Þjóðviljinn - 09.05.1978, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. mal 1978.
Slíkum stjórnarháttum eiga Reykvíkingar að hafna.
Sigurjón Pétursson, borgatfulltrúi:
Almennt kallaöur
Auðvitað er þetta rétt.
Það sem er látið ósagt er að
þeir sem alltaf „verða útundan”
eru þeir sem ekki hafa aðgang
að kerfinu.
bað sem þarf að gera er að
setja reglur um lóðaúthlutun,
sem tryggir jafnan rétt almenn-
ings og útilokar áhrif pólitikus-
anna.
Það mætti hugsa sér að koma
upp punktakerfi þar sem t.d.
væri tekið tillit til þessara þátta
fyrirutanhin almennu skilyrði:
1. Fjölskyldustærðár
2. Hversu lengi viðkomandi
hefur átt umsókn um lóð.
3. Ástand núverandi íbúðar.
4. Byggingarmöguleikar, þ.e.
fjárhagur, lánamöguleikar,
tekjur o.fl.
Hugsanlega ættu fleiri atriði
að vera með í punktagjöfinni en
þetta gefur visbendingu um
hvernig hægt væri að byggja
upp réttlátt kerfi. Þeir, sem
væru með flesta punktana
fengju siðan lóðirnar og ef ein-
hverjir væru siðan jafnir, þá
væri einfaldlega dregið um
hverjir fengju lóðirnar og hverj-
ir ekki.
Það er einfalt að koma við
réttlæti ef vilji er til þess.
Þaðer liins vegar enginn vilji
lil þess lijá borgarstjórnar-
meirihlutanum. Hann vill fá að
halda áfram að hygla sinum
mönnum og hegna hinum, sem
ekki skriða.
Slikum stjórnarháttum eiga
Heykvikingar aö hafna.
Sigurjón Fétursson.
Skákmótið á Kanarí:
klíkuskapur
Til að fá lóð i Reykjavik verða
umsækjendur að uppfylla nokk-
ur skilvrði. sem hvorki eru
margbrotin eða flókin.
Hin helstu eru; að vera fjár-
ráða, vera islenskur rikisborg-
ari hafa ekki fengið úthlutun á
raðhúsa, tvibýlishúsa-, eða ein-
býlishúsalóð siðustu 10 árin, eða
aðild að fjölbýlishúsi siðastliðin
5 ár og að vera i skilum viö
gjaldheimtuna.
Flestir sem ætla að reyna að
fálóðogfái hendur umsóknar-
eyðublaðið, fyllast bjartsýni og
ánægju þegar þeir sjá þessiskil-
yrði þvi allflestir umsækjendur
uppfylla þau að fullu.
Vonbrigðin verða þvi oft sár
þegar umsóknum sumra er
hafnað ár eftir ár, þrátt fyrir að
öllum skilyrðum sé fullnægt, en
aðrir fá lóð um leið og þeir
sækja.
Það sem ræður úrslitum um
það bvort umsókn er tekin til
greina eða ekki er nefnilega
ekkert af þvi sem stendur á um-
sóknareyðublaðinu beldur það
sem almennt er kallaður kliku-
skapur. Lóðir eru notaðar sem
dúsurtilað hygla flokksgæðing
um og afla alkvæða og vin-
sælda.
Sá sem engan ,,þekkir” á litla
möguleika á að hljóta úthlutun
Sigurjón Pétursson.
a.m.k. á meðan munur á fram-
boði lóða og eftirspurn er jafn
mikill og verið hefur siðustu ár.
Sé á þetta minnst er viðkvæð-
ið hjá meirihlutanum jafnan;
Ja, — þegar umsóknir eru
margar en lóðir fáar og þegar
flestir uppfylla öll skilyrði þá
hljóta einhverjir að verða út-
undan.
Friðrik viö top
Með sigri sinum yfir Sovét- Panchenko vann Padron, Sax
manninum Panchenko hefur
Friðrik ólafsson stórmeistari
aftur blandað sér i toppbaráttuna
á alþjóðaskákmótinu i Las
Palmas á Kanarieyjum,
Friðrik vann Sovétmanninn
mjög örugglega og ætti að eiga
góða möguleika á efstu sætunum
þvi hann hefur til þessa teflt við
mjög sterka andstæðinga, ólikt
sterkari en t.d. forystusauðurinn
Miles. Úrslit i 5. umferð mótsins
urðu sem hér segir; Mariotti
vann Padron, Tukmakov vann
Stean, Dominquez vann Sanz.
Jafntefli gerðu Medina og Miles,
Csom og Rodriquez, Del Corral og
Sax, Vesterinen og Larsen. Eins
og áður sagði vann Friðrik
Panchenko.
6. umferð:
Úrslit i 6. umferð sem tefld var
á laugardaginn urðu sem her
segir:
Marioiti vann Medina,
vann Vesterinen, Larsen vann
Dominqez, og Stean vann Sanz.
Jafntefli gerðu Tukmakov og
Friðrik, Miles og Csom og
Rodriquez og Del Corral.
Staðan að loknum
6 umferðum:
1-2. Miles og Tukmakov 4,5 v.
3-5. Larsen, Sax og Stean 4 v.
6-8. Friðrik,Mariotti og Ðel Corral
3,5 v.
