Þjóðviljinn - 01.04.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 01.04.1978, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. april 1978 Af erlendum vettvangi Staða norskrar fiskframleiðslu Þegar norska krónan var felld gagnvart dollar um 8% í febrúarmánuði/ þá kom það fram í blaða- viðtölum við norska fiskút- flytjendur að þeim veitti ekki af þeim gengishagn- aði sem við það fengist/ þvi samkeppni við islendinga á mörkuðunum væri erfið/ sökum þess hve þeir þyftu að greiða lágt kaupgjald. En strax að aflokinni lækkun norsku krónunnar þá gerði Hæem fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, en nú aðalforstjóri fyrir Rafisklaget þá kröfu fyrir hönd nýfiskseljanda til vinnslu, að út- flutningsgjald á norskar sjávar- afurðir yrði hækkað úr 1% i 4%. Þessu mótmæltu öll samtök norskra fiskútflytjenda, sem sögðu að gengislækkun krónunn- ar væri þegar runnin út i sandinn vegna stöðugrar lækkunar á Bandarikjadollar, eftir lækkun krónunnar, en hún hefur ekki ver- ið látin fylgja dollar. Nú nýlega tók svo rikisstjórnin af skarið og gaf út reglugerð þar sem útflutningsgjald af norskum fiskafurðum er hækkað úr 1% i 3%. ÍJtflutningssamtök norskra fiskframleiðenda hafa látið i ljósi óánægju með þessi málalok. Jóhann J.E. Kúld fískimá/ Útflutningsgjaldið af norskum fiskafurðum rennur eins og áður óskipt i svonefndan verðjöfnunar- sjóð sem er algjörlega i höndum rikisstjórnarinnar, sem ræður hvenær og til hvers, innan norskr- ar fiskframleiðslu og sjávarút- vegs er greitt úr sjóðnum. Dómur norskra stjórnvalda er sá, að norskur fiskútflutningur. standi vel, eftir s.l. ár og þoli þessvegna hækkun á útflutningsgjaldinu. F ærevingar skáka okk- ur íslendingum Samkvæmt áreiðanleg- um fréttum/ þá er nú lág- markskaup karlmanna i fiskvinnslu i Færeyjum kr. 27.00 færeyskar eða danskar á klukkustund i dagvinnu. Þetta er samkvæmt skráðu gengi danskrar krónu hér eins og það hefur verið að undan- förnu rúmlega isl. kr. 1225 á klukkustund. En þar með er sagan af karl- mannskaupi i færeyskum fiskiðn- aði ekki nema hálf sögð, þvi þeir sem vinna á bónus eða i ákvæðis- vinnu fara langt yfir þetta lágmarkskaup. Það mun t.d. ekki vera óalgengt að duglegir menn sem vinna á flökunarvélum, hafi allt að þvi tvöfaldað lágmarks- kaupið. Það er þvi ekkert undar- legt þó islensk nýlenda sé að myndast i Færeyjum við fisk- vinnsluna, en það er staðreynd og hún ekki að ástæðulausu. Ef athugaðar eru skýrslur birtar i febrúarhefti Hagtiðinda i ár, þá segir þar að 2034 islenskir rikis- borgarar hafi flutt úr landi árið 1977, en á sama tima hafi aðeins 867 islenskir rikisborgarar flutt heim. Með öðrum orðum 1167 islenskir menn og konur fluttu úr landi umfram þá sem komu heim. Menn virðast almennt ekki gera sér ljóst hver hætta hér er á ferð- um. Þetta samsvarar þvi að hver einn einasti ibúi i meðalstóru sjávarþorpi hverfi á braut úr landi. Það er enganveginn óeöli- legt að einhver hreyfing sé á fólki á milli landa, en haldi þessi útflutningur i sama mæli áfram, þá er mikil hætta á ferðum. Og hverjir eru það svo sem fara, Þvi er fljótsvarað. Meginuppistaða i útflytjendahópnum er þróttmikið æskufólk á besta starfsaldri, sem vill ekki una þvi að láta skammta sér skit úr hnefa, þegar betri kjör bjóðast þvi, þó i öðru Iandi sé. Með öðrum orðum það er islensk efnahagsstefna, með verðlausri krónu, sem er að hrekja þrótt- mesta fólkið úr landi. Þorskurinn víð Vestur-Grænland Er hann íslenskur? Þau merkilegu tiðindi gerðust á miðunum við vestur Grænland i s.I. febrúarmánuði að öllum óvör- um, að miðin fylltust af vænum þorski. Megin uppistaðan i þess- ari miklu þorskgöngu er sagður hafa verið fiskur sex og átta ára gamall, , hrygningarfiskur. Nýtt björgunarskip Sovétríkjanna Arið 1976 sendu Sovétrikin út á Atlantshafið risavaxið björg- unarskip sem ætlað var til björg- unarstarfa