Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. júli 1978 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Engin töfralyf Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa nú á- kveðið að hefja viðræður. Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, komst þannig að orði í viðtali við Þjóðviljann í gær: „ í samræmi við óformlegar viðræður okkar Benedikts Gröndals, formanns Alþýðuf lokksins, var ákveðið á sameiginlegum f undi f ramkvæmdastjórn- ar og hins nýja þingflokks Alþýðubandalagsins í dag að fram færu viðræður við Aiþýðuf lokkinn um þá stöðu sem upp er komin i íslenskum stjórnmáium eftir kosningar og um framgang vinstri stefnu". Viðræður flokkanna munu hef jast alveg á næstunni. Að sjálfsögðu er Alþýðubandalagið reiðubúíð til þess aðtaka þátt í því í samstarfi við aðra stjórnmálaf lokka um að glíma við þann vanda sem uppi er í íslenska þjóð- félaginu eftir fjögurra ára öngþveitis- og kaupráns- stjórn Geirs Hallgrímssonar. En Þjóðviljinn hlýtur að leggja á það ríka áherslu að það eru ekki til nein einföld töfralyf við sjúkdómum þjóðfélagsins. Nú duga ekki annað en róttæk úrræði í efnahagsmálum. Nú þýðir ekki að beita gömlu íhaldsformúlunum — það hefur að vísu oft verið Ijóst/en aldrei sem nú. Það er augijóst að það þarf að taka allt íslenska stjórnkerfið til gagngerðrar endurskoðunar. Það er Ijóst að þjóðfélagið stendur ekki undir risabákni yfirbyggingarinnar sem hlaðið hefur ut- an á sig i sífellu undanfarin ár. Hér er átt við yfirbygg- ingu og verðbólgugróða einkabrasksins ekki síður en opinberra aðila sem bera ábyrgð á allskonar vitleysum. Nú mun vafalaust á það reyna næstu daga og vikur hvort flokkarnir eru sammála um aðgerðir í efnahagsmálum og sammála um nauðsynlegar breytingar á grundvallar- gerð þjóðfélagsins. Til þess að slíkar tilraunir beri ár- angur þarf öllum að vera Ijóst að nú dugir ekki kákið; nú þarf að grípa til róttækra aðgerða ef þjóðin á að geta unnið sig út úr erfiðleikunum. Það er ekkert annað en blekkingasfarfsemi að halda því að þjóðinni að vanda- málin séu einföld viðfangs. Þau eru erfið og flókin, en það er unnt að leysa þau. Alþýðubandalagið er áreiðan- lega reiðubúiðtil þessað leggja sittaf mörkum. —s. Skaðabótakröfur? Um síðustu mánaðamót tók gildi sú ákvörðun nýja borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík að greiða borg- arstarfsmönnum laun í samræmi við þær miðlunarkröf- ur sem Verkamannasamband íslands setti fram í við- ræðum viðatvinnurekendur um miðjan maí. Þetta er lið- ur í nokkurra mánaða áætlun borgarstjórnarinnar um að láta kjarasamninga verkalýðs- og starfsmannafélaga taka fullt gildi á ný. Viðbrögð íhaldsins og aðalmálgagns þess, Morgun- blaðsins, við launagreiðslustefnu borgarstjórnarmeiri- hlutans hafa verið hin furðuiegustu. Því hefur verið haldið fram að hér sé um mjög óverulegan ávinning að ræða f yrir launaf ólk. Samt þótti atvinnurekendum kraf a Verkamannasambandsins svo óaðgengileg, að þeir slitu viðræðum við það eitt að hún kom fram. Sannleikurinn er sá, að frá og með 1. júlí fá starfsmenn Reykjavíkur- borgar úr verkalýðsfélögunum Dagsbrún, Framsókn og Sókn fullar vísitölubætur, einnig á yfirvinnu og hvers kyns kaupauka. Þar með er t.d. starfsfólk í fiskiðjuveri BÚR komið með verulega betri kjör en gerist í öðrum frystihúsum. f staðinn getur Bæjarútgerðin selt sínar af- urðir óhindrað af útflutningsbanni Verkamannasam- bandsins. Kynlegastir voru þó þeir útreikningar Morgunblaðsins að launagreiðslustefna Reykjavíkurborgar jafngilti 70% kjararáni. Gott er að fá viðurkenningu á því að full framkvæmd á lögum og bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar sé 100% kjararán. f annan stað: 70%-in eru f eng- in með því að miða við liðin launagreiðslutímabil frá 1. mars. — Telur Morgunblaðið virkilega að eftir kosningar