Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 11
Miövikudagur 5. júli 1978 ÞJÓÐVJLJINN — SIÐA 11 Kveðja Fjármálaráöherrar Norðurlanda: Þorsteinn Þórðarson Fyrir nærri 20 árum, þá nýorö- inn forma&ur i minu stéttarfélagi, var ég staddur á skrifstofu A.S.I., er inn kom frekar lágvaxinn en hnellinn maöur meö smekk- svuntu á maganum, kvaöst vera kominn til að borga skattinn til sambandsins. Sú afgreiðsla gekk fljótt fyrir sig, en þó gafst þessum glaöværa manni timi til aö lifga andrúmsloftiö meö hnittnum athugasemdum og tilsvörum. Að honum brott gengnum innti ég Jón heitinn Ben., þá gjaldkera A.S.Í., eftir þvi hver maðurinn væri, og svariö sem ég fékk var eitthvaö á þessa leið: Hvaö er þetta.Jón Snorri, á ég aö trúa þvi aö þú þekkir ekki hann Þorstein bólstrara, formann Sveinafélags húsgagnabólstrara, og ég sem hélt aö hver einasti maður i rót- tækri verkalýöshreyfingu þekkti þann öölingsmann. En svona var þaö nú samt, þá þekkti ég ekki Þorstein bólstrara. Þaö var löngu siðar aö viö Þor- steinn hófum langt og gott sam- starf i samtökum bygginga- og húsgagnagerðarmanna. Sam- band byggingamanna var stofnaö 1964 og meöal fulltrúa á þvi stofn- þingi var Þorsteinn fyrir hönd sins félags. Mál æxluöust svo aö viö Þorsteinn lentum saman i fyrstu stjórn þessa nýstofnaða sambands, ég varaformaöur, hann fyrsti gjaldkeri sambands- ins,og þeirri stöðu gegndi hann i mörg ár, eöa þar til hann ákvaö aö draga sig I hlé frá félagsmála- störfum. Viö, sem höfum i mörg ár unniö aö félagsmálum, kynnumst mörgum og ólíkum persónuleik- um og oft finnst manni áreynslan á þolrifin vera i hámarki. Aö um- gangast og vinna meö Þorsteini var alitaf áreynslulaust. Þrátt fyrir aö sjálfur átti hann ætiö viö vanheilsu aö striöa þau ár sem samstarf okkar stóö, var lundin samt ætiö jafn létt og framkoman ljúf. Og þótt hann allra annarra frekar héldi ákveöið fram mál- staö sinna félagsmanna, haföi hann ætiö lag á aö gera þaö á þann hátt aö féll aö málstaö ann- arra sem hann þurfti og vildi vinna með. Þegar ég ungur og óreyndur tók aö mér vandasamt starf fyrir mitt stéttarfélag var ég svo lán- samur aö kynnast og fá aö um- gangast marga mæta menn i verkalýöshreyfingunni. Meöal þessara manna var Þorsteinn bólstrari. Af þessum reyndu mönnum læröi ég margt. Af Þor- steini held ég aö ég heföi fyrst og fremst getaö lært aö umgangast manneskjuna sem vin. Hvort ég nam þann eiginleika hans veit ég ekki, en hitt veit ég, aö betri kennari var ekki til i þeim efnum. Þakka þér, félagi Þorsteinn, langtog gott samstarf i Sambandi byggingamanna og viöar. Eftirlifandi eiginkonu þinni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég fyllstu samúö og veit aö minning þeirra um góöan félaga verður sorginni yfirsterkari. Jón Snorri Þorleifsson Bjartari horfur hjá Sölustofnun lagmetis Sölu- og markaðsmál Sölustof nunar lagmetis þróuðust verulega í já- kvæða átt árið 1977, að því er segir í skýrslu frá Sölu- stofnuninni. Útflutnings- magn jókst um 70%, en verðmætisaukning um 99%. Út voru fluttar 1668 lestir fyrir 1209 milj. kr. en árið 1976 983 lestir f yrir 680 milj. kr. Vel horfir með útflutn- ing í ár og er búist við að verðmætið muni tvöfald- ast, þannig að út verði f lutt fyrir á 3. miljarð kr. Samið hefur verið um sölu á 85.250 kössum af gaffalbit- um til Sovétríkjanna að verðmæti 3,7 milj. Banda- ríkjadollara eða 964 milj. isl. kr. Árið 1977 voru seld- ir til Sovétríkjanna 100 þús. kassar fyrir 840 milj. kr. Sildarafuröir námu um 3/4 af útflutningsverömætinu og þar var gaffalbitaframleiöslan fyrirferö- armest eöa 64% af útflutnings- magninu en 69% af verömætinu. Sala þorskafuröa var álika mikil aö magni og áriö 1976 og varö þvi hlutdeild þeirra I heildarútflutn- ingi 10% 1977 en var 17% áriö áö- ur.Sala áþorskhrognumminnkaöi og sala á þorskalifur jókst ekki eins og vonir stóöu til. Nokkur aukning varð á útflutningi ann- arra vörutegunda. Treglega hef- ur gengiö aö auka sölu á kaviar til Efnahagsbandalagslandanna, en sala á rækju verið greiö og verö þaö hátt, aö hærra skilaverö fæst fyrir hráefniö til niöursuöu en frystingar. Af sölu til einstakra markaös- svæöa er þaö aö segja, aö til Bandarikjanna var selt fyrir 106 milj. kr. I stað 51 milj. áriö 1976. Svarar það til 9% útflutnings- verömætisins. Sala til EBE-land- anna nam 126 milj. kr. og 33 milj. til EFTA-landa, verömætisaukn- ing milli ára 90 