Þjóðviljinn - 09.05.1978, Page 11

Þjóðviljinn - 09.05.1978, Page 11
10 StÐA — ÞJODVILJINN Þriftjudagur 9. maí 1978. Þriöjudagur 9. mal 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II Ég vil hefja mál mitt á þvi aö vitna i setningu tir bandarisku timariti frá árinu 1973 þar sem birt er viötal viö þáverandi land- búnaöarráðherra Bandarikjanna (Earl Butz) Ráðhcrrann segir, (i lauslegri þýðingu): „Þegar ég staöhæfi að fram til ársins 1980 muni bandarískum bændum fækka um eina miljón þá þýöir það ekki það aö ég óski eftir slikri framvindu. Eg er einfald- lega að segja frá þvi sem koma skal. Eg held aö hjá þessari þróun verði ekki komist." Og áfram skal haldið Setningar sem þessi eru ekki vandfundnar i umræöu um land- búnaðarmál i dag, ekki aðeins á Islandi heldur á Vesturlöndum öllum. Já mér er nær að halda að hún sé næsta dæmigerðfyrir þann skilning sem,eigum við að segja, „nútima” „framfarasinnaður” maður leggur i það á hvern hátt unnt sé að aðlaga landbúnaðinn þeim hugsunarhætti og þvi lifs- gæðamati sem nútima iðnaðar- þjóðfélag hefur mótað og byggir þá hversvegna við eigum að vera að halda uppi landbúnaði hér „norður undir pólnum.” Það er reyndar spurning sem ég held að menn geri alltof litið af að kryfja til mergjar. Það er nefnilega ekki heiglum hent að marka stefnuna ef menn ekki gera sér ljóst hvert halda skal og hver sé tilgangur fararinnar. En þó að þetta séu brennandi spurningar ætla ég ekki að leita svara við þeim hér og nú, heldur gefa mér þá forsendu að við séum andvigir þessari þróun, —eða þvi sem ég vil heldur kalla öfugþró- un. En viljum við gera eitthvað sem stöðvað getur þessa fram- vindu mála þá verðum við að ganga öðruvisi til verks en bandariski ráöherrann sem bara yppti öxlum og harmaði óhjá- kvæmilega þróun. Og það fyrsta sem við verðum að gera er að gera okkur ljóst hvað við viljum og siðan að gaumgæfa hvaða ástæður valda þvi að við kom- umst að annari niðurstöðu en margnefndur bandariskur ráð- herra og hans skoðanabræður. Fáeinir fundargestir. Fækkun bænda og leiðir til úrbóta á. Og það sem setningar þessar segja er i raun og veru aðeins það að áfram skuli haldið á þeirri braut sem farin hefur verið und- anfarna áratugi. Um gjörvalian hinn iðnvædda heim hefur þeim sem hafa framfæri sitt af land- búnaði farið stöðugt fækkandi. Upplýsingar um það hvernig þessum málum er háttað hér hjá okkur á tslandi er m .a. að finna i skýrslu Rannsóknarráðs rikisins frá haustinu 1976 um þróun is- lensks landbúnaðar. Þar kemur fram að um áramótin 1955/56 hefur fjöldi jarða i ábúð með framtöldum bústofni verið 5200en var kominn niður i 4400 um ára- mótin 1974/75. Ef við reiknum út frá þessu kemur i ljós aö á þessu 20ára timabili hefur ein jörð farið ieyði á 9 daga fresti. Og höfundar skýrslunnar fóru að dæmi banda- riska landbúnaðarráðherrans og spáðu i framtiðina. Spá þeirra var sú að þróunin yrði væntan- lega sú sama næstu 10 árin. Þetta hafa mönnum að vonum þótt harla iskyggilegar tölur og ég minnist þess m.a. að á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga s.l. vor þar