Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.08.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. ágúsl 1978 Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson /9?8 — Ég get réttilega kallað mig leikhússtjóra Leikfélags Akureyran þar sem ráðningartími minn rennur ekki út fyrr en 1. september næstkomandi. En það skiptir ekki mestu máli. Aðalatriðið er, að hið rétta um ágreininginn innan L.A. komi fram fyrir sjónir almennings, því það hefur verið rituð og birt svo mikil endemis þvæla um þessi leikhúsmál fyrir norðan. Eiginmaður minn Erlingur Gislason, leikari og ég vorum ráðin til Leikfélags Akureyrar i ágúst fyrir ári siðan, og var um árssamning að ræða. Erlingur var i sex mánaða leyfi á hálfum launum, með ákveðnar skyldur við Þjóðleikhúsið, en ég var i eins árs launalausu leyfi frá sömu stofnun. Ég var ráðinn sem leik- hússtjóri þar nyðra, en ektamaki minn var á vissan hátt bitbein menntamála- og fjármálaráðu- neytis. Nú var komið haust, leikárið byrjað og þvi varð að taka skjótar og sem áhættuminnstar ákvarðanir varðandi starfsemi vetrarins. Otlitið var satt að segja ekki glæsilegt með aðeins fimm leikara á iaunum til starfs- ins og einn þeirra aðeins hluta leikársins, ekkert leikrit komið i æfingu og skuldir frá fyrri árum, vonlaust að geta borgað viðbótar- kröftum mannsæmandi laun eða boðið upp á nokkurn hlut. begar valin eru verkefni fyrir leikhús er ekki hægt að velja eitt i einu án tillits til hinna sem seinna koma. Verkefni leikflokks verður að velja sem eina heild, þar sem eitt styður annað. Stefnan var sú að miða við gjörnýtingu á þeim vinnukrafti, sem þegar var kom- inn á samning. Fyrsta verkefnið var þannig, að það gæti auglýst leikhúsið jákvætt út á við, næði athygli fjölmiðla og sýndi, að leikhúsið hefði meira stolt til að bera fyrir islenskri leiklist og meiri metnað en þann að lúta fyrir hverri lágkúru, og siðast en ekki sist, að leikhúsið hefði eitt- hvað að segja áhorfendum, sem þeim og leikhúsinu kæmi við, sprottið upp úr eigin umhverfi. Fyrir valinu varð „HornakóraH’L Odds, Leifs og Kristjáns, endur- unninn fyrir Akureyri, samtim- ann og leikarana og hlaut nafnið „Söngleikurinn Loftur.” Meðalaðsókn varð. sýningar tólf, en við kenndum um veikind- um og ófærð. En hvað um það, þakka má aðkomumönnum fyrir að verðleggja starf sitt að lág- marki, átta manna kór Jóns Hlöð- vers fyrir að gefa allt sitt starf og hljómsveit sem tók sama fé fyrir tveggja mánaða æfingartima og tóif sýningar og jafnstór hljóm- sveitargrúppa úr Reykjavik á einu menntaskólaballi hjá M.A. En við gáfum út kasettu með söngvum úr Lofti, sem borgaði sig, bjuggum til hálfrar klukku- stundar útvarpsþátt, komumst i „Vöku”, sóttum um alla styrki utan lands sem innan vegna frum uppfærslu á islenskum söngleik. (Að sækja um styrki var nokkuð sem ég ákvað i upphafi að gera að reglu, fyrst og fremst sem ráð til að vekja athygli allsstaðar á starfsemi og fjárhagsörðugleik- um L.A.) — O — Þó að Akureyringar hafí sannarlega ekki komist i neitt uppnám vegna þessarar frum- uppfærslu á söngleiknum „Lofti” svona mitt á meðal þeirra, varð hann okkur þó sterkt vopn i hönd- um til að krefjast hærri fjár- veitingar, þann tima sem við gengum á milli ráðuneyta og ráðamanna þjóðarinnar fyrir sunnan i nóvembermánuði. Hækkun varð 120% frá fyrra ári. Næsta verkefni var barnaleik- ritið „Snædrottningin” og það varð einnig að ákveðast með skjótum hætti, allt keypt á einu bretti strax um haustið i sam- vinnu við Leikfélag Kópavogs, handrit, þýðing, leikmynda- teiknari og leikstjóri, höfundar- réttur og þar með fengið á lægstu kjörum. Sýningar urðu 16 og mjög góð sætanýting, en til að minna á markaðsmismuninn hér og i Kópavogi þá voru þeir með verk- ið i sýningu frá þvi i nóvember fram i marsmánuð, en við kláruð- um markaðinn á aðeins 16 sýn- ingum og náðum honum glæsi- lega. Þaö er sannarlega hægt aö likja saman uppröðun á dagleg- um æfingatima leikaranna við að raða upp pússluspili, vinnu- skyldan eru 178 stundir i mánuði, og þar af 20, sem eiga að fara og eru borgaðar af L.A. fyrir heimavinnu. Þrjú verk voru æfð samtimis, „Snædrottningin”, „Alfa Beta” og „Galdraland” m.a. til að fuilnýta þessa vinnu- skyldu, þó helst án þess að til yfir- vinnu kæmi. „Alfa Beta” var val- ið i staðinn fyrir „Föðurinn” eftir Strindberg, sem þótti of kostnaðarsamur, þvi til þurfti að kalla aöra en vinnuskylduleikara. (Aftur á móti var uppástunga okkar um „Föðurinn” fyrst og fremst til að L.A. gæti teflt fram sinum ágætu og reyndu, eldri