Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 3
Miövikudagur 5. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
I fréttaauka útvarpsins á
mánudagskvöld fiutti Ólafur
Sigurösson forkostulegan pistil
um menningardaga sjómanna
og fiskvinnslufólks, sem haldnir
voru f Eyjum um helgina aö til-
hlutan MFA og fjölmargra fleiri
aöila, m.a. Vestmannaeyja-
kaupstaöar og verkalýösfélag-
anna i Eyjum.
Fréttamaöurinn haföi viötal
við Vilborgu Haröardóttur og
þýfgaöi hana ákaft um kostnaö
af þessum menningardögum og
hverjir greiddu hann. Var mjög
Frá setningarhátiö menningardaganna. Eru þetta eintómir ,,aö-
komumenn”, ólafur? (Ljósm. —eös).
Madurinn og hafið 78:
Athugasemdir viö
furðulega frétta-
mennsku í útvarpi
látiðað þviliggja, aöþarna væri
eitthvaö gruggugt á ferðinni,
bruðlaö með fé o.s.frv.
Hann talaði um að ýmis dag-
skráratriði hafi verið illa sótt og
hafi það mest verið aðkomufólk,
sem sótti dagskráratriði há-
tiðarinnar. Allir þeir Vest-
mannaeyingar sem hann hefði
talað við (ekki nefndi hann
hverjir það væru né hve marg-
ir) hefðu verið sammála um að
dagskrá menningardaganna
höfðaði ekki til þeirra, heldur
væru þarna „aðkomumenn að
skemmta sér”. Sem dæmi um
misheppnað dagskráratriði
nefndi Ólafur bjargsigið, það
væri eingöngu fyrir útlendinga,
þvi heimamenn væru þaulvanir
að.sjá bjargsig og væri það þvi
ekkert nýnæmi fyrir þá.
Þar sem ég var staddur i Eyj-
um þessa daga og fylgdist með
hátiðinni, get ég ekki látið hjá
liða að gera nokkrar athuga-
semdir við þessar fullyrðingar
hins „óhlutdræga” fréttamanns
rikisútvarpsins..
Ekki ætla ég að fjölyrða um
kostnaðinn. Það liggur i augum
uppi að það kostar peninga að
standa fyrir svo viðamikilli og
fjölbreyttri hátið sem þessari og
það er ósköp vesældarlegt að
reyna að gera kostnaðinn eitt-
hvað tortryggilegan i augum al-
mennings.
Langflest dagskráratriðin
voru ágætlega sótt. T.d. komu 4-
500 mannsá söngSamkórsVest-
mannaeyja i Iþróttahöllinni á
föstudagskvöldið, og á sama
tima sýndi færeyski leikflokk-
urinn Grima i Félagsheimilinu.
Þar var einnig allmargt manna,
þótt húsið væri ekki fullt. Að
sjálfsögðu voru Vestmannaey-
ingar þarna i yfirgnæfandi
meirihluta. Otiatriðin og hinar
mörgu sýningar voru vel sótt og
voru heinjamenn þar i miklum
meirihluta. Mesta athygli og að-
sókn hiaut einmitt bjargsigið,
og hefði fréttamaðurinn þvi ekki
getaö fundið fordómum sinum
óheppilegra dæmi. Vestmanna-
eyingum þykir alltaf jafn til-
komumikið að sjá bjargsig, og
það er alltaf fastur liður á Þjóð-
hátið Vestmannaeyja. Lang-
flestir Eyjabúar sjá ekki bjarg-
sig nema einu sinni á ári, á
Þjóðhátiðinni, þvi langt er siðan
eggjataka lagðist niður sem
bjargræði og stunda það nú að-
eins sportveiðimenn og „úteyja-
kallar”.
Að sjálfsögðu má ýmislegt
finna að framkvæmd
menningardaganna, enda er
þetta i fyrsta skipti sem norræn-
ir menningardagar eru haldnir
hér á landi. Dagskráin var
heldur stif og erfitt að ætla sér
að fylgjast með öllu sem fram
fór. Liklega hefur það lika verið
misráðið að hafa dagskrá i
tveim húsum á sama tima, eins-
og gert var á föstudags- og
laugardagskvöld. En i heildina
tel ég að þessir menningardag-
ar hafi heppnast vel.
Fréttamaður útvarpsins virð-
ist þvi miður hafa verið i fýlu
þegar hann fór til Eyja og hann
hefur gert sér alveg sérstakt far
um að koma auga á eða Imynda
sér neikvæðar hliðar á hátið-
inni. Ósagt skal látið, hvaða til-
gangi slik fréttamennska á að
þjóna.
