Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 23 júnl 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA13 Guðmundur J. Guðmundsson: Á ársafmœli sólstööusamninganna: Samstaðan færði sigur í fyrra, samstaðan færir einnig sigur nú Sigur í kosningunum á sunnudaginn, sigur fyrir Alþýðubandalagið, tryggir samningana í gildi á ný „Samningarnir i fyrra eru ein- hverjir merkustu samningar verkalýöshreyfingarinnar. Það var samstaða verkafólks sem knúði þá fram. Nú cr barist um það, hvort samningarnir skuli gilda heilir eöa skertir. Verði fólk eins samtaka nú i kosningunum á sunnudaginn og menn voru i kjarabaráttunni i fyrra, er sigur- inn okkar — kjarasamningarnir gilda”. Þjóðviljinn innti Guðmund J. Guðmundsson formann Verka- mannasambands Islands eftir þvi, hvað hann teldi markverðast við árs afmæli sólstöðusamning- anna. Samningarnir bundu loks endá á þriggja ára timabil sam- felldar kjararýrnunar. Kaup- mætti launa var lyft verulega, einkum láglauna. Tekin voru inn að nýju ákvæði um fulla og ó- skerta visitölu. Fullar verðlagsbætur sam- kvæmt visitölu er eina vörn launafólks gegn þvi að verðbólg- an rifi niður kaupmáttinn. Full visitala er lika beinlinis vörn gegn óðaverðbólgu. Reynslan sýnir að þvi skertari sem visital- an er, þeim mun meiri er verð- bólgan. 1 samræmi við sina verðbólgu- stefnu þurfti rikisstjórn Fram- sóknar og thalds auðvitað að eyðileggja visitöluákvæðin með itrekaðri lagasetningu. Þess vegna eru samningarnir ekki i gildi, þess vegna þurfum við að setja þá i gildi, með þvl að koma rikisstjórninni frá. Þess vegna þurfum við að kjósa gegn rikis- stjórninni. 1 fyrra fengu allir sömu kaup- hækkun i krónutölu. Þeir sem lægstir voru fyrir, fengu hlutfalls- lega mest. Launin voru jöfnuð með batnandi kjörum, og það er hin rétta launajöfnunarstefna. Launafólk hafnar „launajöfnun” rikisstjórnarinnar, þvi hún bygg- ir á rýrnandi kjörum. Utankjörfundamtkvœðagreiðsla: Blindir útilokadir I lögum um utankjörfundarat- kvæðagreiðslu segir að skrifa skuli listabókstaf þess flokks, sem við komandi ætlar að kjósa, með ritblýi. Arnþór Helgason vakti athygli á þvi við Þjóðvilj- ann að með þessu væri margt blint fólk útilokað frá þvi að kjósa. Þeir sem hafa verið blindir frá fæðingu eða unga aldri kunna margir hverjir ekki að skrifa stafi og aðrir kæra sig ekki um það. Kosningalögin útiloka stimpla og ritvélar og á kjörstöðum eru ekki stafamót. t fyrra var flutt frum- varp á Alþingi um aðstoð á kjör- sfað, sem hefði bætt úr þessum á- göllum en það náði ekki fram að ganga. Arnþór sagðist hafa skrif- að grein um þetta mál i Frétta- bréf Blindrafélagsins og rætt viö alþingismenn en komið hefði fyrir ekki. —GFr I iiumliidauui .'J. liini 1977 l.'.an'. IJI.lbl. /luppdrætti Alþýduhunila- luf>\ins í Rcykjavík VmnmgMiiiniiTin i li.ipiMlr.i-lti Alþyðutiancia lagMii> i |{i\kja\ik \irð.i Imiii juli Dmlmgar aðilar ••ni mmiilir a að miilHúmla ug gi-ra skil Mrax Vlþxðiih.uiilalaKÍð i lti \kja\ik Launajöfnunarsamningar undirritaðir í gærmorgun Ósarniö cr cnn viö sjómcnn, starfsfóík álvcrsins or málm- skipasrmói Klukkan hallellelu i norfui I7Æ7 Oþrifaálag enn óleyst Samnmqamenn Malm oq vk.pavmiðavambandv ms undirrituðu ekki samn mqa þa er undirntaðir voru a Loflleiðum i gær Alveriö Hreyfing á samningum Forsiða Þjóðviljans fyrir réttu ári, þegar skýrt var frá samkomulaginu um sólstöðusamningana. 200 mílurnar og Sj álfstæðisflokkurinn Morgunblaðið reynir ákaft að helga Sjálfstæðisf lokknum forystu fyrir 200 mílna landhelgi. Staðreyndir málsins sýna annað. Þær eru þessar: 11 ágúst 1972 lýsti fulltrúi íslands á undirbúningsfundi hafréttarráð- •stefnunnar yfir eindregnu fylgi við 200 milna efnahagslögsögu — sam- kvæmt ákvörðun vinstri stjórnar- innar. 2 1 apríl 1973 f luttu f ulltrúar Islands á fundi hafsbotnsnefndar tiilögu um * 200 mílna fiskveiðiiögsögu — sam- kvæmt ákvörðun vinstri stjórnar. 3Það var ekki fyrr en í júlí 1973, sem nokkrir áhugamenn komu fram * með áskorun um að ísland tæki sér 200 mílur. 4Það var Lúðvík Jósepsson sem flutti á Alþingi frumvarp um heim- • ild til að lýsa yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu veturinn 1974. Sam- kvæmt þeim lögum vinstri stjórnar- innar var lýst yf ir 200 mílum 15. okt. 1975. 5Þegar fiskveiðilandhelgin var færð út í 200 mílur lýsti núverandi ríkis- * stjórn yf ir því, að hún væri reiðubú- in til að heimila útlendingum veiðar á svæðinu milli 50-200 mílna. Viðurkenningin á 200 mílunum fékkst ekki fyrr en Haf réttarráð- • stefnan var búin að ná samkomu- lagi um þann hluta hafréttarsátt- mála sem varðaði 200 milna efna- hagslögsögu. 7Bretar fóru út úr landhelgi okkar 1. desember 1976, en einum mánuði • síðar, eða 31. desember 1976, gekk 200 mílna landhelgi Efnahags- bandalagsins og þar með Breta, í gildi. Þegar Bretar sömdu í Osló voru þeir sjálfir og margar aðrar þjóðir búnar áð tilkynna 200 mílur. 8Vestur-Þjóðverjar fóru ekki út úr okkar landhelgi fyrr en 13. nóvem- • ber 1977, eða um 10 1/2 mánuði eftir að þeir sjálfir höfðu tekið sér 200 mílur og m.a. rekið öll íslensk skip út úr Norðursjó. 9Hefðu Bretar þegið tilboð ríkis- stjórnarinnar um nýjan samning, 65 • þúsund tonn á ári, í október 1975, til tveggja ára, hefðu þeir veitt hér lika 10 mánuði eftir að þeir tóku sér 200 mílur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.