Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — 9 SÍÐA Míkróspjöld i staö bóka? Þingi Sambands norrænna rannsóknar- bókavaröa lýkur á morg- un. Sambandið eða Nord- isk videnskabeligt Biblio- tekarforbund eins og það heitir á danskri tungu hef- ur þingað hér i tæpa viku/ og er hér um að ræða sam- tök bókavarða við vísinda- bókasöfn/ þ.e. þjóðbóka- söfn, háskólabókasöfn og sérfræðibókasöfn af ýmsu tagi. Einn af þátttakendum þingsins er Claus Ingemann Jörgensen, svo lár, opnast alls kyns mögu- leikar. — Hvaöa möguleikar þá? — Ja, t.d. geta söfn pantað svona spjöld frá öðrum söfnun eða stofnunum. Þá er oft um að ræða bækur, sem sakir aldurs eða verðleika eru ófáanlegir til Utláns. Séu þær hins vegar settar á mikóspjöld má senda þau landa milli fyrir einn dollar. Einnig geta rithöfundar eöa pennar, sem hafa hug á að gefa út bækur sínar eða verk i ákveðnu upplagi, snúið sér til mikróspjalda- framleiðenda, látiö ljósmynda handritið á spjald fyrir vægan pening og dreift spjöldunum áleiðis. Claus Ingemann heldur hér á mlkróspjaldi, sem rúmar 400 siöna bók. visindabókavörður frá Danmörku, og starfsmaður við Háskólamiðstöð Alaborgar i AVC. Jörgensen hefur kynnt svonefnd mikróspjöld á þingi þessu, og hitti Þjóðviljinn hann aö máli til aö forvitnast nánar um þessa nýju tækni, sem ef til vill á eftir að gjörbylta aðstöðu bóka- safna til geymslu á fræðiverkum og öðrum bókmenntum. Jörgensen var fyrst spurður að þvi, hvaöa fyrirbæri mikróspjöld væru, eða „mikrofches” eins og það heitir á útlensku. — Mlkróspjald er raunveru- lega þróun á hinni svonefndu mikrófilmu, sem hefur þekkst nokkuð lengi við bókasafnsstörf. Það nýja við þessa tækni byggist á þvi, aö hægt er að ljósmynda bækur á 16 mm filmu I stað 35 mm áður, og einnig er hægt að ljósmynda verkið beint á spjald- ið. Mikróspjald er á stærð við vanalegt póstkort og rúmár 400 siðna bók. Það gefur auga leiö, hve mikið geymslurými það spar- ar bókasöfn aö ljósmynda ýmis uppsláttarverk á þennan hátt. Það er einnig stór kostur, hve ódýr þessi spjöld eru i framleiðslu. Eittspjald (400 siðna bók) kostar 6 krónur danskar eða einn dollar I framleiðslu. Þar sem kostnaðurinn við mikróspjöld er Spjall við Claus I. Jörgensen um nýja míkrótœkni — Hvernig eru svo þessi spjöld lesin? — Þau eru lesin i sérstökum vélum, sem minna á kvikmynda- klippiborð, en eru þó miklu einfaldari i sniðum. Minnstu tæk- in komast fyrir i vanalegri hand- tösku.en einnig eru til stærri tæki. Tækið samanstendur af „lesara”, sem stækkar mikrómáliö og skermi þar sem textinn er lesinn. Lesmálið verður þá mun stærra en vanalegt letur I bókum. Þetta gerirþaðað verkum, að fólk, sem hefur við sjóndepru að striða, á auðveldara með að lesa af slikum skermum en að rýna i bók. Heilsuvemdarstöð Kópavogs Sjúkraliði óskast strax eða frá 1. júli. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 40400. Mikróspjald I réttri stærö. Salka Valka Laxness kæmis t.d. fyrir, á þessu spjaldi. — Hvernig varö þessi mikró- spjaldahugmynd til? — Mikrófilman er gömul tækni. Danska fyrirtækið M-tek (Mikroteknologi) sneri sér fyrir nokkru til Háskólamiðstöðvarinn- ar I Alaborg með þeirri fyrir- spurn, hvort að visinda- eða fræðimenn hefðu áhuga á að fá ritgerðir sinar festar á mikrófilmur, þar sem dýrt væri aö gefa út ritgerðir i bókaformi. Háskólinn svaraði, að ritgerðirn- ar væru ekki svo aðkallandi vandamál i útgáfu, en hins vegar ætti Háskólamiðstöðin (AUC) i miklum erfiðleikum með bóka- safn sitt. Safnið væri tiltölulega nýtt, og vantaði safnið ýmsar eldri heimildir og bækur, sem erfitt væri að ná i. Þannig komumst við i AUC og M-tek að þeirri hugmynd að hægt væri að festa þessar gömlu bækur á mikróspjöld og senda okkur. Þetta var gert. Eftir tvær vikur vorum við búnir að eignast 80 bækur á spjöldum (sem tóku jafn mikið pláss og veltroðið veski) og þar með búnir að spara okkur mikinn tima, fyrirhöfn og pen- inga. — Eru engin vandamál þessari nýju tækni samfara? — Við skulum fyrst gera okkur grein fyrir þvi, að mikróspjaldið mun ekki og á ekki að leysa bók- ina af hólmi. Mikróspjaldiö er hjálpartæki, sem auðveldar ýmsa þætti bókasöfnunar, kennslu og lesturs. Það má nefna i þessu sambandi að prentaun vara- legrar bókar tekur margar vikur, og jafnvel mánuði. Með mikróspjaldatækninni getum við framleitt 4 bækur á klukkutima, hvort sem það er endurprentun á útgefnum bókum eða á nýjum handritum. Aðalvandamálið i sambandi við þessa framleiðslu eöa útgáfu er höfundarrétturinn. Viö höfum hingað til einungis fengist við gamlar bækur, þar sem höfundarrétturinn hefur fyrnst. Hefjist hins vegar útgáfustarf- semi og afritun á núlifandi höf- undum koma ýmis vandamál til sögunnar, svo sem greiðsla fyrir höfundarrétt.leyfi til birtingar o.s.frv. Þetta eru þó vandamál, sem ekki eru brýn vegna þess, að útgáfa mikróspjalda mun i nánustu framtið beinast fyrst og fremst að eldri verkum, spjald- skrám og öðrum upplýsingum, sem spara tima, rúm og fyrir- höfn. Hins vegar er ekki þvi að neita, að með mikróspjaldatækn- inni opnast alls kyns möguleikar. T.d. getum viö aukið bókaþjón- ustu við vanþróuð lönd, hægt er að brúa ýmis menningarbil milli landa og auka má upplýsingar milli aöila. Mér dettur t.d. i hug, að spara mætti ýmsan kostnað við bókasöfn i sambandi við útlán. Hingað til hefur alltaf stór hóp- ur lánenda bókasafna ekki hirt um að skila bókum, sem þeir fá aö láni. Innheimta bókanna hefur krafist mikils tima og fjár af bókasafninu. t framtiðinni væri kannski hægt að lána út mikróspjöld án þess að skrá lánanda, og skili hann ekki spjaldinu þá er það svo ódýrt i Claus Ingemann Jörgensen að framleiðslu (1 dollar) að það tek- lokum. ur ekki að innheimta það, segir — IM.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.