Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 5. júii 1978 ÞaO hefur liklega verið farið að fara ónotahrollur um margan Breiðabliksmanninn i gærkvöidi þegar Fylkir kom I heimsókn á Kópavogsvöli og lék gegn heima- mönnum i 16-Iiða úrslitum bikar- keppninnar. Fylkir tók forystuna snemma i fyrri hálfleik og hélt eins marks forystu þar til átta minútur voru eftir að Breiðablik jafnaði eftir látlausa sókn allan siðari hálfleikinn. Sigurmarkið kom svo fimm minútum fyrir leikslok, og f fyrsta sinn gátu Breiðabliksmenn fagnað sigri I sumar á grasvellinum. En Fylkismenn stóðu sig vel I þessum leik og þá sérstaklega i fyrri hálfleik. Baráttan var góð og oftsinnis skall hurð nærri hæl- um við Breiðabliksmarkið, enda vörnin máttlitil að vanda. Eina markið i fyrri hálfleik skoraði Hörður Antonsson á 20. mínútu eftir að Breiöabliksvörnin hafði galopnast og ekki var vandkvæð- um bundið að renna knettinum framhjá Arna Dan markveröi. í siðari hálfleik datt baráttan hjá Fylki niður, en Blikar mættu tviefldir til leiks og tóku leikinn i sinar hendur. Hvorki gekk þó né rak upp við mark andstæðingsins þrátt fyrir nokkur góð tækifæri og það var ekki fyrr en á 37. minútu að Breiðablik náði að jafna. Nýliðarnir i framlinunni, Hákon Gunnarsson og Siguröur Halldórsson voru þar að verki. Hákon gaf skemmtilega fyrir markiö og Sigurður afgreiddi boltann viðstöðulaust með þrumuskoti rétt undir þverslá. Greinilegt var að leikmönnum létti stórum. Markinu var nánast fagnað einsog úrslitamarki i Heimsmeistarakeppninni, og á- fram var sótt af eldmóði! Það var svo Heiöar Breiðfjörö sem skoraði sigurmarkið á 40. minútu. Þór Hreiðarsson gaf góð- an bolta fyrir markið og Heiðar skaut jarðarbolta framhjá Og- mundi markverði. Staðan hafði breyst i 2-1 fyrir Breiðablik og urðu mörkin ekki fleiri. 1 heildina verður þessi leik- ur vart hátt skrifaöur knatt- spyrnulega séð. Fylkismenn sýndu lofsveröa baráttu og hefðu allt eins getaö skorað fleiri mörk i fyrrihálfleik, en Breiðablik sótti i þeim siðari án þess að sýna þó nokkuð sem kallast getur „knatt- spyrnutaktar”, nema þegar Hákon Gunnarsson hægri útherji reif sig hvað eftir annað lausan, brunaði upp að endamörkum og gaf þaðan fyrir markið. Sannar- lega hættulegur og fljótur leik- maður. Dómari var Valur Benedikts- son og var hann óneitanlega mis- tækur i ákvörðunum sinum,—gsp Breiðablik slapp með skrekkinn! KA veitti IA harða keppni Leikur iA og KA i bikarkeppninni var heldur tilþrifalitill,þó fór svo að heimamenn fóru með sigur af hólmi en KA fellur úr keppninni. Fyrri hálfleikur var mjög þóf- kenndur, en Skagamenn voru þó ÍBV ekki í vandræð- um með Þór Vestmannaeyingar áttu ekki I rniklum erfiðleikum á Akureyri I gærkvöldi er þeir léku gegn Þór i 16—liða úrslitum bikarkeppninn- ar. Lokatölur leiksins urðu 4—1 sigur eyjamanna, en I leikhléi var staðan I—1 og höfðu Þórsarar þá haft sig töluvert I frammi. Heimamenn tóku raunar for- ystuna strax á 2. mfnútu þegar Sigtryggur komst i gott færi og var ekki seinn að þakka fyrir sig með góðu marki. Karl Sveinsson jafnaöi siðan 1—1 á 20. minútu og var staöan þannig f leikhléi, Þó höfðu Þórsarar átt heldur meira i leikn- um, en i siðari hálfleik var dæm- inu snúið við og eyjamenn tóku völdin. Þaö var Sigurlás Þorleifsson sem þá greip i taumana, og á fyrstu fimm minútunum skoraöi hann tvö mörk, sem færöu IBV sannfærandi forystu. óskar Val- týsson rak siðan smiðshöggiö á verkið, skoraði á 35. minútu gull- fallegt mark með þrumuskoti frá vitateigi sem endaði fast uppi i samskeytunum. heldur meira með knöttinn og munaði oft litlu að þeim tækist að skora en það var KA sem tók for- ustuna i leiknum með marki sem Armann Sverrisson skoraði og tókst heimamönnum ekki að jafna i fyrri hálfleik. 