Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. ýjni 1978 Hvernig er unnt að tryggja gildi kjarasamninga í framtíðinni? T1 • r • Fjorir formenn fjögurra flokka med sama svarid! Hvernig er unnt aö tryggja gildi kjarasamninga i framtiö- inni og endurvekja trú almenn- ings á frjálsan samningsrétt I kjaramálum? Þessa spurningu leggur As- garður, timarit, BSRB fyrir for- menn allra stjórnmálaflokk- anna. Við nánari athugun á svörum þeirra kemur í ljós aö formenn fjögurra flokka eru nánastmeðsamskonarsvör, þe. formenn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins, Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, en svör Al- þýðubandalagsins eru á annan veg. Fyrri hluta ofangreindrar spurningar svara stjórnmála- leiðtogarnir á þennan veg: Benedikt Gröndai „Hættunni á slíkum aögerð- um verður ekki bægt frá fyrr en festa hefur náðst i stjórn efna- hagsmála, verðbólgu hefur ver- ið að mestu útrýmt og jafnvægi komið á viðskipti viö umheim- inn.” — Þetta þýðir með öðrum orðum að þar til verðbógunni hefur veriö útrýmt (!) og þar til jafnvægi hefur verið komið á viðskiptin við útlönd verða launamenn að eiga það yfir höfði sér að samningar verði brotnir á þeim meö stjórnar- valdaráðstöfunum. Benedikt Gröndal skrifar semsé enn al- gjörlega upp á viðreisnar- repseptið og stefnu núverandi rikisstjórnar i kjaramálum. Geir Hallgrimsson Afstaða Geirs Hallgrimssonar formanns Sjálfstæðisflokksins er nákvæmlega sú sama og af- staða Benedikts Gröndals, að- eins með litils háttar ööru orða- lagi: „Besta leiðin til að tryggja gildi kjarasamninga er að sjálf- sögðu sú, að við kröfugerð og samningsgerð sé tekið tillit til afkomu þjóðarbúsins og ekki krafist meira en það þolir.” Þarna sést að þeir félagar, Geir og Benedikt, eru sammála um að það sé launafólk sem verði að bera þungann af erfið- leikum sem upp kunna aðkoma i þjóðarbúinu. Magniis Torfi ólafsson Formaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna virðist samasinnis: „Ráðiö tilað koma á eðlilegu ástandi I kjaramálum i þjóðfélaginu.... er framar öllu öðru að vinna bug á verðbólg- unni aö þvi marki að minnsta kosti að verðþensla sé ekki meiri en gerist og gengur með þeim þjóðum sem taka við megnínu af útflutningsafurðum landsmanna”. Ekki dettur Magnúsi Torfa heldur i hug að unnt sé að lækna efnahagsvand- ann öðru visi en að launamenn verði að bera byrðarnar af læknisaðgerðunum. Ólafur Jóhannesson Hugmyndarfræðingur kan)- ránslaganna, Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknar- flokksins er svo að sjálfsögðu alveg sömu skoðunar og hinir þrir, þó orðin séu aðeins önnur. Hann segir: ,,Ég býst við aö besta trygg- ingin sé fólgin i þvi að kjara- samningar séu byggðir á þjóð- hagslega traustum grunni og miðaður við greiðslugetu sam- félagsins.” Allir ganga formennirnir fjór- ir út frá þeirri sömu meginfor- saidu að núverandi skipting þjóðarteknanna sé rétt i öllum atriðum og engin ástæða sé til þess að hrófla við henni. Lúðvlk Jósepsson Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins er eini flokksformaðurinn sem lætur sér til hugar koma að þessum málum megi ráða til lykta á annan hátt. Hann hvetur launa- menn sem verða fyrir samn- ingsrofum af hálfu rlkisstjórna einfaldlega til þess að hafna þeim flokkum sem að rikis- stjórninni standa i næstu kosn- ingum. Lúðvik segir: „Það er min skoðun að haldbesta ráðið fyrir launþegasamtök eins og BSRB til þess að koma i veg fyr- ir slik samningsrof af hálfu rikisvaldsins, sé það, að öllum sé fyrirfram ljóst, að slikum samningsrofum verði án undan- tekningar svarað með pólitisk- um gagnráðstöfunum og algerri stéttarlegri samstöðu eða með öðrum orðum á þann hátt, að stéttin sem heild neiti með öllu að kjósa þá aðila til valda sem slikum samningarofum beita”. a —s. Fjórir sammála flokkaformenn: Benedikt Gröndal, Geir Hall- grimsson, Magnús Torfi ólafsson og ólafur Jóhannesson. Spurníng Asgarðs, tímarits BSRB Tveir fyrrum baráttumenn Samtakanna segja: Samtökin valda ekki Wutverki sínu A undanförnum mánuðum hafa margir af fyrri forvigismönnum i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna gengið til liðs við Alþýðu- bandalagið. Það er fróðlegt að lesaskýringar þeirra á þvl, hvers vegna þeir sögðu skilið við Sam- tökin. Kristján Bersi Ólafsson segir I viðtali við Þjóðviljann á