milj. kr. Hlutdeild Austur-Evrópulanda var 77% á sl. ári en 80% 1976 og 60% 1975. Unnið er aö markaðsöflun i Af- riku og Asiu og hafa tilrauna- sendingar fariö til Singapore, Hong Kong og Nigeriu og likaö vel. Sama er aö segja um Astraliu. Nokkur halli varö á rekstri Sölustofnunarinnar sl. ár þrátt fyrir rikisstyrk,en vonast er til aö i ár takist aö reka fyrirtækiö hallalaust og það án rikisaöstoö- ar. —mhg Dansk-íslenska félagíð Félagsbréf og ársrít Dansk-islenska félagiö hefur nú hafiö útgáfu Félagsbréfs, sem fyrirhugað er aö komi út þrisvar á ári. Vonast stjórnin til aö bréf- inu veröi vel tekiö af félagsmönn- um. Stjórnin hefur og I undirbúningi útgáfu Félagsrits, sem væntan- lega kemur út I haust. Veg og vanda af undirbúningi útgáf- unnar hafa þau haft Páll Asmundsson, læknir, og Margrét Gunnarsdóttir, ritari DIF, og munu þau ritstýra blaöinu. Ýmsir góöir menn hafa lofað efni i blaöiö og veröur reynt aö vanda sem best til Utgáfu þess. Skráöir félagar I Dansk-is- lenska félaginu eru nú 1000 tals- ins. A siöasta aöalfundi uröu nokkrar breytingar á stjórn þess. Páll Sigurjónsson, forstjóri, sem verið haföi formaöur fé- iagsins sfðan 1976, baöst undan endurkjöri, en hann hefur nú tek- iö aö sér formennsku i Vinnuveit- endasambandi Islands. 1 staö Páls var Július Sólnes prófessor kjörinn formaður, en aörir i stjórn eru: Margrét Gunnars- dóttir Schram, ritari, Sigurbjarni Guönason, byggingafræöingur, gjaldkeri, Steinunn Jónasdóttir spjaldskrárritari og Stefán Her- mannsson, verkfræöingur, meö- stjórnandi. —mhg Yilja samræma efna- hagsstefinu Norðurlanda Nýlokiö er reglulegum hálfs- ársfundi fjármálaráöherra á Norðurlöndum. Fundurinn var aö þessu sinni haldinn I nágrenni Osló og stóö hann yfir dagana 20. og 21. júni s.l. Fundinn sóttu fjármálaráö- herrar allra Noröurlandanna nema íslands, en Matthias A. Matthiesen gatekki komiö þvi viö aö sækja fundinn. í hans staö fóru til fundarins Gisli Blöndal hag- sýslustjóri og Arni Kolbeinsson deildarstjóri Ráöherrarnir skiptust á upp- lýsingum og lýstu viðhorfum sin- um til efnahagsástandsins á Norburlöndum og væntanlegri framvindu þeirra mála þar, meö- al annars i ljósi þess útlits sem er á vettvangi efnahagsmála heims- ins. Ráðherrarnir ræddu sin I milli um viöfangsefni þaö sem ráö- herranefnd Noröurlandaráös fól æim 31. mars s.l. aö leitast viö aö styrkja samhæfingu efnahags- málastefnu Noröurlandanna svo áhrifin á hin alþjóðlegu efna- hagsmál verði þyngri á metun- um. Starfshópi embættismanna var faliö að vinna aö þessu máli fyrir næsta fund ráöherranna sem halda skal I nóvember I haust. Stefnt verður aö þvi aö ráðherrarnir leggi fram skýrslu sina um málið á næsta fundi Noröurlandaráðs sem haldinn veröur i febrúarmánuöi 1979. Embættismennirnir munu vinna aö málinu I náinni samvinnu viö skrifstofu ráöherranefndar Norö- urlandaráös. Dönsku fundarmennirnir skýröu frá undirbúningi fundar þess sem boöaö hefur verið til i Kaupmannahöfn 7. september i haust, þar sem ætlunin er aö fjár- mála- og atvinnumálaráöherrar, svo og fulltrúar vinnuveitenda- og launþegasamtaka allra Noröur- landa hittist og beri saman bækur sinar um hvort unnt sé aö fá hinar iönvæddu þjóðir til aö taka upp efnahagsmálastefnu sem dragi úr atvinnuleysi. Ráðherrarnir geröu á fundinum grein fyrir þvi hvert stefndi I skattalöggjöfum landa þeirra. Næsti fundur fjármálaráö- herra Noröurlanda verður I Dan- mörku siöla i nóvember 1978. —Þig. V erkamanna- félagið Dagsbrún Orðsending frá verkamannafélaginu Dagsbrún til verkamanna i steypustöðv- um á félagssvæði Dagsbrúnar. Samþykkt hefur verið að banna alla vinnu i steypustöðvum frá kl. 18.30 á föstudags- kvöldum til venjulegs byrjunartima á mánudagsmorgnum. Samþykkt þessi gildir til 17. september nk. Jafnframt itrekar félagið fyrri sam- þykktir verkamannafélagsins Dagsbrún- ar og verkakvennafélagsins Framsóknar um bann á vinnu i fiskvinnslu á laugar- dögum og sunnudögum. Stjórn Dagsbrúnar. Geithálsi/ sími 44392/ eftir kl. 19. Vönduð dönsk hústjöld, Verð frá kr. 88.800,- Göngutjöld 4ra manna og 2ja manna Verð frá kr. 26.700 með himni. Sóltjöld 5 m x 1,40 m með þverslá kr. 9000,- Sólskýli 7,60m x 1,40 m. Verðkr. 19.000,- Tjald á húsvagn 14 feta. Nuskateer Tjaldbúðir Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. T résmíða verkst æðið Bergstaðasti*æti 33 — Simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.