Þjóðviljinn - 09.05.1978, Qupperneq 9
Þriðjudagur 9. mai 1978. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 9
Vid eigum samleid
Góðir félagar og aðrir sem mál
mitt heyra.
IVleð verkfallsrétti starfsmanna
rikis og bæja hefur mátt sjá
bandalag þeirra breytast úr
máttlitlum samtökum i öflugt
forystufélag, og það þó að verk-
fallsréttur okkar sé vissulega
takmarkaður. Þessu til sönnunar
er skilyrðislaus aðild BSRB að
sameiginlegu ávarpi fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna og Iðnnema-
sambands lsiands 1. maí 1978.
Þeir eru þó enn margir, sem
telja Bandalag starfsmanna rikis
og bæja eiga litla samleið með
verkalýðshreyfingunni vegna
miklu betri kjara og meira at-
vinnuöryggis. Benda menn þá
gjarnan á há laun æöstu embætt-
ismanna þjóðarinnar og telja
fjarstæðu að samtök þeirra eigi
samfylgd með láglaunafólkinu
innan verkalýðshreyfingarinnar.
En menn gleyma þá jafnframt
öllum þorra starfsmanna rikis og
bæja, sem einmitt fyllir flokk
hinna lægst launuðu. Þessar
raddir heyrast ekki aðeins innan
verkalýðshreyfingarinnar, held-
ur einnig innan BSRB. Opinberir
starfsmenn hafa um langan aldur
verið réttlausir til kröfugerðar og
sjálfdæmis um eigin launakjör.
Rikisvaldið hefur á hverjum tima
skammtað okkur það sem þvi
hefur þóknast, og eina von okkar
um breytingu var almenn laung-
hækkun i landinu fyrir baráttu
verkalýðsh.reyfingarinnar. Fyrir
það erum við þakklát, en nú ætl-
um við ekki lengur að vera þiggj-
endur, heldur ætlum við að berj-
ast með verkalýðshreyfingunni,
sem við erum hluti af.
En erum við þá hluti af verka-
lýðshreyfingunni? Ætli það ekki
bara. Menn þurfa að vera meira
en litið ruglaðir i hugmyndafræð-
inni til að andmæla þvi, og það
sýnast menn stundum vera. i
Þjóðviljanum mátti fyrir tveim
dögum lesa eftirfarandi frásögn
af ritgerð eftir ungan háskóla-
mann: ,,Skiptingu leigjenda i
stéttir miðar (greinarhöfundur)
við það grundvallarviðhorf að
þjóðfélagsstéttirnar hverfist um
tvö skaut, annars vegar sú stétt
sem hefur eignarhald á fram-
leiðslutækjunum, hins vegar sú
stétt sem ekkert á i fyrirtækjun-
um og lifir þvi af launavinnu”.
Þetta má vissulega fallast á. En
Rœða Guðrúnar
Helgadóttur á
fundi Alþýöu-
bandalagsins
á Hótel Borg
1. maí
svo heldur greinin áfram : „Útfrá
þessu viðhorfi skiptast leigjendur
i þrjá hópa: Stétt 1, sem telur
stærri atvinnurekendur, æöri em-
bættismenn, stjórnendur fyrir-
tækja og fólk sem hefur lokið há-
skólaprófi”. Það var næsta furðu-
legt að ekki skyldu koma sjálf-
krafa asnaeyru á siðuna sem
þetta stóð skrifað á. Þetta er
nefnilega alrangt, sé maðurinn að
skilgreina stéttir og stéttaskipt-
ingu, vini og óvini. Það skiptir
nefnilega engu máli hvort við höf-
um lokið háskólaprófi eða ekki.
Við eigum öll sama óvininn og
hann ber okkur að þekkja, en það
er auðvaldið i heiminum. Og lát-
um ekki blekkjast. Heimsauð-
valdið teygir klær sinar inn i
rikisstjórn Islands eins og aðrar
rikisstjórnir og við fáum ekki
rönd við reist nema fólki lærist að
skilja þetta. Og það er sú verka-
lýðsbarátta sem við eigum að
heygja. Verkalýðsbarátta i heimi
nútimans er ekki einungis strið
um krónur og aura i flóknum
vinnulaunatöxtum, hún er miklu
meira og merkilegra mál.