lausráðnu leikurum.) En hvað um það, skiptin urðu ágæt, full- komin nýting á fastráðnum á æfingatimabilinu. Höfundurinn Whitehead fyrsta skipti kynntur á Islandi og, m.a. þess vegna sýn- ingunni boöið til Þjóðleikhúss sem gestaleikur og er það i fyrsta skiptið sem Þjóðleikhús gerir slikt, verkinu geysivel tekið og auglýst þar syðra og skiluðu leikarar sér heim eftir þrjár vel- lukkaðar sýningar, ekki aðeins L.A. að kostnaðarlausu eins og um var samið, heldur með smá- ágóða. Leikfélags Akureyrar eru ólýðræðisleg” segir Brynja Benedikts- dóttir Þá er það „Galdralandið”, frumuppfærsla á islensku verki, byggt á ævagamalli hefð i hring- leikatjaldinu og þrjátiu og fjög- urra ára starfi höfundarins Baldurs Georgs, en hann hafði fengist til að leggja sýningunni lið. Út á þetta verk fékkst styrkur menntamálaráðuneytis, þannig að það borgaði ferðakostnað sýn- ingarinnar um Norðurland. Þetta var stórhentug sýning til ferða- laga og eðli hennar var slikt að okkur lá ekkert á að láta hana leikast þétt og skipulega eins og varð aö gera með „Snædrottning- una”. Þessi sýning hefði efni á að geymast og var sýnd svo þétt eða strjált við hin ýmsu tækifæri, mannfá og auðveld til flutnings. Leikárinu lauk svo með „Hunangsilmi”, sem frumsýndur var á Akureyri þann 14. april og var sýndur siðar um vorið i Reykjavik i boði LR. ásamt „Galdralandi” á Listahátið. Ég vil taka það fram, að það er mikil vinna að fá umsagnir og pressu, þegar um utanbæjarleikhús er að ræða. Okkur tókst það. Það er einnig vandamál að fá skilning ráðamanna á fjárskorti leikhúss- ins. Okkur tókst það lika. Fjár- styrkur frá bæ jókst um 146% á þessum tima. Stjórn L.A. var hins vegar vantrúuö á, að slik fjáröfl- un væri möguleg, og efaðist einn- ig um velviija sinnar eigin bæjar- stjórnar. Þegar við leikararnir fengum fund með bæjarráðs- mönnum og bæjarstjóra, virtust þeir siðarnefndu hafa meira stolt og metnað og velvilja fyrir hönd leikfélagsins en margir félags- manna. Þegar ég kom norður var ekki einu sinni til ritvél á skrif- stofunni. Ég fór þá á fund bæjar- stjóra og tjáði honum vandræði min, Hann gaf mér strax gamla vél, sem þeir voru hættir að nota. — O — Skömmu eftir að ég tók við starfi, bað ég stjórnina um félagatal leikfélagsins. Ekkert félagatal var til, og stjórnin hafði ekki hugmynd um, hverjir voru félagar. Loks þann 28. mars var svo haldinn aðalfundur, sem raunar átti að halda i febrúar, og komu þá inn nokkrir nýir félagar, sem ekki höfðu atkvæðisrétt, þar- sem félagsmaður þarf að hafa setið einn fund til að öðlast rétt til að greiða atkvæði. A aðalfundin- um kom i ljós, að gjaldkeri hafði ekki reikninga félagsins tilbúna. Þar með var ekki hægt að kjósa nýja stjórn og ómögulegt að taka neina ákvörðun um næsta leikár, þar sem fundurinn var ógildur. Framhaldsaðalfundur var ekki haldinn fyrr en i júni en þá fyrst voru reikningar tilbúnir og þá var ég löngu búin að taka þá ákvörð- un að hætta, þvi þótt Leikfélag Akureyrar hafi efni á þvi að biða til sumars með áætlun næsta vetrar þá hef ég það ekki. Þess vegna svaraði ég neitandi, þegar leikararnir fóru þess á leit við mig, að ég héldi áfram. Hins veg- ar vildi stjórnin ekki taka neina ákvörðun i sambandi við ráðn- ingu leikhússtjóra, heldur yrði það að vera ákvörðun nýju stjórnarinnar. -O — Loksins var svo aðalfundurinn haldinn og kosin ný stjórn. Þetta var einkennilegur fundur. Allt i einu kom fullt af fólki, sem ég hafði aldrei séð áður, hvorki á fundum eða á sýningum og alls ekki i virkri vinnu við leikhúsið. Það var sagt, að þetta væru allt félagar, og fengu þeir að borga ársgjöld langt aftur i timann, og öðluðust þar með atkvæðisrétt. Þarna var meira að segja hópur fólks undir lögaldri, sem ekki hef- ur almennan kosningarétt. Þetta fólk kaus nýju stjórnina, og öðlað- ist þarafleiðandi ráðstöfunarrétt að hluta yfir þeim viðbótar- miljónum, sem L.A. hafði aflað með harðri vinnu. I stjórn voru kosin: Guðmundur Magnússon, formaður (Saga Jónsdóttir, sem hafði einhuga stuðning leikhúss- ins á bak við sig, var hins vegar felld.) En gjaldkerinn, Heimir Ingimarsson,' maðurinn, sem hafði tafið ákvarðanir og starf- semi leikhússins um fjóra mán- uði, sat hins vegar áfram, þar sem hann árinu áður hafði verið kosinn til tveggja ára. -0 Aðaldragbiturinn á starfsemi L.A. eru fyrst og fremst hin gömlu og sérviskulegu lög leik- félagsins. Það er ekkert beint samband milli stjórnar og leik- húss. Stjórnin eru þrjú atkvæði, helgarviðtalið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.