9. Sanz 3 v.
10-12. Vesterinen, Csom og
Rodriquez 2,5 v.
13-14. Panchenko og Dominquez 2
v.
15. Padron 1,5 v.
16. Medina 1 v.
t gærkvöldi var tefld 7. umferö.
Þá tefldi Friðrik við Stean og
hafði hvitt. Greint er frá úrslitum
umferðarinnar á öðrum stað i
blaðinu. —hól
r rioriK oiaisson er nu auur ao
færast I aukana á Kanarleyjum.
Kaupsvikin
halda áfram
o Verðbótaviðauki ekki heldur
greiddur um þessi mánaðamót
Hinn svonefndi verðbótaauki
sem greiða átti á lægstu laun
samkvæmt 2. grein kaupránslaga
rikisstjórnarinnar hefur enn ekki
sést i launaumslögum hinna
lægstlaunuðu. Ekki sist bitnar
þetta á Sóknarkonum sem vinna
hjá riki og borg. Ástæðan er sú að
enn hefur ekki verið unnt að búa
til forskrift fyrir tölvur Skýrslu-
véla rikisins sem meðtaka ekki
fyrirmæli löggjafans um útreikn-
ing vcrðbótaviðaukans. Tvenn
mánaðarlaun hafa nú verið
greidd út án þess að verðbótavið-
aukinn til hinna lægstlaunuðu hafi
verið reiknaður út hvað þá
greiddur.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
formaður Starfsstúlknafélagsins
Sóknar sagði i gær, að mikil óá-
nægja rikti meðal félagsmanna
vegna þessara kaupsvika. Sagði
hún að haft hefði verið samband
við ASl i máli þessu og væru
væntanlegar aðgerðir gegn kaup-
svikunum i höndum þess.
Steinþór Sigurðsson, starfs-
maður ASÍ, tjáði blaðinu að málin
væru i athugun en engar ákvarð-
anir hefðu verið teknar enn.
—IM
lsL listmunir í
ísl. heimilisiðnaði
islenskur heimilisiðnaður mun
á næstu mánuðum kynna sérstak-
lega Isienskt listafóik, sem versl-
unin hefir verið i samvinnu við.
Kynning þessi verður i verslun-
inni i Hafnarstræti 3, og verða
væntanlega tveir til þrir lista-
menn kynntir hverju sinni. Það
listafólk, sem kynnt er sérstak-
lega nú, er Haukur Dór, leirkera-
smiður og hjónin Kartrin Ágústs-
dóttir og Stefán Haldórsson.
Katrin og Stefán ,,KOS” sýna
Batik kjóla og mussur. Þau hafa
starfrækt vinnustofu i 12 ár, fyrst
sem hliðargrein með kennslu, en
núna sem aðalstarf. Þau hafa lagt
megináherslu á þjóðlifsmyndir,
en eru nú jafnframt farin að
vinna Batikfatnað, eins og kjóla,
mussur o.fl. Katrin stundaði nám
i Danmörku og hefur haldið
nokkrar einkasýningar og einnig
tekið þátt i samsýningum. Hauk-
ur Dór hefir starfrækt vinnustofu
i 10 ár, en hafði áður stundað list-
nám i Skotlandi og Danmörku.
Haukur er lika listmálari og hefir
haldið einkasýningu og tekið þátt
i samsýningum.
A þessari sýningu eru bæði
búshlutir og skúlptúr, en aðal
viðfangsefni Hauks er núskúlptúr
i steinleir. „KOS”, kjólar verða
sérstaklega kynntir og sýndir i
Skálafelli n.k. fimmtudagskvöld.
Listkynning þessi stendur vfir til
26. mai.
Bókasafnið Út er komið nýtt hefti af timaritinu Bókasafnið, sem embætti bókafulltrúa rikis- ins og bókaverðir standa að. Meðal efnis má nefna viðtal við Harald Guðnason, bókavörð i Vestmannaeyj- um, grein um ráðstefnu þá um uppslýsingamál, sem haldin var i Reykjavik á veg- um Rannsóknarráðs rikisins á nýliðnum vetri, og grein um norrænan sumarskóla fyrir bókaverði. Sagt er frá nýbreytni i flokkunar- og skráningarmálum i Háskólabókasafni. Þá eru i ritinu ritgerðir um skóla- söfn, skipasöfn og list- bókasöfn. Timaritið er 48 siður að stærð, prentað i Prentstofu G. Benediktssonar. Oil eldri hefti Bókasafnsins eru enn fáanleg. Heimilisfang ritsins er: Bókasafnið, pósthólf 7050, 107 Reykjavik.
Fyrirlestur um
impress j ónista
Guðbjörg Kristjá nsdóttir
listfræðingur heldur fyrirlestur
um frönsku impressjónistana á
vegum Alliance Francaise i
Franska bókasafninu, Laufásvegi
12, I kvöld kl. 20.30 (9. mai).
Nokkrir málarar i Frakklandi
mótuðu þessa stefnu á árunum
eftir 1870 og verða að ýmsu leyti
frumherjar nútimamálaralistar.
Guðbjörg Kristjánsdóttir
stundaði nám i listasögu i Paris
og lauk þar magisterprófi i þeirri
grein. Sýndar verða litskyggnur
með fyrirlestrinum og er öllum
heimill aðgangur.
Stjón Alliance Francaise.