sem þetta mál kom örli'tið til umræðu voru ýmsir fulltrúar tregir til að trúa þessu. En viti menn: Nú um daginn kemur svo búnaðarmálastjóri fram i Sjón- varpi og lýsir þvi yfir að á tima- bilinu 1972-1976 (að mig minnir) hafi að jafnaði ein jörð farið i eyði á 64 klst. fresti. Og svona í framhjáhlaupi er e.t.v. vert að geta þess að í þess- um sama sjónvarpsþætti hélt Gylfi Þ. Gislason þvi fram aö bændum þyrfti enn að fækka. Sem sagt: bændum fækkar hraðar en nokkru sinni, söluvandi land- búnaðarins er meiri nú en verið hefur a.m.k. s.l. 15 ár ef ekki lengur — og samt halda menn þvi enn fram að lækningin sé i þvi fólgin að fækkun bænda gangi bara enn hraðar fyrir sig. Sjá línurit. Hvað viljiam við? En spyrja má: Er þaö raun- veruleg lækning? Og það sem meira máli skiptir — erum viö reiöubúin til aö sætta okkur við slika þróun? Þessa sömu og bandariski landbúnaðarráðherr- ann taldi óumflýjanlega. Hér er að sjálfsögðu komið aö þeirri grundvailarspurningu hvort og Þórarinn Magnússon Framsöguræda Þórarins Magnússonar á Frostastöðum á bændajundum Alþýðu- bandalagsins að Miðgarði og Viðihlið Til þess er nauðsynlegt að vita hverjar orsakir liggja til þess að pólitisk staða landbúnaðarins er sú sem húner nú og sömuleiðis aö geta greint á milli þeirra þátta sem við getum notað og þeirra sem við getum ekki notað í lang- tima landbúnaöaráætlun sem unnt er aö framfylgja i raun. Nokkur megin atriði Til að auðvelda okkur þetta get- um við búið okkur til einfalt módel sem þrátt fyrir sinn ein- faldleik tekur tillit til allra þeirra megin atriða sem áhrif hafa á að- lögun framleiðslunnar að markaðinum. tæknivæðing vinnuafl jarðnæði Heildar framleiðslumagn Markaður (seljanleg framleiðsla) Fyrsti þátturinn íþessu módeli okkar er markaöurinn.Markaöur- inn táknar hér hversu mikið unnt er að framleiða án þess að verð- fall verði vegna of mikils fram- boðs. Hjá okkur er slikt verðfall gjarnan látið koma fram i svo- kölluðu verðjöfnunargjaldi — inn- vigtunargjaldi sem við þekkjum vel og verið er að hrella okkur með nú siðustu mánuðina. Það ber að hafa i huga að ýmis atriði geta haft áhrif á markaðinn t.d. breytingar á neysluvenjum fólks og mismunandi kaupgeta. Annar þátturinn í þessu módeli er framleiöslan. Þessir tveir þættir framleiðslan og það sem við köllum markað eiga að vera sem jafnastir. Framleiðslan má aðvisu vera nokkru meiri hér hjá okkur þar eð rikið ábyrgist fullt verð fyrir ákveðna umframfram- leiðslu (10% af heildar fram- leiðsluverðmæti landbúnaðar- vara.) Þriðja þáttinn i módelinu okkar getum við nefnt tæknivæðingu. Hér á ég fyrst og fremst við vélar og tæki, nýjar og nýtiskulegri, stærri byggingar o.s.frv. það er aðsegja allt það sem eykur fram- leiðsluna á hvern einstakling og sparar þannig vinnuafl viö fram- leiðsluna. En undir þetta fellur einnig aukning á afuröagetu hvers grips og afrakstri af hverj- um hektara lands. Þvi má t.d. ná með aukinni áburðarnotkun og auknum kynbótum. Þessi tækni sparar fyrst og fremst jarð- næði. Tveir siöustu þættirnir f módel- inu okkar eru svo heildar vinnu- afliö sem