Þjóðviljinn - 20.05.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 20.05.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. mal 1178 Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Elisabet Gunnarsdótti Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Silja Aðalsteinsdóttir Dönsku vikublööin Hugsunar- og hegöunarmynstur karla og kvenna Hér birtist siðari greinin um „dönsku blöðin” úr ritgerð þeirra Jóhönnu Sveinsdóttur og Guð- sem eru ein vinsælasta lesning Islendinga og þá rúnar Bjartmarsdóttur um innrætingu dönsku aðallega kvenna. Greinarnar eru teknar saman blaðanna. Meðferð á því efni, sem ekki fellur að hinni hefðbundnu mynd Þar sem stór hluti viku- blaöanna fjallar um þekkt fólk, fer ekki hjá þvi,aö þau birti oft greinar um og viötöl viö konur sem ekki fullkomlega falla aö hinu heföbundna hlutverki kvenkynsins, eru a.m.k. þekkt- ari fyrir annaö en húsmóöur- störf sin og hafa jafnvel haslað sér völl á einhverju þvi sviöi sem aö jafnaöi er frátekiö fyrir karla. I þeim blööum sem hér eru til umræöu má nefna leik- konuna Bodil Udsen (Hj.s. 6—9), myndhöggvarann Gerda Thune Andersen (Hj.s. 54—7), leikkonuna Kirsten Walther (SBT.s. 3—4), þingmanninn Mimi Jacobsen (Bb.s. 70), og formann breska Ihaldsflokks- ins, Margaret Thatcher (SBT.s. 56—7). Þetta ósamræmi reyna blöðin aö breiða yfir eftir megni, einkanlega meö þvi aö tala sem minnst um starf þessara kvenna, en þeim mun meira um einkalif þeirra, ástir og hjóna- bönd, heimili og börn, kvenleika þeirra og yndisþokka, snilldar- lega matseld o.fl. 1 sama dúr. Þannigerlesandinn lokkaöurtil aö trúa þvi að innst inni séu þessar konurþráttfyrir allteins og aðrar konur vikublaöanna, þe. að fyrir þeim séu fjöl- skyldan, heimilið og ástin I raun og veru þaö eina sem máli skiptir. Báðar leikkonurnar eru myndaðar I hamingjuljóma ásamt mönnum sinum og loka- orö greinarinnar um Kirsten eru þessi: „Astinni liður svo Ijómandi vel hérna hjá okkur.” Gerda Thune Andersen er hin ótrúlegasta húsmóðir jafn- framt þvi san hún er frægur myndhöggvari. HUn hugsar um kýr og kindur, ræktar ber og grænmeti, sýöur niöur og fryst- ir, innréttar húsiö sitt sjálf, á 4 börn og hefur alltaf fullt hús af gestum. Hér örlar aðeins á vandamálum „útivinnandi” kvenna: „Vandinn viö aö vera listamaöur og húsmóöir er sá, aö þegar maöur er á miöju kafi viö vinnuna dettur manni allt I einul hug að Pétur eigi tima hjá tannlækni eða þaö vanti smjör. Hluti af heilanum er alltaf frá- tekinn fyrir heimiliö.” En vandamáliö er óöara gert aö engu: „Auövitaö er þetta mér tiltrafala I starfi, en ég sýti þaö ekki. Ég vil ekki lifa ein- göngu fyrir starf mitt. Ég vil lika njóta alls annars I lifinu.” I greinarlok koma svo matar- uppskriftir frá þessari „super- konu”, til aö sýna snilli hennar i eldamennskunni. Þaðer þannig húsmóöirin Gerda sem allt snýst um, ekki myndhöggvar- inn. Margaret ' Thatcher er „ingen kold fidus”, samkvæmt fyrirsögn SBT., heldur „fjarska vingjarnleg, aðalaðandi og svo upptekin af þeirri mynd sem heimurinn hefur gert sér af henni að maöur kemst viö.” Hún er meö „rjóöar kinnar, slétta, perlumóðurhvita hand- leggi og langa fagra fótleggi... þegar hún á fristund býr hún til mat.” Skyldi vera hægt aö gera haröskeyttan flokksformann öllu kvenlegri? Loks má nefna teikniseriuna Eva’s hverdag (SBT.s. 42), þar sem nánast er sagt berum orö- um aö hvers kyns áhugamál og starfsemi kvenna eigi rætur I karlmannsleysi. Eva lýsir fyrir manni sinum listakonu sem hef- ur óteljandi járn i eldinum, skreytir „menningarhús