Mönnum verður að skiljast, að
verkalýðsbarátta okkar daga er
margfalt flóknari en á árum áður,
og þess vegna er auðveldara að
láta blekkjast. í upphafi islenskr-
ar verkalýðsbaráttu fundu menn
þörfina til að berjast á sjálfum
sér, menn höfðu ekki neitt til
neins. Þá stóðu menn saman i
verkfalii þar til yfir lauk, enda
höfðu þeir engu að tapa. Haust-
maturinn og fiskurinn héldu i
mönnum tórunni og menn skiptu
með sér eftir föngum, en það biðu
engar afborganir af ibúðum, bil-
um eða heimilistækjum. Menn
áttu ekki neitt. Svona er þetta
ekki lengur. Nú búum við i vel-
ferðarþjóðfélagi svonefndu, við
burðumst með skuldaklafann á
bakinu og höldum að þetta sé
bara harla gott, og svoleiðis fólk
fer ekki i verkfall i tvo daga til
þess eins að missa stóran hluta
launa, sem þegar er búið að ráð-
stafa áður en þau koma. Afborg-
anakerfið færi i öngþveiti marga
mánuði fram i timann. Og há-
skólafólkið hefur ekki aðeins
þennan klafa, heldur einnig af-
borganir af lánum frá Lánasjóði
námsmanna svo miljónum skipt-
ir, kyrfilega verðtryggðum, til að
fá að stunda háskólanám.
Var það þetta sem frumherja
verkalýðsbaráttunnar og sósia-
lismans dreymdi um? Nei, ætli
það nokkuð. Enda er ekki aö sjá
að mönnum liði tiltakanlega
miklubetur i velmeguninni, segja
þeir sem lengi hafa lifað.
Frumherjana dreymdi um vald
yfir framleiðslutækjunum, vald
til að deila með sér afrakstri
vinnu sinnar til gagns öllum
jarðarinnar börnum, svo að þau
gætu lifað við farsæld, svo að þau
þyrftu ekki að liða skort, svo að
þau gætu menntast og lifað sem
upprétt fólk. Þetta takmark nálg-
ast óhugnanlega hægt og ef til vill
er engin hreyfing á þvi. Valdið er
ekki i okkar höndum, en það er
erfiðara að þekkja óvininn nú en
áður. Valdið er ekki heldur i
höndum stjórnmálamannanna,
hvort sem þeim er það ljóst eða
ekki. Hlutirnir gerast ekki fyrir
þeirra tilstilli, heldur fyrir verkn-
að annarra afla. Nærtækt dæmi
er fyrirhugað samnorrænt gervi-
hnattakerfi til miðlunar sjón-
varps- og útvarpsdagskráa allra
norðurlandanna. Áætlað verð 2
miljarðar dollara eða sama upp-
hæð og allur sá áburður, sem van-
þróaðar þjóðir kaupa til að rækta
jörðina. Þetta fyrirtæki kallast
NORDSAT.Eftir að það er komið
upp á himinbogann, getum við
horft á sama sjónvarpsefnið og
allir eru að glápa á á þvi sama
augnabliki, en þurfum ekki að
biða eftir póstinum. Islenskir
þingmenn og ráðherrar sitja
langa fundi um þetta merka fyr-
irtæki og þegar er búið að eyða
miljónahundruðum i kannanir á
þvi. Hvern langar svo að fá þetta?
Ekki mig, ekki ykkur, ekki
stjórnmálamennina né embættis-
mennina, sem eru að fjalla um
þetta. Nú en hvern þá? Jú, auð-
hringana sem framleiða tækja-
búnaðinn i þetta langar i
NORDSAT og þeir munu fá það.
Þetta er framtiðin, var það eina
sem forsætisráðherra okkar hafði
að segja um málið. Þetta er það
sem koma skal. Og þessu trúir
hann sjálfsagt. Og nú á lika að
byggja jarðstöð fyrir fjarskipta-
starfsemi og hefja rekstur hennar
árið 1979. Einn aðili, samsteypan
INTELSAT, rekur gervihnetti til
almennra fjarskipta hér á okkar
svæði. Stærstu hluthafar þess eru
t.d. þokkafyrirtækin sem steyptu
Allende af stóli i Chile og myrtu
hann siðan, og sama leikinn leika
slikir hvar og hvenær sem veldi
þeirra er ógnað. Þessar fyrirætl-
anir vekja enga umræðu eða nær
enga, svona lagað gerist bara.