ekki einungis fyrir Sovétrikin ein heldur lika til al- þjóðlegra þarfa. Skip þetta hlaut nafnið Jagúar. Það kom fljótt I ljós að útgerð þessa skips borgaði sig fjárhags- lega, og var þvi hafist handa um smiði nýs skips fyrir Kyrrahaf. Þetta skip er nú nýlega fullsmiö- að og hefur hlotið nafniö ,,Bars”, en heimahöfn þess er Vladi- vostok, en hinsvegar er Jagúar skrásettur i Odessa. Bæði skipin eru hinsvegar smiðuð i Len- ingrad. Björgunarskipið Bars er 4050 lesta skip með9000hestafla aðalvél. Ganghraði skipsins er 19 milur og dráttarhæfni þess sögö mjög mikil, þannig að það á að geta dregið til hafnar stærstu skip sem sigla á heimshöfunum. Skip- ið er búið fullkomnasta búnaði sem þekkist til björgunar á skip- um og skipshöfnum. Skipshöfnin á „Bars” telur 36 menn, en i skip- inu eru lfka ibúðir fyrir 46 skip- brotsmenn. Eldsneytisgeymar skipsins eiga að nægja til 9000 milna siglingar. Danska Grænlandsverslunin ger- ir út 5 togara við vestur Grænland og komu þeir að landi með lOOtonn hver eftir 3—4 daga, en slikt hefur ekki skeð sfðan danir hófu togaraútgerð við Grænland. Eftir þiggja vikna aflahrotu höfðu þessir 5 togarar lagt á land rúmlega 3000 tonn af fiski. Þá er annað merkilegt, og það er að i togaraflotanum var dálitiö af vænni ýsu en hún sést eiginlega aldrei á miðunum við vestur Grænland. Norskar fregnir hafa það eftir skipstjórum grænlensku togaranna að hér sé ekki um að ræða venjulegan grænlands- þorsk, heldur þorskgöngu ein-. hversstaðar aökomna og hafa þeir helst getið sér til að hún hafi komið frá tslandi. En slik tilgáta er eftir þvi sem ég best veit i Ég sagði frá þvi á s.l. ári að norðmenn væru að hefja smiði á nýrri tegund skipa til mannfiutn- inga, og að hugmyndin væri kom- in frá manni að nafni Harald Hen- riksen sem er yfirforingi i norska flotanum. Nú er þetta skip full- smiðað og farið að hefja reynslu- ferðir með farþega á milli Tromso' og Bodp. Smiði skipsins er kostuð af tveimur norskum skipafélögum, og þau standa einnig að reynslu- ferðum skipsins, sem búist er við að standi yfir i talsverðan tima, áður en ákvörðun verður tekin um smiði fleiri skipa af sömu gerð. Skipið sjálft er svokölluð „Vestamaran 95 T” gerð, skip með tveimur skipsbolum. Það getur flutt 205 farþega i þægileg- um sætum, og á að ganga 40 mil- Hvaðan kom þorskurinn á miðin við Grænland? algjörri mótsögn viö álit islenskra fiskifræöinga um ferðir islenska þrosksins. Það er þvi algjör ráðgáta ennþá, hvaðan hin mikla þorskganga kom á miðin við vestur Grænland. Það er ekki nokkur vafi á þvi að margfalda þarf merkingar á fiski, til þess aö fá öruggari heimildir um göngur hinna ýmsu fisktegunda. ur á fullri ferð. Það sem er algjör nýjung við þetta skip er eftirfar- andi. Þetta nýja skip hefur hvorki skrúfu né venjulegt stýri. Gang- vélar skipsins eru tvær gastúr- binur sem hver um sig framleiðir 3.350 hestöfl. Túrbinurnar knýja siðan 36 tonna sjódælur sem gera hvortveggja i senn að ráða ferð þess og stýringu. Þetta er talin sú nýjung sem Harald Henriksen er' uppfinningamaður aö. Og fullyrt er i þeirri lýsingu sem ég sá af skipinu, að ekkert skip annað i öllum heiminum, væri þannig bú- ið. Gastúrbínurnar eru sagöar hafa þann mikla kost að vera létt- ar og taka litið pláss. Upphaflega var talað um að skipið yrði i reynsluferðum i einn mánuð. En nú inunu eigendurnir hafa ákveð- ið að reyna skipið i ailt sumar. Nordmenn reyna nýja teg- und skipa til mannflutninga Skreiðin er mikitvæg utflutnmgsvara f Noregi. Skreiðarútflutningur Norðmanna A árinu 1976 fluttu norðmenn út 18.307 tonn af skreið og var það taliö normal ár i skreiðar útflutningi. En snemma á s.l. ári lokaðist skreiðarmarkaður Nigeriu, en þar i landi er mesti skreiðar- markaður heimsins, og hefur ekki opnast ennþá. Með þess- ar staðreyndir i huga, varð ég dálitið hissa þegar ég sá endanlegan