og verkstæöi”, lærir trúarheim- speki og sálarfræði, stendur fyrir námskeiöum o.fl. ,,Herra jaröarinnar” svarar meö sjálfs- ánægöu glotti: „Með öörum oröum: Hún á engan mann eins oger”. Yfirborðsádeila og þykjusturóttækni Þótt svo til allt efni viku- blaðanna sé þannig gegnsýrt af ihaldssömum og heföbundnum skoöunum á m ismunandi eöli og hlutverkum kynjanna, vilja þau ógjarnan viöurkenna þaö. Þau þykjastoft vera framfarasinnuö og fylgjandi auknum kvenrétt- indum, og á stöku staö má jafn- vel sjá málamyndaádeilu á rikjandi ástand. Þaö vill þó fara svo aö upp komist um strákinn Tuma og hin raunverulegu viðhorf skini I gegn. 1 SBT (s. 7) er frétt um nýtt blað bandariskt, Savvy, sem ætlað er konum sem ætla sér áfram eöa eru komnar á topp- inn. ,,Og þaö er gleöilegt,” segir SBT, ,,aö það skuli einhver reikna með þvi að það sé-mark- aöur fyrir slikt blaö.” Heldur er tónninn samt nei- kvæður þegar rætt er um lesendur blaösins og boðskap þess: „Lesendur Savvys vilja komast þangaö sem hinar miklu ákvarðanir eru teknar. Þær vilja komast áfram og mælistik- an á árangur eru dollarar og ekkert annað,” Það er eitthvaö annað en hin- ar ljúfu og kvenlegu „karriere- piger” dönsku blaðanna, sem alltaf eru með hugann viö mann og börn, og komast á toppinn einhvern veginn óvart. Meira en helmingur greinar- innar snýst siöan um könnun, sem tveir fyrrverandi prófess- orar við Harward hafa gert og þykir sýna ótviræðan mun á hugsunarhætti og viöhorfum karla og kvenna, einkum að þvi er varöar starf þeirra. I stuttu máli er niðurstaöan sú, aö karl- ar séu virkir, kjarkmiklir, sjálfsöruggir og sannfæröir um eigiö ágæti, en konurnar óvirk- ar, varkárar og skorti sjálfsálit og sjálfstraust. Þar meðhefur fréttin um hina „gleðilegu” framsókn kvenkynsins i Bandarikjunum snúist upp í sönnun þess aö i raun og veru séu konur alls ekki færar um aö standa I hinni hörðu lifsbaráttu utan vernd- andi veggja heimilisins. Auglýsingar a) Hlutverk auglýsinga I kaptialisku hagkerfi. Vist er aö auglýsingar setja mikinn svip á þjóöfélag okkar. Þeim rignir yfir neytandann úr öllum fjöl- miölum, hvort sem þeir eru rikisreknir (útvarp, sjónvarp), flokkspólitiskir (flest dagblöö), eöa i einkaeign (sum dagblöö, vikublöö, kvikmyndahús). Fé þaö sem inn kemur af auglýs- ingum er hreinlega rekstrar- grundvöllur sumra fjölmiöla Nauösynlegt er aö setja auglýs- ingarnar á réttan staö innan kapltaliskrar hagfræöi, sem skiptist aöallega i tvö sviö: framleiðslu og dreifingu. Gildi fullunninnar markaösvöru skiptistsvof notagiídiog skipta- gildi.Skiptagildi vörunnar felst i samanburöi viö aörar vörur. Siöan eru peningarnir notaöir sem óhlutstæður mælikvaröi til að sýna skiptagildi hinna ýmsu vörutegunda. Kaupandi vörunnar og seljandi hafa afar ólikra hags- muna að gæta. Kaupandinn vill fullnægja ákveðinni þörf með notagildi vörunnar. En seljandinn hugsar hins vegar um að græöa sem mest, þ.e. aö gera skiptagildi vörunnar sem mest meö öllum tiltækum ráö- um. Fyrir hann er notagildi vör- unnar aðeins einn af möguleg- um sölumöguleikum hennar. Ytra borö vörunnar eða loforöiö um notagildi skiptir seljandann meira máli en notagildið sjálft. Hér kemur auglýsingin inn i myndina. Við gerö þeirra er beitt ýmsum sálfræöilegum brellum, s.s. eins og aö notfæra sér minnimáttarkennd og öryggisleysi neytandans. Hafi hann hvorugt fyrir, þá er hægur vandi að gera hann óörugggan eða óánægöan; ekki<^eö sam- félagiö i heild, heldur stööu sina og lifshætti I þvl. Auglýsinga- textinn telur lesandanum trú um aðböls muniaUsbatna, bara