landbúnaðurinn hefur yfirað ráða ogheildar jarönæöiö. Þessir þrir siðast töldu þættir eru þeir sem lang' mest áhrif hafa á heilda rf ram leið slum ag nið. hugsanlegar Ragnar Arnalds alþm. spjallar viö tvær húsfreyjur á bændafundinum I Viöihliö. Þegar við nú virðum þetta módel fyrir okkur liggur það i augum uppi að ef markaðurinn er mettaður eins og hann er um all- an hinn vestræna heim er ógjörn- ingur að viðhalda nauðsynlegu jafnvægi á milli framleiöslunnar annars vegar og markaðarins hins vegar nema að gera það annað hvort í gegnum „tækni- væðinguna” eða i gegnum „vinnuaflið” sem fyrir hendi er i landbúnaðinum. Og þá er að velja Og hér erum við komin að kjarna málsins. Við erum sem sé komin i þá aðstöðu að við neyðumst til aö velja á milli þess hvort við eigum að láta vera að taka i notkun nýja og afkasta- meiritækni m ,ö.o. að láta vera að auka framleiðnina eins og það er kallað eða hvort við eigum að draga úr vinnuafli (sleppum jarð- næðinu) við landbúnaðinn m.ö.o. að fækka bændum. Það er einmitt þetta óhjákvæmilega val sem ég hef viljað draga fram i dagsljósið meðaðstoð þessa módels. Og það er einmitt þetta val sem er hið mikla landbúnaðarpólitiska vandamál sem hvergi á Vestur- löndum hefur tekist að leysa á þann hátt að flestir geti við unað. En valið hefur engu að siður fariöfram, —og það ermikilvægt að gera sér þaö ljóst — og fer fram enn þann dag i dag. Ég þarf varla að taka það fram aö sú leið sem farin hefur verið er sú að bændum skuli fækkað, — þeim skuli fórnað á altari tækni- væðingarinnar. Við henni má ekki hrófla. Allt fyrir hagræðinguna og hagkvæmnina. Trúin á þróunina Ég hef lengi haft það á til- finningunni að bændur almennt hafi ekki gert sér ljóst — i það minnsta hafa þeir verið mjög tregir til að viðurkenna - að þessi geigvænlega fækkun bænda sem á sér nú stað er afleiðing af þvi að stjórnvöld hafa valið þann kost, að tæknin skuli „bliva.” Menn hafa gjarnan á orði að þetta sé þróunin og við henni þýði ekki að sporna né um hana að ræða. Það er með þessa blessaða þróun eins og árstiðirnar — vetur sumar vor og haust. — Menn rökræða ekki um árstiðirnar heldur taka þær eins og þær koma og klæða sig eftir þvi. Og þegar svo er komið hefur það engan tilgang lengur að spyrja grundvallarspurninga eins og t.d. þeirrar: Hverskonar sam- félag er það sem við viljum lifa i i framtiðinni? Þvi það er „þróun- in” sem veldur mestu um það hvernig sú framtið litur út. Karl gamli Marxkallaði ásinum tima trúarbrögðin ópium fyrir fólkið eins og frægt er. Mér er nær að halda að i dag hefði hann sagt að þróunin væri ópium fyrir fólkið. Það er hún sem menn beygja sig fyrir og laga sig eftir. En það skulum við gera okkur fullkomlega ljóst að ef við sam- þykkjum að stjórnvöld hafi valið rétt þegar þau ákváöu að veöja á ‘tæknina en ekki vinnuaflið i land- búnaðinum höfum viö næsta litinn rétt til að gagnrýna orðinn hlut. Ef við samþykkjum forsendurnar verðum við lika að sætta okkur við afleiðingarnar. Mál er að linni En er það svo vist að stjórnvöld hafi valið rétt? Er þaö ekki i raun og verualveg jafn rétthá