Þjóðviljinn - 20.05.1978, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. mal 1978
L
AF GRÍNPÍS
l tískuheiminum í dag eru það einkum tvö
fyrirbrigði/ sem verið hafa í sviðsljósinu,
nefnilega selurinn og hvalurinn.
Mér er næst að halda að hinn siðmenntaði
heimur hafi fyrir f ullt og allt hafnað fyrrver-
andi uppáhalds gæludýrum sínum, hundinum
og kettinum, til að geta í staðinn úthellt ástúð-
inni og hjartagæskunni yfir þessi tvö tísku-
neðansjávardýr, selinn og hvalinn.
Mér datt þetta í hug með hundinn og köttinn,
selinn og hvalinn, þegar englendingar komu
hér um daginn færandi okkur íslendingum
nokkuð sem þeir kölluðu „Grínpís", en grín-
písinn eru útlendingar, sem vilja vernda
náttúruna með því að fá íslendinga til að hætta
að veiða hval og loðnu.
Það veit sá sem allt veit að síðastur allra
skal eg verða til að fara óvirðingarorðum um
þá, sem vinna að náttúruvernd og friðunar-
málum. Mér finnst réttast að friða allt sem
lífsanda dregur, jafnvel mannskepnuna
sjálfa, með vissum undantekningum, því satt
að segja er ég þeirrar skoðunar að meiri hætta
sé á útrýmingu manna en sela og hvala. Mað-
urinn er og hefur víst alltaf verið réttdræpur,
að vísu oftast í alls konar „átökum" guði til
dýrðar.
Maðurinn er nefnilega í þessum heimi mun
ófriðhelgari en bæði selurinn og hvalurinn til
samans og jafnvel þótt haförninn sé tekinn
með.
Víkjum nú aftur að þvi sem málið snýst um,
en það er koma nokkurra manna hingað til
lands um daginn, til að kynna sjónarmið sín
varðandi útrýmingu á hvalnum og þann
hvalalosta, sem sá maður hlyti að vera hald-
inn, sem stuðlaði að hvalafullum dauðdaga
hvala með hvalveiðum.
Byrjað var á því að efna til blaðamanna-
fundar og voru hinir friðelskandi englending-
ar, sem mannkynssagan telur að hingað til
haf i ekkert kvikt máttsjá án þess að stytta því
aldur, harðorðir í garð íslendinga fyrir 'að
stuðla að útrýmingu hvalsins. Þetta ódæði
töldu þeir okkur vinna með tvennum hætti. í
fyrsta lagi svelta hvali i hel með því að veiða
loðnu, og svo náttúrlega með því að veiða þá
hvali, sem vísast væri að lif að hefðu áfram,
ef þeir hefðu ekki verið drepnir.
íslensku vísindamennirnir voru ekki seinir
til svars og bentu á það, að umræddir hvalir
lifa nær eingöngu á Ijósátu og rauðátu, en hafa
svo mikið ógeð á loðnu að þeir æla ef svosem
eitt stykki eða tvö lenda fyrir slys uppi þeim.
Það fer fyrir þeim eins og hundunum í Ferju-
koti forðum, sem ældu ef þeir heyrðu lax
nefndan. Skýrt var þó tekið fram á blaða-
mannafundinum, að hvalir væru ekki mat-
vandir og hefðu jafnvel lagt sér Jónas nokk-
urn og Gosa til munns forðum, og meira að
segja afa Gosa í deser ásamt ketti og gullfiski.
Lauk svo þessum blaðamannafundi með
því, eins og svooftáður, að allir voru engu nær
um ekkert.
Fram kom á fundinum að Filipus, eigin-
maður Bretadrottningar, hefði verið upphafs-
maður að hvalaverndun yfirleitt og hefði
raunar kunngert heiminum í eitt skipti fyrir
öll, að það væru helst málefni hvalsins, sem
hann bæri f yrir brjósti í þessari hrjáðu veröld.
Þetta varð til þess, að allir fyrirgáfu honum
og gleymdu því að hann var farinn að halda
framhjá konunni sinni, hennar hátign Breta-
drottningu. Þá kom það fram, að hjartfólgn-
asta ástríðumál Bítlanna væru örlög hvalsins,
svo Ijóst er að hér er ekkert smámál á ferð-
inni.
En það er ekki aðeins hvalalosti, sem gripið
hef ur um sig i skemmtanaiðnaðinum í heimin-
um, heldur líka selalosti.