mið- vikudag: „Eg gekk til liös við samtökin. Til þess lágu einkum tvær ástæð- ur. í fyrsta lagi dáðist ég að frammistöðu Magnúsar Torfa Ólafssonar, sem lét ekki bugast undir fargi þeirrar spilamennsku sem Hannibal og Alþýöuflokkur- inn léku á Alþingi vorið 1974. I annan stað taldi ég aö Samtökin gætu ef til vill gegnt þvi hlutverki að vera einskonar brúarsmiður milli annarra vinstri manna. Að þau gætu stuðlaö að samstöðu. Ekki með sameiningu flokka, þvi það kom fljótt I ljós að sú leið var ekki fær. Heldur gætu þau laðaö vinstri flokka til samstöðu, gert þeim eðiilegt að leita hennar i stað þess aö menn byggju sér ágreiningsefni allsendis aö óþörfu. Nú er hinsvegar svo komið, að mér sýnist gjörsamlega vonlaust að Samtökin geti valdið sllku hlutverkiEkki aðeins vegna þess, að þau eiga enga von I þingsæt- um. Heldur og vegna þess, að sjálf eru Samtökin engan veginn jafn samstæður flokkur og ég hélt: skoðanir manna, sem þar eru innanstokks , erubýsna óllkar á ýmsum veigamiklum málum. Að öllu samanlögðu sýnist mér að vinstri menn eigi ekki annan raunhæfan kost en að styðja Aiþýðubandalagið og efla gengi þess sem mest þeir mega. Með öörum hætti verða vinstriáhrif ekki efld I þessu þjóöfélagi.” Vésteinn Ólafssön segir I viðtali á fimmtudag: „Það var einkum tvennt sem réði mestu um aö ég studdi sam- tökin áfram i kosningunum 1974. Mér fannst að Magnús Torfi Ólafsson ætti skilinn stuðning vegna afstööu hans til vinstristjórnarinnar. Ogaf þvi að menn gerðu sér vonir um áfram- haldandi vinstri stjórn með aðild sömu flokka, þá fannst mér Kristján Bersi ólafsson ábyrgðarhluti að reyna ekki að halda utan um fylgið, sem annars hefði dreifst og að verulegu leyti lent til Alþýðuflokksins. Kosningaúrslitin 1974 og undir- tektir undir f lokkssta rf næst á eft- ir færðu mér svo heim sanninn um, að Samtökin hefðu ekki leng- ur neinu pólitisku hlutverki að gegna.Mér erþaðaugljóst að eini valkostur vinstrisinna nú er Alþýðubandalagið. Það er siður en svo nauðungarkostur þvi ég held að Alþýðubandalagið sé orð- inn mjög öflugur flokkur og betur Vésteinn ólason i stakk búinn en áöur tifað vera brjóstvörn launafólks i kjarabar- áttu. Ég er viss um að það eru ýmsir góðir .vinstrimenn meöal þeirra sem enn reyna að lengja líf Samtakanna. Ég spái þvl, aö þeir muni koma sömu leiö og ég, þótt nokkur timamunur verði á þeirri ákvörðun. Þeim munfremur sem að undanförnu hefur ekki verið um umtalsveröan málefna- ágreining að ræöa milli Alþýðu- bandalagsins og vinstri arms Samtakanna. „Kjarasáttmáli” Alþýöuflokksins og Sjálfstæðisflokksins: Kauprán og bótalaus verðbólga i flokkakynningu sjónvarps- ins fyrir nokkru hældust fram- bjóðendur Alþýðuflokksins um vegna þess, að flokkur þeirra hefði tekið þátt I viöreisnar- stjórninni með Sjálfstæðis- flokknum og þá hefði heldur betur dregiö úr verðbólguhraö- anum. Einkum voru tilnefnd ár- in 1959 og 1960. Alþýðuflokkur Benedikts Gröndals hóf feril sinn i rikis- stjórn 1959 með þvi að lækka kaupið snemma árs 1959 um 13%. Kauplækkunin var kjarni þeirra efnahagsráðstafana sem ihald og kratar kölluðu sam- eiginlega „viðreisn”. Þessi lækkun launa nam hvorki meira né minna en 13,4% hjá Dags- brúnarmönnum, lágmarks- taxti. Samkvæmt þeirri kaup- greiðsluvísitölu sem var I gildi I desember 1958 var tlmakaupið eftir 1. taxta Dagsbrúnar 23.86 kr., en með einni glæsilegri handsveiflu lækkaði Gylfi kaup- ið ofan i kr. 20.67 á timann. Gerðar voru flóknar ráðstafanir til þess að fela kauplækkunar- aðgerðirnar, en sjálf rikis- stjórnin viðurkenndi þó 5,4% kjaraskerðingu. Þegar rikis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins var mynduð ári eftir þessa kauplækkun var taxtinn enn 20,67 kr. á timann, en samt samþykkti Alþýðu- flokkurinn að banna greiðslu visitölubóta á kaup, en það fyrirkomulag hafði þá verið við lýði i rúma tvo áratugi. Vorið 1961 lét verkalýðshreyfingin sverfa til stáls gegn kaupráns- stjórn Benedikts Gröndals. Þá tókst þó aðeins að ná 10% kaup- hækkun upp i 18% verðlags- hækkanir sem átt höfðu sér stað. Þessar staðreyndir eru rifjað- ar upp hér til þess að menn viti hvernig Alþýðuflokkurinn fer að þvi að halda niðri verðbólgunni og hvernig kjarasáttmálinn gæti orðið sem Alþýðuflokkur- inn ætlar að gera við verkalýðs- hreyfinguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.