Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 21
Föstudagur 23. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 útvarp Örtröð á Kvöld- vaktinni Haukur Morthens. Sigmar B. Hauksson Gleymdur flokkur kynntur „Það má segja að það verði örtröð á vakt- inni i kvöld”, sagði Sig- mar B. Hauksson, sem stendur Kvöldvaktina i útvarpinu kl. 22.50- 23.50. „Ég mun ræöa viö fastagest þáttarins Arna Björnsson, þjóö- háttafræöing, um Jónsmessuna, sem er i dag, en i siöasta þætti talaöihann um Kólumbramessu sem var þann dag. Þá mun Haukur Morthens kikja inn á vaktina og spjalla um bransann. Aösent efni er nokkuö, m.a. mun 12 ára Reykjavikurmær syngja og spila á gitar.” sagöi Sigmar aö þetta væri góö upp- taka, sem barst a' snældu, en aftur á móti heföi borist efni ut- an af landi sem væri á mörkum t;r ungverskri kvikmynd, Ljósmyndun (Fotografia), sem sýnd veröur I sjónvarpi kl. 21.55 I kvöld. 1 aöalhlutverkum eru Istvan Ig- lódi og Mark Zala. þess að hægt væri aö senda þaö út vegna lélegra tóngæöa. Siðan mun Sigmar freista gæfunnar meö þvi aö spila á Rauöakrosskassa. Hyggst hann varpa inn 10x10 krónum og kanna svo gróðann eöa tapiö. 1 framhaldi af þvi ræðir hann viö Rauöakrossmenn um þessa fjáröflunarleiö og fleiri, sem þeir eru meö i gangi, svo sem kosningagetraunina. Þá verður stjórnmálafiokkur kynntur, en flokkur þessi gleymdist i hinni almennu flokkakynningu og eru þvi siö- ustu forvöö aö kynnsst honum. Sigmar ætlar aö sýna flokknum þá lipurö aö skjóta kynningunni inn á vaktinni. Þetta er flokkur óánægöra prófkjörsmanna og hefur listabókstafinn X. Sigmar ræöir lika viö Erling Ólafsson náttúrufræöing og varpar fram spurningunni: Af hverju stela menn fálkum? Aö lokum sagöi Sigmar aö þau Asta R. hvettu fólk eindregið til aö senda inn efni, en heimils- fang þáttarins er: Kvöldvaktin, Rikisútvarpinu, Skúlagötu 4 101 Reykjavík. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 „Ugla sat á kvisti”. Savannatrióið flytur vinsæl lög frá árunum 1964-1970, og þeir félagarnir Björn Björnsson, Tróels Bentssen og Þórir Baldursson rifja upp atburði frá söngferli sinum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónasson. Áöur á dagskrá 27. april 1974. 21.25 Landánfriðar (L)Þessa kvikmynd tóku breskir sjónvarpsmenn skömmu eftir innrás Israelsmanna i Suður-Libanon nýlega. Rakin eru áhrif aðgerðanna og rætt viö flóttafólk, sem orðiö hefur aö flýja heimili si'n. Einnig errætt viö Yass- er Arafat, foringja frelsis- hreyfingar Palestinuaraba, og Ezer Weizmann, her- málaráöherra tsraels, Þýö- andi og þulur: Ellert Sigur- björnsson. 21.50 Ljósmyndun (Foto-' grafia) Ungversk kvik- mynd. Aöalhlutverk Istvan Iglódi og Mark Zala. Tveir ljósmyndarar ferðast um landiö og taka myndir af fólki. Flestir sitja fyrir hjá þeim af mestu ánægju i von um, aö myndirnar veröi fallegri en fyrirmyndirnar. Þýöandi: Jón Gunnarsson. 23.05 Dagskrárlok. útvarp 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veöurfr. Forustugr. dagbl. (útdr). 8.35 Af ýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Þórunn Magnea Magnús- dóttir heldur áfram lestri sögunnar „Þegar pabbi var litill” eftir Alexander Rask- in (11). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.10 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 Ég man það enn: Skeggi Asbjarnarson sér um þátt- inn. 11.00 Morguntónleikar: Juli- an Bream leikur Gitar- sónötu i A-dúr eftir Pagan- ini / Gervase de Peyer og Erik Parkin leika Fantasiu- sónötu fyrir klarinettu og pianó eftir Ireland / David Rubinstein leikur Pianó- sónötu i F-dúr op. 12 eftir Sibelius. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 15.00 Miðdegissagan: „Angelfna” eftir Vicki Baum Málmfrlöur Sig- uröardóttir les þýöingu sina (9). 15.30 Miödegistónleikar: Pet- er Pears syngur lög eftir bresk 20. aldar tónskáld: Benjamin Britten leikur á pianó / Grant Johannessen leikur á pianó Tilbrigði, millispil og lokaþátt eftir Paul Dukas um stef eftir Jean-Philippe Rameau. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Popp. 17.20 Hvaö er að tarna?Guö- rún Guölaugsdóttir stjórnar þætti fyrir börn um náttúr- una og umhverfið: IV: Blómin. 17.40 Barnalög. 17.50 Verömerkingar: Endur- tekin þáttur frá siöasta þriöjudagsmorgni. