Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miftvikudagur 5. júli 1978 Staðið á teignum við handslátt. Aflinn dreginn aö boröi Játvarður Jökull Júlíusson skrifar: Rætíst úr hjá Rétt upp úr miðnætti að kvöldi 8. júní kom ómar Haraldsson, yfirmaður Þörungavinnslunnar, í heimsókn á borvaktina. Borinn hafi fyrst dýpkað aðra gömlu borholuna. Aukning hafði ekki orðið mikil.en vatnið hitnað. Þá var boruð ný hola, 1000 m. djúp. Aðeins 6 sek/ltr. ollu vonbrigðum. Ætlaði ekki að fást meira heitt vatn? Enn var eftir dálit- ill reytingur af peningum og það ráðtekið að dýpka hina gömlu borholuna. Nú var allt að komast „á sið- asta snúning". Borinn kæmist ekki nema nokkra tugi metra í viðbót og seinustu krónurnar að svelgjast upp i borhitina. Sæti nú allt við sama? Yrði orkuþurrðin varan- leg? Þá sæi ekki fyrir endann á erfiðleikum Þörungavinnslunnar í ná- inni framtið. En...þegar borinn var kom- inn 934 m. niður þá sökk hann i einu vetfangi og allir mælar ruku á fleygiferð. Borinn hafði hitt á bullandi vatnsæð. Á þessu stórkostlega augnabliki sló bor- maðurinn út höndum i fögnuði og við það flaug reykjapipa Óm- ars i háaloft og eldi rigndi á vatnsflauminn. Nú lék lánið loks við þessa aðþrengdu braut- ryðjendastofnun, Þörunga- vinnsluna á Reykhólum. Að morgni 10. júni var nýja lindin tengd við lögnina til sjáv- ar. Nú var vatnið miklu heitara en nokkru sinni og heitara en gert hafði verið ráð fyrir: 114 stiga heitt inn i verksmiðjuna. Og það rann og rann. Nú þyrfti Borað eftir heitu vatni á Keykhólum. Sláttuprammi að fyrirdrætti. Þörungavinnslunni Þangi lestað í Karlsey I mörg horn ad líta hjá Húseigendafélagi Reykjavíkur ekki að skrúfa fyrir við og við. Nú blöstu við full afköst i fyrsta sinn, loksins. Það var við þessi skilyrði, sem fjórði aðalfundur Þörunga- vinnslunnar var settur k. 15.00. laugardaginn 10. júni. Þarna skall hurð nærri hælum (og ekki i fyrsta sinn). Annars hefði verið sami sorti i álinn. Vilhjálmur Lúðviksson, stjórnarformaður, las nákvæma og ýtarlega skýrslu stjórnar. 1 máli hans kom fram, að margt hefði áunnist og horfði vel. Þangöflunin gengur vel. Sex öflunargengi eru tekin til starfa og önnur eru að verða tilbúin. Vönu mennirnir ná ágætum árangri, bæði með sláttu- prömmum einum og eins með samhæfðri vél- og handöflun og ná háum tekjum. Vilhjálmur lýsti hversu orðið hefði að læra allt frá grunni og þroskaleið kunnáttunnar væri seinfarin og löng. Nú væru að koma fram kunnáttumenn, i þróun væri ný grein islenskrar verkmenningar og náttúrufræði: þangmenning. Hann lýsti hve ómetanlegt hefði verið frumkvæði Reynis Bergsveinssonar i Fremri- Gufudal, áræði, útsjónarsemi og þrautseigja. Reynir er nú læri- faðir nýrra gengja. Vel horfir með endursprettu þangfjörunnar. Nú er aflað á þrifornri slægju með góöum á- rangri, þ.e. þar sem slegið var 1975. Varan likar vel. Þangmjöl frá Karlsey tekur fram öðru vegna þurrkunaraöferðarinnar. Sölu- samningur gildir enn i mörg ár. Þá er búið að ná valdi á mikil- virkum tækjum til þaratöku. M.s. Karlsey aflaði þarna i fyrrahaust og nærri fast að jól- um. t svipinn er markaður ekki vel opinn fyrir þaramjöl og mun þurfa að leggja vinnu i að komast á góðan markað fyrir þaraafurðir. Raunin er sama varðandi fiskþurrkun. t vetur tókst ekki að selja skreið (loðnu) fyrir- fram, svo ekki varð af þeirri vinnslu. Ahrifamiklar endurbætur voru unnar i vetur á þurrkara- kerfi verksmiðjunnar. Næst nú betri hitanýting en áður. Að endingu verður aðeins drepið á sérstakan kafla i ræðu stjórnarformanns Þörunga- vinnslunnar, Vilhjálms Lúð- vikssonar. Hann gat þess hvilikt ofböðslegt erfiði væri að brjót- ast áfram i „kerfinu”. Jafnvel sjálfir handhafar þess fengju sig fullkeypta við það. Þarna var hann að geta um margra, margra mánaða barattu fyrir boruninni eftir heita vatninu, — Framhald á 14. siðu Föstudaginn 9. jiíni sl. var aðal- fundur Húseigendafélags Reykjavikur haldinn i húsakynn- um félagsins að Bergstaðastræti I skýrslu stjórnar kom m.a. fram, að hátt á þriðja hundraö aðilar fengu á siöasta ári lög- fræðilega fyrirgreiðslu hjá fram- kvæmdastjóra félagsins. Mest var leitað til félagsinsi sambandi við ýmiss konar ágreining ibúð- areigenda i f jölbýlishúsum, svo sem um skiptingu kostnaðar við sameiginlegar framkvæmdir, hvernig haga skuli ákvarðana- töku, hvaða reglur gildi um umgengni og um Urræði gagnvart ónæöisseggjum í fjölbýli. Allmik- ið var spurt um rétt og heimildir kaupanda gallaðrar fasteignar gagnvart seljanda og hvaða hlutir eigi að fylgja i þeim kaupum og sölum. Talsvert var leitað til fé- lagsins með ágreiningsefni, sem risa vilja i skiptum leigjenda og húseigenda. Nokkur deilumál húseigenda og ýmiss konar við- gerða- og byggingaaöila koma til kasta félagsins. Þá var allmikiö um, að húsiegendur leituðu til fé- lagsins i sambandi við viöskipti sin við opinbera aðila, t.d. skipu- lagsyfirvöld og fasteignamat rikisins. A fundinum var einhugur um, að brýnasta mál félagsins væri, að hefja öfluga söfnun nýrra fé- laga, þvi aö með auknum félaga- fjölda væri hægt að auka starf- semi félagsins og gera hana öflugri og árangursrikari. A fundinum urðu all miklar umræður um nýsamþykkt lög um erfðafjárskatt. Yfirlýstur til- gangur laganna var, að leiðrétta erfðafjárskatt til lækkunar. En vegna þeirrar margföldunar fast- eignamats, sem i mörgum tilvik- um átti sér staö um siðustu ára- mót, mistókstþessi viðleitni gjör- samlega. t staö lækkunar er hér um að ræða eina hrikalegustu skattahækkun, sem um getur. Fundurinn samþykkti, að fela stjórn félagsins, að kanna mál þetta ofan i kjölinn og knýja á stjórnvöld um leiðréttingu þess- ara mistaka. Formaður Húseigendafélags Reykjavikur var kjörinn Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður. Aðrir i stjórn eru: Alfreð Guðmundsson, forstööumaður, Guðmundur R. Karlsson, skrif- stofustjóri, Lárus Halldórsson, endurskoðandi, og Páll Sigurös- son, dósent. FVamkvæmdastjóri félagsins er Siguröur H. Guðjóns- son. —mgh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.