Auglýsingaslúðrið verður að hell-
ast yfir allan heiminn i einu, hve-
nær sem auðhringarnir ákveða að
nú skulum við kaupa eitt eða ann-
að. Þetta er framtiðin.
En þetta er engin sjálfgefin
framtið nema við viljum hana,
Við getum stöðvað þennan leik
með okkur. Það ger-
um við ekki með þvi að
hiaupa með budduna á lofti
tugþúsundum saman og borga
okkur inn i bilaauglýsingar, hve-
nær sem auðhringar úti i heimi
ákveða að nú skuli Islendingar
kaupa nýjan bil. Af hverju skilj-
um við ekki, á hverju þetta vald
þessara manna byggist? Þetta
vald yfir okkur byggist á arð-
rændum, fáfróðum og kúguðum
verkalýð — ódýru vinnuafli eins
og það er kallað — um allan heim,
sem er miskunnarlaust brytjaður
niður, ef hann reynir að risa á
fætur. Þessir herrar vita, að veldi
þeirra er hrunið, ef verkalýðurinn
ris upp. Og þetta á verkalýðs-
hreyfing allra landa að skilja.
Hagsmunir þessara kúguðu
bræðra og systra eru hagsmunir
okkar sjálfra. Þá fyrst, þegar
þetta fólk getur risið upp, ákveð-
um við sjálf, hvort við sendum
upp sjónvarpshnetti eða gerum
eitthvað annað við peningana
okkar, eignumst kannski nægilegt
sjúkrarými fyrir hina öldruðu,
græðum upp landið eða annað
þess háttar.
Guðrún Helgadóttir.
Svo eru menn að skipta islensk-
um verkalýð i hópa og halda þvi
fram, að þeir eigi ekkert sam-
eiginlegt. Fyrir baráttu frum-
herjanna fengu fátækir krakkar
úr islenskum sjávarþorpum að
fara i skóla, eins og Karl Marx,
Engels og Lenin höfðu gert, eins
og Bynjólfur Bjarnason, Arsæll
Sigurðsson, Einar Olgeirsson og
Sigfús Sigurhjartarson höfðu gert
á undan okkur. Þeir væru allir i
Bandalagi háskólamanna nú.
Áttu þeir ekkert sameiginlegt
með verkalýðshreyfingunni? Þvi
svarar hver fyrir sjálfan sig.
Menntun þessara manna hjálpaði
þeim til að greina þjóðfélagið sem
þeir lifðu i eins og menntun af öllu
tagi hlýtur ævinlega að gera. En
aflið á bak við þá er falið i verka-
lýðshreyfingunni. Án þess verður
engu breytt. Með flóknari heimi
verður sifellt meiri þörf á há-
skólamenntuðu fólki. og ekkert
nema samstaða meðvitaðrar
verkalýðshreyfingar og mennta-
fólki um heim allan getur bjargað
jarðkúlunni frá tortimingu. Þetta
er sú eina verkalýðsbarátta sem
skiptir raunverulegu máli.
Ég er hreykin af að standa hér i
dag sem fufltrúi BSRB. sem
skrifaði mótatkvæðalaust undir
ávarp dagsins um frelsi. jafnrétti
og bræðralag. Við eigum samleið.
látum engan segja okkur annað.
Tónlistarhátíö á Akureyri
Dagana 12,— 14. mai næstkom-
andi halda Passiukórinn á
Akureyri, Lúðrasveit Akureyrar
og Tónlistarfélag Akureyrar
þriggja daga tónlistarhátið i
tþróttaskemmunni á Akureyri-.
Hátiðin hefur hlotið nafnið Tön
listardagari mai 1978. Þetta er i
annað sinn sem haldnir eru Tón-
listardagar með þessu sniði.
I mai' i fyrra efndi Passiukórinn
til samvinnu við Tónlistarfélag
Akureyrar. Það var þriggja daga
hátið sem hófst með einsögnvara-
tónleikum. Þvi næst voru tónleik-
ar Sinfóniuhljómsveitar islands,
sem ekki hafði komið til Akureyr-
ar um árabil. Hátiðinni lauk með
tónleikum Passiukórsins og var
þar flutt óratorian Messias eftir
G.F. Handel. Þetta var i' fyrsta
sinn — og mo eina tu þessa — sem
þetta stórvirki tónlistarinnar var
flutt i fullri lengd hér á landi.