1 seinni hálfleik fór markavél þeirra Skagamanna i gang og Pétur Pétursson jafnaði með skalla. Annað mark Skagamanna skoraöi Matthias Hallgrimsson markaskor.irinn mikli.og er það orðin hefö að hann skori I hverj- um leik. Kristinn Björnsson bætti siðan þriðja markinu við, en KA átti siðasta orðið i leiknum með marki sem Jóhann Jakobsson skoraði. Mjög gott verður var uppá Akranesi þegar leikur þessi fór fram. Helgi Helgason fékk guilið tækifæri fyrir Viking þegar hann fékk boltann dauðafrir og einn á markateig en með undraverðri lagni tókst honum að skjóta yfir. — Sannariega óheppinn þar! Sanngjarn KR-sigur gegn Víkingum i gærkvöldi léku á Laugardais- vellinum neðri Reykjavikurfélög- in KR-Vikingur og var leikurinn sá fyrsti i 16 liða úrslitum Bikar- keppni KSÍ. KR sem leikur nú við góðan orðstír i 2. deild I fyrsta Drengjalandsleikur gegn Færeylngum í kvöld kl. 20 fer fram á Kópa vogsvelli drengjalandsleikur á milli íslands og Fær- eyja, en þar eru leik- menn á aldrinum 14-16 ára. Þetta er 3. lands- leikurinn milli þessara þjóða. Sigruðu Færey- ingar i þeim fyrsta með 1:0, en i fyrra var leikið i Keflavik og sigraði ís- land þá með 5:2. Islenska Drengjalandsliðið mun siðan halda til Danmerkur nk. mánudag og taka þátt I Drengjamóti Norðurlanda sem fer fram 10.-16. júll, en þar mun það leika i riöli með Dönum og V- Þjóðverjum, sem taka þátt i mót- inu sem gestir. Þá fer fram unglingalandsleik- ur (leikmenn 16-18 ára) i Færeyj- um 12. júli nk. Lárus Loftsson unglingalands- liösþjálfari hefur valið 16 manna hóp vegna leiksins við Færeyinga i Kópavogi á miðvikudag, en eftir þann leik verður endanlega vai- inn hópurinn, sem heldur til Dan- merkur nk. mánudag. Þessir leikmenn hafa veriö valdir: Markverðir: Stefán Jóhanns- son KR og Elvar Gottskálksson IBK. Aðrir leikmenn eru: Bene- dikt Guðmundsson UBK, sem leikið hefur 4 unglingalandsleiki, 6 drengjalandsleiki, verið vara- maður i landsliði undir 21 árs og er fastur leikmaður i 1. deildarliöi UBK, Lárus Guömundsson Vik- ing, sem leikið hefur 5 drengja- landsleiki og er fastur leikmaöur i 1. deildariiði félags sins, Jón G. Bjarnason, KRsem leikið hefur 2 drengjalandsleiki, Sigurður Grét- arsson UBK, Sigurjón Kristjáns- son, UBK, Helgi Bentsson UBK, Jón Þór Brandsson FH.sem leik- ið hefur 4 drengjalandsleiki, Guð- mundur Torfason Fram, Astvald- ur Jóhannesson tA, Ragnar Mar- geirsson IBK, Páll Þorkelsson ÍBK, Gisii Bjarnason KR, Hafþór Sveinjónsson, Fram, og Jóhannes Sævarsson, Viking. Færeyingar leggja mikið upp úr þessum leik, enda hafa þeir á undanförnum árum lagt aukna rækt við þjálfun yngri flokkanna og náð ágætum árangri i leikjum við aðrar þjóðir. Það er ekki aö efa að leikurinn I Kópavogi á mið- vikudagskvöldið verður skemmtilegur og þvi ástæða til að hvetja fólk til að sjá hann. Dómari verður Arnþór óskars- son, en linuverður þeir Halldór Gunnlaugsson og Hinrik Lárus- sinn i sögu félagsins, vann verð- skuldaðan sigur yfir lélegum Vik- ingum. ICnattspyrnan sem liðin sýndu var ekki upp á marga fiska, eilff_ langspörk og boltinn oftast I 10 metra hæö yfir vellinum. Það var á 43. mlnútu leiksins sem KR skoraði sigurmarkið. Þeir náðu að leika upp vinstri kant, lögðu boltann vel fyrir markið þar sem Sigurður Indriðason var vel staðsettur og renndi honum i netið. Staðan I leikhléi 1-0. 1 seinni hálfleik voru það Vik- ingar sem spörkuðu aö marki KR- inga en KR-ingar sem hreinsuðu frá i hvert skipti. Þannig gekk þetta allan seinni hálfleik og eng- in knattspyrna. Vikingar fengu eitt gott færi til aö jafna leikinn en það var á 55. minútu er ein háspyrnan komst yfir KR vörnina og fyrir innan hana stóðu þrir Víkingar rétt- stæðir á markteig, en allir héldu þeir sig vera rangstæða og fram- hjá markinu rúllaði boltinn. KR fékk tvö góð færi til aö bæta við marki, i annað skiptiö þegar Sigurður Indriðason komst einn inn fyrir vörn Víkings en Diðrik bjargaði vel, og i hitt skiptið þeg- ar Diðrik haföi farið i skógarferð og misst boltann, en til allrar hamingju fyrir Viking og þvi miður fyrir KR hitti Björn Pét- ursson boltann ekki er hann ætl- aði að vippa honum I netið. Besta manninn á vellinum sá ég ekki, en það var betra liðiö sem sigraði i þessum háloftaleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.