beri nýjum aðilum — og þá sennilega jafnt hjá ríki sem borg — að greiða launaf ólki skaðabætur vegna sfðustu 3- 4 mánaða fyrra stjórnartímabils? Og hvað segja at- vinnurekendur um þetta skaðabótasjónarmið? —h. Gamall vltahringur. Enda þótt Guöbergur Bergs- sonhafi hugleittog brugöiö sinu ljósi á margt milli kosninga i grein sinni i Þjóöviljanum 11. júni sl., heföi hann aö ósekju mátt útskýra nánar niöurlags- oröin sem eru I véfréttarstil. Væriaö þvi mikillfengur eins og flestusem Guöbergur leggur til mála. Þar sagöi hann: „Veröi vinstri stjórn mynduö eftir alþingiskosningar samkvæmt ótviræöum vilja islensks al- mennings, þótthann sé klofinn I ýmsa vinstri flokka, veröur sú stjórnaö vara sig ööru fremur á vitahring herstöövamálsins, á vissu bráöræöi óþroskaöasta hluta vinstrafólks og á sjálfs- ánægju barnalega hugsjóna- mannsins.” Ef pólitikus á vegum Alþýðu- bandalagsins heföi mælt þessi orö aö loknum alþingiskosning- um heföi væntanlega ekki staöiö á brigslum um undanslátt frá stefnuog loforðum. Bráöræði og sjálfsánægja meö hreinlifi i skoöunum gæti vissulega reynst hlekkir I „vitahring herstööva- málsins” eins og Guöbergur setur dæmið upp. Þeirrar skoö- unar veröur nú vart i mál- gögnum annarra stjórnmála- flokka aö Alþýðubandalagið staöa ætti aö geta náöst um aö þetta sésúleiö semfeta veröur. Þetta er sú leið sem Alþýöu- bandalagiö hefur mótaö meö hliösjón af þjóðfélagsgreiningu sinni. Fleira sjálfstæðismál en herinn Um stjórnlistina, hvernig koma eigiþessummarkmiöum I framkvæmd, geta menn svo ævinlega veriö ósammála. I áöurgreindri grein Guöbergs Bergssonar bendir hann skarp- lega á þaö aö traustur gjald- miöill og sambærileg lifskjör á viö aörar Evrópuþjóöir geti reynst Islendingum örlaga- rikari sjálfstæöismál en m argur hyggur i dag. Þaö má lika túlka úrslit kosn- inganna á þann veg aö þau séu fyrst og fremst krafa um tafar- lausar úrbætur i efnahags- pen- inga-og lifskjaramálum þjóöar- innar. En áöur en rokiö er i rikis- stjórn til þess aö bjarga póli- tiskri framtiö Geirs Hallgrims- sonar eöa taugaveiklun krata- stráka frammi fyrir stórum vandamálum mun Alþýöu- bandalagiö reyna aö negla þaö niöur hvaö hugsanleg rikis- stjórn hyggst og getur gert, og Veikleiki herstöðva- andstöðu. Um hitt hafa herstöðvaand- stæöingar veriö fáoröari hvern- ig á aö koma hernum burt og segja upp aðildinni aö NATÓ, hvaöa áhrif það heföi, og hvaö viö eigi aö taka. Þetta er veikleiki sem viöur- kennast veröur og ef til vill aldrei meiri ástæöa til þess aö hefja umræöu og upplýsingu þar um en nú, enda þótt viökvæmar viöræöur um stjórnarmyndun kunni aö standa fyrir dyrum. Ekki ættu þær aö skaöast af opinskárri umræöu i fjölmiðlum nú þegar kaldastriössöngur Mogga hljómar i eyrum lands- manna eins og lag frá liöinni öld. Frumatriði og ávinn- ingar. „Þaö er staöreynd aö meiri- hluti þjóöarinnar þekkir ekki annaö ástand en hersetiö Is- land,” sagöi Magnús Kjartans- son m.a. i viötali viö Rétt ’77. ógnvekjandi staöreynd aö her- inn hefur veriö hér samfleytt i 27 ár. I sama viötali leggur Lúö- vik Jósepsson megináherslu á aðherstöövaandstæðingar veröi aö sannfæra fólk um aö her- máliö liggi i þess höndum og aöeins meö miklum bak- Hve lengi þurfum viö enn aö ganga gegn her I landi? muni láta herstöðvamáliö lönd og leiö til þess aö komast I rikis- stjórn. Þessu hafa stjórnmála- foringjar Alþýöubandalagsins svaraö ákveöiö meö því aö öll stefna flokksins veröi lögö til grundvallar i viöræöum um stjórnarmyndun. Og siöan hefst ekki upp úr þeim meir. Engin hentistefna. Alþýöubandaiagiö hefur stundum veriö sakaö um lé- legan marxisma. Þó hefur þaö sem flokkur lagt sig fram um aö skilgreina þaö þjóöfélagsem viö nú búum viö og móta stefnu sina ágrundvelli þeirrar greiningar. Hvernig sem ýmsir smáhópar keppast við staöfæringar úr er- lendum bókum og viö aö þröngva fræöilegum erjum skandinaviskra og evrópskra brotabrota upp á islenskar aö- stæöur er þjóöfélagsgreining Alþýöubandalagsins sú eina sem raunhæft er fyrir islenska sósialista aö styöjast við eins og stendur. Hún hefur auk þess þá yfirburði aö vera á skiljanlegu og mæltu máli eins og þeir vita sem lesiö hafa stefnuskrá flokksins. 