Aðsókn að öllum tónleikunum
var afar góð og undirtektir með
slikum ágætum að ákveðið var að
freista þess að gera Tónlistar-
dagaað reglulegum árlegum við-
burði.
I þetta sinn hefur Lúðrasveit
Akureyrar bæst i hóp aðstand-
enda Tónlistardaga og auk þess
munu félagar úr öllum söngkór-
um á Akureyri taka þátt i
flutningi eins verkanna á Tón-
listardögum nú.
Dagskrá Tónlistardaga er sem
hér segir:
Föstudagur 12. maí:
Sinfóni'uhjómsveit Islands leikur
undir stjórn Páls P. Pálssonar.
Einleikariá lágfiðlu verður Unn-
ur Sveinbjörnsdóttir
A efnisskrá verða meðal ann-
ars: Béla Bartók: Konsert fyrir
lágfiðlu og hljómsveit. Ottorino
Respighi: Furutré Rómaborgar
Laugardagur 13. mai:
Lúðrasveit Akureyrar ásamt
blásurum úr Sinfóniuhljómsveit
Islands og u.þ.b. 160 manna kór
undir stjórn Roars Kvam.
Efnisskrá: F. Mendelsohn:
Overture fiir Harmoniemusik op.
24. A. Reed: Rahoon, Rhapsody
for Clarinet and Band. H. van
Lijnschooten: Nederlandse suite
fiir Harmonie. H. Berlioz:
Syphonie Funebreet Triomphale.
Þessa tónleika verður að telja
merkan viðburð. 011 verkin á
efnisskránni verða hér frumflutt
á Islandi. Auk þess kemur fram i
lokaverkinu, Sorgar- og sigursin-
fóniu Berlioz, kórþar sem félagar
úr ölium kórum á Akureyri sam-
eina krafta sina. Þetta munu
verða hátt á annað hundrað
manna.
Sunnudagur 14. mai:
Passiukórinn á Akureyri syngur
ásamt kammersveit og einsögnv-
urum undir stjórn Roars Kvam.
Efnisskrá: J.S.Bach: Kantata
B.W.V. 21, „Ich hatte viel
Bekiimmernis. W.A. Mozart:
Requiem K.V. 626.
Meðkórnum mun leika kamm-
ersveit skipuð hljóðfæraleikurum
úr Sinfóniuhljómsveit tslands.
Einsögvarar verða Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Ruth Magnússon,
Jón Þorsteinsson og Halldór Vil-
helmsson.
• Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garöabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SIMI 53468
Æft i Akureyrarkirkju.
Ný frímerki
Tvö ný frimerki hafa verið gef-
in út. Þau eru að verðgildi 80
krónur, með mynd af Viðeyjar-
stofu, og 120 krónur með mynd af
Ilúsa vikurkirkju.
Þröstur Magnússon hefur
teiknað merkin, en útgáfudagur
var 2. mai. 1 frétt frá Póst og
simamálastjórn segir: Viðeyjar-
stofa var byggð á árunum
1752—54. Hún var byggð að frum-
kvæði Skúla fógeta sem bústað-
ur landfógeta.
Arkitekt hússins var danskur
maður Nicolai Eigtved. Hann var
þekktur arkitekt á sinum tima og
meðal verka hans má nefna kon-
ungshöllina Amalienborg.
Nú er unnið að breytingum á
húsinu, þar sem það er fært nær
sinu upprunalega útliti.
Bygging Viðeyjarstofu brýtur
blað i sögu húsagerðar á Islandi.
Hún er fyrsta steinhúsið og jafn-
framt þvi lang stærsta iveruhús
þeirra daga. Af þessum ástæðum
má telja Viðeyjarstofu meðal
merkisbygginga, sé miðað við að-
stæður þess tima.
Húsavfkurkirkja var byggð ár-
ið 1906. Kirkjuna teiknaði Rögn-
valdur Ólafsson. en hann var
fyrsti islenski húsameistarinn og
er kirkjan hans fyrsta verk. sem
reist var.
Húsavikurkirkja er svo kölluð
krosskirkja. bvggð úr timbri. Hún
var ein af merkisbyggingum
þjóðarinnar á timburhúsaöld.
sem stendur frá þvi skömmu fyr-
ir aldamótin 1800 til 1918 að talið
er.