krafa að segja sem svo: Nú skal bændum ekki fækka meira? Hér verður hver aö svara fyrir sig en ég vil minna á að hér erum við aftur komin að fyrmefndri grundvall- arspurningu: Hvers vegna eigum viö yfirleitt að vera með land- búnað á íslandi? Ég ætla ekki aö svara þeirri spurningu nú frekar en áöur heldur lýsa yfir þeirri skoðun minni beint að islenskum bændum hefur þegar fækkað of mikiöog mál sé að linni. Og ef við enn á ný virðum fýrir okkur módelið okkar þá sjáum við að ef við höfum gefið okkur þá for- sendu að vinnuafl og jarðnæði i landbúnaði skuli haldast óbreytt og framleiðslan sömuleiðis þá gefur það auga leið að þaö er „tæknivæðingin” sem verður að laga sig að jarðnæði og fjölda bænda en ekki öfugt, eins og verið hefur (Sjá skilgreiningu á hug- takinu „tæknivæðing” hér að framan). Það var þetta sem ég átti við hér að framan þegar ég sagði að við yrðum að geta greint á milli þeirra þátta sem við gætum notað og þeirra sem við gætum ekki notað i langtima land- búnaðaráætlun. Hér yrði að sjálfsögðu um grundvallarbreytingu að ræða og ég ætla mér ekki að reyna að draga fjöður yfir það að öll stjórn landbúnaðarmála yrði all miklu flóknari en nú er þegar „þróunin” margnefnda er að töluverðu leyti látin ráða ferðinni. En það er bard skoðun min að nú stefni i slikt óefni að óskir sumra um ein- falda stjórnun séu langt frá þvi að vera nægileg rök fyrir þvi að láta vera að taka á vandanum. Ákveðið framleiðslu- magn á bú Svo var ákveöið að i fundarboði skyldi erindi þetta látið heita „fækkun bænda og hugsanlegar leiðir til úrbóta”. Um þessar hugsanlegu leiðir ætla ég að vera fáorður að sinni. Fyrir þvi eru fleiri en ein ástæða. 1 fyrsta lagi gerði ég mér fljótlega ljóst er ég fór aðigrunda málið að til þess að gera efninu viðhlitandi skil, þarf töluvert mikinn tima og ma. með tilliti til þess aö frummælendur eruher fjórir tel ég vart verjandi aö lengja mál mitt öllu meir. Messuformið tel ég ekki heppileg- asta fundaformið. 1 öðru iagi hefur hart nar fimm ára reynsla i boðun þeirra kenn- inga sem ég hef nú sett fram kennt mér, að i þessum efnum er farsælast að taka ekki of mikið fyrir i einu. Þá vill umræðan gjarnan snúast mest um auka- atriðin en aðalatriðin liggja órædd eftir sem áður. 1 þriðja lagi og það er e.t.v. mikilvægasta ástæðan þá hef ég ekki á takteinum neina allsherj- ar lausn á þessu vandamáli. Og það sem meira er: sú allsherjar- lausn er einfaldlega ekki til hvað sem allri kokhreysti Iiður. En það þýðir ekki það að þá sé bara að leggja hendur i skaut og biða þess sem verða vill. Hér sem jafnan endranær verður að prófa sig áfram. Reka sig á og læra af reynslunni. I því kerfi sem ég reyndi að varpa nokkru ljósi á hér áðan með aðstoð módelsins hefur þvi sem við köllum „tæknivasðingu” stundum verið likt við myllu, hálfgerða svikamyllu, — sem malar án afláts, og malar stöðugt fleiri og fleiri bændur burt af bú- um sinum. Ég hef fyrir mitt leyti alllengi verið þeirrar skoðunar að eigi að takast að hindra að „tæknivæðingin” haldi áfram að vaxa eins og krabbamein i mannslikama verði að koma til