1 stuttu máli má segja aö Alþýöubandalagið hafi komist aö þeirri niöurstööu aö setja veröi sjálfstæöismálin á oddinn. „Sjálfstæöismál” eru i sjálfu sér ákaflega vitt hugtak, en flestir landsmenn vita hvaö Alþýöubandalagiö á viö er þaö beitir þvi. Forsendur þess aö hæg t sé aö h ef ja m arkvis sa bar- áttufyrir jafnréttisþjóðfélagi án aröráns manns á manni er óskoraö pólitiskt sjálfsforræöi, herlaust land og efnahagslegt sjálfstæöi. Þetta eru stór orö og breyta slfellt um merkingu og inntak, en engu aö siöur felst I þeim kjarni máis. Og viötæk sam- hvort hún þokar áfram heildar- markmiöum flokksins eöa verö- ur yfirleitt til nokkurs nýt. Hermáliö og aöildin aö NATÓ verða hér ekki undanskilin hversu fegnir sem aðrir flokkar vildu sleppa þeirri umræöu. Hvernig áaökomaþeim málum fram er aftur á móti erfitt aö segja um. Kratar hafa þó i sinni sveiflu fleytt tveimur herstööva- andstæöingum á þing,og enn eru Framsóknarþingmenn her- stöövaandstæöingar I oröi. Lætur þvi nærri að um helm- ingur þingmanna geti meö nokkrum rétti talist til her- stöövaandstæöinga. Og allir 60 sverja þeir fyrir aö herinn eigi hér aö vera um aldur og ævi, einungis sem haldreipi og fé- þúfa borgarastéttarinnar, burt- séöfrá öllu ööru. Litiö er þó gef- andi fyrir þá svardaga þegar hermangiö er annarsvegar. Nóg af „neikvæðum” rökum. A hitt er aö lita aö herstöðva- andstæöingar og þar eru Alþýöubandalagsmenn ekki undanskildir hafa máske haldiö uppi full slagoröakenndri rök- semdafærslu I hermálinu. Þaö hefur t.d. vafist fyrir þeim aö skýra út fyrir almenningi hvaö taka eigi viö af hersetunni og aöildinni I NATÓ. Af nógu er aö taka þegar þarf aö rökstyöja staöhæfingar um útrýmingar- hættusem af herstööinni stafar, um gagnsleysi „svokallaöra varna” fyrir tslendinga, um spillinguna sem af hersetunni leiöir, og um óæskileg áhrif hennar á efnahagslifiö. Þau rök hafa nægt til þess aö gera fjöida tslendinga aö einlægum her- stöövaandstæöingum hin siöari ár, og er þó einugis fátt eitt taliö af hinum „neikvæöu” rökum. þrýstingi almenningsálitsins sé hægt að sveigja aöra flokka inn á þaö aö láta herinn fara. t grein i Dagblaöinu fyrir kosningar sagöi Andri tsaksson, fyrrv. formaöur miönefndar herstöövaandstæöinga, þaö sitt mat að þaö væri 10 til 15 ára verkefni markviss starfs aö koma hernum úr landi. Mörgum þykir þetta ef til vill ekki djarflega ritaö hjá Andra. Minna má á aö vinstri stjórnin sáluga haföi náö samkomulagi um þaö hvernig herinn skyldi fara úr landi og var byrjuö aö vinna eftir þeirri áætlun áöur en hún sprakk á öörum málum. Umræðu er þörf ein- mitt nú. Þaö má einnig minna á aö á ýmsan hátt hefur barátta her- stöövaandstæðinga leitt til ein- angrunar herstöövarinnar frá islensku þjóölifi. Vinstri stjórn- in lokaöi t.d. endanlega fyrir dátasjónvarpiö. Friölýsing Norður-Atlants- hafsins, sem Jónas Arnason hefur veriö einn helst talsmaöur fyrir á vegum Alþýöubanda- lagsins, hugmynd Alþýöu- flokksins frá ’73 um óvopnaöa eftirlitsstöö á vegum Sam- einuðu þjóöanna, og Kekkonen- áætlunin um kjarnorkuvopna- laust svæöi á Noröurlöndum eru allt saman atriöi sem ættu aö koma inn i myndina þegar rætt er um hvaö taka á viö af her og NATO. Hér hefur veriö minnt á nokkur atriöi sem vert væri aö herstöövaandstæöingar tækju til umræöu á næstunni.og mörg fleiri mætti nefna. Þaö ættu sem allra flestir her- stöövaandstæöingar aö hreyfa penna á næstu dögum og vikum. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.