árangur i skreiðarsölu norðmanna á ár- inu 1977, en hann varð 12.085 tonn, eða aðeins 6.222 tonnum minni en árið á undan, þrátt fyrir lokun stærsta mark- aðarins. Það verður þvi ekki ofsögum sagt af þvi, að norðmenn eru miklir sölu- menn. Nýjungsemer til fyrirmyndar Norska fiskimálastjórnin hefur i riti sinu „Fiskets Gang” birt á undanförnúm ár- um stöðuna i norskum fisk- afuröaútflutningi, eins og hann hefur verið á hverjum tima, að magni til. Frá og með árinu i ár hefur hinsvegar ver- ið tekin upp sú nýbreyttni að heildarverð hverrar vörutegundar fylgir með. Samkvæmt þessari uppgjöf sem nær fyrir timabilið frá nýári til 13. febrúár, þá fór ég að reikna út einingarverö hverrar vörutegundar eins og það birtist i ritinu og breytti þvi i islenska peninga samkvæmt gengi. Sá galli er hinsvegar á þessu, að maður veit ekki um gæðaflokkun hverrar vörutegundar, en eftir þeim getur verðið breyst fram og til baka. Viðvikjandi frosna fiskinum veit maður heldur ekki um hlutfallið á milli fisk- blokkar svo og sérpakkaðra flaka hinsvegar, i þessum útflutningi. Lita ber þvi á verðiö sem jafnaðarverð á hverri vörutegund yfir þetta tilgreinda timabil. Skreið, þorskur, 381 tonn jafn-’ aðarv. i isi. kr. 1237.00 kg. Skreið, ufsi, 29 tonn jafnaðar- , verð i isl. kr. 920.00 kg. Þurrkaður saltfiskur þorskur 2467 tonn jafnaðarverð i isl. kr. 640.00 kg. Blautverkaður saltfiskur þorskur 711 tonn jafnaðarverð i isl. kr. 344.00 kg. Ýsuflök frosin 1379 tonn jafn-r ðarv. i isl. kr. 568.00 kg. Þorskflök frosin 6690 tonn jafnaðarv. i isl. kr. 548.00 kg. Mesti saltfiskútflutningur í sögu Noregs A árinu 1977 fluttu norð- menn út 64.298 tonn af þurrk- uðum saltfiski, en sami út- flutningur 1966 var 52.039, sem þá var metár. Hér er um að ræða 12.259 tonna aukningu á milli ára, sem er mjög mikið, en bendir hinsvegar til þess, að rekstur saltfiskverkunar- stöðvanna hafi verið hag- kvæmur. Hinsvegar var útflutningur frá Noregi á blautverkuöum saltfiski á s.I. ári aðeins 8.295 tonn. Sala frosinna fískflaka Eftir þeim útflutnings- skýrslum sem birtar eru i Fiskets Gang þá viröist útflutningur frosinna fiskflaka hafa orðið heldur minni á s.l. ári frá Noregi heldur en árið á undan. Arið 1976 er þaðan 89,966 tonn útflutningur en ár- ið 1977 85.000 tonna út- flutningur og er þarna um 4.166 tonna lækkun í útflutn- ingi að ræöa á milli ára. Hins- vegar óx verðmæti þessa útflutnings mikið, ekki bara vegna verðhækkunar á frosn- um fiskflökum, heldur lika vegna aukinnar fulivinnsiu fiskblokkar heima i Noregi. En skýringin á minni útflutn- ingi i fyrra en 1976 er liklega sú að á fyrstu 6 vikunum i ár varð útflutningur frosinna fiskflaka frá Noregi 10.398 tonn. Rússar halda áfram rannsóknum í N-íshafiö Fyrir siðustu heimsstyrjöld hófu Sovétríkin umfangsmikl- ar rannsóknir á norður ishafi. Þessum rannsóknum hefur verið haldið áfram á siðustu áratugum, ekki bara á skipum heldur lika á rekandi isbreið- um. Eins og stendur eru tvær slikar rannsóknarstöðvar meö fjölda visindamanna, nú á reki uin ishafið. Nefnast stöðvarn- ar Norpol 22 og Norpol 23. 1 febrúarmánuði hafði Norpol 22 farið yfir 4700 sjómilna haf- svæöi og var þá stödd norður af Kanada i nánd við Alaska. Báðar stöðvarnar senda reglulega frá sér veðurfréttir ekki bara fyrir Sovétrikin ein, heldur lika til alþjóðlegrar notkunar. Medallaun á norskum oKuborpöOum Rannsókn sem gerð var i Noregi á launum starfs- manna á 27 oliuborpöllum i Noröursjó á s.l. ári leiddi i ljós að meðallaun starfs- manna voru n.kr. 7707.00 á mánuði auk ýmiskonar frið- inda svo sem fritt fæði ofl. Þetta verður i islenskum peningum sem næst kr. 369.936.00 á mánuði. þetta er hækkun sem nemur 8,3% frá árinu 1976, og er talið að stærsta hluta stafa af stytt- ingu vinnuvikunnar á s.l. hausti úr 40 i 36 klukkustund- ir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.