einhverskonar kvótafyrirkomu- lag. Ég segi „einhverskonar” og vil með þvi undirstrika að með orðinu „kvótafyrirkomulag” á ég ekki við neitt eitt ákveðið kerfi heldur geturhér margt komið til. Til dæmis kvóti á ákveðnar rekstrarvörur svo sem áburð og fóðurbæti eða kvóti á stærð bygg- inga, sem þegar hefur að nokkru verið upp tekinn hjá Stofhlána- deildinni. En það sem mér sýnist eðlilegastur grunnur á að byggja i þessu sambandi er að ákveðið framleiðslumagn yrði sett upp fyrir hvert bú og búinu tryggt fullt verð fyrir þá framleiðslu. Þurfum að horfa lengra fram Akvörðun stefnu í landbúnaðar- málum er ekki einfalt mál og hefur bæði hérlendis og erlendis orðið að miklu deiluefni. Senni- lega veldur þar mestu ólikt mat á meginmarkmiðum landbúnaðar- ins. Siðustu misseri hefur óvenju mikið verið rætt og ritað um land- búnaöarmál hér á landi. Fundir hafa verið haldnir blaöagreinar ritaðar og útvarpserindi flutt. Margt hefur þar ágætlega verið sagt en mér hefur virtst að yfir- leitt sé þarna fjallað um vanda- mál liðandi stundar. Menn eru stöððugt að kljást við þau vanda- mál sem hljótast af „þróuninni” en minna miklu fer fyrir þvi að menn hugleiði hvernig unnt er að hafa stjórn á henni. Þaö vandamál sem ég hefi gert að umtalsefni hér hefur til- tölulega litið verið rætt. Þó virðist augljóst að á þvi eru skiptar skoðanir. Sumir telja að það sem þeir kalla hófleg fækkun bænda sé óumflýjanleg en aðgát skuli höfð. Annar hópurinn — töluvert hávær — telur að fækkun bænda þurfi að ganga mun hraðar fyrir sig en hún gerir nú. Hér skuli skorið inn að beini i einu hnifsbragði, jafn- vel þó að það komi til með að renna dálitið blóð úr þvi sári. En ég er að vona að allnokkrir séu á sama máli og ég og telji að bænd- um megi undir engum kringum- stæðum fækka meir en orðið er. Að við bændur höfum nögu lengi búið við það að hjá okkur sé eins dauði annars brauð. FÆKKUN BÆNDA FJÖIDI JARÐA FJÖLDI JARÐA i ÁBÚÐ MEO FRAMTÖLDUM BÚSTOFNI Þórarinn á Frostastöðum fjaliaði einkum um fækkun bænda og brá upp iinuriti með aðstoð myndvarpa. Rögnvaldur frá Flugumýrarhvammi 'benti á, að einmitt I tið vinstri stjórnar hefði þessi öfugþróun snúist við. Ljósm.: Reynir. lsland ur NATÓ — Herinn burt hljómaði á götum Oslóar 1. mai. 1. maí í Osló Róttækasta gangan stærst tsland úr NATO, herinn burt — Island ut av NATO, basen bort,Elkem og Hydro ut av ts- iand. Þessi slagorð hljómuðu frá kröfugöngu „Fagleg 1. mai Front” i Osló, ýmist sungin eða hrópuð. Þarna voru á ferðinni um fimm tugir tslendinga, sem flyktu sér undir isienska — og rauða fánann, og báru kröfu- spjöld.. Fyrir framan Is- lendingana gekk annar hópur útiendinga: Eritrcar. Þegar hié varð á hrópum og söng land- anna hrópuðu þeir sln slagorð — á sinu tungumáli. Og inn á milli þeytti lúðraflokkur internasjon- alinn með hornum sinum. Fvrsta mai hátiðahöld tslend- inga i Osló hófust annars i setu- stofu i stúdentabænum á Kring- sjí klukkan niu um morguninn með skyráti. Skyrið hafði gestur fundarins, Anna Karin Jacocob- sen, með sér frá tslandi. Hún sagði frá baráttu starfsmanna