ef hann kaupi tiltekna vöru. — Nú veröur litiö á nokkrar aug- lýsingar meö þessi atriöi i huga. b) Auglýsingar sem beint er til kvenna.I Afd (9) er auglýs- ing fyrir Rexona-svitalykt- areyði. Auglýsingatextinn segir m.a.: „Enginn hefur leyst jafnmarga frá svitavanda og Rexona. R. veitir þér sjálfs- öryggi meöal fólks. ...Bæöi gegn lyktograka.” Notagildiog jafn- framt skiptagildi spray-brúsans byggist á þvi að gera útgufun svita frá líkamanum aö vanda- máU I huga neytandans, sem hann getur þó blessunarlega keyptsigfrá. Litum næst á auglýsingu i Afd (79) fyrir „Imperial Body Shampoo”, þvi hún er ágætt dæmi um hvernig gerviþarfir eru skapaöar hjá neytandanum. I textanum er hreinlega fullyrt ab þeir sem fari oft í baö, eyði- leg^tíi Sr^iúSna: „Húð þin þornar svo mikið, að þú veröur aö nota oliur og krem til aö byggja upp náttúrulegan teygjanleik húöarinnar.” Fyrirsögnin hljóðar svo: „Nýja I.B.S. þvær mýkt inn i húöina meðanþú baðarþig.” Fyrst telja framleiðendur á sápu, sjampói o.þ.u.l. neyt- andanum (oftast konunni) trú um, aö hún sé sóði, ef hún baöi sig ekki daglega og þvoi sér um hendur oft á dag. Siðan segja þeir sem framleiða „body shampoo”, handáburð, and- litskrem og -vötn konunni, aö sllkar vörur séu ómissandi ef hún vilji halda húöinni eölilegri þrátt fyrir hreinlætiö (!) — Þannig skapa auglýsingarnar bæöi gerviþarfir og byggja upp ákveöinn lifsstil. Dæmigert fyrir auglýs- ingarnar er að vörurnar séu ekki sýndar á meðan verið er aö nota þær (i brugsituation), heldur sýna þær ýmist fólkið áöur en eöa eftir aö þaö hefur neytt vörunnar. Ef húsmóöir sæi uppþvottalagarauglýsingu með þreyttri og úttaugaöri stöllu sinni aö þvo upp, um- kringdri himinháum stöflum af óhreinum i m atarílá tum , hugsaði hún áreiðanlega ekki meö sér: „Þennan þvottalög þarf ég endilega aö prófa næst!” — Nei, það hefur ekki góö áhrif á neytandann aö minna hann á þaö óþægilega varðandinotkun vörunnar. Miklu gróðavænlegra er aö auglýsa þvottalög eins og t.d. er gert á bls. 23 I SBT; þar er mynd af brosandi stúlku sem vinnur á flnni krá, með hreinan, nýþveginn disk I höndunum. Og hún horfir alsæl á lesandann og segir: „Fita og sósa rennur af þegar Ajaxer notað í uppþvott- inn”. Auglýsingar fyrir dömubindi, TampaxogO.B. minnast heldur aldrei á nein þau óþægindi sem konur hafa af tíöum: blóðflóð, hausverk, bakverk, tauganirr- ing o.þ.h. — þaö sem lögö er áhersla á er aö bindin og tapp- arnir sjáist ekkiþegar konan er alklædd. Þá getur hún veriö örugg og glöö mebal annarra. Mun fleiri auglýsingum i þessum blööum er beint til kvenna en karla, auglýsingum fyrir föt, snyrti- og hreinlætis- vörur svo eitthvaö sé nefnt. Og hvert er markmiðið? Hér verður aftur aö greina á milli markmiös seljanda og kaup- anda. Markmiöseljandans er aö gera neytandann óánægöan meö sjálfan sig, skapa hjá honum fjölmörg gervivandamál og þar af leiöandi gerviþarfir fyrir ákveðnar vörur sem neytandan- um er sagt aö leysi vandann (sbr. t.d. „8x4 svitalyktareyöir leysir vandann.”) Markmiö kvenna meö þessum vörukaupum er aö veröa girni- legri fyrir karlmenn á „persónumarkaðinum”. Kon- urnar eru þannig hlutgeröar. Konur á auglýsingum eru ungar og fallegar, bera hvorki merki ald- urs né llfsreynslu, enda viröast þær hafa nægilegt fé handa á milli. Aldrei sjást þær þó vinna fyrir þvl fé. Stúlkan á myndinni er aö baöa sig I friinu slnus hún horfir meö velþóknun á hlutgeröan llkama sinn sem veröur bráöum mjúkur og ilmandi — fyrir Hann...........

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.