Einar örn Stefánsson
Beirút nötrar
af stórskota-
hríð
4/7 — Vopnahléö, sem sýrlenska
gæsluliöið i Libanon og kristnir
hægrimenn þar i landi geröu meö
sér i gærkvöldi, er fariö út um
þúfur og I dag nötraöi Beirút,
höfuðborg landsins, af stórskota-
lu-IÖ fjóröa daginn l röö. A um-
mælum Sýrlendinga er aö heyra
að þeir ætli ekki af aö láta fyrr en
hinar öflugu varðliöasveitir
hægrimanna séu gersigraöar, og
leiötogar hægrimanna saka Sýr-
lendinga um aö ætla aöbinda endi
á sjálfstæöi Libanons og heita á
risaveldin og fleiri aöila til
hjálpar.
Yfir 100 menn hafa verið drepn-
ir I bardögunum i Beirút þessa
fjóra daga, flestir þeirra óbreytt-
ir borgarar sem ,,af slysni” hafa
orðið fyrir sprengikúlum og skot-
hrið. I dag var skothriðin mest á
austurborgina, þar sem kristnir
menn búa, og kviknaði þar i
mörgum byggingum i morgun er
sprengikúlum og eldflaugum
rigndi. Einnig er mikil stórskota-
hrið á hafnarsvæðið og helsta við-
skiptahverfið. Hægrimenn skjóta
á móti á vesturborgina, þar sem
Múhameðsmenn búa, og flótta-
mannabúðir Palestinumanna ná-
lægt flugvellinum, Hvor aðilinn
um sig kennir hinum um rof
vopnahlésins, sem er hið annað i
röðinni siðan vopnuð átök hófust
milli Sýriendinga og libanskra
hægrimanna.
Otvarp falangista, sem eru
helsti flokkur haEgrimanna, sendi
út I dag boðskap frá bandalagi
hægriflokka i Libanon, og er þar
skorað á Bandarikin, Sovétrikin,
Páfagarð, Frakkiand og allar sið-
aðar þjóðir, eins og það er orðað,
að andæfa Sýrlendingum, sem I
orðsendingunni eru sakaðir um
að ætia að svipta Libanon sjálf-
stæði. Camille Chamoun, leiðtogi
Þjóðlega frjálshyggjuflokksins,
sem er hægrisinnaður, sakaði
Sýrlendinga i dag um tilraun til
þjóðarmorðs á Libönum og krafð-
ist þess að her Sýrlendinga, sem
er I landinu i umboði Araba-
bandalagsins, færiþegar úr landi.
Útvarpið i Damaskus, höfuð-
borg Sýrlands, sagöi hinsvegar i
dag að falangistar og þjóðlegir
frjálshyggjumenn i Líbanon væru
fullir stórmennskubrjálæðis, og
að timi væri til kominn aö „múl-
binda alla málaliðahópa i
Libanon og teyma þá út úr at-
burðarásinni”. Binda yrði i eitt
skipti fyrir öll endi á Itök þeirra,
sem „grafa undan öryggi
Libanons”.
Enskumælandi blaö I Beirút
segir að Hússein Jórdaniukon-
ungur hafi gert út sendimann til
Sýrlands i' þvi skyni aö reyna að
miðla málum. Rikisstjórn
Libanonsreynireinnigað stilla til
friðar, en hún er i raun nánast
valdalaus. Þetta er i þriðja sinn á
árinu, sem til meiriháttar bar-
daga kemur milli sýrlenska
gæsluliðsins og varðsveita hægri-
manna, sem fá mestan hluta liðs-
manna sinna úr söfnuöum
Maronita, san eru fjölmennasti
kristni trúflokkurinn I landinu.
Maronitar isafa játað páfanum
hollustuog teljast þvi kaþólskir,
enda þótt helgisiðir þeirra séu
austrænir.
Portórikó:
Sjálfstæðissinnar tóku
ræðismannsskrifstofu
Kókaín-
smygl-
flokkur
dæmdur
3/7 — Dómstóll I New York
fann I dag 13 Kólombiumenn
seka um aö hafa smyglaö
kókaini, svo skipti miljónum
dollara aö verömæti, frá
Kólombiu til Bandarikjanna.
Smygl þetta átti sér staö á
árabilinu 1972-76, og var
kókainiö flutt meö vöru-
flutningaskipum til New
York frá hafnarborginni
Buenaventura á Kyrrahafs-
strönd Kólombiu.
Froskmenn syntu svo út I
skipin, meðan þau lágu úti á
New York-höfn, og sóttu
kókainið, sem pakkaö var
inn i vatnsheldar umbúðir.
Smyglhópur þessi átti I
grimmilegri baráttu við aðra
bófaflokka, sem ágirntust
kókainið, og voru nokkrir
froskmenn skornir á háls i
þeim átökum.