Það skeði á dögunum að gleymd og falleruð
frönsk lærajóka reis uppúr gleymskunni,
kvaddi sér hljóðs og krafðist þess að selurinn
yrði umsvifalaust friðaður. Hún komst fyrir
tiltækið strax aftur uppá toppinn, ekki eins og
áður útá kroppinn, heldur selinn.
islendingar vita sennilega meira um selinn
en Brisjí Bardó. Selurinn kom hér að sögn
fyrst frá Frakklandi og var þá andskotinn
sjálfur í selslíki og með það á bakinu, sem nú
er á (slandi kallað „afætur þjóðfélagsins",
nefnilega fræðimann.
Síðan hefur selurinn haldið sig við strendur
landsins og gætt sér á nytjafiski landsmanna
og er sagður éta 100.000 tonn á ári (hundrað
þúsund tonn), en það er þriðjungur af öllu því
sem allur floti landsmanna aflar á ári. Selur-
inn er sem sagt á góðum vegi með að útrýma
þorskinum og þar með íslendingum (í tvenn-
um skilningi).
Þess vegna er sama, hvað söngprump-
hænsni, drottningarmenn og fatafellur á sölu-
skrá skemmtanaiðnaðarins segja og gera til
að auka við f rægð sína. Það er ekki um annað
að gera fyrir íslendinga en útrýma selnum,
svo selurinn útrými ekki íslendingum
Þó er gát alltaf best með forsjá, eða eins og
gamla konan sagði forðum:
Góðir menn þess gæta vel
að gera ei hvalnum miska.
En þeim verður ekki um s e I,
ef hann drepur fiska.
Flosi.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið og
nokkrar ógangfærar bifreiðar þar á meðal
’ Pick-up bifreið með framhjóladrifi, er
verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju-
daginn 23. mai kl. 12-3. Tilboðin verða opn-
uð i skrifstofu vorri kl. 5.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Tökum að okkur
smiði á eldhúsinnréttingum og skápum,
bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur
um breytingar á innréttingum. Við önn-
umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og
inni. Verkið unnið af meisturum og vönum
mönnum.
T résmíöaverkst æðið
Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613
Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
Leikfangasafnið
að Sæbraut 1
Aö Sæbraut 1, (Kjarvalshúsi)
Seltjarnarnesi, er rekin marg-
háttub þjálfunar- og athugunar-
sterfsemi.
Þar er rekin athugunar- og
greiningardeild i tengslum vi6
öskjuhliöarskóla. Deildin veitir
þjónustu nú sem stendur for-
skólabörnum, sem þarfnast at-
hugunar vegna frávika i þroska.
Aö Sæbraut 1 er einnig starf-
rækt leikfangasafn (útláns- og
leiöbeiningarstarfsemi) er lánar
valin leikföng og bækur heim til
barna meö frávik frá eölilegum
þroska.
Félagar úr Lionsklúbbnum Tý
hafa á undanförnum árum stutt
þessa starfsemi á margvislegan
hátt.
Þeir hafa lagt vinnu i frágang
og viöhald á leikvelli. Gefiö pen-
ingagjafir til kaupa á þjálfunar-
tækjum og góöum leikföngum.
Ennfremur hafa þeir gefiö kvik-
myndatökuvél og kvikmyndasýn-
ingarvél.
A s.l. ári sýndu þeir félagar enn
stórhug sinn, er þeir afhentu
deildinni kr. 500.000.00 er variö
skyldi til kaupa á kennslu og
Úr leikfangasafninu
þjálfunartækjum, m.a. sérhæfö
málörvunarverkefni, tæki til
sjúkraþjálfunar, segulband o.fi.
Styrkjum kosningasókn Alþýðubandalagsins!
Kosningahappdrætti
Sala miða í kosningahappdrætti Al-
þýðubandalagsins er hafin á kosn-
ingaskrifstofum flokksins um allt
land. f Reykjavík að Grettisgötu 3.
Sími: 17 500. Verð hvers miða er kr.
1000.
Dregið verður 30. júní. Alþýðu-
bandalagsfélög um allt land munu
senda út miða til félagsmanna næstu
daga. Stuðningsfólk Alþýðubanda-
lagsins er beðið um að gera skil sem
allra fyrst og efla kosningastarfið
með framlögum.
Vinningar.
1. Ferð til Kína. Kr. 400.000
2. Orlofsferð fyrir tvo til Búlgaríu kr.
300.000
3. 14 daga ferð um (rland kr. 130.000
5. Sólarlandaferð fyrir tvo kr. 300.000
6. Orlofsferð fyrir tvo til Júgóslavíu
kr. 300.000
7. Skáldverk Halldórs Laxness: kr.
160.000
8. Ritverk Þórbergs Þórðarsonar kr.
60.0000
9. Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson.
kr. 40.000
10. Ritverk að eigin vali kr. 40000
EFLUM KOSNINGASJÓÐINN!