Reykjavikurborgar i Nýrri hreyfingu á undanförnum miss- erum. t upphafi ræðu sinnar nefndi hún, að ætti hún að vinna fyrir ferðinni hingað til Osló á þvi timakaupi sem hún fær hjá borginni þyrfti hún að tala i 54 klukkustundir. Hún lét sér þó nægja að afgreiöa málið á hálf- tima. Of róttæk fyrir suma Flestir fundargestir héldu að fundinum ioknum niður i bæ til að ganga i fyrrnefndri kröfu- göngu, sem gengur undir nefn- inu FFF. Nokkrir ákváðu þó að ganga með Sosialistisk Venstre. Astæöan er sú, að FFF gangan einkennist mjög af þátttöku AKP m-1, sem er hliðstæður flokkur EIK m-1 heima á Fróni. Það þótti sumum helst til mikil róttækni og töldu vissara að slást i för með SV, sem er á svipaðri linu og Alþýðúbanda- lagið. Eftir þvi sem mér skilst best er ágreiningsefnið þó ekki sjálf verkalýðspólitikin, heldur er AKP fólkinu heldur meira i nöp við rússa en bandarikja- menn, og telja þá aðal hættuna sem steðjar að heiminum. En samt var nú látið átölulaust, að Islendingarnir andskotuöust út i NATO án þess að taka fram að rússar væru hættulegri. Báðir aðilar mótmæltu hinsvegar harðlega máli málanna i norskri verkalýðspólitik nú um stundir: samningamakki Al- þýöusambandsins og Atvinnu- rekendasambandsins um kjara- dóm. Róttækasta gangan stærst Og merkilegt var þaö. Rót- tækasta gangan, FFF gangan, fékk besta þátttöku af öllum þeim fjórum kröfugöngum sem fram Jóru i Osló fyrsta maí. Hún fALT.A/KAUTO-j tslendingar settu svip sinn á 1. mai gönguna iOsló. fmk • h. / *nwSi var reyndar minni en verið hef- ur undanfarin ár — hefur oft náð þvi að vera jafn stór og allar hinar þrjár samanlegt. Þátttak- endur voru vel yfir átta þúsund, en þeir sem gengu undir merkj- um Alþýöusambandsins með stuöningi Verkamannaflokks- ins, stærsta stjórnmálaflokki landsins, fengu ekki með sér fleiri en rúmlega fimm þúsund, SV fékk með sér tæplega þrjú- þúsund, þótt sá flokkur hafi nógu marga fylgjendur á kjör- degi til að fá fulltrúa bæði i borgarstjórn i Osló og á Stór- þingið. Fjórða gangan var skipulögð af „Kommunistisk arbeiderening” og var ekki fjöl- menn. Af heni hef ég reyndar ekki annað frétt en að ljósmynd- ari Dagblaðsins (norska) náði henni allri á eina mynd. Ekki birti blaðið þó myndina. Nýtt skyr að heiman var vel þegið i Osló og boðað til sérstaks skyrfundar 1. mai. t göngu Aiþýðusambandsins, „Samorg” eins og þeir kölluöu sig, bar mest á rosknum verka- mönnum, sem litu út fyrir aö vera gamlir baráttumenn á erf- iðum timum —dyggir fulltrúar stéttarfélaga sinna. Þeir héldu á lofti skrautlegum félagsfánum sinum, sem minntu i fljótu bragði á fána gömlu verkalýðs- félaganna heima. Enda sjálf- sagt hannaöirá svipuöum tima. Meö stuttu millibili þrömmuðu svo margir flokkar einkennis- klæddra lúðrasveitarmanna blásandi göngulög af miklum móð, en i fararbroddi hverrar sveitar gengu uppábúnar stúlk- ur, sem sveifluöu silfurhnýdd- um stöfum i takt. A Grænlandstorgi þar sem FFF gangan stillti sér upp til Framhald á 18. siöu , Anna Karin Jacobsen segir frá gangi kjarabaráttunn- ar á tslandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.