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hin vonlausa aðstaða Dr. Gunnlaugur Þóröarson flytur erindi um jafnréttis- mál. 20.00 Tónlist eftir Chopin Alexis Weissenberg pianó- leikari og hljómsveit Tón- listarháskólans i Paris leika Fantasíu um pólsk stef op. 13 og „Krakowiak”, kon- sertrondó op. 14. Stjórn- andi: Stanislaw Skrovaczewski. 20.30 Andvaka Þriöji þáttur um nýjan skáldskap og út- gáfuhætti. Umsjónarmaö- ur: Clafur Jónsson. 21.10 Atriði úr óperunni „Hans og Grétu” eftir Eng- elbert Humperdinck Anne- liese Rothenberger, Irm- gard Seefried, Grace Hoff- mann, Elisabeth Höngen, Liselotte Maikl og Walter Berry syngja ásamt drengjakórnum i Vin. Fil- harmóniusveit Vinarbborg- arleikur. Stjórnandi: André Cluytens. 22.05 Kvöidsagan: „Dauöi maðurinn” eftir Hans Scherfig Öttar Einarsson lýkur lestri sögunnar i þýö- ingu sinni (6). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldvaktin Umsjónar- maður: Sigmar B. Hauks- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Leiðrétting í blaðinu i gær féll niður svar Jóns Hannessonar viö spurning- unni: Hvaö þarf aö gerast i al- þingiskosningunum meö tilliti til afkomu launafólks og stööu verkalýöshreyfingarinnar? Jón svaraði: Alþýöubandalagiö þarf aö vinna meirihluta á Al- þingi. Þingmannasyrpa Framhald af 7. siöu Árnasonar. Afnumin veröi friö- indi er lúta að innflutningi bif- reiöa og rekstri þeirra, svo og önnur friðindi er viðgengist hafa, þar á meðal til ráöherra. Innlend lyf njóti forgangs 1 tiö vinstri stjórnarinnar voru samin og lögö fram viðamikil frumvorp um lyfjaframleiöslu og -sölu, en hægri stjórnin stakk meginefni þeirra undir stól. Til smávægilegra úrbóta á rikjandi ástandi hafa þeir Helgi Seljan, Stefán Jónsson, Ragnar Arnalds og Geir Gunnarsson, lagt fram tillögu um aö innlend lyfjafram- leiösla njóti aö ööru jöfnu for- gangs framyfir innflutt lyf, og veröi ætlast til aö læknar vái fremur á hin innlendu ef þau eru jafngóö þeim útlendu. Sannaö þykir aö innlend lyf séu aö jafnaöi miklu ódýrari en þau sem inn- flytjendur kaupa af lyfjahringum auövaldsins. Garðar Framhald af 12. slöu hvaö þýöir. I þeim er mikill viö- reisnartónn, þeir vitna óhikað til gömlu viöreisnarstjórnar- innar og augljóst aö þeir eru ekkert óhressir með hugmynd- ina um slika. Þá leggja þeir mikla áherslu á aö þeir muni ekki „bila” i sambandi viö „varnir landsins”, og þaö segir lika sina sögu. Annars hefur ekki fariö mikið fyrir Alþýðuflokknum i þessari kosningabaráttu hér á Suður- landi. Viö höfum t.d. ekki orðiö varir við þá miklu sveiflu sem til þeirra á aö liggja eftir þvi sem sagt er, og höfum hvergi fundiö hana nema i Dagblaðinu. Á fundum hafa þeir sérstaklega átt i erfiðleikum meö aö tala við fólk úr landbúnaöi sem aö sjálf- sögðu tekur litiö mark á mál- flutningi þeirra á þvi sviði. —At Stefán Framhald af 12. siöu manna, með yfirlýsingum um aö Alþýöuflokkurinn vilji vera áfram I NATO og ekki láta her- inn fara. Þeir biðla þannig til þess fylgis Sjálfstæöisflokksins sem er alveg sama hvaö verður bara ef þeir fá aö hafa herinn áfram. Annars er skinandi hljóð i öllu okkar fólki hér hvar sem er i kjördæminu. Ég vil þó engu spá um úrslitin og hygg aö þaö verði ekkert að frétta héöan fyrr en á mánudagsmorgun. Ég vil halda fram nýjum málshætti „á göml- um grunni”, sem ég sauö saman og hann er: Bústu viö þvi góöa, þú veröur alltaf fyrir vonbrigð- um hvort sem er. —Aí UTBOÐ Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluibúða Bolungarvik, óskar eftir til- boðum i byggingu fjögurra raðhúsa, sam- tals 452 fermetrar, 1580 fermetrar, ásamt bilgeymslum, samtals 96 fermetrar, 308 rúmmetrar. Húsin eiga að risa við Völusteinsstræti, Bolungarvik og eru boðin út sem ein heild. Skila á húsunum fullfrágengnum eigi sið- ar en 31. júli 1979. útboðsgögn verða til afhendingar á bæj- arskrifstofum Bolungarvikur og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikis- ins gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðum á að skila til bæjarskrifstofu Bolungarvikur eigi siðar en föstudaginn 14. júli 1978 kl. 14.00 og verða þau opnuð þar, að viðstöddum bjóðendum. F.h. framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluibúða, Bolungarvik. Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.