hand-
verkfæri. 1 ljós kom, að húsið yfir
aðaldælunni er ónýtt, en tvær
hliðar þess munu þó standa. Tæk-
in s jálf hafa hinsvegar sloppið við
skemmdir. Mun snjórinn, sem
fyrir var, hafa hlift þeim. Auka-
dælan eyðilagðist hinsvegar,
stjðrnbúnaður o.fl., en hann var
nýbúið að endurnýja og er það
verulegt tjón. Talið er einstakt
lán að spennistöðin slapp, en þar
munaði þó ekki nema hársbreidd.
Þetta hefði orðið mun alvarlegra
mál ef hún hefði farið.
Skylt er aö taka það fram, sagði
Gunnar Rafn, að þeir, sem að
þessum björgunarstörfum hafa
unnið, hafa sýnt alveg frábæran
dugnað, sem ekki verður of met-
inn.
—mhg.
Fjárhagsvandi málm- og skipasmiðja:
Svartnættí framundan
segir Bjarni Einarsson hjá Skipasmíöastöö Njarövikur sem á
100 miljónir
útistandandi og gat
ekki greitt út
laun i gær
„Það er vist ekki ofsögum
sagt að skipasmiðastöðvarnar
eigi í vandriðum, þau eru svo
mikil að ég sé ekkert nema
svartnætti framundan ef svo
heldur fram sem horfir. Ct-
gerðarog fiskvinnslufyrirtækín,
sem eru okkar aðai viðskipta-
vinir geta ekkert greitt og þá
keðjuverkar þetta strax og
þannig er ástandið hjá okkur nú,
að við eigum 100 miljónir króna
útistandandi og fáum ekkert inn
og getum þvi ckki greitt starfs-
fólki okkar út i dag, eins og okk-
ur ber”, sagði Bjarni Einarsson
forstjóri Skipasmiðastöðvar
Njarðvikur, er við ræddum viö
hann i gær,
Bjarni sagöi að vandi út-
gerðar og fiskvinnslufyrirtækj-
anna á Suðurnesjum stafaði af
Bjarni Einarsson: Gat ckki
greitt út laun vegna úti-
standandi skuida.
þvLað þau fengju ekki eðlilega
fyrirgreiðslu i bönkum og þvi
væru þau komin i greiðsluþrot.
Hann sagði að viðvikjandi
Skipasmiðastöð Njarðvikúr, þá
hefði veriö óskaplega erfitt að
standa við launagreiðslur
undanfarið til þeirra 65 manna
sem vinna hjá fyrirtækinu, en
nú i þessari viku keyrði um
þverbak, þaö væri ekki hægt að
greiða laun um þessa helgi.
,,Og það sem verra er, það eru
engin verkefni framundan. Við
hefðum i raun átt að segja
mannskapnum hjá okkur upp i
febrúar, en einhvernveginn er
það svo,að maður þumbast við
slikt i lengstu lög, reynir allar
leiðir fyrst, en ég. fullyrði að
svona getur þetta ekki gengið
lengur.
Ef stjórnendur þessa lands
ætla að halda áfram þessari
fráleitu stýringu, rúllar þetta
allt yfir . En ef vandi útgeröar og
fiskvinnslufyrirtækjanna verö-
ur leystur, þá leysist vanda-
málið hjá okkur lika, hvað við
kemur greiðslum fyrir þjón-
ustuverkefni, en það hefur verið
það eina sem við höfum verið
meðlengi; þaö er engin verkefni
önnur aö fá um þessar mundir”
sagöiBjarni. —S.dór