4/7 — Fjórir menn vopnaöir, þrir
karlar og ein kona, réöust i gær
inn i ræöismannsskrifstofu Chilc i
San Juan, höfuöborg Karibahafs-
eyjarinnar Portórikó, tóku fjóra
menn i gislingu og kröföust þess
aö fjórir portórikanskir sjálf-
stæöissinnar, sem veriö hafa i
fangelsi i Bandarikjunum siöan
1954, yröu látnir lausir. Jafnframt
kröföust hinir fjórir vopnuöu
menn þess, að öllum hátiöahöld-
um á Portórikó i tilefni þjóöhátiö-
ardags Bandarikjanna, sem er
fjóröi júli, yrði aflýst.
En i dag gáfust fjórmenning-
arnir upp, eftir að lögregla hafði
setið um ræðismannsskrifstofuna
I sólarhring. Létu þeir sér nægja
að lesin var upp opinberlega yfir-
lýsing frá Griffin Bell, dóms-
málaráðherra Bandarikjanna,
þar sem stóð að sumar hátiðir
væru Portórikönum mikilvægari
en þjóðhátlðardagur Bandarikj-
anna.
Portórikó er undir yfirráðum
Bandarikjanna, en hefur nokkra
sjálfstjórn. Fjöldi manns af eynni
Norðmenn og Vestur-Þjóðyeijar
óánægðir með sfldyeiðibann Breta
4/7 — Vesturþýska stjórnin lýsti
i dag yfir megnri óánægju meö
bann bresku stjórnarinnar viö
sildveiðum fyrir vestan Skot-
land. Segja Vestur-Þjóöverjar
aö þessi einhliöa ráöstöfun
Breta gangi þvert á fiskveiði-
samninga, sem Efnahags-
bandalag Evrópu hafi gert viö
riki utan bandalagsins og spilli
þannig fyrir bandalaginu út á
viö. Einnig séu Bretar meö
þessu að reka fleyg á milli sin og
annarra EBE-ríkja.
Norskir útvegsmenn hvöttu i
dag stjórn sina til þess að leggja
fastað bresku stjórninni að taka
sildveiðibannið til endurathug-
unar, og Jens Evensen, hafrétt-
arráðherra Noregs, segir, að
Norðmenn kunni að krefja
Breta um bætur, þar eð norskir
fiskimenn hafi enn ekki veitt
nema 3.400 smálestir af þeim
6.900 smálestum, sem þeim
hafði veriö heimilaö að veiöa
fyrir vestan Skotland á þessari
vertið.
hefur flust til Bandarikjanna og
er þar einn sá þjóðernisminni-
hlutinn, sem við verst kjör býr.
Leynisamtök, sem krefjast fulls
sjálfstæðis fyrir Portórikó, hafa
öðru hvoru minnt á sig með
sprengjutilræðum og fleiru. Fjór-
menningarnir, sem tóku ræðis-
mannsskrifstofuna i San Juan,
sögðust hafa valið ræðismanns-
skrifstofu Chile vegna þess, aö i
þvi landi væri harðstjórn herfor-
ingja. Ræðismaðurinn, sem var
meðal gislanna, sagði að vel hefði
verið með þá farið.
Meðal fanga þeira, sem fjór-
menningarnir vildu frjálsan, er
Oscar Collazo, sem reyndi að
ráða Harry S. Truman Banda-
rikjaforseta af dögum i nóvember
1950. Einn af lifvörðum Trumans
var veginn i árásinni. Collazo var
dæmdur til dauða, en Truman
breytti dóminum i ævilanga fang-
elsisvist. Þá vildu fjórmenning-
arnir i San Juan fá lausa þrjá
menn, tvo karla og konu, sem
gerðu skotárás á fulltrúadeild
Bandarikjaþings 1954. Fimm
þingmenn særðust i árásinni.
Vegabréfcáritun
afnumin milii
Austurríkis og
Ungverjalands
3/7 — Frigyes Puja, utan-
rikisráðherra Ungverja-
lands, kom til Vinar i dag I
þriggja daga opinbera heim-
sókn til Austurrikis. Mun
hann þá meðal annars undir-
rita samning þess efnis, að
austurriskir og ungverskir
rikisborgarar þurfi héðan af
ekki vegabréfsáritun til þess
að geta ferðast milli iand-
anna. Er þetta fyrsti samn-
ingurinn af þessu tagi, sem
Austurriki gerir við Varsjár-
bandalagsriki, og opnar
hann þau landamæri, sem
einu sinni voru rammlegar
viggirt en flest önnur i Ev-
rópu.